Morgunblaðið - 04.03.1983, Side 18

Morgunblaðið - 04.03.1983, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1983 Albert Guðmundsson: Flokksskírteini metið ofar sérfræðiþekkingu Tæknimenntun, sérfræðiþekk- ing og starfsreynsla vanvirt Mjög hart var deilt á samgöngu- ráöherra í utandagskrárumræðu í gær vegna meintrar pólitískrar valdníðslu við veitingu embættis flugmálastjóra á dögunum. Friðrik Sophusson (S) hóf umræðuna, rakti gang mála eins og hann hefur birzt í fjölmiðlum undanfarna daga og krafðist þess að ráðherrann gerði Al- þingi viðhlítandi grein fyrir því, hvers vegna hann hafi sniðgengið einróma tilmæli lögboðins umsagn- araðila, flugráðs, sem og órök- studdum aðdróttunum hans í blaða- viðtölum ura starfshætti ráðsins. Kastar tólfunum Friðrik Sophusson (S) rakti að- draganda málsins, umsóknir um stöðu flugmálastjóra, einróma með- mæli flugráðs með ráðningu Leifs Magnússonar, sem hefði hátt í 20 ára starfsreynslu við stjórnunar- störf á nær öllum sviðum flugmála, auk óumdeildrar fagþekkingar og viðeigandi menntunar. Ráðherra hefði hinsvegar hunzað einróma til- mæli lögboðins umsagnaraðila, fag- lega tæknimenntun, sérfræðiþekk- ingu og starfsreynslu, m.a. á þeirri forsendu, að það mætti ekki bitna á öðrum umsækjanda, er stöðuna fékk, að hann væri framsóknarmað- ur! Þá rakti Friðrik blaðaummæli ráðherra um flugráð og starfshætti þess, sem væru bæði ómakleg og ódrengileg. Ráðherra skuldaði Al- þingi skýringar á hvorutveggja. Friðrik gerði og í ítarlegu máli grein fyrir einróma tilmælum flug- ráðs, aðalmanna og varamanna, ekkert síður þeirra manna sem ráð- herra hafi skipað í ráðið en annarra, og rökstuddri greinargerð, hvar pólitískri valdníðslu ráðherra væri mótmælt. Ýmsar ákvarðanir, sem Steingrímur Hermannsson, formað- ur Framsóknarflokksins, hefur tek- ið í flugmálum á undanförnum ár- um, sæta furðu, hóflega orðað, sagði Friðrik, en með þessum gjörningi kastar fyrst tólfunum. Valdið ráðherrans Steingrímur Hermannsson, sam- gönguráðherra, kvað rétt, að flugráð væri umsagnaraðili, en valdið væri ráðherrans til veitingar embættis- ins. Ég tel óeðlilegt, sagði ráðherra, að flugráð skyldi ekki fara yfir um- sóknir í heild, en margt hæfra manna sótti, og tek ekkert aftur af orðum mínum þar um. Ráðherra sagði að sér hefðu bor- izt umsagnir og meðmæli úr ýmsum áttum, hvar mælt var með ráðningu Péturs Einarssonar, og óumdeilt væri að hann hefði gegnt vel störf- um sínum á vettvangi flugmála, m.a. starfi varaflugmálastjóra og flugmálastjóra í forföllum. Eftir að hafa skoðað málið vandlega taldi ég rangt að ganga fram hjá Pétri. Steingrímur Hermannsson sagði ekki nýtt að ráðherrar sættu gagn- rýni fyrir embættaveitingar. Ráð- herra minnti á tuttugu ára gömul ummæli Dr. Bjarna Benediktssonar, sem hann túlkaði svo, að ef ráðherra ætti í öllum tilfellum að fara eftir ábendingum umsagnaraðila, væri eins gott að færa veitingavaldið til þessa sama umsagnaraðila. Ætti aö biöja Alþingi afsökunar Albert Guðmundsson (S) sagði lítt við hæfi af Steingrími Hermanns- syni að setja sig í spor Bjarna Bene- diktssonár og sízt eftir embættis- veitingu af því tagi, sem væri tilefni þessarar utandagskrárumræðu. Hann kvaðst