Morgunblaðið - 06.04.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.04.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1983 37 Smyslov — Hiibner 3V2—2lÆ: • • Oldungurinn ræður ferðinni Skák Margeir Pétursson Vassily Smyslov, 63ja ára gamall fyrrum heimsmeistari í skák, lætur engan bilbug á sér Hnna í einvígi sínu við Robert Hiibner í Velden í Austurríki, þrátt fyrir að hann sé 30 árum eldri en andstæðingurinn. Sex skákum er nú lokið í einvíginu og hefur fimm þeirra lokið með jafntefli, en Smyslov vann þá fjórðu og hefur því eins vinnings forskot. Skákirnar hafa flestar verið með rólegra móti og Smyslov hefur lagt sig mjög eftir því að komast út í endatöfl, en þar er hann sterkastur fyrir. Hiibner hefur ekki tekist að hrekja þessa taktík gamla mannsins og segja sérfræðingar í Velden að hann verði að tefla miklu hvassar til að geta gert sér nokkrar vonir um sigur í ein- víginu. f upphafi einvígisins fór vel á með keppinautunum tveimur, en nú hefur komið upp deila á milli þeirra sem olli því að í sjöttu skákinni neitaði Hiibner að tak- ast í hendur við andstæðing sinn bæði fyrir og eftir skákina. Smyslov Hlibner Ástæðan fyrir því er sú að Húbner hafði í nokkrum skák- anna fengið nuddara sinn til þess að nudda á sér hálsvöðvana meðan á taflinu stóð. Þetta kærði Smyslov og dómarinn, Júgóslavinn Bozidar Kazic, úr- skurðaði að þetta háttalag bryti í bága við þá grein skáklaganna sem bannar afskipti aukamanna af keppendum. Húbner brást hinn versti við þessari kæru, því í upphafi ein- vígisins leyfði hann Smyslov tví- vegis að fresta fyrstu skákinni, þó slíkt sé óheimilt skv. sam- þykktum FIDE. „Hefði Húbner krafist þess, hefði hann getað fengið sér dæmdan sigur í fyrstu skákinni vegna þessara endur- teknu forfalla Smyslovs," stað- hæfðu aðstoðarmenn Þjóðverj- ans í samtölum við fréttamann. Húbner telur því að Smyslov hafi hegðað sér ódrengilega eftir að hafa sjálfur syndgað upp á náðina. Eins og áður sagði, hefur Smyslov yfirleitt reynt að stýra skákunum út í endatafl, en sú varð þó ekki raunin í fjórðu skákinni. Þá bauðst honum upp- lagt tækifæri í miðtafli eftir slaklega taflmennsku Húbners og með skemmtilegri fléttu náði hann óstöðvandi sókn: Svart: Robert Húbner 30. Bxg6! — Da8+, 31. Kgl — Bg8, 32. Bxh7! — Hxh7, 33. Rg6+ - Kg7, 34. Dd7+ — Hf7, 35. Hxf7+ — Bxf7, 36. Rxe5 — Dd5, 37. Dxa7! — Hh5, 38. Rxr7 - Dxf7, 39. Bd4+ — Rxd4, 40. Dxd4+ og með tvö peð yfir og miklu betri kóngsstöðu vann Smyslov auðveldan sigur. í sjöttu skákinni, sem tefld var um helgina, fékk Húbner f fyrsta sinn vinningsmöguleika er hann vann peð og átti þægi- lega stöðu. En Smyslov varðist af hörku og náði um síðir að skipta upp í endatafl með mislit- um biskupum sem engin leið var að vinna. Einsöngur Tónlist ! Jón Ásgeirsson Dóra Reyndal, sópransöng- kona, og Guðríður St. Sigurðar- dóttir, píanóleikari, fluttu tón- list eftir Haydn, Mozart, Strauss, Mussorgsky, Pál Is- ólfsson og Jórunni Viðar, á tón- leikum í Norræna húsinu rétt fyrir páskana. Dóra Reyndal hefur sterka tilfinningu fyrir formgerð laga og innihaldi text- ans, bæði er varðar frásögn og túlkun tilfinnlnga. Flutnings- miðillinn, röddin, er helst til stífur og einlitur, sem verður því