Morgunblaðið - 06.04.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.04.1983, Blaðsíða 34
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1983 + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma, ÁSTRÓS ÁSMUNDSDÓTTIR, Lindargötu 11A, andaöist í Landakotsspitala aöfaranótt páskadags. Jarðarförin ákveöin síöar. Marinó Sólbergsaon, Sólborg Marinósdóttir, Rúdólf Ásgeirsson, Þorsteinn Marinósson, Helga Valdemarsson, Áslaug J. Marinósdóttir og barnabörn. + Eiginmaöur minn og faöir, HAFLIDI JÓNSSON, Leifsgötu 23, lést 3. apríl. Anna Guðmundsdóttir, Guðmundur Garóar Hafliöason. + Maöurinn minn og faöir okkar, JÚLÍUS BALDVINSSON, Reykjalundi, lést í Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri 5. apríl. Guólaug Torfadóttir, Steinunn Júlíusdóttir. + Sonur okkar og bróöir, SVEINN GUNNAR GYLFASON, Hamragerói 11, Keflavík, lóst á gjörgæsludeild Landakotsspítala mánudaginn 4. apríl. Gylfi Guömundsson, Guörún Jónsdóttir, Gylfi Jón Gylfason, Bára Kolbrún Gylfadóttir. + Tengdamóöir mín og amma, ÁSTRÍDUR EGGERTSDÓTTIR, Nýlendugötu 19, andaöist laugardaginn 2. april aö Vífilstaöaspítala. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 8. apríl kl. 13.30. Magnús Pátursson, Björn Magnússon, Pétur Magnússon, Andrés Magnússon. + Hjartkær móöir okkar og tengdamóöir, ÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR frá Vatnagarói, andaöist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund aöfaranótt 5. apríl. Útförin auglýst síöar. Einar Pálsson, Ingvar N. Pálsson, Steinunn H. Berndsen Bjartur Guömundsson. Móöir mín, INGIBJÖRG LARSEN (fasdd Guómundsdóttir) frá Akranesi, lést aö heimili sínu í Kaupmannahöfn 4. apríl. Fyrir hönd barna hennar og tengdabarna. Guðmundur Magnússon. + Ástkær móöir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og mágkona, SVAVA KONRÁDSDÓTTIR HJALTALÍN, Grundargötu 6, Akureyri, andaöist á föstudaginn langa í Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri. Útför hennar veröur gerö frá Akureyrarkirkju laugardaginn 9. april kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á starf KFUM og K á Akureyri. Fyrir hönd fjölskyldunnar. Rafn Hjaltalln, Svavar Friórik Hjaltalín. Minning: Guðrún Þorsteins- dóttir kennari Ka-dd 28. júlí 1921 Dáin 28. marz 1983 Samferðamaður er horfinn sjónum, minning ein er eftir. En minningunni er samfara þakklæti fyrir þann auð og lífsfyllingu, sem samferðamaðurinn veitti okkur með persónu sinni og viðmóti. Til þessa verður mér hugsað, þegar ég nú í fáum orðum vil minnast vinkonu okkar og starfs- félaga, Guðrúnar Þorsteinsdóttur. Fundum okkar bar fyrst saman haustið 1964 er hún hóf kennslu í Barnaskóla Garðahrepps (nú Flataskóla) og áttum við þar sam- leið allt til ársins 1982 er Guðrún varð að láta af störfum sökum heilsubrests. Guðrún var afburða traustur starfsmaður og gerði miklar kröf- ur til sjálfrar sín. Kom það meðal annars fram í því, að hún var ötul við að saekja námskeið, sem að notum máttu verða í kennslunni, enda féll slíkt vel að almennri fróðleiksþrá hennar, en Guðrún var fróð í besta máta, ekki síst hvað varðaði það sem almennt er nefnt þjóðlegur fróðleikur. Hún átti líka því láni að fagna að vera vel vinnandi, röskur listaskrifari og unnandi íslenskrar tungu og var það ljóst af dagfari hennar. Þó að Guðrún væri alvörumaður i eðli sínu og væri margt búin að + Útför móöur okkar, AAGOT MAGNÚSDÓTTUR, fer fram frá Fossvogsklrkju, föstudaginn 8. apríl kl. 15.00. Ólafur Ágúst Þorsteinsson, Ágústa Þorsteinsdóttir. t Eiginmaöur minn, ARNÓR KRISTJÁN DIEGO HJÁLMARSSON, fyrrverandi yfirflugumferöarstjóri, Hœóargaröi 44, Reykjavlk, veröur jarösunginn frá Bústaöakirkju fimmtudaginn 7. apríl kl. 13.30. Guófinna Vilhjálmsdóttir. + Móöir mín, systir okkar og mágkona, GUDRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR, kennari, Álftamýri 8, sem lést 28. marz, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, miöviku- daginn 6. apríl kl. 13.30. Þóra Björk Hjartardóttir, Bragi Þorsteinsson, Fríóa Sveinadóttir, Baldur Þorsteinsson, Jóhanna A. Frióriksdóttir, Jóna Þorsteinsdóttir, Sigurjón Einarsson, Helgi Þorsteinsson, Svanhildur Björgvinsdóttir. + Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, SIGURMUNDUR GÍSLASON, yfirtollvöröur, Flókagötu 60, sem lést í Borgarspítalanum þriöjudaginn 29. mars veröur jarö- sunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 7. apríl kl. 13.30. Sœunn Friójónsdóttir, Margrét Rún Sigurmundsd., Úlfur Sigurmundsson, Sigríöur Péturadóttir, Stefán Sigurmundsson, Halla