Morgunblaðið - 06.04.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.04.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1983 3 250 manns tóku þátt í leit að tveim piltum og þrem bflum aðfaranótt páskadags: „Mjög erfítt að leita sökum blindbyls og skafrennings“ — segir Engelhart Björnsson, sveitarforingi björgunarsveitarinnar Ingólfs „l'að var hóaö í okkur um korter í tíu á laugardagskvöldið og við beðnir um aðstoð, vegna þess að piltur var týndur upp á Hellisheiði," sagði Gng- elhart Björnsson, sveitaforingi Björg- unarsveitar Ingólfs, en sveitin ásamt öðrum björgunarmönnum á suð-vestur horninu stóð í ströngu aöfaranótt páskadags og á páskadag við leit aö fólkinu sem saknað var, eftir að óveðr- ið gerði seinnipart laugardagsins. Tveggja pilta var saknað og nokkurra jeppa með 5 manns innanborðs. Alls er talið að 250 manns hafi komið við sögu í leitinni. „Pilturinn hafði verið á gangi milli skála þegar hann týndist og það var eitthvað búið að leita að honum áður en við vorum beðnir um aðstoð," sagði Engelhart ennfremur. „Það var mjög erfitt að leita vegna blindbyls og skafrennings, svo við tókum það ráð að senda uppeftir þrjá snjóbíla, lið með þeim og nokkra göngumenn. Það voru um 25 manns sem fóru þarna upp eftir í fyrsta áfanga. Það var leitað á svæðinu, þar sem vitað var að drengurinn hafði verið á gangi og einnig farið í skálana á Hellisheiði til að athuga hvort hann hefði kom- ið þar. Allar aðstæður voru mjög erfiðar og leitin gekk í samræmi við það. Um klukkna eitt um nóttina berst okkur sfðan tilkynning um að þrír eða fjórir bílar væru í nauðum staddir einhvers staðar í Bláfjöllum. Þar sem snjóbílarnir voru uppteknir við leitina, höfðum við samband við Þorsteinn Hjaltason, sem er vörður upp í Bláfjöllum, og leituðum eftir liðsinni hans á snjótroðaranum. Það var auðsótt mál. Það var alltaf tal- stöðvarsamband við bílana og þeir töldu sig vera ca. 1—1V4 kflómetra frá vestustu lyftunni í Bláfjöllum, en fundust ekki á því svæði. Við byrjuðum að kalla út viðbótarlið um klukkan 3 bæði úr nágrannasveit- arfélögunum og eins frá okkur, og það var komið uppeftir klukkan 6. Klukkan 8 fannst strákurinn í gjótu sem hann hafði leitað skjóls í um nóttina. Þá var hann kaldur, en annars nokkuð hress. Eftir þetta var leitinni beint á Bláfjallasvæðið og sleðar sendir úr Hafnarfirði til að rekja slóðina eftir bílana. Rétt fyrir 12 sá Ómar Ragnarsson bílana úr flugvélinni og gat leiðbeint snjóbílunum að þeim, en þeir voru ekkert langt undan. Þeir voru síðan dregnir niður i Bláfjallaskála. Um þetta leyti kemur upp, að annars drengs er saknað. Það var ekki farið að óttast um hann fyrr en skátastúlkur, sem verið höfðu með honum komu í bæinn, en þær höfðu fengið far með einum snjóbílnum. Hann hafði verið týndur síðan á laugardeginum og það var um eitt á sunnudeginum, sem þetta kemur upp . Það þurfti því að safna aftur saman því liði sem eiginlega var bú- ið að senda heim og einnig var boðað út nýtt lið austan úr sveitum. Skömmu síðar sér Ómar strákinn úr flugvélinni, þar sem hann er á gangi og þyrlan, sem var einnig á vett- vangi, fór og náði i hann. Hann var einnig nokkuð kaldur, en ánnars bara hress, enda voru þeir báðir vel klæddir. Þá var klukkan um 3,“ sagði Engelhart. „Var orðinn