hinsvegar geta tekið undir með Ingvari Gíslasyni, menntamálaráðherra, sem hefði sagt í þingræðu á dögunum, að Steingrím skorti ýmislegt fremur en hugrekki til að verja gerðir sínar. Sá skortur hefur kyrfilega sagt til sín í þessu máli. Albert gagnrýndi embættisveit- inguna og afsakanir ráðherra, sem ekki stæðust gagnrýna skoðun. Hann rakti í ítarlegu máli menntun, fagþekkingu og starfsreynslu Leifs Magnússonar, sem ráðið hafi með- mælum allra flugráðmanna, hvar í flokki sem standi, en Leifur hefði hátt í 20 ára starfsreynslu á stjórn- unarsviðum flugmála. Ég veit ekki betur en að ráðuneytismenn hafi einnig lagt honum gott til við ráð- herra, mælt með honum (hér kallaði ráðherra frammí: Það er rangt). Ég hefi látið Pétur Einarson njóta sannmælis, sagði Albert, fyrir störf hans á vettvangi flugmála, en hann hefur hinsvegar ekki gegnt störfum flugmálastjóra nema 2 mánuði. Þessi ummæli mín grípur ráðherra eins og hálmstrá, til að réttlæta rangar gjörðir sínar. Þetta er „bil- leg“ afsökun. Albert fór og hörðum orðum um blaðaumsagnir ráðherra, hvað störfum flugráðs viðvíkur, sem hann kallaði svívirðilegar aðdrótt- anir. Ráðherra væri nær að virða einróma meðmæli lögboðins um- sagnaraðila en orð þrýstihópa, sem hefðu allt aðra stöðu í þessu máli. Rétt er að ráðherra hefur valdið, en valdi fylgir ábyrgð, og það er ekki öllum gefið að fara með slíka ábyrgð. Ráðherra hafi metið flokks- skírteini í Framsóknarflokknum ofar prófskírteinum. Þetta mál er ráðherra til skammar. Hann ætti að biðja Alþingi afsökunar á vald- níðslu sinni. Eölileg vinnu- brögð flugráös Skúli Alexandersson (Abl) sagði vinnubrögð flugráðsmanna eðlileg í alla staði. Þeir hefðu farið vandlega yfir umsóknir og fylgigögn, sem þeim hafi verið send í ljósriti fyrir fund í ráðinu. Ég ræddi málið við Albert fyrir fundinn og bað hann, þegar í ljós kom að niðurstaða okkar var sú sama, að gera uppkast að til- lögu. Er á fundinn kom kusu allir flugráðsmenn að undirrita þessa til- lögu, enda einsýnt, hver umsækenda stóð næst því fá embætttið, ef fagleg sjónarmið eru látin ráða. Ásakanir ráðherra á hendur flugráði eru því ómaklegar. Hann reynir aðeins að réttlæta rangár gerðir sínar með því að sá orðum tortryggni í garð ráðs- ins. Ekki bætir það málstað hans. ValdníÖsla sem unnt væri aö ógilda Árni Gunnarsson (A) taldi vald- níðslu af því tagi, sem hér hafi verið viðhöfð, hugsanlega mega ógilda, og vitnaði til lögfræðirita, máli sínu til stuðnings. Rétt væri hjá ráðherra, að menn ættu ekki að gjalda þess, að öðru jöfnu, þó framsóknarmenn væru. Hinu mætti ráðherra heldur ekki gleyma, að menn mættu og ættu að njóta menntunar, þekkingar og starfsreynslu, þó ekki væru framsóknarmenn. Árni kvað ráðherra stefna að því að stórskerða valdsvið flugráðs með frumvarpi, sem hann hefði lagt fram. Hann vitnaði til samþykktar i stjórn Verkfræðingafélags íslands, málastjóra. Hér væri um að ræða pólitíska veitingu; flokksskírteini í Framsóknarflokknum væri tekið fram yfir menntun og starfsreynslu. l’mmæli annarra: Magnús H. Magnússon (A) sagði ekki fara milli mála að hæfari um- sækjandanum hefði verið hafnað. Sá er hafði besta menntun, lengstan starfsaldur og mesta reynslu, hefði ekki