Morgunblaðið - 06.04.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.04.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1983 8—9 bátar hirtir í „þjófstarti“ Einum vfsað í land vegna vftaverðs kæruleysis varðandi öryggisbúnað LANDHELGISGÆZLAN stóð 8—9 báta aö „þjófstarti" í gærmorgun út af Keykjanesi áður en þorskveiði- banni lauk á hádegi í gær. I>á var einum báti, Sæljóma, sem gerður er út frá Grindavík, vísað í land undir eftirliti gæzlunnar vegna sama brots og einnig vegna vítaverðs kæruleysis varðandi öryggisbúnað. Brot af þessu tagi, þ.e. að hefja veiðar áður en banntíma lýkur, jafngilda landhelg- isbrotum og vcrða bátseigendur kærð- ir. Landhelgisgæzluskip og Rán, þyrla Landhelgisgæzlunnar, komu á vettvang vegna kvartana skips- hafna sem komu á vettvang á til- skildum tíma. Að sögn varðskips- manna var aðkoman um borð í Sæ- ljóma ömurleg. Björgunarbátur hafði ekki verið skoðaður síðan árið 1981. Talstöð var biluð, engin neyð- arstöð um borð, einvörðungu ör- bylgjustöð var nothæf. Þá voru eng- in slökkvitæki finnanleg og ekkert haffærisskírteini af framangreind- um ástæðum. Sæljómi var eingöngu kominn með bauju í sjó en hinir bátarnir með net. Að sögn varðskipsmanna hafa fleiri bátar, en þessir sem staðnir voru að verki, mjög líklega þjóf- startað, en Landhelgisgæzlunni er ekki unnt að komast yfir stærra svæði á svo skömmum tíma. Stefán Pétursson útgerðar- maður frá Húsavík látinn STEFÁN Pétursson, útgerðarmaður og skipstjóri frá Húsavík, lézt í Borgarspítalanum í gær, 76 ára að aldri. Stefán fæddist á Húsavík 23. júní 1906 og var sonur hjónanna Péturs Jónssonar frá Rauf á Tjörnesi og Hólmfríðar Eiríks- dóttur af Djúpadalsætt í Skaga- firði. Stefán ólst upp hjá foreldr- um sínum á Húsavík og hóf snemma sjósókn með föður sínum og bróður og þá á þilfarsbátum og opnum bátum annarra fyrst í stað. 1931 keyptu þeir bræður Stefán og Þór lítinn bát, Skallagrím, og samhliða útgerð hans hófu þeir fiskverkun í landi. Þann bát misstu þeir 1939 og létu þá smíða fyrir sig 21 lestar bát í Siglufirði og hlaut hann nafnið Barðinn og var útgerðin nefnd eftir honum. Umsvif þeirra bræðra jukust síð- an ört, bátunum fjölgaði og þeir reistu fiskverkunarhús í Sand- gerði og á Húsavík, keyptu hrað- frystihús í Kópavogi og fiski- mjölsverksmiðju í Sandgerði. Þá gerði fyrirtæki þeirra bræðra út bátana Náttfara, Dagfara og Ljósfara, svo eitthvað sé nefnt. AIls var Stefán um 45 ár á sjó og þar af um 24 vetrarvertíðir frá Sandgerði. 1976 var fyrirtækinu skipt upp og 1979 fluttist Stefán alfarinn frá Húsavík til Reykja- víkur. Stefán vann alla tíð mikið að félagsmálum útvegsmanna og átti um tíma sæti í stjórn LÍÚ. Þá var hann einn af stofnendum Komm- únistaflokks íslands. Banaslys í Hrunamannahreppi TVÍTTIGUR maður, Hjalti Ingvars- son, Reykjahlíð, Skeiðum, lézt er bifreið valt ofan í skurð við þjóðveg- inn austan undir Miðfelli í Hruna- mannahreppi árdegis á skírdag. Auk Hjalta voru tveir farþegar í bifreiðinni, en þeir sluppu ómeidd- ir og komust til bæja í nágrenni slysstaðarins. Talið er að Hjalti hafi látizt samstundis. Hjalti fæddist 23. júní 1962 og var því tvítugur að aldri. Hann bjó í