Morgunblaðið - 06.04.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.04.1983, Blaðsíða 44
juglýsinga- síminn er 2 24 80 -K ^skriftar- síminn er 830 33 MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1983 Niðurstaða rannsóknarnefndar flugmálastjórnar: Mistök fhigumferðarstjóra og varnarliðsflugvélarinnar Gífurlegur fjöldi manna var í Skálafelli á annan páskadag eins og með- fylgjandi mynd Emilíu B. Björnsdóttur ber með sér. Margir urðu frá að hverfa í skíðalöndum Reykvík- inga vegna skorts á bíla- stæðum. Þriðja flugvélin fékk heimild til lækkunar í gegnum æfingasvæði Orion-flugvélarinnar „Flugmálastjórn skilgreinir þetta atvik sem „raunverulega árekstrarhættu", sem orsakast hafi af því að flugumferðarstjórinn veitti ekki nugumferð í stjórnsvæði sínu athygli, og af því að nugstjóri Orion-flugvélarinnar fór ekki að fyrirmælum flugheimildar sinnar,“ segir í skýrslu nugmálastjórnar um atvikið suður af landinu um miðjan marz sl. þegar lá við árekstri Arnarnugsþotu og varnarliðsnugvélar. En á blaðamannafundi í gær sagði Pétur Einarsson flug- málastjóri að frumorsökin fyrir þessu atviki væri sú að varnarliðsvélin hefði farið út fyrir það svæði sem henni hafði verið úthlutað til æfinga suður af Reykjanesi. í ríkisfjölmiðlum í gærkvöldi sagði flugmálastjóri hins vegar að auk mistaka flugstjóra varnarliðsvélarinnar hefði flugumferðarstjórinn sýnt aðgæzluleysi. Aðspurður sagði Pétur Einarsson á blaðamannafundinum að flug- málastjórn mundi ekki grípa til að- gerða gagnvart flugumferðarstjór- anum og hann gæti þess vegna haldið áfram störfum óhindrað. Það væri hins vegar í höndum sak- sóknara hvort höfðað yrði opinbert mál á hendur flugumferðarstjóran- um fyrir vanrækslu í starfi. Fram kom á fundinum að flugumferðar- stjórinn gegndi störfum meðan á rannsókn stóð, og sagði flugmála- stjóri að engin ástæða hefði verið til að leysa hann frá störfum á með- an þar sem öll gögn málsins hefðu legið fyrir. Strax eftir atvikið hefði hann verið settur í hæfnispróf og gengist undir læknisskoðun og stað- ist hvort tveggja með ágætum. í skýrslu flugmálastjórnar kemur fram að flugumferðastjóranum hafi orðið á mörg mistök við umferðar- stjórnun sömu mínútur og atvikið átti sér stað. Hann hafi ekki veitt því eftirtekt er Orion-flugvélin fór út fyrir æfingasvæðið, hann hafi heimilað þriðju flugvélinni lækkun niður í gegn um æfingasvæði varn- arliðsvélarinnar, Orion-flugvélinni var ekki úthlutað réttum ratsjár- merkjum, jafnframt hafi hann stýrt Orion-flugvélinni í veg fyrir Arnarflugsþotuna með því að láta hana beygja, og einnig hafi hann ekki farið að reglum um upplýs- ingamiðlun til flugmannanna um flúgumferð í nánd þeirra. Heldur flugumferðarstjórinn því fram að það kunni að hafa villt honum sýn að Orion-flugvélin var með ratsjársvara sinn stilltan sem þar væri á ferðinni sjónflugsflug- vél. Einnig kvartaði hann yfir því að líklega hefði uppsöfnuð þreyta vegna mikils vinnuálags næstu vik- ur á undan dregið úr afkastagetu og viðbrögðum hans. í skýrslu rannsóknarnefndarinn- ar kemur fram að flugumferðar- stjórinn hafi uúnið stífa vakta- vinnu næstu 14 daga fyrir atvikið, þar af 10 12-stunda vaktir, sem ým- ist voru unnar að nóttu eða degi. í skýrslunni er lagt til að vinnutil- högun og vaktaskipulagi í flugturn- um verði endurskipulögð, einkum með tilliti til vaktlengdar og örra breytinga frá dagvakt yfir á næt- urvakt. Einnig að reglugerð um hæfnisþjálfun flugumferðarstjóra verði hrint í framkvæmd, en flug- málastjórn fékk á sínum tíma und- anþágu frá ákvæðum reglugerðar- innar vegna deilna við flugumferð- arstjóra, sem lögðust gegn hæfni- prófunum. Sjá nánar á bls. 27. MJÖG MARGT fólk var í skíðalöndum Reykvíkinga á annan { páskum, raunar svo margt að lögreglan varð að vísa fólki frá í Bláfjöllum vegna skorts á bflastæðum. Hreggviður Jónsson, formaður Skíðasambands íslands, taldi að í skíðalöndum Reykvíkinga gætu rúmast á einum degi hátt í 20 þúsund manns, 6—7 þúsund í Bláfjöllum og annað eins í Skálafelli og einnig á Hengilssvæðinu, þó afköstin á þeim svæðum væru ekki jafn mikil. Á toppdegi eins og verið hafi á annan í páskum gætu því hafa verið hátt í 20 þúsund manns, sem nutu útiverunnar í skíðalöndum Reykvíkinga. Hreggviður sagði að þetta sýndi að það væri greinilega mjög mikil þörf fyrir bæði betri vegi