verið skipaður. Hér hefði verið gengið fram hjá þingkjörinni nefnd, Alþingi sjálft í rauninni hunsað. Hér væri á ferðinni valdníðsla er væri einsdæmi, sorgleg siðblinda ráðherra. Ráðherrar Framsóknarflokks, Steingrímur Hermannsson, samgönguráð- herra og Tómas Árnason, viðskiptaráðherra. Veiting embættis flugmálastjóra rædd á þingi sem hefði kynnt sér þessa embætt- isveitingu og sent mótmæli til ráð- herra, sem gengið hefði á svig við lögboðinn umsagnaraðila og vanvirt tæknimenntun, sérfræðiþekkingu og starfsreynslu þess umsækjand- ans, sem umsagnaraðilinn hefði mælt með. Árni taldi rétt að verk- fræðimenntaður maður gegndi starfi sem þessu. Misbeitt valdi á gróflegan hátt Garðar Sigurðsson (Abl) kvað erfitt að fjalla um mál sem þetta, þegar í hlut ættu umsækendur, einstakl- ingar, sem allir ættu rétt til hátt- víslegrar umfjöllunar. Hér væri hinsvegar á ferð leiðindamál og harma bæri, að ráðherra hefði mis- beitt valdi sínu á svo gróflegan hátt sem raun bæri vitni um. Garðar Sigurðsson sagði vafa- laust að Leifur væri hæfastu manna hér á landi til að gegna starfi flug- Steingrímur Hermannsson (F) sam- göiiguráðherra kvaðst vegna um- mæla Arna Gunnarssonar um lög- mæti skipunarinnar, lýsa því yfir að hann væri ekki í vafa um að löglega hefði verið að henni staðið. Á það mætti hins vegar vel láta reyna ef menn vildu. Með nýjum lögum sagð- ist ráðherra alls ekki vera að gera lítið úr mikilvægi flugráðs. Hann vildi hins vegar breyta því, að ráðið væri að skipta sér af daglegum stjórnstörfum. Ræðu Alberts Guð- mundssonar sagði ráðherra „dæma- lausa", en hann væri vanur stóryrð- um Alberts úr ræðustól Alþingis. Flugráð hefði nú ekki gefið sér tíma til að kynna sér málið, og áður er hann hefði starfað með Albert í flugráði hefði hann ekki getað séð að hann væri mjög vel undirbúinn fyrir flugráðsfundina, og yfirleitt farið af þeim áður en þeir voru hálfnaðir. Albert Guðmundsson (S) sagði að ráðherra ætti nú að vera það ljóst að alþingismenn væru almennt furðu lostnir vegna skipunar hans. Málið snerist hins vegar ekki um persónu Leifs Magnússonar eða Pét- urs Einarssonar sem slíkar, heldur um þessi mál í heild. Hér gengi ráð- herra fram hjá flugráði, og skipaði ekki þann mann er einróma hefði verið mælt með. — Albert sagðist furða sig á því að ráðherra talaði um að hann væri kunnur stóryrðum. Sagðist hann ekki hafa staðið í deil- um við ráðherrann, og það þó oft hefði verið ástæða til. Nú hefði á hinn bóginn reynst óhjákvæmilegt að óska skýringa ráðherrans. Þá sagðist þingmaðurinn vilja ítreka þá spurningu til ráðherra, hvað óeðlilegt hefði verið við afgreiðslu flugráðs. Ráðherra hefði enn ekki getað svarað því. Árni Gunnarsson (A) beindi tveim- ur spurningum til ráðherra: I fyrsta lagi, hvort um pólitíska skipun hefði verið að ræða eða ekki, óskað væri eftir já eða nei svari. í öðru lagi hverjir þeir væru þessir „við“ í ráðu- neytinu, sem Steingrímur hefði vitnað til. Friðrik Sophusson (S) sagði engan í raun efast um að ráðherra hefði vald til að skipa flugmálastjóra. Öll- um væri á hinn bóginn ljóst um leið, að hér hefði ráðherra farið með vald sitt á annan hátt en til væri ætlast. Flugráð væri skipað fulltrúum frá