Morgunblaðið - 04.03.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.03.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1983 23 Gæöamál kanadíska fiskiðn- aðarins í miklum ólestri — segir Pétur Gissurarson, sem unnið hefur vestra undanfarin tvö ár „GÆÐAMÁL kanadíska fisk- iðnaðarins eru í verulegum ólestri og er ástandið þar sínu verra en hér á landi. Stafar það aðallega af því hve illa er farið með fiskinn í löndun og um borð í togurunum, einkum þegar mikið fiskast. Kan- adamenn hafa hins vegar flotið á magninu í stað gæðanna hingað til, en nú hillir undir breytingu í þeim efnum,“ sagði Pétur Gissurarson, meðal annars í samtali við Morg- unblaðið, en hann er fyrrum skip- stjóri og stýrimaður hér við land, en hefur að undanfornu unnið hjá kanadískum sjávarútvegsfyrir- tækjum. Aðstoðaði við kassa- væðingu og stundaði eftirlitsstörf Ég fór til Kanada fyrir rúm- um tveimur árum eða í október 1980 og vann þá fyrst hjá fyrir- tækinu H.B. Nickerson and Sons Ltd. í Nova Scotia. Það er mjög stórt fyrirtæki á okkar mæli- kvtirða, en þó ekki kanadískan. Það er með 12 togara í gangi, stóran hörpudisksflota, mörg frystihús, stór og smá og síldar- verkun svo eitthvað sé nefnt og kaupir meðal annars fisk af smábátasjómönnum. Fyrst í stað aðstoðaði ég fyrirtækið við kassavæðingu í skipum þess, en það hefur gengið erfiðlega og nú eru aðeins 5 elztu skipin með kassa, 900 til 1.000 hvert. Síðan lá leið mín til National Sea Pro- ducts, sem er mjög stórt fyrir- tæki með 36 til 38 togara og með eitt stærsta og fullkomnasta frystihús í Kanada, en það er í Lunenburg í Nova Scotia og vinn þar við eftirlitsstörf við meðferð fisksins, bæði um borð í skipun- um og í landi, eingöngu i St. John á Nýfundnalandi. Gæðaeftirlit nánast ekkert Það er opinber staðreynd að kanadískur fiskiðnaður er veru- lega styrktur af ríkisstjórninni, en hún hefur ekki fylgt styrk- veitingum sínum eftir, þannig að þær raddir hafa heyrzt, að það hafi verið undir hælinn lagt hvort styrkirnir hafa farið til þess, sem þeir hafi verið veittir. Þá hefur ekki verið um neitt gæðaeftirlit að ræða og á Ný- fundnalandi er í raun ekkert gæðamat, þannig að sjómenn fá sama verð fyrir allan fisk, sem nær ákveðinni stærð. Fiskmatið er í höndum verkenda sjálfra, sem í flestum tilfellum eiga einnig skipin, þannig að eigend- ur fyrirtækjanna semja nánast um fiskverð við sjálfa sig og eiga þá gjarnan í nokkrum útistöðum við verkalýðsfélögin. H.B. Nick- erson borgar til dæmis um 5,30 krónur fyrir kílóið af fyrsta flokks fiski og örlítið meira fyrir kassafisk. Litlu hærra verð er síðan til smærri báta og þeirra sem veiða í þorskgildrur. Fiski landað með loftsugum og heykvíslum Gæðamálin eru í miklum ólestri hjá Kanadamönnum og mun verra ástand þar í þeim efnum en hjá okkur. Það er margt, sem veldur því, meðal annars mjög mikill afli, einkum á miðunum út af Labrador yfir vetrartímann, þar sem algengt er að 30 til 50 lestir fáist í hali eftir 20 til 30 mínútna tog. Vegna þess hve holin eru stór og sjórinn kaldur, eða neðan við frostmark, bíður oft mikið af fiski klukkustundum saman á dekki í allt að 20 stiga frosti áð- ur en gert er að honum. Því fer frostið jafnvel aldrei úr fisk- inum og þar sem lestir eru oftast kældar er honum jafnvel landað stokkfreðnum. Löndunin er síð- an með þeim hætti, að þeir hleypa úr stíunum niður í steis- inn og ryðja fiskinum að loft- sugu með tveggja arma heykvísl- um og skiptir þá ekki máli hvar stungið er í fiskinn. Sömu að- ferðir eru síðan notaðar í fisk- móttökunni. Með loftsugunni er fiskinum landað frá borði og inn í móttökuna og á leiðinni nær hann allt að 100 kílómetra hraða og verður þá oft fyrir höggum líkt og hann félli úr 10 til 12 metra hæð niður á steinsteypu. Það er augljóst hvernig svona meðferð fer með fiskinn. Það