Morgunblaðið - 04.03.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.03.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1983 3 Búnaðarþing varar við rallakstri á hálendinu FRA BúnaAarþingi hefur verið afgreitt erindi Náttúruverndarráðs um rall- akstur um hálendi fslands. Búnaðar- þing varar við því í ályktun sinni að Island verði auglýst sem hentugt land Blaðburðar- drengur tapaði launum sínum EITT af blaðburðarbörnum Morgun- blaðsins tapaði mánaðarlaunum sínum í miðbænum síðdegis á miðvikudag. Tólf ára piltur, sem ber blaðið út til áskrifenda á Nesvegi, hafði sótt laun sín á skrifstofu Morgunblaðsins um klukkan 16 á miðvikudag. Þaðan hélt hann í átt að Lækjartorgi, en er þangað kom uppgötvaði hann að peningarnir voru horfnir. Ef einhver hefur fundið peningana, trúlega í launaumslagi, er sá beðinn að hafa samband við afgreiðslu Morgunblaðsins. fyrir rallakstur þar sem það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hálendi landsins þar sem gróður og jarðvegur er víða mjög viðkvæmur. í ályktuninni segir m.a.: „Búnað- arþing átelur þau vinnubrögð, sem viðhöfð hafa verið varðandi allan undirbúning að fyrirhuguðum rall- akstri á komandi sumri, þar sem keppnin er undirbúin og kynnt víða um heim löngu áður en sótt er um leyfi til þeirra lögformlegu aðila, sem leyfin veita og bendir á að um- sókn um slík leyfi barst dómsmála- ráðuneytinu fyrst hinn 25. febrúar sl., hvað þá að málið hafi verið kynnt viðkomandi lögreglustjórum og sveitarstjórnum. Því beinir þingið áskorun til dómsmálaráðherra, að leyfi til fyrirhugaðrar alþjóðarallaksturs- keppni á hálendi íslands á komandi sumri verði ekki veitt nema örugg- lega verði séð fyrir því að slík keppni, og það sem henni fylgir, valdi ekki skaða á landi og gróðri, og raski ekki um of friði á öræfum og á afréttum." Nægur skíðasnjór á ísafirði ísafirði, 3. marz. NÖGIIR skíðasnjór er nú á ísafirði og mikið um að vera í Seljalandsdal. Þrátt fyrir mjög mikla umferð um skíðasvæðið eru þar aldrei langar biðraðir við skíðalyfturnar. Ástæðan er meðal annars sú, að á síðasta ári var tekin í notkun togbraut fyrir byrjendur. Svo fer áhugi fyrir skíða- göngu mjög vaxandi, enda er göngu- skíðaland í Seljalandsdal og á 1 Breiðadalsheiði afar fallegt og fjöl- breytt. Að sögn Sigrúnar Grímsdóttur, sem rekur skíðaskálann, er gisti- rými í skálanum að miklu leyti upppantað í marz og apríl, en enn- þá er hægt að fá inni á hótelunum á fsafirði. Samgöngur 1 janúar og febrúar voru mjög stopular, en venjulega lagast það er kemur fram í marz með lengri birtutíma og hæglátari veðráttu. Skíðalandsmótið verður haldið á ísafirði um páskana og má reikna með miklu skemmtanahaldi þá samfara skíðavikunni. — Úlfar HRESSIR MJUKIB VORLITIR STYTTA VETURINN Úm KARNABÆR P LAUGAVEGI 66 - AUSTURSTRÆTI 22 SÍMI FRÁ SKIPTIBORDI 85055 VORVÖRURNAR KOMNAR í ÚRVALI LITTU VIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.