Morgunblaðið - 04.03.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.03.1983, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1983 ÁRNI JOHNSEN AFINNLENDUM VETTVANGI Baráttumál Eins og gróður spretta fréttirnar á akri hversdagslífsins, sumar góðar, aðrar slæmar, en hver þeirra á sína stund og sinn stað. I»ó eru það æði margar fréttir sem ástæða er til að velta fyrir sér og vekja hugsun. í innlendum vettvangi í dag ætla ég að fjalla um þrjú málefni sem hafa verið í fréttum að undanförnu, lyftumál fjölfatlaðra barna í Hlíðaskóla í Reykjavík, áform um björgun hollenzka „gullskipsins" Het Wapen Van Amsterdam á Skeiðarársandi og þróun þyrluflugs á íslandi, en þyrlur komu eftirminnilega við sögu skipbrotsmanna undir Stigahlíð við Djúp í fyrradag. Fjölfatlaður nemandi í Hlíðaskóla skríöur á milli hæða. Mbl RAX Það vakti mikla athygli með- al fólks þegar Morgunblað- ið birti fyrir tveimur vikum myndir af fjölfötluðum börnum að skríða um stiga Hlíðaskóla í Reykjavík, en þar er deild 18 barna 6—16 ára, sem eiga vissu- lega við nógu mikla erfiðleika að glíma í námi sínu þótt þeir þurfi ekki að eyða miklum hluta orku sinnar í að skríða um stiga sem eru jafn auðveldir heilbrigðum börnum eins og þeir eru erfiðir þessum börnum sem búa yfir svo mörgum góðum kostum sem þau verða að fá tækifæri til að þroska og þjálfa. Sérdeildin hef- ur aðsetur á jarðhæð, en þegar börnin verða eldri er reynt eins og eðlilegt er að gefa þeim tæki- færi til að nema ýmis fög eins og aðrir nemendur skólans geta gert og þá eru ákveðin fög í ákveðnum stofum. Árið 1981, á ári fatlaðra, sam- þykkti Fræðsluráð Reykjavíkur að hrinda í framkvæmd bar- áttumáli í Hlíðaskóla frá árinu 1974, uppsetningu lyftu fyrir fatlaða á milli hæða skólans, en um skeið hefur einn af kennur- um skólans, sem er fatlaður, einnig þurft að skriða um stiga skólans til þess að komast á kennarastofu eins og aðrir kennarar. En lyftumálið dó út í kerfinu vegna þess að engir komu sér saman, hvorki um gerð né verð, og þar með urðu hin fjölfötluðu börn að búa áfram við lítillækkunina, skríða um skóla sinn. En nú hefur Fræðsluráð Reykjavíkur tekið málið upp á ný undir forsæti Markúsar Arnar Antonssonar. Borgarverkfræðingur hefur tek- ið málið tökum og lyftusérfræð- ingar munu velja lyftutegund- ina í næstu viku. Hér er um snaggaraleg viðbrögð að ræða hjá yfirvöldum borgarinnar og er það gleðilegt og virðingar vert. Leitin að „gullskipinu" fræga á Skeiðarársandi ber vitni ótrúlegrar þolinmæði og þraut- seigju og það er nóg að nefna úr hópi gullleitarmanna Berg Lár- usson á Klaustri og Kristins Guðbrandsson í Björgun, til þess að sjá að þar er harðsnúið lið á ferð og mestu sérfræðingar landsins í baráttunni við strandlengjuna. Eftir liðlega 20 ára leit telja þeir félagar sig hafa fundið skipið góða og nú hafa þeir skipulagt uppgröft þess og björgun í sumar með miklum tilþrifum. Til þess að svo megi verða þurfa þeir ábyrgð ríkissjóðs og það sýnir skemmtilega og manneskjulega íslenzka hlið á Alþingi að styðja þessa framkvæmd eins og allt útlit er fyrir. Hér er í rauninni engu að tapa, vonandi eiga Ieit- armenn eftir að sigla búk skips- ins frá landi og víst er að upp- gröfturinn í sumar mun varpa Islandi inn í sviðsljós heims- fréttanna ekki síður en til dæm- is heimsmeistaraeinvígið fræga milli Spasskys og Fischers. Hvort sem skipið kemur heilt eða hálft úr árhundraða geymslu í sandinum, er fram- kvæmdin svo skemmtilega djörf að það er ekki hægt annað en að dást að hugrekkinu og styðja málið af heilum hug. Þróun þyrluflugs á íslandi hefur verið þyrnum stráð, en samt sem áður er það sjón- armið margra sem hafa mest kynnt