hefur fyrst og fremst verið magnið, sem þeir Kafa flotið á ekki gæðin, enda hefur fiski- gengd aukizt verulega eftir út- færslu landhelginnar í 200 mílur og er mikil smáfisksgengd á sumum miðunum og nokkuð al- gengt að um helmingur aflans sé undir 50 sentimetrum. Hafa þeir iðulega lent í erfiðleikum við að selja smáfiskinn. Mest af fisk- inum hefur verið unnið í saltfisk og blokk en lítið í neytendaum- búðir. Opinber eftirlits- og skipulagsnefnd að störfum Nú hefur opinber nefnd starf- að að myndun opinbers gæðaeft- irlits og eftirliti með notkun fjárstyrkja á annað ár. Mun hún fylgjast með því að opinberir styrkir séu notaðir til þess, sem þeir hafa verið veittir og reyna að koma með tillögur til úrbóta í gæðamálum. Búizt er við tillög- um frá henni í vetur. Flest fisk- vinnslufyrirtæki eru mjög vel vélvædd, en kunnáttu virðist skorta til að ná góðri nýtingu og gæðum. Mikill áhugi er meðal Kanadamanna að taka upp ís- lenzkan gæðastaðal, þeir vitna mikið í íslenzkan fiskiðnað og fylgjast mjög náið með honum. Takist þeim að koma gæðamál- um sínum í viðunandi horf, tel ég ekki vafa á því, að þeir gætu veitt okkur mjög harða sam- keppni og jafnvel hreinlega sparkað okkur út af Bandaríkja- markaðinum í krafti magns og lægra verðs,“ sagði Pétur. Þórir S. Gröndal skrifar frá Bandaríkjunum: Hvalræði í Ameríku Ekkert er eðlilegra en að okkur íslendingum finnist ís- land vera þungamiðja heimsins. Einu sinni sem endranær kom þetta vel í ljós síðustu dagana fyrir atkvæðagreiðsluna frægu, þegar einn íslenzkur þingmaður reið baggamuninn, og bjargaði þar með þúsundum hvallífa. Við, sem í Barbaríinu búum, fylgdumst með málinu í íslenzku blöðunum. Við lestur þeirra hefði verið hægt að álykta, að augu alheims og sér í lagi Amer- íku hvíldu á íslandi og þeim ákvörðunum, sem þar yrðu tekn- ar um örlög hvala heimsins. Manni skildist líka, að útflutn- ingsverzlunin, og reyndar einnig öll afkoma landsins, héngi á blá- þræði og allt væri undir því komið, að rétt ákvörðun væri tekin. í Flórída búa 10 milljónir manna og þangað koma árlega rúmar 40 milljónir ferðafólks. Fjöldi veitingastaða er gífurleg- ur og hér eru étin feiknin öll af fiski. Fylkið er einn bezti mark- aður fyrir íslenzka fiskinn og áætlar greinarhöfundur, að hann sé seldur hér árlega fyrir um $20 milljónir. Til samans seldu islenzku fyrirtækin fyrir rúmlega $300 milljónir 1982, svo að hluti Flórída er hreint ekki svo lítiíl. Undirritaður hefir aldrei séð hér neitt minnzt á mótmælaaðgerðir gegn þeim, sem selja fisk frá íslandi. Hann hefir heldur ekki séð minnzt á atkvæðagreiðsluna frægu í fjöl- miðlum hér. En nú skulum við bregða pínu- lítið á leik. Segjum svo, að mál þetta hefði vakið eins mikla at- hygli í Vesturheimi og íslenzku dagblöðin gáfu í skyn. I þykjust- unni skulum við ímynda okkur, hvað hefði getað gerzt hérna í henni Ameríku út af hvalamál- inu mikla. Frá fréttaritara Morgunblaðs- ins í Flórída: Dagana fyrir at- kvæðagreiðsluna á Alþingi magnaðist mjög spennan í land- inu og um fátt annað var rætt manna á milli. Hvalirnir eru hér mjög elskuð o^ dáð dýr eins og allir vita. Málið var á forsíðum dagblaða og var einnig ítarlega sagt frá því í öðrum fjölmiðlum. 1 gegnum allt þetta fékk ísland feiknarlega landkynningu, sem á eflaust eftir að hafa mjög heilla- vænleg áhrif á þunga ferða- mannastraumsins til landsins á næstu árum. Mikill viðbúnaður var um land allt til að snúast gegn íslenzkum afurðum og hagsmunum, ef Al- þingi skyldi ákveða að hvalveiði- banninu yrði mótmælt. Skipu- lagðir hópar voru til reiðu í bæj- um og borgum, og átti fyrst að hefja mótmæli við öll veitinga- hús, sem framreiddu íslenzkan fisk. Kröfuspjöld með ýmsum áletrunum voru til taks eins og „Hvaldrápararnir geta étið sinn eigin þorsk“ og „Björgum hvaln- um — verzlum ekki við Island." Samtök salernishreinsara á Kennedy-flugvelli lýstu yfir því, að þeirra menn myndu neita að hreinsa salerni Flugleiðavéla, ef ísland myndi ákveða að halda áfram hvaladrápi. Áform voru einnig uppi um það að fara í eins konar „Keflavíkurgöngur" að fiskstöðvunum íslenzku í Penn- sylvaniu, Maryland og Massa- chusetts. Þúsundir manna voru búnar að gefa vilyrði um að taka þátt í þessum mótmælagöngum. Slagorðið átti að vera: „Burt með íslenzkar fiskstöðvar af banda- rískri grund.