Morgunblaðið - 04.03.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.03.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1983 + f Móöir okkar, BALDRÚN LAUFEY ÁRNADÓTTIR trá Hrísoy, andaðist á Hrafnistu miövikudaginn 2. mars. Mikael Sigurösson, Björg Siguröardóttir, Guóný Siguróardóttir. t Móðursystir mín, HERSILÍA SVEINSDÓTTIR, fyrrverandi skólastjóri, lést á heimili sínu 2. mars. Fyrir hönd vandamanna. Sveinfríöur Sveinsdóttir. + Elskuleg eiginkona mín, GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR, Rauðholti 11, Selfossi, andaöist í Borgarspítalanum 1. mars. Egill Guöjónsson. + Konan mín og móöir okkar, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Hlíðarvegi 80, Ytri-Njarðvík, sem lést 27. febrúar að Sólvangi í Hafnarfiröi verður jarösungin frá í Ytri-Njarövíkurkirkju, laugardaginn 5. mars nk. kl. 2. Skarphéöinn Jóhannsson og dastur hinnar létnu. + Bróöir minn, SÆMUNDUR EYJÓLFSSON fró Þuró, verður jarðsunginn frá Hjallakirkju í ölfusi laugardaginn 5. mars kl. 14. Bílferö frá Umferðarmiöstöðinni kl. 12.30 og Hverageröi 13.30. Kristín Eyjólfsdóttir. + Þökkum samúö og hlýhug viö andlát og útför, ÁGÚSTS KVARAN, leikstjóra. Axel Kvaran, Jónína Ósk Kvaran, Anna Lilja Kvaran, Sveinn Óli Jónsson, Hjördís Briem, Gunnlaugur Briem, Ágúst Kvaran, Edda Jónsdóttir. + Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúö og vinarhug við andlát og útför JÓHÖNNU GUÐNYJAR PÁLSDÓTTUR fró Kirkjubóli, Korpudal, Önundarfiröi. Fyrir hönd aöstanúenda, Anna Hannesdóttir Scheving, Georg Scheving. + Þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu, LILJU BÓTHILDAR BJARNADÓTTUR, Oddabraut 13, Þorlókshöfn. Fyrir hönd okkar allra, Sveinn Sumarliöason, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum af heilhug alla þá samúö og hlýju sem okkur var auösýnd viö fráfall föður okkar og tengdafööur, KARLS STEFÁNSSONAR, Haukshólum 2. Bryndís Karlsdóttir, Reynir Albertsson, Baldur Karlsson, Halldóra Karlsson, Halldóra Karlsdóttir, Ragnar Halldórsson. Minning: Guðrún Helgadóttir frá Heggsstöðum Fædd 14. september 1922 Dáin 25. febrúar 1983 Það verður nú svo að það koma fyrir atvik í lífi okkar, sem við eigum bágt með að trúa eða fá svör við, og allra helst ber það við er dauðinn kveður dyra þó svo að hann sé búinn að gera boð á undan sér. Þannig er það nú er við kveðj- um mína kæru vinkonu, Guðrúnu Helgadóttur, sem undanfarin 9 ár og þó sérstaklega nú síðustu vikur var búin að berjast svo hetjulega við hinn válega gest sem enginn getur að lokum umflúið. Hún Rúna, eins og mér er tamast að nefna hana, lést 25. febrúar eftir 7 vikna sjúkrahúslegu, með afar erfiðum læknisaðgerðum, sem hún bar af hugprýði og dugnaði þar til yfir lauk. Hennar kjarkur og lífs- þróttur kom skýrast fram er hún kvöldið fyrir fyrsta uppskurðinn taldi kjark í börnin sín og eigin- mann með orðum sem þau aldrei gleyma, og vissi hún þó betur en nokkurt okkar hinna hve meinið var alvarlegt. Hún var svo heil- steypt og trúuð, og vildi fá skýlaus svör hjá læknum sínum gagnvart sjúkdómi þeim er sigraði hana að lokum. Hún vissi sem sagt að brugðið gat til beggja vona með bata. Mér verður ætíð minnisstætt hve mikla stillingu hún sýndi eftir uppskurðinn er hún varð að dvelja í vél er varnaði henni máls. Þá skrifaði hún með styrkti hendi hughreystingarorð til ástvina sinna meðan hún hafði mátt til, og lengst af gaf hún mér bros, er ég vitjaði hennar á sjúkrahúsið þó ég vissi að hún væri oft sárþjáð. Það bros geymi ég í huga mín- um sem fjársjóð ásamt minning- unni um nær 30 ára vináttu, sem aldrei bar skugga á. Vináttu og tryggð sem henni var svo lagið að veita. Rúna hét fullu nafni Guðrún Helgadóttir. Hún var fædd að Hömrum í Reykholtsdal 14. sept- ember 1922, dóttir hjónanna Ást- ríðar Halldórsdóttur frá Kjal- varastöðum og Helga Sigurðsson- ar frá Hömrum. Hún fluttist með foreldrum sín- um að Kletti í sömu sveit 1926 og þar dvöldu þau þar