Morgunblaðið - 06.04.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.04.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1983 21 Jarðskjálftinn í Kólombíu: Herinn selur hjálpargögnin Kogota. Kólombíu, 5. aprfl. AP. TALSMAÐUR neyðarhjálpar Rauða krossins í Kólombíu sagði í dag, að samtökin hefðu ekkert fengið af þeim lyfjum, sem Bandaríkjamenn hefðu sent fórnarlömbum jarðskjálftans. Ráðherra í ríkisstjórn landsins bar hins vegar á móti því að lyfin hefðu verið seld eins og orðrómur hefur verið um. Um páskana urðu einnig jarðskjálftar í Mið-Ameríkuríkjunum Panama og Costa Rica og í Indónesíu. Talið er að jarðskjálftinn í Popayan í Kólombíu hafi orðið 240 manns að bana, um 700 slasast og 150.000 manns eru heimilislausir. Hjálp hefur borist víða að og sl. föstudag komu 6.000 tjöld og 25 lestir af lyfjum frá Bandaríkjun- um. Rauði krossinn hefur ekkert Veður víöa um heim Akureyri +2 snjókoma Amslerdam 11 skýjaö Aþena 18 skýjaó Barcelona 16 léttskýjað Berlín 7 skýjaö BrUssel 10 skýjaó Chicago 7 rígning Dublin 9 heíðskírt Feneyjar 8 rigning Franklurt 8 heiöskírt Færeyjar 5 sjónél Genf 7 skýjaó Helsinki 6 skýjaó Hong Kong 19 skýjaö Jerúsalem 18 skýjað Jóhannesarborg 27 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 heiðskírt Las Palmas 19 hálfskýjað Lissabon 16 akýjað London 9 heiðskírt Los Angeles 20 heiðskírt Madrid 15 heiöekfrt Malaga 21 hálfekýjað Mallorca 16 léffskýjað Mexikóborg 28 akýjað Miami 25 heiðakírt Moskva 18 heiðekfrt Nýja Delhi 33 heiðskírt New York 15 heiðakýrt OshS 4 heiðskfrt Parfs 10 rigning Peking 17 heiðekfrt Perth 29 heiðskirt Reykjavík 1 skýjaö Rio de Janeiro 31 heiðekirt Rómaborg 14 skýjað San Francisco 18 heiðakirt Stokkhólmur 5 skýjað Tel Aviv 25 skýjað Tókýó 17 heiðskfrt Vancouver 12 skýjað Vinarborg 7 rigning fengið af þessum hjálpargögnum og talsmenn hersins vilja ekki tjá sig um málið. Það er þó haft eftir embættismönnum kirkjunnar og öðrum, að herinn hafi lotið svo lágt að selja bágstöddu fólki bjargirnar, en því neitar einn ráð- herra í ríkisstjórninni. Frétta- menn reyndu að ná tali af öðrum ráðamönnum en upp á þeim tókst ekki að hafa. Á laugardag reið mikill jarð- skjálfti yfir Costa Rica, 7,1 á Richter-kvarða, og lét þá einn maður lífið. Mörg hundruð smá- skjálftar hafa síðan komið í kjöl- farið. Eignatjón varð nokkurt víða í landinu. Sömu sögu er að segja frá Panama. Enginn lét þó lífið þar en víða greip mikil hræðsla um sig meðal fólks. í Indónesíu, nyrst á Súmötru, varð mikill jarðskjálfti og olli hann víða mikl- um skemmdum en ekki manntjóni. Lagalega látin kona elur son San Francisco, 5. aprfl. AP. KONA nokkur, sem í janúar sl. var úrskurðuð látin lagalega, fæddi son sl. sunnudag eftir að líkamsstarfsemi hennar hafði verið haldið gangandi með alls kyns tækjabúnaði í níu vik- ur. Blaðið The San Francisco Exam- iner sagði frá þessum einstæða at- burði og kom þar fram, að lækn- arnir hefðu barist við alls kyns sýkingar, sykursýki og aðra erfið- leika til að gera fóstrinu kleift að þroskast þótt móðirin væri látin heiladauða samkvæmt lögum Kali- forníuríkis. Barnið var 31 viku gamalt þegar það