“ Þegar fréttist um úrslit at- kvæðagreiðslunnar, gerðu marg- ar sjónvarpsstöðvar hlé á reglu- legum útsendingum til að segja þessa stórfrétt. I sumum borg- um, eins og t.d. Washington, þusti fólk út úr húsum og safn- aðist saman á götuhornum til að fagna úrslitunum. Sjónvarps- stöðvar sendu menn til að taka upp viðtöl við marga borgara. Frá langflestum geislaði mikill Iéttir og ánægja. Sagðir voru margir fallegir hlutir um Island eins og „I love the whales and I love Iceland", „God bless Gísla- son“ o.s.frv. John Smith, öldungadeildar- þingmaður, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár, þegar um úrslitin fréttist. Fór hann mörgum fögr- um orðum um það, sem hann kallaði „þessa drengilegu og óeigingjörnu ákvörðun" Islend- inga. Hann kvað það skyldu Bandaríkjanna að launa Islandi drengskapinn með einhverju framlagi eður gjöf. „Hvernig væri að gefa þeim nýja flug- stöðvarbyggingu?" spurði hann þingheim. Var þá kallað fram í, að það væri búið að því. „Hvað þá um álbræðslu, þörunga- vinnslu eða járnblendi?" Honum var sagt, að landsmenn ættu eitt stykki af hverju. Stakk hann þá upp á, að landinu yrði gefin gler- verksmiðja og var það samþykkt með lófataki. Forráðamenn „Long John Silver“ fish and chips-keðjunnar urðu svo fegnir, þegar þeir fréttu um málalokin, að þeir ákváðu að breyta nafni fyrirtækisins í „Long Thorsteinn Silver" í þakklætisskyni við baráttu Þorsteins Gíslasonar, forstjóra Coldwater Seafood Corp., til þess að fá landa sína til að hætta hinu grimmilega hvaladrápi. Fé- lag selunnara, sem berst gegn seladrápi um heim allan, sam- þykkti að gera Þorstein að heið- ursforseta og fór einnig fram á það, að hann léði málstaðnum stuðning. Hér í Flórída var niðurstöðu hvalamálsins ákaft fagnað og hópaðist fólk inn á veitingahús og skyndibitastaði og pantaði sér íslenzkan fisk. Þeir staðir, sem seldu fisk frá Fróni, settu upp stór skilti um það, að þeir framreiddu eingöngu íslenzkt fiskmeti. Eitt stórt veitingahús villti á sér heimildir og auglýsti, að þeirra fiskur kæmi frá ís- landi, en upp komst, að þarna var eingöngu notaður norskur þorskur. Þegar gestirnir komust að því, skyrptu þeir út úr sér matnum, eins og þeir hefðu étið eitur, og hrópuðu fúkyrði að eig- andanum. Varð hann að ioka staðnum. I Fort Lauderdale stóð yfir fundur í félagi byssueigenda. Þetta var mjög fjölmennur fund- ur, sem saman hafði verið kall- aður til að mótmæla nýsam- þykktum sýsiulögum um tak- mörkun taumlausrar sölu á skammbyssum. Stjórnendur fé- lagsins gáfu sér tíma frá hinum áríðandi fundarmálum til þess að bera fram tillögu til að þakka íslenzku þjóðinni fyrir hina mannúðlegu ákvörðun um að hætta að drepa saklausa hval- ina. Að iokum hafði fréttamaður samband við nokkra Islendinga í Miami. Þeir sögðu, að það væri dásamlegt að vera íslendingur í Ameríku um þessar mundir. Sögðu sumir sögur af því, að ókunnugt fólk hefði faðmað þá að sér, þegar það fann út, hvað- an þeir voru. Samt var áhrifa- ríkust sagan um íslenzku ferða- konuna. Hún var á gangi á götu úti, þegar stór blámaður kom hlaupandi og hrifsaði af henni veskið. Konan hrópaði upp: „Ég er frá Islandi!" Skipti þá engum togum, að maðurinn snarstanz- aði og hljóp til baka, skilaði veskinu og baðst afsökunar! Þórir S. Gröndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.