Alþingi, auk sérfróðra manna um flugmál. Slík samsetning þýddi það, að aldrei yrði um að ræða einhliða, pólitíska ákvörðun í flugráði. Ákaf- lega fátítt væri að gengið væri gegn slíku einróma áliti, og í dæmi sem nefnt hefði verið um skipan í pró- fessorsstöðu, hefðu atkvæði fallið 2:1, umsagnaraðili hefði klofnað, sem væri allt annað mál. Þá sagði Friðrik að aðdróttanir ráðherrans um óvönduð vinnubrögð flugráðs hefðu verið hraktar lið fyrir lið, og væri málflutningurinn ekki sæm- andi ráðherra. „Ég vona að þetta mál verði ráðherranum eftirminni- leg lexía en ekki fordæmi fyrir framtiðina," sagði alþingismaður- inn. Steingrímur Hermannsson (F) svaraði spurningu Árna Gunnars- sonar, sagði skipunina ekki póli- tíska, en sagðist hins vegar ekki vilja tíunda nöfn manna í sam- gönguráðuneytinu. „I sambandi við þetta mál vil ég hins vegar segja að ég er ekki neinn gúmmístimpill fyrir Albert Guð- mundsson, og mun ekki verða það,“ sagði Steingrímur. Alexander Stefánsson (F) vildi fá svar við því, í framhaldi af fullyrð- ingum um vönduð vinnubrögð flug- ráðs, hvort það hefði gefið ráðherra umsögn um alla umsækjendur, sem væru margir mjög hæfir. Steingrímur Hermannsson (F) svaraði úr sæti sínu, sagði engar slíkar umsagnir hafa borist. Albert Guðmundsson (S) sagðist enn undrandi á ráðherra, að bera það á félaga sína í flugráði að þeir væru verkfæri í höndum hans, eins konar gúmmístimplar! Skúli Alexandersson (Abl) sagðist í framhaldi af spurningu Alexanders, vilja upplýsa hann um að hlutverk flugráðs væri að mæla með skipun eins manns til ráðherra. Vildi hann ráðleggja þingmanninum að kynna sér lögin áður en hann reyndi að hjálpa flokksbróður sínum með fyrirspurnum af þessu tagi. Árni Gunnarsson (A) sagðist í lok þessarar umræðu vilja minna á, að flugráð hefði talið þrjá umsækjend- ur hæfari en þann sem ráðherra skipaði. Það segði sína sögu um allt málið. Fimm lagafrumvörp samþykkt á miðvikudag FIMM lagafrumvörp voru samþykkt frá efri deild Alþingis sl. miðvikudag og eru það frumvörp um breytingar á lögum um vemd barna og ungmenna, lögum um söluskatt, lögum um hrepp- stjóra, lögum um sveitarstjórnir og lögum um grunnskóla. Lögunum um vernd barna og ungmenna var breytt á þann veg, að þegar börnum og ungmennum er bannaður aðgangur að skemmtun- um sem bundnar eru við ákveðið aldurstakmark, þá skal miða aldur við fæðingarár, en ekki fæðingar- dag. Breytingin á söluskattslögunum kveður á um að heimilt sé að endur- greiða söluskatt af kostnaði sveit- arfélaga við snjómokstur og setji ráðherra nánari ákvæði um fram- kvæmd endurgreiðslunnar. Lögum um hreppstjóra var breytt með þeim hætti að hámarksaldur manna í starfi hreppstjóra er bund- inn við 70 ár og er það í samræmi við reglur sem almennt gilda um ríkisstarfsmenn. Þá var sveitar- stjórnarlögum breytt þannig að þegar tvö eða fleiri sveitarfélög hafa verið sameinuð, þá geti félags- málaráðherra ákveðið að tala sýslu- nefndarmanna verði sú sama og var fyrir sameininguna, enda óski frá- farandi hreppsnefndir eftir því. Loks fjallar breytingin á lögum um grunnskóla um fræðslu, um áhrif af áfengisneyslu og annarra ávana- og fíkniefna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.