Steingrímsdóttir. reyna af erfiðleikum, ekki síst vegna þungbærra veikinda sinna og móður sinnar, kunni hún einatt vel að njóta góðra stunda, hafði afar næmt skopskyn og lét vel að segja frá hinum broslegu hliðum tilverunnar. Verður sá þáttur skapgerðar hennar ekki undan- skilinn, þegar nú er reynt að skapa augnabliksmynd að leiðarlokum. Leið — vel á minnst. Guðrún hafði eins og við fleiri gaman af að + SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR frá Arnarhóli, Vestur-Landeyjum, Háageröi 13, sem andaöist 29. mars, veröur jarösungin frá Akureyrarkirkju í Vestur-Landeyjum, föstudaginn 8. apríl kl. 14. Ferö veröur frá Umferöarmiðstöðinni kl. 11. Fyrir hönd vandamanna. Magnþór. Magnúsdóttir. + Útför fööur okkar og tengdafööur, ÓLAFS GUTTORMSSONAR, Stýrimannastíg 3, fer fram frá minni Fossvogskapellu fimmtudaqinn 7. apríl kl. 10.30. Anna Guölaug Ólafsdóttir, Einar Benediktsson, Helga Guörún Ólafsdóttir, Halldór Pálsson, Erna ólöf Ólafsdóttir, Michael Rothe. ferðast og naut náttúrufegurðar af ríkri innlifun. Hina hinstu ferð, er við svo köllum — kannski af skammsýni — ber oft bráðar að en við vildum, en ferðin er farin og því eðlilegt að þakklæti okkar fylgi ósk um fararheill en samúð- arkveðjur þeim er um sárt eiga að binda. Hallgrímur Sæmundsson, yfirkennari. Guðrún var fædd á Breiðaból- stað á Skógarströnd, dóttir hjón- anna Þorsteins, prests, Krist- jánssonar, bónda og hreppstjóra á Þverá, Jörundssonar og Guðrúnar Petreu Jónsdóttur, trésmiðs í Keflavík, Jónssonar. Faðir Guðrúnar drukknaði á leið til Reykjavíkur 18. febrúar 1943. Móðir hennar andaðist 2. maí 1977, en þær mæðgur höfðu haldið heimili saman i Reykjavík frá árinu 1956, er Guðrún yngri útskrifaðist af heilsuhælinu á Reykjalundi. Guðrún tók kennarapróf árið 1942 og kenndi síðan tvo vetur við barnaskólana í Bolungarvík og Stykkishólmi. Eftir það vann hún sem fóstra á dagheimili Sumar- gjafar og síðan við skrifstofustörf á Selfossi og í Reykjavík. Árið 1962 hóf hún aftur að vinna við kennslu, fyrst við Breiðagerðis- skóla í Reykjavík og frá 1964 við Barna- og unglingaskóla Garða- hrepps, sem heitir nú Flataskóli. Hún varð að hætta kennslu árið 1982 vegna sjúkleika. Guðrún sótti ýmis námskeið bæði heima og er- lendis og leitaðist sífellt við að auka við þekkingu sína. Hún var mjög áhugasöm og samviskusöm hvað starf sitt snerti, og munu efalaust margir nemenda hennar sakna hennar. Ég kynntist Gunnu á Vífilsstöð- um 1955. Hún tók mig tali þar á göngum og bauð ég henni síðan í gönguferðir með mér, þegar hún fór að hressast, en það þótti upp- lífgandi og ég var talin léttlynd og lífsglöð. Eg var heppin að fá að kynnast Gunnu betur seinna. Á Reykjalundi vorum við svo báðar um tíma og fórum í margar gönguferðir um sveitina þar, upp um fjöll og firnindi. Gunna var ótrúlega fljót að lesa og las gífur- lega mikið. Eftir að hún var flutt til Reykjavíkur og við höfðum endurnýjað gömul kynni fylgdist ég með því hve miklu hún afkast- aði í frístundum sínum, bæði í handavinnu og verkefnum sem hún tók að sér. Hún hafði yndi af ferðalögum og hana langaði í langt ferðalag með mér, sem ég var að ráðgera að fara í einhvern tíma. Síðustu þrjú sumur fór hún með vinkonu sinni, Bertu Hann- esdóttur, til Miðjarðarhafsins og sagðist hún eiga mikið Bertu að þakka fyrir hjálp hennar, einkum í síðustu ferðinni, þegar Gunna var orðin mjög máttfarin. Guðrún var búin að ganga í gegnum margar erfiðar aðgerðir um ævina, og var því engin furða þótt hún væri orðin þreytt. Samt var hún engan veginn á því að gef- ast upp og ætlaði að koma mörgu í verk þegar hún kæmi heim úr sinni síðustu sjúkrahúsferð, en þá átti hún að fara í meðferð sem átti að lina þjáningar hennar. Það hvarflaði heldur ekki að mér, þeg- art ég fylgdi henni á sjúkrahúsið fjórum dögum áður en hún dó, að þetta væri hennar síðasta ferð. Það setur að huga manns harm, þegar vinur hverfur án þess að maður sé því viðbúinn. Gunna var ekki allra, en hún var mjög traustur vinur og sárt er að missa slíkan vin. Gunna giftist ekki, en eignaðist eina dóttur, Þóru Björk Hjartar- dóttur Gunnarssonar, fædd 1958. Hún stundar nú nám við Háskóla (slands. Ég sendi Þóru og systkin- um Gunnu, Braga, Baldri, Jónu og Helga, mágfólki og öðrum ætt- infflum innilegar samúðarkveðjur. Eg þakka Gunnu, vinkonu minni, fyrir liðnar samverustund- ir. (iöfgi og hátign heilagN anda hverjum manni í brjóst er lagin. Himin opinn allan daginn öllum drottinn lætur standa. (Guóm. Guóm.) Pálína Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.