Morgunblaðið - 06.04.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.04.1983, Blaðsíða 40
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1983 „Búi&afc ireka (?*?! þu \jarsb \>ar abe'\ns \ Tímrvi x/.kur." Ha — Langt dökkt hár? Okkur datt nú í hug að það gæti verið skemmtilegt fyrir ykkur að heyra Lillu spila. HÖGNI HREKKVÍSI „Málstaður Krists var sem líflaus líkami — þangað til líf og rausn Heilags anda gagntók hann“ Baldur B. Bragason, Hveragerði, skrifar: „Kæri Velvakandi. Nýlega voru tveir doktorar að ræða um menntun Jesú Krists og lærisveina hans í dálkum þínum, og langar mig til að láta i ljósi álit mitt á málinu. Fyrst langar mig að nefna, að öll hin æðri trúarbrögð eiga það sameiginlegt að trúa á einn al- máttugan og alvitran Skapara al- heimsins. Flestir áhangendur þessara trúarbragða skoða höf- unda þeirra sem sendiboða frá Guði, sem hafi haft það hlutverk að opinbera okkur vilja Guðs og áætlun hans fyrir mennina, og að viska þessara sendiboða sé ekki fengin með lærdómi í skólum annarra manna, heldur opinberist hún þeim beint frá Skaparanum sjálfum á leyndardómsfuilan hátt. Fullyrðingu dr. Jakobs Jónsson- ar um að Jesús hafi verið rabbíi tel ég vera rétta, ef orðið rabbíi táknar Herra eða Meistari. En ef orðið hefur þá merkingu, sem flestir leggja í það á okkar tímum, sem sé gyðingaprestur, þá tel ég hana ranga, þvi að það fæli i sér að kenning hans hafi verið lær- dómur úr prestaskóla gyðinga, en ekki opinberun frá Guði. Ef svo hefði verið, hefði aldrei komið til árekstra milli Jesú og Faríseanna. Jesús notaði dæmisögur mikið í kennslustarfi sínu og heiti á áþreifanlegum hlutum sem tákn fyrir hugræn eða andleg sannindi. í 16. kafla Mattheusarguðspjalls biður Jesú lærisveinana t.d. að vara sig á súrdeigi Faríseanna og Saddúkeanna, en lærisveinarnir skildu ekki táknmálið. Margir kristnir menn hafa fallið í sömu gryfju allt fram til þessa dags og talið að verið væri að fjalla um efnisleg sannindi, þegar verið var að fjalla um andleg sannindi. Þess vegna hefur verið sagt, að vísindin væru í mótsögn við trú- arbrögðin og trúarbrögðin í mót- sögn við vísindin. Eitt af því, sem doktorarnir voru að velta fyrir sér, var, hvort Guðspjöllin hafi verið skráð fyrir eða eftir upprisu Jesú Krists. Persónulega tel ég það algjört aukaatriði, en hitt tel ég mikil- vægara, að skilja boðskap guð- spjallanna. Eg álít, að lærisvein- arnir hafi verið ómenntaðir fiski- menn, áður en þeir slógust í fylgd með Jesú, en eftir að hafa verið við nám hjá honum voru þeir sannmenntaðri en allir aðrir sam- tímamenn þeirra, því að full- komnari kennari en Jesús var ekki til. ’Abdu’l-Bahá, sem Bahá’u’lláh, Þetta er nú einu sinni okkar land Jón Garðar Hafsteinsson og Hjörleifur Jóhannesson skrifa fyrir hönd FNMR: „Heiðraði Velvakandi. Við, meðlimir í Félagi nöldur- seggja með réttlætiskennd, höfum verið að ræða málin (sem oftar) og ákváðum að koma umræðunum á stærri vígvöll. Fyrst langar okkur að víkja að hinum fjölmörgu um- ferðarljósum, sem leitast við að tefja heiðvirða ökumenn á leið þeirra gegnum Garðabæ. Sam- stilling ljósanna er með þeim hætti, að umferðin gengur með hinum furðulegustu skrykkjum gegnum áðurnefndan bæ. Mætti að skaðlausu senda einhverja snillinga á staðinn til að samstilla þessa stórfurðulegu jólaseríu, og skyldi þeim þá lánaður bíll til þess að þeir þyrftu ekki að reikna með hraða gangandi manns. Fróðlegt væri að fá að vita hve mikið Engidalsljósin kostuðu. Þessi ljós eru jafnmikil fjarstæða og lokað hlið að höfuðbóli þjóðar- innar, hinum fræga sögustað okkar, Bessastöðum. Mikið væri að annars gott ef maður mætti setja læst hlið á götuna heima hjá sér til takmörkunar á „óæskilegri" umferð. Eða hvað? Nokkur orð um væntanlegt kílóagjald bifreiða. Ef þetta hug- arfóstur skattasjúkra stjórnvalda kemst í framkvæmd, skorum við í FNMR á alla landsmenn að fjöl- menna með ökutæki sín á vigtun- arstöðvar. Tala sú sem gefin er upp í skráningarvottorðum bif- reiða er í flestum tilvikum röng. Það má líka létta bíla töluvert fyrir vigtun. íslendingar, látum ekki valdasjúk og eigingjörn yfir- völd kafsigla okkur, þetta er nú einu sinni okkar land. Virðingarfyllst." »Gull í inund“ Þorsteinn Guðjónsson skrifar: „Sigur hefur unnizt í hvalamál- inu, í þjóðsöngsmálinu, og að hálfu leyti í málinu um hálendi íslands, og er vonandi að sá sigur vinnist að fullu. En þá er ótalið eitt málið, sem er aðalmálið, og einmitt þess vegna hefur varla nokkur vogað sér að minnast á það — og þó, það örlaði einu sinni á því í morgunútvarpinu. Stefán J. Hafstein var með þátt sem hann kallar „Gull í mund“, og tók fyrir fyrirbærið „íslenzkir karlmenn". Var skrafað um það á ýmsan hátt, meðal annars með því að fá hring- ingar utan úr bæ og i einni slíkri kom fram greinagóður maður sem lagði fram spurningar eða svaraði þeim, allt eins og vera ber. En svo fór hann að bæta við nokkru sem stjórnandinn vildi helzt ekki heyra, og reyndi hvað eftir annað að slíta samtalinu, en gesturinn sat við sinn keip og kom erindi sínu fram: mismunurinn á fjölda karlmanna og kvenmanna á ís- landi. Gestur Sturluson sagði hann vera 2.000 og mun það rétt samkvæmt einföldustu hagtölum, en ef að er gáð verður munurinn 5.000 — ef miðað er við þá aldurs- flokka sem kemur málið mest við. Þetta er eitt af þeim málum sem menn vita af, en vilja helst ekki tala um. Orðið „fjes“ kenndi Hörður mér fyrir einum 40 árum í stafaspili, og varð okkur sundurorða um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.