Morgunblaðið - 04.03.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.03.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1983 7 Heildsöluútsala Dömukjólar frá 250 kr., buxur frá 100 kr., blúss- ur og peysur frá 50 kr., herravinnuföt og jakkar, skór frá 50 kr. Barnagallar frá 130 kr., barna- nærföt og samfestingar, snyrtivörur mjög ódýr- ar, sængur á 440 kr., og margt fleira. Opiö til kl. 4 laugard. Verslunin Týsgötu 3, viö Skólavörðustíg sími 12286. Toyota Tercol 1981 Ljósbrúnn (sanz.) Ekinn 40 þús. km. Út- varp. segulband. 2 dekkjagangar. Verð kr. 145 þús. B.M.W. 518 1980 Mazda 323 (1300) 1981 Silfurgrár, 5 dyra. Ekinn 26 þús. km. Útvarp. segulband. 2 dekkjagangar Verö kr. 135 þús. Toyota Carina G.L. 1981 Brúnsanseraöur, 5 gira. Ekinn 31 þús. km. Verö kr. 175 pús. Galant 1600 G.L. 1980 Grænn, ekinn 35 þús. km. Útvarp. segulband, snjódekk og sumardekk. Verö kr. 225 þús. (skipti á ódýrarl). V.W. Golf C1 1982 Blásanseraöur, ekinn 15 þús. km. Út- varp. segulband. 2 dekkjagangar. Verö 210 þús Blásanseraöur, ekinn aöeins 31 þús. km. Útvarp, segulband. 2 dekkjagang- ar. Verö kr. 130 þús (skipti möguleg á nýrri bii). Sappuro GL 1981 Rauöur, ekinn aöeins 11 þús. km. Sem nýr. Verö kr. 198 þús. Daihatsu Charade Xte Runabout1982 Ljósbrúnn (sanseraóur). Ekinn 9 þús. km. Verö kr. 170 þús. Saab 900 GLE 1982 Blágrár (sans ), ekinn 16 þús. km. Sjálfskiptur, aflstýri, sóllúga o.fl. Verö kr. 315 þús. í endaðan feril ríkisstjórnar „Samtímis liggur þaö fyrir aö til nokk- urs atvinnuleysis hefur komiö, auk þess sem ráðstöfunartekjur heimilanna eru minni er áður.“ (Halldór Blöndal í forsíöu- grein í islendingi). Ferill verð bólgunnar og fyrirheit ríkis stjórnar Halldór Blöndal segir í nýútkomnum fslendingi: „Síðastliðið þriðju- dagskvöld sat Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins, fyrir svörum í sjónvarpssal. Ekki leyndi sér, að honum var ekki rótt í skapi þegar spurningar beindust að verkum ríkisstjórnarinnar og þeirrí staðreynd að verðbólgan hefur náð hærra stigi nú en nokkru sinni fyrr, eða stefnir í 80%. Samtímis liggur það fyrir, að til nokkurs atvinnuleysis hefur komið, auk þess sem ráðstöfunar- tekjur heimilanna eru minni en áður. f rauninni var svar Svavars Gestsson- ar aðeins eitt þegar hann var spurður hvernig á þessu stæði. Ilann skýr- skotaði til nýlegrar álykt- unar Alþýðubandalagsins um atvinnumál og sagði: Þetta ætlum við að gera seinna og þá leysist vandi þjóðarinnar. — En talaði hann ekki á svipuðum nót- um þegar ríkLsstjórnin var mynduð? Á pappírnum var allt slétt og fellt, svo að sá sem las málefnasamning- inn gat ekki komist hjá því að skilja að á árínu 1983 yrði verðbólgan komin niður í 10—15% og kaup- máttur meirí í landinu en nokkru sinni fyrr. I'm þcssi loforð vill Svavar Gestsson ekki tala, enda hefur meira en lítið farið úrskeiðis. Ófarímar verða ekki skýrðar með ytrí áfoll- um, einfaldlega vegna þess að síðustu árín höfum við lifað meiri góðærí en áður þekktust Það er að vísu rétt, að nú hefur dregið úr afla. En hitt er líka rétt, að nú hefur dregið úr afla. En hitt er líka rétt, að launa- fólk greiddi þann reikning að fullu með kjaraskerð- ingunni 1. desember sl. Samt sem áður dugði það ekki til. Eftir kjaraskerð- inguna hefur verðbólgan vaxið meira en nokkru sinni fyrr, öllum til skaða og tjóns." „Rfldsstjómin öll köllud til ábyrgöar“ Niðurlag greinar Hall- dórs hljóðaði svo: „Sjálfstæðismenn hafa jafnan lagt áherslu á, að ógerlegt sé að ráða niður- lögum verðbólgunnar nema með víðtækum ráð- stöfunum, sem taka til allra þátta efnahagslífsins. Á því byggðist andstaðan við bráðabirgðalögin { ágúst, að þau gerðu það ekki. Þau hafa nú verið í gildi í hálft ár, nákvæm- lega eins og gengið var frá þeim í upphafi. Héðan af skiptir engu máli, hvað um þau verður af því að þau eru þegar komin til fram- kvæmda í öllum megin- atríðum. Efnahagsráðstaf- anir ríkisstjórnarínnar hafa því sannað ágæti sitL í sjónvarpsþættinum kenndi Svavar Gestsson því um, hvernig komið er, að ríkis- stjórnin hefði ekki meirí- hluta í neðri deild til að koma málum sínum fram. Hann gleymdi hinu, að rík- isstjórnin hefur engin mál lagt fram, sem neinu skipta varðandi efnahagsþróun- ina