Morgunblaðið - 04.03.1983, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1983
Vaka mótar
stefiiuna
Frá stefnuskrárráðstefnu Vöku. Hagsmunanefnd að störfum.
Hér á eftir birtast nokkrir punktar
úr stefnuskrá Vöku, félags lýðrteð-
issinnaðra stúdenta. En stefnu-
skrárráðstefna Vöku fór fram dag-
ana 12. og 13. febrúar sl. á Hótel
Borg. Kosningar til stúdenta- og
háskólaráðs fara fram þriðjudaginn
15. mars nk. Nú fer með völd í stúd-
entaráði meirihluti Vöku og umbóta-
sinnaðra stúdenta, sem myndaður
var fyrir tveimur árum síðan, en þá
var bundinn endi á valdatíð vinstri
manna í stúdentaráði.
í stúdentaráði sitja 30 fulltrúar
þar af fjórir jafnframt í háskólaráði.
Kosnir eru á hverju ári 15 fulltrúar
þar af fjórir fulltrúar til tveggja ára
og þar af tveir kosnir sérstaklega til
háskólaráðs.
Markmið Félagsstofnunar stúd-
enta skal vera að veita sem fjöl-
breyttasta og besta þjónustu á
sem lægstu verði. Með þetta í huga
skal leitast við að reka fyrirtæki
FS á sem hagkvæmastan hátt og
ávallt reyna að finna nýjar leiðir
til að koma til móts við þarfir
stúdenta.
Vaka telur að í þessu efni hafi
náðst nokkur árangur sl. tvö kjör-
tímabil og telur brýnt að haldið
verði áfram þeirri uppbyggingu
sem hófst við það að meirihluti
vinstrimanna sagði af sér í stjórn
FS.
Vaka leggur áherslu á að stjórn-
völd beri ábyrgð á menntastefnu
síðastliðins áratugs, það er örri
fjölgun stúdenta og sjái Félags-
stofnun fyrir nægjanlegu fjár-
magni til nýframkvæmda og þá
fyrst og fremst stúdentagarða.
Þegar Félagsstofnun stúdenta
var stofnuð að lögum árið 1968 þá
losnaði ríkið undan þeirri ábyrgð
að þurfa að standa straum af
nýframkvæmdum. Vaka leggur
áherslu á að stjórnvöld geri hreint
fyrir dyrum sínum og komi verk-
skiptingu FS og stjórnvalda í eðli-
legt form.
U.þ.b. 700 stúdentar í sambúð
leigja á almennum leigumarkaði,
það er því augljóst hve brýnt
hagsmunamál það er að byggðir
verði nýjir Hjónagarðar. Gera
þarf heilsteypta fjárhagsáætlun
og þrýsta á Alþingi að ný lög um
Húsnæðísstofnun ríkisins verði
samþykkt sem fyrst, því þá opnast
nýr fjármögnunarmöguleiki fyrir
FS.
Vaka hafnar forneskjulegum
hugmyndum vinstrimanna í bygg-
ingarmálum, því verði þeirra
stefna ofan á þá verður ekkert
byggt.
Vaka leggur áherslu á að hug-
myndinni um nýtt barnaheimili
verði haldið á lofti og kannað
verði hvort ekki sé möguleiki á því
að byggja barnaheimili í tengslum
við byggingu nýrra Hjónagarða.
Vaka leggur áherslu á að kann-
að verði hvort hægt sé að stofna
útibú bóksölunnar, t.d. á Land-
spítalanum þar sem margir stúd-
entar eru við nám. Þannig má
bæta þjónustuna og jafnvel fjölga
viðskiptavinunum.
Vaka leggur áherslu á að nýta
fyrirtæki FS sem best á þeim tím-
um þegar stúdentar eru ekki við
nám, t.d. er möguleiki á því að
nýta matsalinn á daginn með út-
leigu. Slíkt hlýtur að hafa í för
með sér lækkað vöruverð til stúd-
enta.
Vaka bendir á þá miklu upp-
byggingu sem hafin er í Félags-
stofnun. Það yrði því ákaflega
slæmt ef þessi framgangur yrði
stöðvaður með því að Félag
vinstrimanna næði aftur yfirráð-
um yfir Félagsstofnun.
Lánamál
I. Markmið og eðli
Markmið námslána er að
tryggja að allir námsmenn geti
stundað nám án tillits til efna-
hags. Til að tryggja þeim náms-
mönnum sem ekki geta staðið
undir kostnaði að menntun sinni
jöfn tækifæri á við aðra styður
Vaka þá leið að ríkisvaldið geri
námsmönnum kleift að flytja
hluta framtíðartekna sinna til
neyslu meðan á námi stendur.
