Morgunblaðið - 04.03.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.03.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1983 Ári of seint eftir Steindór Stein- dórsson frá Hlöðum Á Alþingi hefir Albert Guð- mundsson ásamt 11 þingmönnum úr öllum flokkum borið fram frumvarp til breytinga á skatta- lögum þess efnis, að skattskyldar tekjur elli- og lífeyrisþega skyldu lækkaðar um helming til skatt- skyldu frá núgildandi skattstiga. Þetta eru fagnaðartíðindi öllum landslýð, þótt ekki væri vegna annars en þess, að svo stór hópur þingmanna úr öllum flokkum skuli hafa sameinast um réttlæt- is- og mannúðarmál. Er það til hróss þinginu, sem annars hefir þótt um margt miður vel gefið. Að vísu er ekki enn kunnugt um örlög þessa frumvarps, en að óreyndu verður það ekki dregið í efa, að það muni hljóta jákvæða af- greiðslu, en verði hvorki fellt né látið kafna í önnum hinna síðustu þingdaga. En mér verður á að spyrja: Hvers vegna var frumvarp þetta ekki borið fram á síðasta þingi, á ári aldraðra, og ekki fyrr en komið er að lokum þessa þings? Ekki ætla ég að gera lítið úr þeim samþykktum og atgerðum, sem orðið hafa til að bæta hag aldraðra, enda þótt mér hafi þótt of mikill skrifstofukeimur og „En hitt fullyrði ég, og er ekki einn um þá skoðun, að þetta frumvarp, ef að lögum verður, er meira virði sem réttarbót handa öldruðum en allt hitt, sem gert hefur ver- ið.“ nefndabragð að mörgu, sem gert hefir verið. En hitt fullyrði ég, og er ekki einn um þá skoðun, að þetta frumvarp, ef að lögum verð- ur er meira virði sem réttarbót handa öldruðum en allt hitt, sem gert hefir verið. Skattamál hinna öldruðu hefði átt að vera fyrsta atgerðin þeim til handa, og sú atgerð kostaði raunar lítið annað en eitt penna- strik á Alþingi. Auðvitað þýðir skattfrelsi aldraðra einhvern tekjumissi í ríkissjóð í krónum talið, en því fylgir líka margvís- legur sparnaður á öðrum sviðum, sem ég kann ekki að rekja hér. Að ógleymdu því, sem vissulega mun- ar mestu, að með því að létta sköttum af öldruðum, sýndi ríkis- valdið þakklætisvott til þeirra, sem borið hafa hita og þunga dagsins meginhluta þessarar ald- ar. Vér sjáum hvarvetna í kring- um oss framfarir, og vitum um stórkostlega bætt lífskjör þjóðar- innar á þessari öld, en hverjum er það að þakka fremur en þeim kon- um og körlum, sem nú eru komin á aldur elli- og lífeyrisþega. Því fólki, sem lagt hefir fram alla sína krafta, meðan einhverjir voru, til þess að skapa það þjóðfélag, sem vér nú lifum í, og þau lífsgæði er vér njótum, og svo mun það verða um ókomnar aldir, gamla fólkið hefir búið í haginn fyrir yngri kynslóðina. Þessu verður ekki móti mælt. Hér fyrrum þótti það löngum ræktarleysi og jaðra við ill- mennsku þegar uppkomin börn þrælkuðu gamia foreldra og létu þá á alla lund lifa við sult og seyru, ónot og illhryssing, sem því miður var alltof algengt, og vér finnum of mörg dæmi um. Nú hefir þjóðfélagið létt fram- færsluskyldunni af börnunum að verulegu leyti. Elli- og lífeyrisþeg- ar eru nú í raun réttri foreldrar þjóðarinnar. Það fólk hefir auk erfiðis síns goldið skatta sína og skyldur um áratugi, og meira að segja beinlínis keypt sér lagalegan rétt til framfærslulífeyris. En svo Steindór Steindórsson kemur ríkisvaldið með skattaklær sínar og lætur greipar sópa um tekjur gamla fólksins. Frumvarp þeirra Alberts er spor í rétta átt til að afnema rang- læti, en það gengur raunar of skammt. Lífeyris- og ellilaun eiga að vera skattfrjáls með öllu, slíkt er bæði rökrétt og réttlætismál. En þegar fyrsta sporið er stigið má vera, að ekki líði á of löngu uns verkið verður fullkomnað. En ríkið er ekki eitt um skatt- heimtuna. Sveitarfélögin eru litlu mildari í því efni, og auk útsvars- ins heimta þau fasteignaskatt af íbúðum gamalmenna, sem gerir þeim oft ókleift að búa í þeim, og hrekur þau sárnauðug á eitthvert hæli, eða