í landinu. Verðbólgu- vöxturínn er því á hennar ábyrgð einnar. Óryggisleys- ið í efnahagsmálum og versnandi lífskjör. Það er athyglisvert, að bæði Svavar Gestsson og Steingrímur Hermannsson leggja á það höfuðáherslu að þeir vildu efna til kosn- inga í hausL til þess að ný ríklsstjórn settist að vökÞ um. Það á að vera þeirra syndaaflausn og um leið vísbending um, hvernig þeir ætla að heyja sína kosningabaráttu. Þeir þvo hendur sínar eins og Pfla- tus forðum. En það er meira en lítið vafasamt að kjósendur láti sér duga slíkan kattarþvotL Auðvit- að verður ríkisstjórnin öll kölluð til ábyrgðar á því hvernig komið er. Auðvitað getur Svavar Gestsson ekki búist við því að hann sé „stikkfrí“ í vondu mál- unum fremur en Stein- grímur Hermannsson, en þakkað sér það sem gott er. Og hvorugur þeirra stækkar í augum heiðar- legra manna við þessar til- tektir." Undantekning frá reglunni Samstaða ríkisstjórnar- innar í álmáli, vísitölumáli, kjördæmamáli, flugstöðv- armáli o_s.frv. hefur öil ver- ið á eina bók lærð, bók sundurþykkjunnar. Hún hefur ekki náð saman í neinu meginmáli i heilt misserí. Samstarfsreglan í ríkLsstjórninni gæti allt eins heitið: hnífurinn í bak- ið. Meðan undirstöður at- vinnulífsins brenna upp úti í þjóðfélaginu, hafa ráð- herrar ekki öðru að sinna en vega hver aftan að öðr- um, hafandi misst þing- ræðislega forsendu setu sinnar á ráðherrastóli, þ.e. starfshæfan meirihluta á Alþingi. Og þó — ein undantekn- ing er frá reghmni. Þjóð- viljinn slær því upp með heimsstyrjaldarletri sl. miðvikudag að ríkisstjórn- in hafí náð saman í einu máli, sem væntanlega ríður bæði verðbólgunni og at- vinnuleysisdraugnum að fullu (!), sum sé að andæfa gegn „Rallye d'lslande"! Sjálfsagt er það andóf af hinu góða, en engu að síð- ur er það grátbroslegt, að ráðherrar sem sitja upp fyrír axlir I „þúsund vanda- málum" sem þeir hafa heykst á að leysa, og kenna hver öðrum um, skuli ná saman í einu máli: „Rallye dlslande". Reynir Þorgrímsson á athafnasvæði Bflakaups. Bflakaup á nýjan staö BÍLASALAN bílakaup hefur nú starfað í tæp 7 ár, lengst af í Skeif- unni 5. Nú hefur fyrirtækið flutt í eigið húsnæði við Borgartún 1, { 105 mz söluhús smíðað af S.G. einingahús- um hf„ Selfossi. Tók húsasmíðin sjálf aðeins um 13 vinnudaga. Bílakaup hefur ávallt reynt að tryggja öryggi seljenda og kaup- enda eins og hægt er. Vanskila- og gjaldþrotaskrár liggja frammi svo hægt er að kanna greiðsluferil skuldara. Gengið er frá tryggingu bílanna strax við undirskrift samninga, á hvaða tíma sem er. Meiri áhersla er lögð á þjónustu við viðskiptamenn en áður þekkt- ist. Til að mæta enn auknum kröf- um hefur Bílakaup byggt upp sér- stakt sölu- og þjónustuhús, fyrir fólk í bílahugleiðingum með bjarta, snyrtilega og rúmgóða að- stöðu. Ýmsar aðrar framkvæmdir eru þar fyrirhugaðar til þjónustu við viðskiptavini. Fjórir sölumenn eru á staðnum. Næg bílastæði eru fyrir hendi. Eigandi og stjórnandi Bílakaups er Reynir Þorgrímsson. (f'r fréttatilkynningu). Tvær skákbæk- ur frá SKÁK TÍMARITIÐ Skák hefur gefið út tvær skákbækur; Besti leikurinn eft- ir tékknesku stórmeistarana Hort og Jansa og Skákdæmi og tafllok með greinum eftir sovézka skákdæma- og tafllokahöfunda. Bragi Halldórsson íslenzkaði bók tékknesku stórmeistaranna eftir enskri þýðingu, en inngangur er eftir sovézka stórmeistarann Lev Polugajevsky. f bókinni eru 230 skákpróf, sem Hort og Jansa hafa valið úr skákum sínum og gefst lesandanum færi á að íhuga stöðumyndir og velja leiki og síð- an sjá, hvernig honum hefur tek- ist til. Bókin er 238 blaðsíður. Árni Bergmann snéri bókinni Skákdæmi og tafllok úr rússnesku og Guðmundur Arnlaugsson ritar formála. Eftir E.í. Umnof er kafl- inn Fyrsti tafllokasmiður samtím- ans, Á.A. Dombrovskís á grein um Nýjar hugmyndir á sviði tví- leiksdæma, S.D. Leites skrifar um Spegilfléttur, J.G. Vladímírof um Þríleiksdæmi nú um stundir og í næstu framtíð, R.M. Kaufman er höfundur kafla um Margra leikja dæmi — skákdæmi framtíðarinn- ar og annars um Tvíburadæmi og A.G. Kúznetsof er höfundur Stórmeistarafléttunnar. Áttundi kaflinn heitir Skákskáld og rithöf- undar. Bókin er 126 blaðsíður. Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.