Morgunblaðið - 04.03.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.03.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1983 31 íslandsmótið í innanhússknattspyrnu: Víkingur sigraði Val í gær 5—3 ÍSLANDSMÓTID í innanhúss- knattspyrnu í Mfl. karla hófst ( Laugardalshöllinni í gærkvöldí. En þá fóru fram átta leikir. Úrslit í leikjunum urðu þessi: KR — Fylkir 4—1 Þróttur R. — Valur Rv. 3—3 ÍR — ÍK 5—3 Afturelding — Stjarnan 6—5 UBK — Fylkir 6—2 Víkingur R. — Valur R. 5—3 Óðinn — ÍR 3—11 Grótta — Armann ? Haukar — Afturelding ? Úrslit í síðustu tveimur leikjun- um náðust ekki þar sem blaöið fór svo snemma í prentun. Mót- inu veröur fram haldið í dag kl. 16.00. Fyrsti leikur mótsins var á milli KR og Fylkis. KR skoraði strax í leiknum og var staöan 1—0 í hálf- leik. f þeim seinni bættu KR-ingar þremur mörkum viö en undir lokin skoraöi Valur Ragnarsson fyrir Fylki eitt mark og voru lokatölur því 4—1. Þá voru þaö Þróttur R. og Valur R. sem léku. Þróttarar höföu fyrri hálfleikinn alveg fyrir sig og í hléi var staðan 3—1 fyrir þá. Valsmenn sóttu stíft í síöari hálfleiknum og Þannig voru liðin skipuð VEGNA þrengsla í blaðinu í gær var ekki hægt að birta liöskipan hjá Aston Villa og Juventus er lið- in léku í gær, en hún var þannig: Aston Villa: Nigel Spink, Gary Williams (Deacy, 40), Colin Gib- son, Des Bremner, Ken McNaught, Dennis Mortimer, Andy Blair, Gary Shaw, Peter Withe, Gordon Cowans, Tony Morley. Juventus: Dino Zoff, Claudio Gentile, Antonio Cabrini, Mass- imo Bonini, Sergio Brio, Gaetano Scirea, Roberto Bettega, Marco Tardile, Paolo Rossi, Michel Plat- ini, Zbigniew Boniak. þegar leikurinn var flautaöur af höföu þeir náö aö jafna, 3—3. Hilmar Sighvatsson skoraöi öll mörk Vals, 3. ÍR sigraöi síðan ÍK í næsta leik meö 5 mörkum gegn 3 en staðan í hálfleik var 2—2. Afturelding og Stjarnan léku því næst í fjörugum leik, og í hálfleik var staðan 5 mörk gegn 4 Stjörn- unni í vil. Afturelding náöi sér vel á strik í seinni hálfleiknum og sigr- aöi, 6—5. UBK vann stóran sigur á Fylki en lokatölurnar uröu 6—2 en afar sprækt UBK-liö haföi yfir í hálfleik, 2—0. Valur lék sinn annan leik gegn Víkingi og þurftu þeir svo sannar- lega aö standa sig vel eftir aö hafa gert jafntefli viö Þrótt fyrr um kvöldið. Leikinn var mjög góöur varnarleikur á báöa bóga, en Vík- ingar sóttu mun betur. Engu aö síður höfðu Valsmenn yfir, 1—0, í hálfleik, meö marki Gríms. Vík- ingar mættu eldhressir í seinni hálfleikinn og fyrr en varöi höföu þeir gert þrjú mörk í röö, Sverrir tvö og Heimir Karlsson eitt. Hilmar minnkaöi muninn stuttu síöar fyrir Val, og mikil spenna komin í leik- inn. Víkingar gerðu þá spennu hins vegar aö engu og Ömar Torfason og Sverrir skoruöu sitt markiö hvor áöur en yfir lauk og lokatölur voru því 5—3 Víkingum í vll, sanngjörn úrslit. BJ. Fram sigraði EINN leikur fór fram í gærkvöldi í 1. deild kvenna. Fram sigraði Þór á Akureyri, 19—10. í hálfleik var staðan 6—5. Mörk Fram skoruðu: Guðríður 10, Sigrún 4, Arna 2, Margrét 2, og Oddný 1. Guðrún var markahæst í liði Þórs með 5 mörk. AS/ÞR ísland náði átta marka forskoti en missti síðan leikinn niður í jafntefli Frá Skapta Hallgrtmaayni, Hollandi. SÁ ÓSTÖÐUGLEIKI sem loðað hefur við íslensk landslið, í langan tfma, geröi heldur betur vart viö sig hér í Apeldorf í Hollandi er ísland mætti ísrael í B-keppninni í handknattleik. Eftir mjög góða byrjun hrundi leikur íslenska liðsins algjörlega. Fyrstu 15 mínútur leiksins máttu ísraelsmenn sín lítils gegn ákveönum íslendingum, varnarleikur íslenska liðsins var mjög góður þar sem menn töluðu vel saman og voru að berjast. Og sóknarleikurinn gekk mjög vel upp. Alfreö Gísla- son var í miklum ham í byrjun og skoraðl þrjú fyrstu mörkin með þrumuskotum. ísraelsmenn tóku hann þá úr umferö og þá losnaði um aðra leikmenn liösins. Strax a fyrstu minutum leiksins kom í Ijós aö sóknarleikur ísra- elsmanna var mjög einhæfur og mjög lítil ógnun í honum. Og varn- arleik hefur maöur oft séð betri en þeir sýndu. Þegar þetta er haft í huga er þaö enn grátlegra að þurfa aö horfa á íslensku leikmennina missa