meira áberandi er lagið hallast nær því að vera tæknileikur, eins og Konsertarían eftir Mozart, sem söngkonan hefði átt að láta ósungna. Lögin eftir Haydn, Heyr það er unnustinn minn, eftir Pál ísólfsson og Barnaher- bergið, eftir Mussorgsky voru bestu viðfangsefnin, sem segir nokkuð til um kunnáttu Dóru, því t.d. Barnaherbergið er erfitt í flutningi og túlkun. Ljóð ófelíu eftir Strauss er ankanalegt tón- verk, þar sem reynt er að tón- setja sturlun ófelíu. Svona list- ræn tóntúlkun á barnslegri sturlun verður óhjákvæmilega fölsk, jafnvel þó vel sé að verkinu staðið. Eitt það sem bætti virkilega um, þar sem á vantaði, var undirleikur Guðríð- ar St. Sigurðardóttur. Frá fyrsta tóni til hins síðasta var leikur hennar gæddur mýkt og fegurð og þar sem á reyndi í tækni var leikur hennar skýr. Guðríður er frábær undirleikar. Félagsmálaráðuneytið: Ný reglugerð um innflutt hús Morgunblaðinu barst í gær eftir- farandi fréttatilkynning frá félags- málaráðuneytinu: „í dag hefur félagsmálaráðu- neytið gefið út reglugerð um breytingu á gildandi byggingar- reglugerð. Breyting þessi varðar innflutn- ing verksmiðjuhúsa (eininga- eða málmgrindarhúsa) og hljóðar svo: „Þegar um er að ræða innflutn- ing verksmiðjuhúsa (eininga- eða málmgrindarhúsa) skulu bygg- ingarfulltrúar og byggingarnefnd- ir krefja hlutaðeigandi innflytj- endur um vottorð frá Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins um að þau standist þær gæðakröfur sem gerðar eru samkvæmt gild- andi byggingarlögum og bygg- ingarreglugerð." Jafnframt hefur ráðuneytið lagt fyrir Húsnæðisstofnun ríkisins að hún veiti ekki, eftir gildistöku þessarar reglugerðar, ný lán vegna umræddra húsa, nema fyrir liggi vottorð Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins samkvæmt rPalnororíSínní “ Kvenúr meö gylltri keöju, vekjara og dagatali. Silfurlitað quartz-úr með ól. Timex elegance. Glæsilegt úr með gylltri keðju og kassa, - heilsteypt. Gyllt quartz-úr án trekkjara. Vísastilling rafdrifin. Gyllt tölvuúr með ól. Lítið, nett og takkalaust með dagatali, vekjara og hljóðmerki á heilum tímum. 71017- Kr. 1.298,- 56311 - Kr. 1.498,- 54217 - Kr. 2.298.- 53611-Kr. 1.298.- 74611 - Kr. 1.098,- Tónúr sem vekur með lagi. Skeiðklukka, niðurteljari, tvöfalt tímakerfi, 12 og 24 tima kerfi, dagatal, hljóðmerki á heilum tímum, vatnsþétt, hert gler. 62327 - Kr. 1.498.- Kafaraúr, vatnsþétt niður á 100 metra dýpi. Hert gler, stálkassi, tímahringur og dagatal. 58347 - Kr. 2.498,- Reiknivélarúr með vekjara, 12 og 24 tíma kerfi, hljóðmerki á heilum tímum, skeiðklukku og dagatali. 61311 - Kr. 1.378.- Quartz-úr með vísum og rómverskum tölutáknum. 56021 - Kr. 1.349.- Tvfsýnarúr með vekjara, 12 og 24 tíma kerfi, dagatali, hertu gleri og hljóðmerki á hellum tímum. Vatnsþétt. 79321 - Kr. 2.490,- Umboðsmenn á höfuðþi Jóhannes Leifsson gullsmm sson orgarsvæðinu: Árni Höskuldi Laugavegi 30 • Gullhöllin, Lauga tmviex úr fást einniq gullsmm. Bergstaðastræti 4 vegi 79 • Gieraugnaverslun Bened í öllum vandaðri verslunum Valur Fannar gullsmm. Lækjartorgi ikts, Kópavogi • Magnús Guðla utan stór-Reykjavíkur Halldór, Skólavörðustíg 2 lUgsson úrsmiður, Hafnarfirði It

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.