jafnvel út á Guð og gaddinn. Fasteignaskattur sveit- arfélaganna er í sjálfu sér hið mesta ranglæti, þar sem hann er lagður á eigin íbúðir, sem oft eru að mestu í skuld. En hvergi kemur hann þó jafnilla við og við gamal- menni, sem engar tekjur hafa aðr- ar en ellilífeyri sinn. Nýlega var frá því skýrt í út- varpi, að Neskaupstaður hefði um langan aldur ekki lagt útsvar á þá, sem náð hafa ellilífeyrisaldri. Kannski er Neskaupstaður auðug- asta sveitarfélag landsins, þó að ég trúi því varla, en hvort sem sveitarfélagið er auðugt eða ekki, hefir það gefið þarna fordæmi, sem önnur sveitarfélög og ríkis- valdið sjálft ættu að fylgja. Það er komið undir þinglok. Nú reynir á dug og drengskap þing- manna, að skila þessu frumvarpi heilu í höfn. Þá þingmenn, sem tálma fram- gangi þessa frumvarps, hvort heldur með töfum eða atkvæðum sínum kveð ég með orðum skálds- ins: „Skal mitt hróp af heitum dreyra himininn rjúfa kringum þig." Og undir það munu taka þær þúsundir réttsýnna manna, sem í landinu búa. Og vel mega þeir kunna að beina atkvæðum sínum við næstu kosningar til þeirra, sem betur vildu og gátu. Steindór Steindórsson. Press 1983 Myndlist Bragi Ásgeirsson Samtök fréttaljósmyndara hafa haldið nokkrar sýningar á starfsvettvangi sínum á und- anförnum árum, allar í Nor- ræna húsinu að ég held. Nú eru þeir aftur á ferðinni og í þetta skipti með stóra sýningu að Kjarvalsstöðum, og trúlega verða þeir sýningarvettvangur þeirra í framtíðinni, því að húsið býður upp á mikla og sveigjanlega möguleika varð- andi umfang sýninga. Sýningar fréttaljósmyndara hafa því miður ávallt staðið óskiljanlega stutt yfir eða varla meira en eina helgi, og því hefur sá, er ritar, misst af tveimur þeirra og hefur þannig ekki æskilegan samanburð. En hann hefur hins vegar skoðað fjölmargar svipaðar sýningar erlendis og byggir umfjöllun sína á þeirri sjónreynslu. Raunhæfast er, að slíkar sýningar séu haldnar reglulega á eins eða tveggja ára fresti og jafnan á svipuðum tíma, því að þá er allt skipulag þeirra auð- veldara. Fjölmiðlaljósmyndar- ar hljóta að hafa gott af því að taka þátt í þessum sýningum til að stokka upp spilin og bera saman margvísleg vinnubrögð og ólík viðhorf. Alveg er víst að útkoman verður aldrei eins á milli ára vegna þess að jafnan er úr nógu nýju að moða, og sá er á bestu myndirnar eitt árið getur átt miðlungsmyndir það næsta. Slíkt eiga menn ekki að stetja fyrir sig heldur leggja metnað sinn í sem almennastri þátttöku. Á tíu ára fresti væri svo hægt að gera úttekt á ára- tugnum og vanda þá sérstak- lega til sýningarinnar.t.d. með strangri myndskoðun (sbr. rit- skoðun). í formála sýningarskrár kemur m.a. fram þessi setning úr penna formanns Blaða- mannafélags íslands, Ómars Valdimarssonar „að hér sé sýnt sumt af því athyglisverð- asta, sem fyrir myndavélaaugu fréttaljósmyndara hefur borið á síðustu mánuðum og misser- um“. Gott ef rétt væri, en þetta stenst því miður ekki, vegna þess að sumar myndanna eru allt að því áratugs gamlar, og margt mynda eru nokkurra ára. Hér þurfa að gilda ákveðn- ar reglur, sem alls ekki má bregða út af, því að þá dettur botninn úr fyrirtækinu. Þá er fullmikið um myndir, er ekki geta talist fréttaljósmyndir heldur einmitt „ímynd veru- leikans" og þannig séð tóm- stundastarf ljósmyndarans eða æfingagrundvöllur. Þar eru menn að spreyta sig í gerð listrænna ljósmynda, sem er annað svið, vísa ég til og minni á, að góð fréttaljósmynd getur að sjálfsögðu talist mikil list. Eins og sýningin kemur fyrir sjónir, þá er hún helst til sund- urlaus. Séu menn með þessu að leita að fjölbreytni, þá er það misskilningur, því að forsenda fjölbreytni á slíkri sýningu er, að sem flestir þættir frétta- ljósmyndunar séu virkjaðir. Hér vantar t.d. hvers konar íþróttamyndir, sem oft eru bráðskemmtilegar, — myndir frá ýmsum listviðburðum, t.d. frá