Vaka leggur áherslu á að hér er
um lán að ræða og hafnar hvers
kyns hugmyndum um námslaun.
Námslánakerfið á að vera þann-
ig úr garði gert að það hvetji
námsmenn til þátttöku í atvinnu-
lífinu.
II. Ný lög um námslán
Meirihlutinn í Stúdentaráði
barðist ötullega fyrir því í fyrra að
samþykkt yrði á Alþingi frumvarp
að nýjum lögum um námslán.
Frumvarpið er nú orðið að lögum.
Helstu ávinningar námsmanna
með nýju lögunum eru: 1) Full lán.
100% brúun fjárþarfar verður að
veruleika 1984 og 2) Lífeyris-
réttindi. Námsmönnum er tryggð
aðild að lífeyrissjóði og koma þau
ákvæði laganna til framkvæmda
árið 1985.
III. Fjármögnun LÍN
í fjárlögum eru notaðar rangar
forsendur sem síðar eru lagfærðar
með aukafjárveitingum. Þar að
auki er LÍN gert í síauknum mæli
að fjármagna útlán með gengis-
tryggðum erlendum lánum. Slík
stefna,.er hættuleg og vegur að
sjálfstæðí sjóðsins og kemur í veg
fyrir að þau markmið sem sett
voru með nýju lögunum náist. Af
þessari stefnu verður að snúa.
IV. Starfsaðstaða LÍN
Vaka leggur þunga áherslu á að
þjónusta LÍN við námsmenn verði
aukin. Sjóðurinn þarf á stærra
húsnæði að halda og fleiri föstum
starfsmönnum. Auk þess má með
ýmsu móti hagræða samskiptum
LÍN og námsmanna.
V. Ymsar kröfur
Meðferð tekna. Vaka telur að
námsmönnum eigi að gefast kost-
ur á að auka fjárhagslegt svigrúm
sitt með eigin vinnu. Stefna verð-
ur að þvi að sífellt dragist minni
hluti tekna frá láni.
Fjárþörf námsmanna endurmetin.
Það er löngu ljóst að fjárhæð sú
sem námsmönnum er ætlað að lifa
á er alltof lág.
Lánin greidd með jöfnum útborg-
unum. Þess er krafist að láninu
verði skipt jafnt niður á útborgun-
armánuðina.
Aukalán vegna barneignar.
Fyrsta barnseign hefur í för með
sér mikil útgjöld. ■ Það væri því
augljóst hagræði að námsmenn
sem eru í slíkri stöðu eigi rétt á
aukaláni til viðbótar því sem lánið
hækkar vegna hækkunar á fram-
færslustuðli.
Stuðullinn 0,7 verði afnuminn.
Námsmönnum verði ekki mismun-
að eftir því hvort þeir búa í for-
eldrahúsum eða ekki.
Víxil- og sumarlán. Nauðsynlegt
er að framkvæmd víxil- og sumar-
lána verði endurskoðuð í samráði
við LÍN og önnur námsmanna-
samtök.
Háskóladómstóll
Það virðist æ algengara, að upp
komi mál sem telja má til e.k.
réttindamála, það er að stúdent
telji að gert hafi verið á hlut sinn
af kennara eða öðrum embætt-
ismanni innan Háskólans. Hingað
til hefur slíkum málum verið skot-
ið til Háskólaráðs, ef þau hafa þá
nokkurn tíma komist uppá yfir-
borðið. Háskólaráð er nær alltaf í
erfiðri aðstöðu til að skera úr slík-
um málum, þar sem þekking á
staðháttum er oft nauðsynleg. Mál
af þessu tagi eru líka yfirleitt við-
kvæm og erfitt að ræða þau í nær
tuttugu manna hópi.
Til þess að auðvelda lausn slíkra
mála leggur VAKA til, að stofnað-
ur verði sérstakur dómstóll,
“sáttadómur" sem færi með þessi
mál og stúdentar gætu snúið sér
beint til. Slíkur dómstóll hefði svo
úrskurðarvald og gæti leitað sátta
i málum, án þess að beita þyrfti
viðurlögum. Sennilega geta allir
stúdentar séð fyrir sér hvers kon-
ar mál kæmu fyrir svona dómstól
og öllum ætti að vera ljóst sá kost-
ur að geta meðhöndlað svona mál
í litlum hópi, sem gæti rætt við
málsaðilja í eigin persónu, í stað
þess að meta eðli málsins út frá
misgóðum skýrslum.