til þau árið 1931 fluttust að Heggstöðum í Andakíl þar sem hún dvaldi ásamt foreldrum og þremur systkinum sínum sín seinni bernsku- og öll sín æskuár. Systkini hennar voru sem fyrr segir þrjú: Guðný, kenn- ari í Reykjavík, Kristófer, bóndi, sem lést á besta aldri, og Sigurður, fyrrum skólastjóri, nú deildar- stjóri í Menntamálaráðuneytinu. Öll merkisfólk eins og þau eiga kyn til. Móðir þeirra lést vorið 1981 en faðir þeirra er á lífi og dvelur á heimili aldraðra í Borg- arnesi. Rúna fór strax á unga aldri að taka þátt í félagsmálum. Var frá því í æsku starfandi í Ung- mennafélaginu íslendingi, sem virkur félagi. Eftir að hún fluttist hingað suður, gekk hún í Borgfirð- ingafélagið. Vann hún þar í mörg ár mikið og óeigingjarnt starf, bæði sem félagsmaður og eins var hún búin að vera mörg ár í stjórn félagsins. Bar hún hag félagsins mjög fyrir brjósti. Einnig starfaði hún með Kvenfélagi Kópavogs. Eins og fyrr segir fluttist hún hingað suður um 1950. Var hún þá áður búin að vinna á ýmsum stöð- um í Borgarfirði og víðar. Hún stundaði nám við húsmæðraskól- ann á Staðarfelli. Var hún afburða vel verki farin, og sama á hverju hún tók. Hún var sterkgáfuð, hag- mælt og vel hugsandi. Til hennar var ávallt gott að leita, ef góð ráð vantaði. Hún elskaði sveitina okkar og má segja að okkar hugð- arefni hafi þar legið saman. Við vorum fjarskyldar og milli okkar lágu mjög sterk bönd, sem ég fann hvað best í veikindum hennar, og eins ef einhvern vanda bar að höndum hjá annarri hvorri. Við töluðum oft um það í gamni hvað við værum andlega skyldar. Rúna giftist árið 1962 miklum ágætismanni, Sigurði Tómassyni frá Reynifelli á Rangárvöllum. Eignuðust þau tvö börn saman: Ástríði Hönnu, f. 1963, sem stund- ar nám í hjúkrunarfræðum og Tómas, f. 1965, sem er í iðnnámi. Áður hafði hún eignast son með sambýlismanni sínum, Hauki Magnússyni. Sonur þeirra, sem fæddur er 1952, er Helgi, og er hann giftur Elínu Sigurðardóttur. Eiga þau tvö lítil börn, sem voru augasteinar ömmu sinnar. Helgi er húsasmiður að mennt. Þau Haukur slitu samvistum og bjó hún eftir það ein með Helga um tíu ára skeið. Eignaðist hún á þeim tíma sína eigin íbúð, sem sýnir best hennar dugnað og út- sjónarsemi þar sem hún var þá einstæð móðir. Álít ég það nærri einsdæmi á þeim árum. Fljótlega eftir að þau Sigurður giftu sig hófust þau handa við byggingu myndarlegs einbýlishúss að Vogatungu 34, þar sem heimili þeirra stendur enn. Má þar svo vel sjá bæði utanhúss og innan verk þeirra beggja, unnin af mikilli handlagni og snyrtimennsku. Þar bjó hún manni sínum og börnum fagurt heimili. Hún lét sér mjög annt um uppeldi barna sinna og kaus þeim sumardvalarstaði heima í Borgarfirði. Hún vissi að sveitalífið og starf sveitarinnar var besta leiðin til þroska barn- anna ásamt umhyggju foreldra. Áður en hún giftist dvaldi hún oft yfir sumarið við sveitastörf með Helga son sinn. Einnig var hún ráðskona hjá Skógrækt ríkisins nokkur sumur og þar kynntist hún manni sínum. Hún var eins og áð- ur segir mikið náttúrunnar barn. Hún unni öllum dýrum en var einkanlega mjög elsk að hestum. Hún átti góða hesta meðan hún dvaldi í foreldrahúsum. Eftir að yngri börnin komust nokkuð til ára eignuðust þau hesta og lifði hún sig inn í þau áhugamál þeirra svo að unun var að. Fannst mér stundum er hún var að segja mér frá hestaferðum þeirra, bregða fyrir geisla í brúnum augunum rétt eins og hún væri að endurlifa liðna daga. Nú er komið að lokum okkar samvista hér, en fullvissar um endurfundi vorum við báðar, og er ég seinna legg af stað yfir móðuna miklu, þá veit ég að mér verður tekið vel af henni. Hún verður eflaust búin að leggja á þann skjótta og kannski búin að ná þeim ljósa fyrir mig, og þá verður ekki farið hægt um vegina fyrir austan sól og sunnan mána. Að endingu þakka ég minni elskulegu vinkonu allar samveru- ' stundirnar. Ég bið góðan guð að styðja og styrkja aldraðan vin minn, Helga, svo