for- eldrahúsum. Sigurður Pálsson, aðstoðarleikstjóri, Krístín Jóhannesdóttir og Þóra Friðriksdóttir, leikkona. Á hjara veraldar frumsýnd sl. laugardag ÍSLENSKA kvikmyndin Á hjara veraldar, var frumsýnd í Austur- bæjarbíói á laugardag fyrir páska. Meðal frumsýningargesta var for- seti íslands, Vigdís Finnbogadótt- ir. Fyrir sýningu hélt handritshöf- undur og leikstjóri myndarinnar, Kristín Jóhannesdóttir, stutta tölu en eftir sýninguna var henni og leikurum og öðrum aðstandendum myndarinnar fagnað ákaflega með langvinnu lófataki. Aðalleikarar í Á hjara verald- ar eru þau Þóra Friðriksdóttir, Arnar Jónsson og Helga Jóns- dóttir, en auk þeirra kemur fram fjöldi aukaleikara. Kvikmynda- tökumaður var Karl Óskarsson, Sigurður Snæberg sá um hljóð og klippingu, Sigurjón Jóhanns- son sá um leikmynd en aðstoðar- maður leikstjóra var Sigurður Pálsson. Þetta fólk og margt annað sem vann við gerð mynd- arinnar var klappað upp á svið Austurbæjarbíós að frumsýn- ingu lokinni. Á hjara veraldar kostaði tæp- ar fjórar milljónir í framleiðslu og er nú sýnd á almennum sýn- ingum í Austurbæjarbíói. Rafmagnsveitur ríkisins: 38 línumönnum sagt upp störfum RAFMAGNSVEITUR ríkisins hafa sagt upp störfum þrjátíu og átta línumönnum, sem undanfarið hafa unnið við Suðurlínu. Margir starfs- mannanna eru gamlir starfsmenn Rafmagnsveitnanna og áttu þeir rétt á þriggja mánaða uppsagnarfresti, en ákveðið hefur verið að eitt gangi yfir þá alla og hætti þeir störfum 30. júní næstkomandi, að því er Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri sagði í samtali við blaðamann Morgun- ný þegar þar að kæmi, vegna þess að starfsmenn dreifðust og ólík- legt væri að þeir yrðu allir til taks með litlum fyrirvara þegar vinna hæfist á ný. blaðsins í gær. Kristián sagði ástæðu uppsagn- anna vera þá, að Landsvirkjun er væri frafhkvæmdaaðili að Suður- línu, hefði ákveðið að stöðva fram- kvæmdir við línuna, þar sem ekki hefði tekist að afla fjár til að ljúka verkinu á þessu ári. Upphaflega hafði verið ráðgert að Ijúka við línuna hinn 1. desember næstkom- andi. Ekki hefði því verið um ann- að að ræða fyrir RARIK en að segja þeim starfsmönnum upp störfum, sem að línunni vinna. Kristján Jónsson sagði þetta tvímælalaust óheppilega ráðstöf- un á þessum tíma. Verkið væri í fullum gangi og búið að kaupa til landsins allt efni í línuna. Auk þess yrði þetta til þess að ekki yrði unnt að Ijúka hringtengingu byggðalínanna á þessu ári eins og stefnt hefði verið að, og raforku- kaupendur á Vestur-, Norður- og Austurlandi yrðu því enn um sinn að búa við fyrra óöryggi, er ekki hyrfi fyrr en hringtengingu yrði komið á. Kristján kvaðst að lokum vilja ítreka, að hann teldi óheppilegt að stöðva framkvæmdirnar nú. 1 raun væri ekki verið að spara neitt annað en innlent vinnuafl þar sem efni hefði þegar verið keypt. Þá yrði fresturinn til að mannvirkið yrði óarðbært í þann tíma er liði uns því lyki, en með tilheyrandi vaxtakostnaði. Enn yrði dýrt og tafsamt að koma verkinu af stað á Steingrímur um að ríkisstjórnin sitji að loknuni kosningum: „Hryllir við tilhugsuninni“ Mun leggja til við forsetann ad fremur veröi mynduð embættismannastjórn „MIG HRYLLIR