Morgunblaðið - 04.03.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.03.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1983 M/S Edda: Nýr þáttur í samgöngumálum okkar íslendinga Úr diskótekinu um borft ( skipinu. í TÍU ár eða allt frá því að m/s Gullfoss var seldur úr landi 1973 hefur ekkert farþegaskip á veg- um íslendinga verið í fórum til meginlands Evrópu. En nú verð- ur breyting á. Skipafélögin Eim- skip og Hafskip hafa stofnað með sér félag, Farskip hf, um flutninga á farþegum og bflum til Englands og meginlands Evr- ópu og í þeim tilgangi tekið á leigu skip fyrir sumarið 1983, sem mun verða í vikulegum áætlunarferðum milli íslands, Englands og l'ýskalands. Þarna er að sögn skipafélaganna til- raun á ferðinni og ræðst fram- haldið af því hvernig til tekst. Breytingar á farþegaflutningum Siglingar í höndum íslendinga er einn þáttur í sjálfstæði ís- lensku þjóðarinnar; og ekki sá ómerkasti, eins og dæmi úr sög- unni sanna ótvírætt. Það að samgöngur og flutningar á sjó skyldu færast í hendur okkar, samhliða aukinni sjálfstjórn, var einn liðurinn i sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar eins og iðu- lega hefur verið bent á og kannski ekki sá þeirra, sem minnst er um vert. Það að rekstur farþegaskips í íslenskri eigu skyldi á sínum tíma leggjast af, er í raun ekki séríslenskt fyrirbæri, heldur þáttur alþjóðlegrar þróunar eða öllu heldur hnignunar á hefð- bundnum siglingum með farþega milli landa og heimsálfa, sem verður með þróun flugsins og aukinni hlutdeild þess í farþega- flutningum á sjöunda áratugn- um. Um þessa þróun fjallar Jón- as Guðmundsson, rithöfundur á skilmerkilegan hátt í grein sem hann ritar í Sjómannadagsblað- ið 1978. Hin stóru og glæsilegu farþegaskip, sem þjónuðu fyrr á tíð í raun sama hlutverki og flugið gerir í dag, lögðu upp laupanna eitt af öðru, en ferjur, sem gátu flutt bæði farþega, bíla og járnbrautalestir tóku við. Ferjurnar hafa það einnig sér til ágætis, að mjög fljótlegt er að ferma þær og afferma og þær þurfa þvi ekki nema stutta viðdvöl í höfnum. Frá sundlauginni. Farþegaflutningar á sjó aðlög- uðust þannig ríkjandi ástandi í samgöngumálum/ferðamálum og farþegaskipin tóku að sér hlutverk, sem flugið var ekki fært um. Með tilkomu ferjunnar Eddu er þessi þróun að halda innreið sína á Islandi, undir stjórn íslendinga og í tengslum við aðalþéttbýlissvæði landsins hér á suðvesturhorninu, því að ferjan Smyrill, sem hefur um nokkur undanfarin ár haldið uppi samgöngum um Færeyjar við Skotland og Norðurlöndin, hefur gert það frá Seyðisfirði. M/S Edda Skipið, sem hlotið hefur nafn- ið m/s Edda, er smíðað í Frakk- landi 1972. Það hét áður m/s All- otar og var í ferðum milli Sví- þjóðar og Finnlands. Ms Edda verður stærsta skip islenska flotans, þvf það er 7.800 rúmlest- ir að stærð, og getur flutt 900 farþega og 160 bíla í hverri ferð. Það getur gengið 20 sjómílur og er búið sérstökum tölvustýrðum stöðugleikauggum, sem minnka Úr móttökunni, þar sem einnig er bæfti banki og upplýsingaþjónusta. velting. Farþegaklefar eru 200 talsins, 2, 3 og 4 manna og í þeim geta alls rúmast 440 farþegar. Eru þeir af öllum stærðum og gerðum og í flestum þeirra er hreinlætisaðstaða. Pláss er fyrir 120 farþega í þotustólum og auk Þriggja manna klefi. Verð HÉR FER á eftir kostnaðurinn af að ferðast aðra leiðina með m/s Eddu, eins og hann var miðað við gengi 21.01. 