Hér er því á ferðinni mikilvægt
mál fyrir stúdenta og nauðsynlegt
að vinna ötullega að því.
Æviráðning kennara
í dag eru allir fastir kennarar
Háskólans æviráðnir. Þetta fyrir-
komulag hefur sína kosti og galla,
en uppá síðkastið hefur stúdent-
um orðið starsýnt á gallana, sem
meðal annars birtast i lélegum
vinnubrögðum sumra kennara.
Sumir kennarar hafa meira að
segja varla fyrir því að mæta til
kennslu og hafa þá gjarnan fengið
menn utan úr bæ til að kenna
fyrir sig. Oft eru kennarar ævi-
ráðnir allt frá upphafi starfsferils
sín og geta þess vegna sest í helg-
an stein strax á fyrstu árum sín-
um hér við Háskólann.
Til þess að hvetja kennara til
dáða og ekki síst til að efla rann-
sóknaáhuga þeirra leggur VAKA
til, að horfið verði frá æviráðn-
ingu kennara að minnsta kosti að
einhverju leyti. Til dæmis má
hugsa sér, að fyrsti ráðningar-
samningur við kennara sé gerður
til tiltekins árafjölda í fyrstu, en
að þeim tíma liðnum metið hvort
endurnýja eigi ráðningarsamning-
inn eða ekki, á sama hátt og nú er
metið hvort umsækjandi um til-
tekna kennarastöðu er hæfur til
kennslu við Háskólann. Með þessu
móti telur VAKA, að komast megi
hjá göllum æviráðningar þótt ekki
sé útilokað, að kennari sem staðið
hefur sig vel á reynslutímanum sé
látinn njóta þess t.d. með ævi-
ráðningu.
Breyttir kennsluhættir
Þekking kennara í kennslufræð-
um er víða ábótavant. Nauðsyn-
legt er, að allir kennarar hafi
þekkingu í kennslufræðum og
kunni að notfæra sér þau kennslu-
tæki sem Háskólinn hefur yfir að
ráða. VAKA telur að fjölga þurfi
aðstoðarfólki s.s. riturum, ráð-
gjöfum og ýmsum leiðbeinendum.
Því er mikilvægt, að auknar fjár-
veitingar fáist til að fjölga þessum
stöðum.
Gamaldags kennsluaðferðir
standa framþróun i hinum ýmsu
greinum fyrir þrifum. Fyrirlestr-
arformið sem nú er nær eingöngu
notað er ekki alltaf hentugasta
leiðin til að koma námsefni til
skila. Þess vegna er tímabært, að
beita sér fyrir því að fleiri
kennsluform verði reynd og meiri
áhersla lögð á að efla sjálfstæði
nemenda.
Ein leið til að bæta kennslu-
hætti er að setja á laggirnar
kennslugagnasafn til að miðla til
kennara nýjungum í kennslutækni
og vera stúdentum til ráðgjafar
við framsetningu úrlausna og
lokaverkefna.
Fyrir þessum málum hefur
VAKA barist og mun berjast, því
bættir kennsluhættir og aukið
sjálfstæði í námi er hagsmunamál
allra stúdenta og lykill að betri
menntun.
Vaka er félag lýðræðissinnaðra
stúdenta og var félagið upphaf-
lega stofnað gegn nasistum og
kommúnistum, m.ö.o. Vaka hefur
ávallt barist gegn öfgum, og í
þjóðmálastefnu Vöku segir m.a.:
Gegn alræði
Til eru þau öfl, þótt í miklum
minnihluta séu, sem kollvarpa
vilja þjóðskipulagi voru og krefj-
ast jafnframt uppbyggingar nýs
þjóðfélags í einni eða annarri
mynd. Þessum öflum er það sam-
merkt að trúa á alræði ákveðinna
þjóðfélagsafla eða kynþátta, og
boða um leið allsherjar sæluvist á
jörðu öllum til handa.