á sum svæðin og meiri þjónustu við almenning í sambandi við skíðin. „Við teljum að þetta sé lang fjölmennasta íþróttagreinin þar sem öll fjölskyldan tekur þátt. Heilu fjölskyldurnar fara á skíði og njóta útiverunnar saman. Það breytir engu hvað menn eru góðir, hver og einn getur fundið brekku við sitt hæfi,“ sagði Hreggviður. Verðlag á vínum í fríhöfnum: 45% hærra í Kefla- vík en í Amsterdam VÍN, LÉTT og sterk, eru um 45% I dýrari í Fríhöfninni á Keflavíkur- flugvelli, en þau eru í fríhöfninni f I Amsterdam í Hollandi, sem er sú fríhöfn, sem er með mest úrval. Þessar upplýsingar koma fram í ný- útkominni bók um verðlag í fríhöfn- um víðs vegar um heiminn, sem gef- in er út af sænska útgáfufyrirtækinu „General Publications“. Hröpuðu 25 metra niður í sprungu á Breiðamerkurjökli: „Ég reiknaði með að þetta væru endalokin“ — segir Porsteinn Sigurbergsson, sem ásamt Nönnu Gunnarsdóttur slapp furðulítið meiddur úr fallinu „Ég reiknaði með að þetta væru endalokin," sagði Þosteinn Sigurbcrgs- son er Morgunblaðið ræddi við hann í gærkvöld. Hann varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu á skírdag, ásamt Nönnu Gunnarsdóttur, að hrapa hálfan þriðja tug metra niður í jökuisprungu þegar þau voru ásamt fleirum á ferð á Breiðamerkurjökli á leið til Esjufjalla á vélsleðum. „Ég þekki nú jökulinn orðið dálítið eftir nokkrar ferðir á hann og bjóst sannast sagna ekki við því að stoppa svona snemma í sprungunni. Ég slapp merkilega vel. Fékk að vísu 15 sentimetra langan skurð á ofanvert ennið, sem þurfti 25 spor til að loka, en það er mesta furða hvað maður er hress. Mað- ur er auðvitað hálfslappur enn- þá, enda missti ég víst talsvert blóð.“ Þorsteinn og Nanna voru á ferð með fólki á þremur öðrum vélsleðum þegar óhappið varð. Snjórinn lét skyndilega undan og skipti engum togum að þau hröpuðu bæði niður í sprungu, sem opnaðist undir þeim. Vél- sleðinn stöðvaðist fáa metra frá brúninni, en þau hröpuðu 25 metra niður í sprunguna, en stöðvuðust þar á snjótappa. „Ég missti aldrei meðvitund í fallinu og minnist þess ekki að hafa fengið höfuðhögg," sagði Þorsteinn og bætti því við, að hann teldi að hann hlyti að hafa rekið höfuðið utan í ísnibbu á leiðinni niður. Hann og Nanna urðu á hírast á syllunni í um tvær klukkustundir áður en samferðafólkið bjargaði þeim upp úr af eigin rammleik. Þorsteinn kvað dvölina niðri í sprungunni ekki hafa verið mjög óþægilega. Samferðafólkið hafði strax náð sambandi við þau og stappað í þau stálinu. Sagði hann þau. strax hafa gert sér grein fyrir, að þeim yrði bjargað fyrr en síðar. f gegnum talstöð kölluðu þau svo á sjúkrabrifreið, sem kom til móts við þau frá Höfn. Hvorki Nanna né Þorsteinn brotnuðu í þessu mikla falli, en Nanna tognaði á annarri öxlinni og hlaut nokkuð slæmt mar. Þorsteinn hlaut hins vegar ekki önnur teljandi meiðsl en skurð- inn á höfðuðið. Aðspurður sagði Þorsteinn, að hann og kunningjafólk hans hefðu reynt að halda til fjalla alltaf þegar frí gæfist. Hann hefði ekki lent í neinum óhöpp- um af þessu tagi áður og léti þennan atburð ekki aftra sér frá frekari fjallaferðum. „Þetta er óhapp, sem alltaf mátti búast við að gæti hent,“ sagði hann. f bókinni kemur fram, að vín eru ódýrust um borð í flugvélum hinna ýmsu flugfélaga. Verðvísi- talan er sett á 100 stig í Amster- dam, en um borð í flugvélum Air France er vísitalan 81 stig. Hjá Lufthansa er vísitalan 90 stig og hjá TAP-Air Portugal er vísitalan 73. Verðvísitalan er eins og áður sagði 145 stig í Keflavík, en til samanburðar má nefna, að í Lon- don er hún 137 stig, í Stokkhólmi 153 stig, í Zúrich 114 stig, í Frankfurt 120 stig, í París 106 stig og í Kaupmannahöfn 136 stig. f bókinni er verðvísitalan á tób- aki sett á 100 stig í Amsterdam, en þá er vísitalan í Keflavík 115 stig. Dæmi um aðrar fríhafnir eru Kaupmannahöfn með vísitöluna 129 stig, Frankfurt með 111 stig, London með 131 stig, París með 118 stig, Stokkhólmur með 145 stig og Zúrich með 111 stig. Ef flugfélögin eru skoðuð kemur í ljós, að um borð í flugvélum Air France er vísitalan 95 stig og hjá Lufthansa er vísitalan 124 stig. f bókinni kemur ennfremur fram, að liðlega 300 milljónir manna ferðist árlega milli landa og hafi því möguleika á þvi að verzla í fríhöfnum víðs vegar um heiminn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.