við tilhugsun- inni. Ég mun leggja til við forseta íslands, að þá verði frekar mynduð embættismannastjórn," svaraði Steingrímur Hermannsson for- maður Framsóknarflokksins á blaðamannafundi í gær spurning- unni um, hvort til þess gæti komið, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar hans, að framsóknarmenn sætu áfram í núverandi ríkisstjórn eftir kosn- ingar og þar til ný ríkisstjórn hefði verið mynduð. Tómas Árnason kvaddi sér þá hljóðs og lýsti sig algjörlega andvígan embætt- ismannastjórnum, sagðist vilja þinglegar ríkisstjórnir. Sneri flokksformaðurinn sér þá að hon- um og spurði: „Þú ætlar þó ekki að sitja í ríkisstjórninni fram á haust?" Spurningin var fram borin vegna yfirlýsinga Tómasar Árnasonar á fundinum um að hann reiknaði með að stjórn- armyndun gæti dregist í nokk- urn tíma, jafnvel í mánuði. Steingrímur svaraði því til að hann teldi eðlilegan hlut að Gunnar Thoroddsen leitaði að loknum kosningunum 23. apríl lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, sérstaklega þar sem hann hefði ákveðið að vera ekki í framboði. Hann vai; þá spurður, hvort framsóknarmenn myndu sitja áfram í ríkisstjórn, ef for- seti íslands færi þess á leit að hún sæti áfram sem starfsstjórn á meðan stjórnarmyndunar- viðræður færu fram, og jafnvel fram yfir aðrar kosningar, sem til umræðu hefur verið að komið geti til á árinu. Hann svaraði að venjan væri víst sú, að ríkis- stjórnir sætu þá áfram, en að hann hugsaði til þess með hryll- ingi að sitja kannski fram á haust við slíkar aðstæður. Hann kvað sína persónulegu skoðun að þá bæri fremur að skipa emb- ættismannastjórn og lýsti því yfir að hann myndi a.m.k. leggja það til við forseta íslands. Tómas Árnason tók þá til máls og sagði í tilefni af yfirlýs- ingum Steingríms, að hann væri persónulega algjörlega andvígur embættismannastjórnum. Hann vildi fremur þinglegar ríkis- stjórnir. Steingrímur sneri sér þá að honum og spurði hvort hann ætlaði sér þá að sitja í rík- isstjórninni fram á haust. Tóm- as kvað það ekki vilja sinn, en á móti embættismannastjórnum væri hann. Skákþing íslands: Sigurinn blasir við Svíanum ALLAR líkur benda til þess að Sví- inn Dan Hansson beri sigur úr být- um á Skákþingi íslands, sem lýkur í kvöld. I gærkvöldi vann Dan Hansson Ágúst S. Karlsson í bið- skák. Staðan fyrir 11. og síðustu um- ferð er sú, að Dan Hansson hefur 8 vinninga og nægir jafntefli í kvöld tii sigurs í mótinu. Hann getur þó ekki orðið íslandsmeist- ari, þar eð hann er sænskur ríkisborgari, en giftist tslenzkri stúlku nú um páskana. Næstu menn berjast um titilinn „Skákmeistari íslands", en þeir eru Ágúst S. Karlsson, Hilmar Karlsson og Sævar Bjarnason með 7 vinninga og Elvar Guð- mundsson með 614 vinning. Sjá ennfremur skákþætti á bls. 29 og 37. Landssöfnun Sjálfstæðis- flokksins Sjálfstæðisflokkurinn efnir ti landssöfnunar vegna komandi al þingiskosninga. Er leitað til vel unnara Sjálfstæðisflokksins urr 300 kr. framlag til þess að „styrkjé Sjálfstæðisflokkinn fjárhagslega þeim mikilvægu þjóðfélagsátök- um, sem framundan eru“. Nánai verður sagt frá landssöfnur Sjálfstæðisflokksins síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.