Morgunblaðið - 04.03.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.03.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1983 13 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir BöRGE VISBY Valery Giscard d’Estaing fyrrverandi Frakklandsforseti, heilsar hér arf- taka sínum í starfi, Francois Mitterrand, á tröppum Elysée-hallarinnar í maí 1981. eins og stjórnarandstaðan kallar það um þessar mundir. Ný viðhorf Ný viðhorf komu fram í löngu og ítarlegu sjónvarpsviðtali við Pierre Mauroy forsætisráðherra nýverið. Margir hafa viljað kenna honum um ástand mála í Frakklandi í dag og oft hefur því verið fleygt að hann ætti að segja af sér vegna hins bágborna efnahagsástands. Mauroy virtist hins vegar rólegur og í jafnvægi og þrátt fyrir skiptar skoðanir á svörum hans og skoðunum er óhætt að fullyrða að hann komst vel frá sínu sem traustvekjandi þjóðarleiðtogi. Eðlilegir erfiðleikar Ástæðan fyrir rósemi Mauroy er án efa uppörvandi niðurstöð- ur skoðanakannana og tvær mikilvægar niðurstöður stefnu stjórnvalda í efnahagsmálum: verðbólgan hafði minnkað úr 14 prósentum niður í 10 prósent og einnig hafði atvinnulausum fækkað í landinu. Út á við á Frakkland við stöðug vandamál að stríða, þar sem verðbólgan er þar allmeiri en í nágrannalönd- unum, t.d. Vestur-Þýskalandi og Bretlandi. Innanlands hefur stjórnin náð góðum árangri á nokkrum sviðum, til dæmis í baráttu gegn verðbólgu og at- vinnuleysi. Það er eðlilegt að stjórnar- flokkar finni andbyr í bæja- og sveitarstjórnakosningum, slíkt er þekkt víða. Stjórn Giscards galt mikið afhroð í síðustu bæja- og sveitarstjórnakosningum sem Bæja- og sveitarstjórnakosningar í Frakklandi: Borgaraflokkana dreymir um stórsigur á sunnudag En skoðanakannanir spá því að stjórnar- flokkarnir haldi sínu fylgi að mestu leyti „Allt er leyfilegt í draumum" segir franskur málsháttur og ekki er langt síöan Valery Giscard d’Estaing fyrrverandi forseti Frakklands lét sig dreyma opinberlega um stórsigur borgaraflokkanna í bæja- og sveit- arstjórnakosningunum í mars. Ef þessi draumur hans yröi að veruleika yrði Mitterand aö gegna þeirri siðferöilegu skyldu aö rjúfa þing og boöa til kosninga. Með borgaraflokkana í meirihluta á þingi yrði forseti sósíal- ista tilneyddur aö draga sig í hlé og áöur en þjóðin vissi af væri Giscard d’Estaing kominn aftur í Elysée-höllina. Draumar forsetans fyrrver- andi eru dæmigerðir fyrir það andrúmsloft sem ríkt hefur á undanförnum tveimur mánuð- um hjá stjórnarandstöðunni. Bæja- og sveitarstjórnakosn- ingarnar sem fram fara 6. og 13. mars nk. voru fyrirfram unnar í hugum leiðtoga borgaraflokk- anna. Skoðanakannanir sögðu það vera ótvírætt og stjórnar- flokkarnir voru í varnarstöðu vegna efnahagskreppunnar. Það virðist hafa horfið í skuggann í kosningabaráttunni að um er að ræða bæja- og sveitarstjórna- kosningar þar sem verið er að kjósa bæjarstjóra og fulltrúa í bæjarstjórnir þar sem málefni lítilla staða eru í brennidepli, en ekki verið að kjósa um heildar- hagsmuni þjóðarinnar beinlínis. Andrúmsloft hlaöiö spennu Þessi kosningahugur sem síð- ar hefur mikið rénað er til vitnis um spennuþrungið stjórnmála- ástand í Frakklandi um þessar mundir. Hins vegar bendir margt til þess að áhugi á kosn- ingunum nú sé mun minni meðal hins almenna Frakka heldur en hjá þeim sem í Frakklandi kall- ast „stjórnmálastéttin". Nokkur hinna stóru frönsku dagblaða hafa undanfarna mánuði ein- beitt sér að því að skrifa um kosningarnar fyrir þessa „stétt". Opinberlega hófst kosningabar- áttan nú fyrir skömmu. Kosningarnar verða án efa misjafnlega spennandi eftir stöðum, en það er heildarútkom- an sem er áhugaverð þar sem þetta er í fyrsta skipti sem kosið er frá því Mitterrand og stjórn hinna tveggja vinstriflokka tók við völdum sumarið 1981. Að