Morgunblaðið - 06.04.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.04.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1983 35 gátu unnið mótið og áttu þær að spila saman í síðustu umferðinni. Þá var einnig svo langt í næstu sveitir, að önnur sveitin mátti tapa með 5 mínusstigum án þess að annað sætið væri í hættu. Þá voru aðeins tvær sveitir sem gátu náð þriðja sætinu. Staðan eftir 6 umferðir: Þórarinn Sigþórsson 108 Sævar Þorbjörnsson 105 Karl Sigurhjartarson 73 Jón Hjaltason 69 Bragi Hauksson 36 Þórður Elíasson 26 Ólafur Lárusson 22 Aðalsteinn Jörgensen 15 Leikur Þórarins og Sævars var sýndur á sýningartöflu á páskadag og var ráðstefnusalurinn troðfull- ur. Um þennan leik er ekki hægt að skrifa langt mál. Hann var ein- stefna fyrir sveit Þórarins allan leikinn út í gegn. Eftir 7 spil var staðan 32—1. I hálfleik 51—17 og lokastaðan 109 gegn 30 sem þýddi að sveit Sævars fékk þrjú mín- usstig og er það ekki á hverjum degi sem þeir fá að sjá rauða tölu. Langt er síðan sést hefir slík glæsispilamennska í úrslitaleik eins og sveit Þórarins spilaði þennan leik, en það vill einmitt oft brenna við að úrslitaleikir séu illa spilaðir, enda held ég að það hafi sannast á sveit Sævars sem átti afleitan leik. Guðmundur Sv. Her- mannsson og Björn Eysteinsson spiluðu á töflunni fyrir Þórarin allan leikinn á meðan sveitarfor- maðurinn spilaði í lokaða salnum ásamt Guðmundi Páli. Þótti þul f ráðstefnusal, Jakobi R. Möller, þetta vísa á mikla herkænsku Þór- arins i uppstillingum sfnum. Sveitir Karls Sigurhjartarsonar og Jóns Hjaltasonar spiluðu sam- an í síðustu umferðinni um þriðja sætið. Varð sveit Jóns að vinna 12—8 til að ná þriðja sætinu. Það var aftur á móti sveit Karls sem vann 12—8 eftir rólegan og ágæt- lega spilaðan leik þar sem hvor sveit gaf út milli 40 og 50 punkta. Lokastaðan: Þórarinn Sigþórsson 128 Sævar Þorbjörnsson 102 Karls Sigurhjartarson 85 Jón Hjaltason 77 Bragi Hauksson 42 Ólafur Lárusson 36 Aðalsteinn Jörgensen 35 Þórður Elíasson 23 Sveit Karls Sigurhjartarsonar byrjaði þetta mót af miklum krafti og vann þrjá fyrstu leikina með 20 stigum. Þeir lentu svo í mulningsvél Þórarins í fjórðu um- ferðinni og urðu að þola 1—19 tap, og í 5. umferð töpuðu þeir fyrir Sævari 2—18. Sveit Braga Hauks- sonar kom nokkuð á óvart og varð í fimmta sæti. Sveitin náði bestum árangri sveitanna gegn Islands- meisturunum, töpuðu aðeins 6—14. Þá náði sveitin jafntefli gegn sveit Karls eftir að hafa ver- ið 57 punktum undir í hálfleik. Reyndar held ég að þetta hafi ver- Ráðstefnusafur Loftleiða var oftast þéttsetinn þegar sýnt var á töflunni. Jakob R. Möller skýrði spilin og hafði oftast allan salinn sér til aðstoðar. Jakob situr á fremsta bekk. Sveit Sævars Þorbjörnssonar vart í öðru sæti að þessu sinni. Myndin var tekin á Hótel Loftleiðum skömmu eftir verðlaunaafhendingu fyrir Reykja- víkurmótið en sveitin varð Reykjavíkurmeistari í bridge 1983. Talið frá vinstri: Sævar Þorbjörnsson, Sigurður Sverrisson, Valur Sigurðsson og Jón Baldursson. ið eini leikur mótsins sem ekki fór eins og útlit var fyrir í hálfleik, svo merkilegt sem það er nú. Að vísu var sveit Sævars Þor- björnssonar 12 punktum undir í háffleik þegar sveitin spilaði gegn sveit Ólafs Lárussonar í 6. umferð, en almennt var talið að Sævar myndi vinna þennan mun upp, sem hann og gerði eftirminnilega. Leikurinn var sýndur á töflunni, og ef eitthvað var, þá jókst munur- inn í síöari hálfleiknum þar til í 24. spili. Þá tók sveit Sævars leik- inn í sínar hendur og skoraði 63 punkta gegn engum i síðustu 9 spilunum. Sveitir Aðalsteins Jörgensen og ólafs Lárussonar náðu sér aldrei á strik í mótinu og sveit Þórðar Elí- assonar frá Akranesi spilaði mis- jafnlega. Vann t.d. sveit Sævars í fyrstu umferðinni, en fékk aftur á móti 4 sinnum mínusstig í mótinu. í sveit Sævars Þorbjörnssonar spiluðu ásamt honum: Jón Bald- ursson, Sigurður Sverrisson, Valur Sigurðsson og Hörður Blöndal. í sveit Karls Sigurhjartarsonar eru ásamt honum: Ásmundur Pálsson, Þórif Sigurðsson, Guð- laugur R. Jóhannsson og Örn Arn- þórsson. Mikill fjöldi manna fylgdist með mótinu allan tímann og er nú svo komið að ráðstefnusalurinn er ekki lengur nógu stór til að rúma þá áhorfendur sem vilja fylgjast með á sýningartöflu. Agnar Jörgensen stjórnaði mót- inu eins og undanfarin ár. Var óvenju lítið um að hann væri kall- aður til vegna brota á bridgelög- unum og er það vel. Er það mikil breyting frá undankeppninni, en þá virtist mér sem margir spilar- anna kynnu ekki að skrifa skor að spilamennsku lokinni, og því ekki óeðlilegt að eitthvað færi úrskeiðis f keppnisreglum. TÍL BENIDORM A SPAM «-“31 FJðGURRAVMIA FIRB'$#*íÖ ÞRKHSJA VIKNAVERDI Vorferð eldri borgara Ferdamiðstöðin hefur undanfarin vor efnt til sérstakra ferða fyrir eldri- borgara. Að þessu sinni er þessi ferð 28 dagar/fjórar vikur á sama verði og þriggja vikna ferðirnar. Hjukrunarfræðingur verður með í ferðinni. Styttið veturinn og njótið vorsins á besta sumarleyfisstað Spánar — Beniaorm. Fjölskyiduferð Frítt fyrir bömin Auðvitað er fjölskyldufólki boðið að taka þátt í þessari vorferð og til þess að bæta þetta verðtilboð (fjögurra vikna ferð á þriggja viku verði) bjóðum við nú frítt far fyrir börnin.Góðar íbúðir eða hotel með fæði. FMFerðaldn FERÐAMIÐSTÖÐIN býður upp á sérstök FM—ferðalán sem byggj- ast á innlángreiðslum mánaðarlega fram að brottför, og síðan jöfnum afborgunum í tiltekinn tíma eftir að heim er komið. Kynntu þér þessi hagkvæmu greiðslukjör og staðgreiðsluafsláttinn. FERÐAMIÐSTÖÐIIM AÐALSTRÆTI9 SÍMI28133 11255

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.