var tekið með keisaraskurði. Að sögn lækna eru miklar líkur á að barnið hafi það af. Líkamsstarfsemi þungaðrar konu, sem dáin er heiladauða, hef- ur lengst verið haldið gangandi i 64 daga. Grjótkast á kristna pílagríma Jerúsalcm, V atikanió, Lundúnir o.fl. 5. aprfl. AP. YFIR 250.000 manns tróðu sér á Péturstorgið á sunnudaginn til að hlýða á páskaboðskap Jóhannesar Páls 2. páfa. Flutti páfi ræðu sína í roki og rigningu en áheyrendur létu það lítt eða ekki á sig fá. Milljónir manns hlýddu á ræðuna, sem sjónvarpað var beint til 33 landa. Bað páfinn sérstak- lega fyrir fórnarlömbum hryðjuverkamanna, borgarastyrjalda og náttúru- hamfara. Borgarstjóri Rómarborgar, Ugo Vetere var í fylkingarbrjósti 20.000 manna fjöldagöngu sem bar skilti er hvöttu til friðar og kjarnorkuaf- vopnunar. Ætluðu göngumenn sér inn í Vatikanið, en lögreglan meinaði þeim inngöngu. Páskahald í Jerúsalem gekk ekki mótbárulaust fyrir sig. Pal- estínumenn gerðu aðsúg að kristn- um pílagrímum sem sóttu heim grafreit Krists og hlýddu þar á messu. Þar, á Via Dolorosa og víð- ar, köstuðu Palestínumenn grjóti að kristnu mönnunum. ísraelskir hermenn létu lítið fara fyrir sér að þessu sinni og var það breyting frá fyrri árum, er þeir hafa stillt sér upp á húsþökum og gengið um gráir fyrir járnum meðal píla- gríma. Kom lögreglan í veg fyrir að til átaka kæmi milli ofsatrúar- manna úr röðum gyðinga og Múhameðstrúarmanna. Allt var með kyrrum kjörum í Beirút í Líbanon. Friðargæslu- sveitirnar fóru eftirlitsferðir sínar án nokkurrar íhlutunar og tals- menn þeirra létu í það skína að þeir gerðu engan mun á páska- sunnudegi og öðrum dögum í þessu ógæfusama landi. í Evrópu fóru páskarnir yfir- leitt friðsamlega fram, en talsvert bar í V-Þýskalandi á mótmælum vegna kjarnorkuvopna NATO. í Bretlandi snjóaði víða, en þarlend- ir eru ekki vanir hvítum páskum. Barnsfæðing eftir 22 vikna meðgöngu San Diego, Kaliforníu, 5. aprfl. AP. NÝTT MET var sett á fæð- ingarheimili í San Diego, þeg- ar barn fæddist eftir aðeins 22 vikna meðgöngu. Morton L. Cohen tók á móti barninu og hann sagði fréttamönnum, að hann hefði búist við að taka á móti andvana barni. „En litla krflið var svo sannarlega ekki andvana og ég gæti best trúað því að það myndi ná fullri heilsu," sagði Cohen. Tólf klukkustundum eftir fæðing- una fór að gæta öndunartrufl- ana hjá Ernestine litlu, en svo var meybarnið skírt. Hefur hún verið í öndunarvél síðan, en er þó ekki talin í lífshættu. Fyrra „metið“, ef svo mætti að orði komast, átti Mimi Faulkner og móðir hennar, einnig í San Diego, en Mimi litla kom í heiminn eftir aðeins 23 vikna með- göngu. • Ernestine litla Hudgins fær að- hlynningu foreldra sinna í öndun- arvél sinni. Mallorka 12. fl í' fyrir bömin Til að gefa fólki kost á að komast til Mallorka, munum við bjóða 3. vikna ferð 12 apríl, þar sem börn innan 12 ára aldurs fá frítt með foreldrum sínum. Þetta er einstakt tækifæri, nánari upplysingar á skrifstofunni. tntðMK FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaöarhúsinu, Hallveigarstíg 1, símar: 28388 og 28580. c

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.