VAKA varar við slíkum hug-
myndum og telur þær hættulegar
lýðræði og fullveldi þjóða. Bent
skal á þá staðreynd að slíkar til-
raunir hafa verið framkvæmdar
og alls staðar orðið til útrýmingar
á frelsi þegnanna og mannréttindi
eru þar fyrir borð borin. Þrátt
fyrir yfirlýsingar um frelsi, jafn-
rétti og bræðralag allra manna
hafa hugsjónir þessar snúist upp í
andstæðu sína. Hafa mestu
myrkraverk mannkyns verið
framin í nafni þeirra. VAKA
hafnar þeim kenningum sem bein-
ast að réttlætingu slíkra athafna á
grundvelli þess að um mistök hafi
verið að ræða. VAKA bendir á að
orsökina er að finna í fræðunum
sjálfum, sem boða algjöra sam-
þjöppun á pólitísku jafnt sem
efnahagslegu valdi. Samþjöppun
valdsins hlýtur að fylgja alræði og
þar af leiðandi kúgun á þeim ein-
staklingum sem ekki geta starfað
og lifað I anda þeirra sem með
valdið fara. Það er hið rétta eðli
kommúnismans og fasismans sem
birst hefur mannkyninu hvað eftir
annað í líki hinna skelfilegustu
kúgana og fjöldamorða.
Með lýðræði
VAKA styður lýðræði og hafnar
öllum hugmyndum sem leiða af
sér alræði hverju nafni sem þær
kunna að nefnast og skírskotar til
reynslunnar afstöðu sinni til
stuðnings. Tryggja verður að skil-
yrðum réttarríkisins og lýðræðis-
ins sé fullnægt. I því felst meðal
annars að öllum einstaklingum
ber jafn réttur til áhrifa á gang
þeirra mála sem alla varðar. f lýð-
ræðinu á að vera fólgin virðing
fyrir jöfnum rétti kynjanna, virð-
ing fyrir jafnrétti óllkra kynþátta
og þjóða. Tryggja ber rétt minni-
hlutahópa og þeirra sem minna
mega sín. Allir menn skulu eiga
rétt til stofnunar félaga, trúfrelsi
og skoðanafrelsi skal tryggt og at-
vinnufrelsi í hávegum haft. Einnig
eiga menn kröfu á því að láta
skoðanir sínar í ljós, jafnt í ræðu
og riti.
Vaka telur nauðsynlegt að stúd-
entahreyfingin taki afstöðu til
utanríkismála, á þeim vettvangi
getur enginn verið hlutlaus. I
utanríkismálastefnu Vöku segir
m.a.:
Valdníðsla og kúgun eru óhjá-
kvæmilegir fylgifiskar allra al-
ræðis- og einræðisstjórna. Það er
ljóst, að einungis með lýðræðis-
legu stjórnskipulagi eru mönnum
tryggð þau mannréttindi sem Is-
lendingar telja sjálfsögð. Þau
stjórnkerfi sem ekki eru lýðræð-
isleg leiða óhjákvæmilega til
ófrelsis. Skiptir þar engu hvort í
hlut eiga svonefndar alræðis-
stjórnir öreiga eða herforingja-
stjórnir.
VAKA telur að íslandi sem lýð-
frjálsu ríki beri að skipa sér í sveit
lýðræðisríkjanna í heiminum og
taka afstöðu til alþjóðamála sam-
kvæmt þvf.
VAKA hvetur íslensku þjóðina
til að tryggja áframhaldandi lýð-
ræði á Islandi, efla samstöðu
okkar með öðrum lýðræðisríkjum
og varast þannig að stjórnskipun
íslands verði öfgastefnum að bráð
er vilja frelsi vort feigt.
Öryggismál
Staðreyndir tala sínu máli.
Samningar sem vesturlönd hafa
gert við Sovétmenn um mannrétt-
indi, afvopnun og slökun spennu í
heiminum hafa verið orðin tóm.
Helsinkisáttmálinn er gott dæmi
um slíkt, en leiðtogar Sovétríkj-
anna og annarra A-Evrópuríkja
hafa haft yfirlýsingar þess sátt-
mála að engu, líkt og ákvæði
mannréttindaskrár SÞ. Detente
stefnan hefur orðið fyrir miklu
áfalli vegna meðferðar á andófs-
mönnum í Sovétríkjunum og í öðr-
um A-Evrópulöndum, setningu
herlaga í Póllandi og innrásar
Sovétmanna í Afghanistan. Er
hún nú nær dauða enlífi.
Það er því ekkert sem gefur til
kynna að ástæða sé til að slaka í
nokkru á öryggisviðbúnaði Vest-
urlanda gegn heimsyfirráðastefnu
kommúnista og annarra alræðis-
sinna.
Hugsjón okkar er, að friður geti
ríkt án vígbúnaðar. Meðan svo er
ekki má engin lýðræðisþjóð skor-
ast undan ábyrgð sinni.
VAKA styður veru íslands í
NATO enda hefur bandalagið
tryggt frið og frelsi í Vestur-
Evrópu í rúm 30 ár.