Listahátíð sl. ár o.fl. o.fl. Auðvitað er sá möguleiki fyrir hendi að taka stundum ákveðin þemu fyrir og bregða ljósi á þau frá ýmsum hliðum til samanburðar, en það er allt annað mál. Sýningarskráin er veikasti hlekkurinn, hún er nær ein- ungis auglýsingar, og svo er hún lítt aðlaðandi fyrir augað. Formálar nokkurra framá- manna í blaðamannaheiminum næsta hverfa, og þátttakenda- skráin um leið. Þó mætti halda að góðir umbrotsmenn væru allt í kringum fréttaljós- myndara! En máski þótti óþarfi að leita ráða þeirra. Engar upplýsingar um mynd- irnar eru í skrá og margar myndir á veggjum illa merktar ef nokkuð. Einfaldast er að númera allar myndir og tíunda nöfn og aðrar upplýsingar skil- merkilega í skrá. Slíkar um- búðir sýningar hefðu getað gengið fyrir hálfri öld en ekki árið 1983. Á sýningunni blasa við skoð- endum fréttamyndir, viðtals- myndir, tískumyndir, ásamt hvers konar tilraunum til list- rænna úrlausna. Daglegur vettvangur í borg, kauptúni, sveit — mannamót, pólitískur vettvangur og margt fleira bitastætt til ljósmyndunar. Er inn í vestursal er komið getur fyrst að líta ágætar manna- myndir eftir Jim Smart, (Helg- arpósturinn), kostulegar eru myndir hans af skáldinu Sig- urði Pálssyni, Erró og Valtý Péturssyni, — þá ekki síður af stórmógúl peningafurstanna, Rolf Johansen, innan um kræs- ingar í öldurhúsi, horfandi á kræsilega frammistöðustúlku gegnum kolsvört mafiosagler- augu. Fréttamyndir Guðjóns Einarssonar, Róberts Ágústsson- ar, (Tíminn), Sveins Þormóðs- sonar, Kinars Ólafssonar, Kmils Þórs, Gunnars V. Andréssonar, (Dagbl.Vísir), Kristjánanna Ein- arssonar og Klíassonar svo og Ragnars Axelssonar (Morgun- blaðið) eru dæmi um ágætar fréttamyndir eins og þær eiga að vera á slíkri sýningu. Mjög eru mér minnisstæðar myndir Ragnars Axelssonar úr Eldeyj- arleiðangrinum. Jens Alexand- ersson leggur full-mikla áherslu á „portrett“-myndir því að fréttaljósmyndir hans eru engu síðri og eiga ólíkt bet- ur heima á sýningunni. Hörður Vilhjálmsson kynnir ágætar myndir og listrænar en þær segja engar almennar fréttir, sama má segja um myndir Björgvins Pálssonar hins vegar er þessu öðruvísi farið með myndir Sigurðar Þ. Sigurðsson- ar, en þar haldast gæði og fréttagildi í hendur (allir Sjón- varpið). Bjarnleifur Bjarn- leifsson (Dagbl.Vísir) á ágætar myndir úr leikritinu um Línu langsokk — þar fær leiklistin sitt, og fréttamyndir hans eru mikið augnayndi. Það er nokk- uð spursmál hvort stílfærðar litmyndir Ragnars Th. Sigurðs- sonar (Vikan) eigi heima á sýn- ingunni þótt athyglisverðar kunni að vera og myndir þeirra Braga Guðmundssonar og Elías- ar Snælands Jónssonar eru of gamlar þótt góðar séu. Tísku- myndir Friðþjófs Helgasonar (Dagbl.Vísir) í svart-hvítu eru fágætlega vandaðar líkast til á heimsmælikvarða. Myndir Emilíu Bjargar Björnsdóttur (Morgunblaðið) frá rokkhátíð í Vesturbænum eru magnaðar og vel útfærðar og vöðvarækt- arparið fellur vel inn í heild- ina. Páll Stefánsson Iceland Review) gerir myndir í háum gæðaflokki en myndir Árna Sæ- berg, Tíminn) geta naumast talist fréttamyndir svo sem maður skilur hugtakið. Þá fann ég engar myndir eftir tvo ljós- myndara frá Þjóðviljanum sem þó eru á skrá og veit ég ekki hvað veldur. Það er alveg víst, að stétt ís- lenskra fréttaljósmyndara á að skipa mörgum mjög færum einstaklingum og vegur þeirra á eftir að aukast á næstu árum. Frágangur myndanna þótti mér í heild mjög góður og í hróplegri andstöðu við hnökr- ana sem ég taldi upp í fyrstu. Til næstu sýningar er áríðandi að gera sömu kröfur yfir alla línuna þ.e. hvað snertir fram- kvæmd sýningarinnar. Það hlýtur og að vera takmarkið að allar myndirnar á slíkum sýn- ingum hafi birst í fjölmiðlum viðkomandi — annars er farið út fyrir sviðið svo sem fyrr seg- ir. Svo er einungis eftir að þakka fyrir sig ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.