1983. Eftirgreint verð er háð skráningu gengis á hverjum tíma. Allir farþegar greiða svonefnt grunngjald. Það fer síðan eftir því hvers menn óska að auki, hvað menn þurfa að greiða mikið til viðbótar við það. GJALDSKRÁ 1983 PER FARÞEGA - ÍSL. KR. Keykjavík/ Reykjavík/ Newca«tle/ Newcastle Bremerhaven Bremerhaven Grunngjald/Dekkfarþegar 2069 2882 1220 VIÐBÆTUR Flugstóll 678 945 400 „Economy“-hvíla 1187 1653 700 4 hvílu klefi 1526 2125 899 3 hvílu klefi 1933 2692 1139 2 hvílu klefi 2306 3212 1359 2 hvílu „semilux“-klefi 3052 4251 1799 3 hvílu lúxus-klefi 3052 4251 1799 Svíta 4069 5668 2399 Salerni/sturta 186 260 110 ÖKUTÆKI (undir 5 m lengd) Bifreið með 1 farþega 3357 4676 1979 Bifreið með 2 farþegum 2350 3273 1385 Bifreið með 3 farþegum 1343 1870 792 Bifreið með 4 farþegum FRÍTT FRÍTT FRÍTT Húsvagnar og aukam. bifr./m. 671 935 396 HÓPFERÐABIFR. (bílstj. frítt) Að 15 farþegum 5006 6973 2951 Yfir 15 farþegar FRÍTT FRÍTT FRÍTT ÖNNUR ÖKUTÆKI Mótorhjól m/hliðarvagni 2048 2852 1207 Mótorhjól 1477 2057 871 Reiðhjól/skellinöðrur 186 260 110 „Viðbætur" eru í öllum tilfellum til viðbótar við grunngjald. Börn milli 2 og 12 ára aldurs fá 50% afslátt af grunngjaldi. Börn 2 ára og eldri vega til jafns við fullorðna í bifreiðaaf- slætti. Gjöld fyrir bifreiðir gilda ekki fyrir bifreiðir með vörum. Hópferðabifreiðir með færri en 10 farþegum eru fluttar sam- kvæmt gjaldskrá hinna almennu skipafélaga. Bifreiðir yfir 2 metra að hæð borga tvöfalt bifreiðagjald. þess verða farþegum seld þil- farspláss. Svo dæmi séu tekin af því sem boðið er upp á um borð, þá er þar sundlaug og saunaböð, kvik- myndahús, verslanir, þar með talin fríhafnarverslun, veitinga- hús og veitingabúð, þjónustu- miðstöð, með banka og símstöð, þar sem verða veittar upplýs- ingar. Þá er um borð spilavíti, dansstaður þar sem hljómsveit skipsins leikur og diskótek sem jafnframt er næturklúbbur. Læknisþjónusta er um borð, sér- stakt leiksvæði fyrir börn og barnagæsla verður um borð í skipinu. Starfslið alls verður rúmlega 100 manns. íslenskt starfslið sér um þjónustuna um borð, en pólskt starfslið verður á þilfari og í vélarrúmi. Fríverslun sem selur tollfrjálsan varning er um borð og hægt er að notast við íslenskt fé jafnt og erlenda mynt, þ.e. ensk pund, þýsk mörk og danskar krónur. Viðkomustaðir verða Brem- erhaven í Þýskalandi og New- castle í Englandi, báðir valdir með tilliti til auðveldra sam- gangna áfram um England og meginland Evrópu. Eins og fyrr sagði eru ferðirnar vikulegar. Ms Edda mun leggja upp héðan frá Reykjavík á hverjum miðviku- degi klukkan 12 á miðnætti frá 1. júní til 18. september. Afgreiðsla m/s Eddu verður byggð á því að skipið verði und- anþegið tollskoðun og því ein- angrað í Sundahöfn, enda fari toll— og vegabréfaskoðun fram í landi, bæði fyrir komu— og brottfararfarþega. Viðdvöl skipsins í landi hvert sinn er stutt, ekki nema nokkrar klukkustundir og er þetta í sam- ræmi við það sem gerist og geng- ur við afgreiðslu sams konar skipa erlendis. „Hvenær fáum við nýjan Gullfoss," er spurning sem Jónas Guðmur.dsson varpaði fram í fyrrnefndri grein í Sjómanna- dagsblaðinu. Ekki er ósennilegt að ætla að Ms Edda sé fyrsta skrefið í svarinu við þeirri spurningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.