leikinn niöur í jafntefli, en úrslit leiksins uröu 22—22. Eftir aö ísland haföi haft yfir í hálfleik, 14—9. ísland hefur nú hlotið fimm stig í sínum riöli og nær mjög sennilega aö halda sæti sínu í B-riöli, þó svo aö liöiö hafi ekki leikið vel í keppn- inni fram aö þessu. Gangur leiksins: Islensku leikmennirnir hófu leik- inn af miklum krafti og kafsigldu leikmenn ísraels alveg. Eftir 10 mínútna leik var staðan orðin 7—2, og strákarnir bættu enn um betur og komust í 10—2 eftir 13 mínútur; yfirburðastaöa. Munurinn oröinn átta mörk og maður farinn aö sjá fyrir sér verulega ánægju- legar lokatölur í leiknum. En er hér var komiö sögu tók heldur betur aö síga á ógæfuhliö- ina. Gefiö var eftir í vörninni og baráttan minnkaöi. Einnig varöi markvörður ísraelsmanna vel og auk þess fóru nokkur góö færi for- göröum. Upphaf síöari hálfleiksins var al- gjör vitleysa. Fyrsta markiö í hálf- leiknum kom ekki fyrr en á fjóröu mínútu og skoruðu ísraelsmenn það. Þeir geröu reyndar tvö fyrstu mörkin og áfram héldu þeir og minnkuðu muninn. Þeim tókst aö jafna í fyrsta skipti í leiknum a 49. mínútu leiksins, 19—19, en stuttu áöur haföi Island haft 4ra marka forystu, 16—12, 17—13 og 18— 14, en næst kom slæmur 5 mínútna kafli og þá breyttist staö- an í 18—17. Eftir aö staöan varö jöfn, 19— 19, átti Þorbergur Aðal- steinsson mjög ótímabært skot úr lélegu færi sem var varið og Krist- jáni Arasyni var vikið útaf í tvær mínútur. Útlitiö allt annaö en glæsilegt, en heppnin var meö ís- lenska liöinu því aö ísraelsmenn klúöruöu dauöafæri í næstu sókn sinni og Þorbergi tókst aö koma íslandi yfir, 20—19. Aftur var heppnin með islandi er þrumuskot fór í Einar markvörö, skrúfaöist aftur fyrir hann og var næstum far- iö inn í markið en datt ofan á þver- slána. Siguröur Sveinsson skoraöi næsta mark og munurinn oröinn tvö mörk, 21 — 19. Og þegar ein og hálf mínúta var eftir var munurinn enn tvö mörk, 22—20. Aðeins einni mínútu fyrir leiks- lok skoraöi ísrael og staöan var 22—21. í næstu sókn íslenska liðsins náðu israelsmenn boitanum af islendingum komust inn i all- slaka sendingu Þorbergs og brun- uðu fram og jöfnuöu metin, 22—22. Rétt undir lokin átti Alfreð þrumuskot í stöng hjá ísrael og svo til í sömu mund var leikurinn flautaður af. Það er fátt hægt aö segja um leik íslenska liðsins, hann var svo sveiflukenndur aö meö ólíkindum var. Enginn einn leikmaöur skar sig • islandsmótið í innanhússknattspyrnu hófst I gærkvöldi í Laugar- dalshöllinni. 64 lið taka þétt í mótinu. Þessi mynd er frá fyrsta leik mótsins en þá sigraði lið KR lið Fylkis örugglega, 4—1. Það er Fylkis- maður sem á skot aö marki KR. LjAsm. Emilia. Island — Israel 22:22 verulega úr, en Alfreð var einna skástur þó svo aö hann hafi gert sig sekan um margar villur. Sókn- arnýtingin í fyrri hálfleiknum var sæmileg eða 50%, 14 mörk skor- uöu úr 28 sóknarlotum. En í síðari hálfleiknum fór sóknarnýtingin niöur í 33%, aðeins átta mörk voru skoruð í 24 sóknarlotum. Þetta var mjög slakt þegar þess er gætt aö lið ísraels er mjög slakt. Þá er þaö hreint út sagt furðulegt aö vera meö átta marka forskot, 10—2, eftir 13 mínútna leik en missa síö- an leikinn niöur i jafntefli. Mörk Islands skoruöu þessir leikmenn: Alfreð 7, Þorbergur 5, Bjarni 3, Jóhannes 2, Siguröur 2, 1 v, Kristján, Guðmundur og Hans 1 mark hver. SH/ÞR Staðan ÚRSLIT leikja í B-keppninni í gærkvöldi urðu þessi: A-riðill: Ungverjal. — Spánn 20—19 Tékkósl. — Sviss 25—14 V-Þýskal. — Svíþjóð 18—15 Staðan í A-riðli: V-Þýskaland 3 2 1 0 51:47 5 Tékkóslóvakía 3 2 0 1 64:51 Sviss 3 1 1 1 53:63 3 Svíþjóð 3 1 0 2 60:63 2 Spánn 3 0 0 3 60:69 0 B-riðill: ísland —ísrael 22—22 Holland — Belgía 22—23 Frakkl. — Búlgaría 20—18 Frakkland 3 2 1 0 62:55 5 ísland 3 2 1 0 71:66 5 Holland 3 111 57:51 3 ísrael 3 111 55:61 3 Belgía 3 1 0 2 61:68 2 Búlgaría 3 0 0 3 65:70 0 SH/ÞR Markahæstu leikmenn MARKAHJESTU leikmenn B-keppn innar í Hollandi eru nú þessir: Erhard Wunderlich, V-Þý»kal. Kovacs, Ungverjal. Dirk Verhofstadt, Belgíu Uria, Spáni Kristján Arason Alfreð Gíslason 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.