og minn góða vin, Sigurð og börnin hennar öll. Guð leiði einnig litlu barnabörnin og alla aðra ástvini. Fari hún í friði, friður guðs hana blessi. Helga Föstudaginn 25. febrúar sl. and- aðist á Landspítalanum í Reykja- vík, Guðrún Helgadóttir frá Heggsstöðum, Vogatungu 34, Kópavogi, eftir stranga sjúk- dómslegu, og verður útför hennar gerð frá Fossvogskirkju kl. 15.00 í dag. Ekki verða hér tíunduð ævi- ágrip Guðrúnar, en aðeins send nokkur kveðjuorð frá samstarfs- fólki hennar við Kópavogsskólann. Okkur hér við skólann varð mikið um að frétta andlát Guðrúnar. Við höfðum fylgst með hetjulegri bar- áttu hennar og miklu viljaþreki til að yfirstíga erfiðan sjúkdóm og vildum vona í lengstu lög að henni tækist það. En kallið var ekki um- flúið og við erum góðum sam- starfsmanni og góðum félaga fá- tækari. Guðrún hefur starfað hér við Kópavogsskólann í nokkur ár, fyrst í forföllum við ýmis störf, en nú síðast ráðskona í hálfu starfi við mötnueyti kennara skólans. Að hvaða starfi sem Guðrún gekk leysti hún það af stakri prýði og samviskusemi, og er ómetanlegt að hafa slíkan vinnukraft á stór- um vinnustað. Alltaf var hún reiðubúin að vinna jafnvel þó að hún væri sárlasin. Hjálpsemin og samviskusemin var svo ríkur þátt- ur í hennar eðli. Og ekki var minna um vert hve góður félagi hún var í hópnum. Hún laðaði alla að sér með glaðlegu og hlýju við- móti og félagshyggja hennar var mikil. Það var því oft glatt á hjalla í návist hennar og stundum lumaði hún á góðri vísu til uppbót- ar. Nú er hún farin, og þó að sagt sé að maður komi í manns stað, verður hennar rúm vandfyllt. Við kveðjum hér mikilhæfa konu með þökk fyrir samstarfið og biðjum henni góðrar heimkomu hinumegin við móðuna miklu. Eiginmanni hennar, börnum og öðru venslafólki vottum við okkar innilegustu samúð. Samstarfsfólk í Kópavogsskóla. Hún Rúna frá Heggsstöðum er dáin, erfiðri baráttu er stóð í rúm- ar sex vikur er lokið. Ég mun minnast hennar eins og hún var, er ég heimsótti hana sunnudaginn áður en hún gekkst undir mikla skurðaðgerð. Hún sat uppi og las í bók er ég kom, við spjölluðum og hlógum og hún gekk með mér fram ganginn, kvaddi mig á stiga- pallinum æðrulaus og vongóð, þó að eflaust hafi hún haft grun um hvers vænta mætti, enda átti hún mikinn andlegan styrk. Það er skarð fyrir skildi í hópn- um okkar, sem erum að reyna að halda saman átthagafélagi, sem stofnað var á þeim árum, þegar ungt fólk úr sveitum þessa lands fór að flykkjast til Reykjavíkur í atvinnuleit. Vélarnar komu og það var ekki lengur þörf fyrir kaupamenn og -konur, eins og þegar við Rúna vorum ungar stúlkur í Borgarfirði. Ég man hana vel, dökkhærða, glæsilega, káta og glaða. Kunningsskapur okkar varð þó nánari seinni árin, er við fórum að vinna saman í stjórn Borgfirð- ingafélagsins í Reykjavík. í mörg undanfarin ár var Guðrún Helga- dóttir gjaldkeri félagsins og eins og annað sem hún tók að sér, fórst henni það með afbrigðum vel, og þegar félagið réðst í að byggja sér sumarhús í Svignaskarði, sá hún um leigu á því. Þetta hús var henni og eiginmanni hennar, Sig- urði Tómassyni, mikið hjartans mál og mörg handtök eiga þau þar í að fegra og prýða. I kvennadeild félagsins var Guðrún einnig virkur félagi, minnumst við ekki síst ferðalag- anna, sem farin eru á hverju vori. Þar var hún hrókur alls fagnaðar, þar var sungið og ort, en eins og svo margir Borgfirðingar var Guðrún Helgadóttir vel hagmælt. Af því sem á undan er sagt, má ljóst vera, hvers við höfum misst. En tilgangur þessara fátæklegu orða er að færa fram þakkir og kveðjur okkar allra fyrir fórnfýsi í þágu félagsins okkar, fyrir allar stundirnar, sem við áttum saman, ævinlega í gleði. Fyrir hönd stjórnar Borgfirðingafélagsins og félagsins í heild votta ég eigin- manni, börnum, öldruðum föður, systkinum og öðrum vandamönn- um okkar innilegustu samúð. Sigríður Skarphéðinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.