sér þessa ótrúlegu gerð flugvéla, að þyrlur eigi eftir að skipa stóran og veglegan sess í Kemur gullskipið fræga, Het Wapen van Amsterdam, upp á yfirborð- Íð í sumar? Ljismynd Mbl. Árni Johnsen. Ormar í mannslíki Frá sýningu Gránufjelagsins á Fröken Júlíu. Guðjón Pedersen og Ragnheið- ur Arnardóttir í hlutverkum sínum. Leiklist Jóhann Hjálmarsson FRÖKEN JÚLÍA Sýning Gránufjelagsins í þrem þáttum eftir sjónleik August Strindbergs í þýðingu Geirs Krist- jánssonar. Lýsing: Ingvar Björnsson. Leikmynd og búningar: Jenný Guðmundsdóttir. Leikstjórn og handrit: Kári Halldór. Háalvarlegt leikrit August Strindbergs um Fröken Júlíu fær á köflum svipmót fáránleika og skrípaleiks í gerð Gránufje- lagsins. Þetta kemur ekki að sök, heldur verða áherslurnar þyngri hvað varðar mannlegar tilfinningar eins og angist og einmanakennd. Leikstjórinn tal- ar sjáifur um gestíska skáld- skaparlist: „þversögn gerða, til- finninga og hugsana sem gefið er skýrt líkamlegt form“. Spuni leikaranna í upphafi verksins minnir á að við erum stödd í leikhúsi og miðlar vissum krafti til áhorfandans. Ég verð að segja að þessi sýn- ing er djarfleg og um margt óvenjuleg. Texti Strindbergs í þýðingu Geirs Kristjánssonar er ekki afbakaður, en mjög frjáls- lega er farið með sjálft verkið, stundum þannig að skotið virð- ist yfir markið, en oftar með góðum árangri. Ég minni til dæmis á lokaatriðið þegar Kristín kemur heim úr kirkj- unni og gerir sér grein fyrir að ekki er allt með felldu. And- stæður manngerðanna verða Ijósar, að baki gáskans og hálf- kæringsins er tekist á um líf og dauða, teflt fram persónum sem geta ekki sameinast, alltaf verð- ur djúp á milli. Júlía og Jean geta ekki flúið það líf sem þeim hefur verið ætlað, þau eru ólík að uppruna og stéttaskiptingin söm við sig. Kristín mun ekki heldur eignast Jean vegna þess að hann er mun flóknari en hún, sættir sig ekki við einfalt líf. Gránufjelagið ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægst- ur með sýningu sinni á Fröken Júlíu. í glímunni við erfið verk- efni er vissulega unnt að vinna minnisstæða sigra, en það hvarflar að manni að skynsam- legra hefði verið að spenna bog- ann ekki svo hátt í fyrstu. Það held ég einnig að hefði verið ráð að teygja ekki lopann eins og gert er, hnitmiðun hefði ekki skaðað. Það eru vissulega hæfir leik- arar sem koma fram í Fröken Júlíu. Ragnheiður Arnardóttir leikur Júlíu og sýnir vel tvíeðli hennar, yfirborðsfágun, en ruddaskap undir niðri. Guðjón Pedersen leikur Jean og gerir það óþvingað og af töluverðri reisn af svo ungum leikara að vera. Kristín Kristjánsdóttir leikur nöfnu sína, einu venju- legu manneskjuna í leiknum, og nær mjög sannfærandi tökum á hlutverkinu. Þá Per Olof og Carl Johan leika Þröstur Guðbjarts- son og Gunnar Rafn Guðmunds- son, báðir eftirminnilegar týpur. Samleikur þeirra í drykkju- og átatriðinu er kostulegur og reynir þar meira á Þröst sem gengur eiginlega fram af áhorf- endum, að minnsta kosti þeim sem eru komnir til að sjá sinn Strindberg. Leikmynd og búningar eru verk Jennýjar Guðmundsdóttur og um lýsingu sér Ingvar Björnsson. Leikmyndin undir- strikar nöturleik þeirra orma í mannslíki sem engjast á sviðinu. Nóg er af bárujárni og öðru í svipuðum stfl. Búningar eru látlausir og segja minna. Lýsing er viðunandi. Kári Halldór er í hópi yngri leikstjóra og er ástæða til að óska honum og leikhópnum til hamingju með þessa fyrstu til- raun Gránufjelagsins. Hjá þessu fólki býr vilji og geta til þess að setja svip á íslenska leiklist. Gránufjelagið mun ef- laust segja allri lognmollu stríð á hendur. Jóhann Hjálmarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.