áttavilltur og fór í þveröfuga átt“ — segir Haukur Jens Jacobsen, sem var villtur í 12 tíma aðfaranótt páska- dags, en fermdist á annan í páskum „Það var heppni að þeir fundu mig, því þeir voru að snúa við til að láta annan hóp taka við, þegar sá sem fann mig sá spor sem hann fylgdi eftir og fann mig,“ sagði Haukur Jens Jacobsen, 14 ára gam- all, en hann lenti í villum á Hellis- heiðinni í óveðrinu sem gerði laugardaginn fyrir páska og fermd- ist síðan á annan í páskum í Dóm- kirkjunni. „Við vorum að koma átta sam- an úr skála sem heitir Þrymheim- ar og vorum á leiðinni i Hamragil. Það var ágætt veður þegar við lögðum af stað, en þegar við kom- Séra Þórir Stepbensen fermir Hauk Jens Jacobsen á annan f páskum. Haukur Jens er fjærst á myndinni. Mor*unbla8i6/KÖE. um að bragga sem er stutt frá Hamragili, gerði vitlaust veður. Við vildum ekki snúa við, þar sem stutt var á leiðarenda svo við fór- um upp fjallið. Það voru fimm stelpur með okkur og þær voru orðnar svo þreyttar að við létum þær bíða við Hamragilslyftuna, meðan við fórum að sækja stráka til að hjálpa okkur að bera dótið. Þegar við komum á brúnina kem- ur svo brjálað veður að ég verð viðskila við strákana. Ég ætlaði að krækja fyrir snjóhengju sem ég þóttist vita að væri þarna, en rann á klakabunka og tapaði átt- unum. Ég ákvað að reyna að snúa við aftur til lyftunnar, en þar sem ég var orðinn áttavilltur fann ég aldrei lyftuna og fór í þveröfuga átt. Þegar ég var búin að labba talsvert lengi var ég svo heppinn að finna gjótu milli tveggja steina, þar sem ég gat látið fyrir- berast og fenna yfir mig. Þar var ég 112—13 tíma, þar til þeir fundu mig. Það var um fimmleytið á laugardagskvöldið sem ég villist og þeir fundu mig um áttaleytið á páskadagsmorgun. Ég var ekki með neinn búnað með mér. Það var ekki um annað að ræða, en finna sér skjól, veðrið var svo brjálað, blindbylur. Sem betur fer var ég þokkalega búinn, en ég þorði ekki að sofna og reyndi að hreyfa mig öðru hvoru. Þegar þeir náðu mér upp úr gjótunni, þá hné ég niður, en ég var búinn að ná mér að fullu um kvöldið og kenni mér einskis meins nú,“ sagði Haukur að lokum. Dúndrandi bílamarkaður á nýjum og notuðum Daihatsu Um leiö og viö bjóöum fólk velkomiö úr páskafríi bjóöum viö þaö velkomiö á bílamarkaðinn okkar í Ármúla 23 þar sem viö bjóöum mikið úrval af öllum geröum af nýjum og notuöum Daihatsu-bílum á frábæru veröi og kjörum. Verð frá aðeins kr. 188.000,00 ! Notaðar bifreiðir sem eru til sölu hjá okkur þessa stundina: Fyrir þá sem ekki treysta sér í nýja Frábær kaup í vel- meóförnum notuöum Bifr. teg Daihatsu Daihatsu Daihatsu Daihatsu Daihatsu Daihatsu Daihatsu Daihatsu Daihatsu Charade Charade Charade Charade Charade Charade Charade Charade Charade XTE XTE XTE XTE XTE XTE XTE XTE XTE Runabout Runabout Runabout 4ra dyra 4ra dyra 4ra dyra 4ra dyra 4ra dyra 4ra dyra Argerö 1982 1981 1981 1981 1980 1980 1980 1980 1980 Ekn. km 11.000 14.000 17.000 30.000 23.000 22.000 29.000 43.000 45.000 Litur Silfurblár met. Vinrauður Vínrauöur Silfurgrár Gulur Vinrauöur Silfurgrár Vínrauöur Blár met. Verö kr. 170.00C 145.000 145.000 150.000 120.000 120.000 120.000 115.000 110.000 DAIHATSUUIMD, ARMULA 23. 85870 — 81733

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.