undanförnu hafa skoðanakann- anir verið meira uppörvandi fyrir stjórnarflokkana en um síðustu áramót. Er talað um í því sambandi að sigurvissa borg- araflokkanna hafi orðið til þess að skorin var upp herör hjá vinstriflokkunum og stjórnar- andstaðan talar ekki lengur um að koma vinstristjórninni úr valdastóli að afloknum kosning- um. Þjóðþingið verður að sitja út kjörtímabilið eða til 1986. For- setinn verður að sitja út sinn tíma eða til 1988 og tilraunir sósíalista verða að fá sinn tíma, fram fóru 1977. Minni háttar hnekkir í kosningum nú mun ekki slá stjórnarflokkana út af laginu, þrátt fyrir efnahags- kreppu. Leiðtogi Sósíalista- flokksins, Lionel Jospin, hefur sagt, að missi þeir meirihluta sinn í t.d. fimmtán bæjum, sé það ofur eðlilegt. Meginreglan er, að stjórnar- flokkarnir og þeir sem eru í stjórnarandstöðu hafi kosn- ingasamvinnu í bæja- og sveitar- stjórnakosningunum. Aðeins í örfáum tilvikum kemur til inn- byrðis uppgjörs milli flokkanna í fyrstu umferð kosninganna sem nú fara fram 6. mars, en síðari umferðin fer fram 13. mars. Alþjóðastjórnmál Hvað snertir alþjóðastjórn- mál, er fullvíst að kosningarnar 6. mars fá minni athygli en ella sökum þýsku kosninganna sem fram fara sama dag. Mikið sam- hengi getur verið milli alþjóð- legra stjórnmála og innlendra og ef Helmut Kohl verður sigurveg- ari kosninganna í Þýskalandi, má vænta þess að markið styrk- ist og frankinn veikist. Það gæti síðan veikt stöðu frönsku stjórn- arinnar og haft mikil áhrif þar innanlands. Mitterrand hefur ekki dregið dul á, að hann styður Kohl í stefnu hans í samskiptum austurs og vesturs og hann mun ekki æskja þess að Hans-Jochen Vogel, leiðtogi sósíaldemókrata, komist til valda. En einnig það gæti haft miklar afleiðingar fyrir frönsk stjórnvöld. (Heimild: Politiken.) Vestmanneyingar fæddir 1959 Ætlunin er aö hittast í Reykjavík 13.—14. maí nk. í tilefni af því aö liðin eru 10 ár frá því viö vorum fermd. Vinsamlegast hafiö samband viö neöangreinda aðila fyrir 15. mars nk. Gunnar Þorsteinsson s. 38041, Anna S. Karlsdóttir sími 98-1688, Marta Jónsdóttir sími 982192 og Sól- veig Arnfinnsdóttir simi 98-1769. VörumarkaðS' verð og Vörumarkaðs- úrval Avaxtasafi TROPICANA Appelsínusafi Appelsínusafi Appelsínusafi Grapefruitsafi Grapefruitsafi Eplasafi Eplasafi Eplasafi Ananassafi Ananassafi Tómatsafi Sveskjusafi Appelsínujaykkni FLÓRIDANA Appelsínusafi Eplasafi Ananassafi Appelsínuþykkni JUST JUICE Orange Appel Pineapple Grapefruit SANÍTAS Appelsínusafi Appelsínusafi sykursnauður Ávaxtasafi FLÓRA Appelsínusafi Appelsínusafi Ananassafi Ananassafi EGILS Appelstnusafi Ananassafi Hindberjasafi TOPP Appelsínusafi Leyft Okkar verð verð 0,94 lítrar 1,88 lítrar 0,25 lítrar 0,94 lítrar 0,25 lítrar 0,94 lítrar 1,88 lítrar 0,25 lítrar 0,94 lítrar 0,25 lítrar 0,94 lítrar 0,94 lítrar 0,25 lítrar 0,25 lítrar 0,25 lítrar 0,25 lítrar 0,25 lítrar 1,00 lítri 1,00 lítri 1,00 lítri 1,00 lítri 38,20 72,35 11,25 34,15 11,10 33.80 63.80 9,55 26,10 7,85 20,60 37,50 30,00 9,70 7,55 7,95 26,25 41,95 41,95 38,25 44,50 34.40 65,10 10,15 30.75 10,00 30.40 57.40 8,60 23.50 7,00 18.50 33.75 27,00 8,75 6,80 7,15 23,65 37,75 37,75 34,45 39,60 1,80 lítrar 42,50 38,25 1,80 lítrar 1,80 lítrar 1,00 lítri 2,00 lítrar 1,00 lítri 2,00 lítrar 1,00 lítri 1,00 lítri 1,00 lítri 47,60 50,40 26,45 55,30 23,70 50,65 28,95 28,95 28,95 42,85 45,50 23,80 49,75 21,30 45,60 26,00 26,00 26,00 1,00 lítri 34,95 31,45 Matvælakynningar Hilmar Jónsson í Gestgjafanum stjórnar kynningu á Gluten Blue Star-hveiti frá kl. 4—7. íslensk Matvæli hf. kynna glæsilegt úrval framleiösluvara sinna frá kl. 4—7. Ath.: Allt dilkakjöt á gamla verðinu. Opiö til kl. 8 í kvöld og til hádegis á morgun. Pllifi Armúla 1A. Sími 86111.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.