Morgunblaðið - 06.04.1983, Side 22

Morgunblaðið - 06.04.1983, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1983 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1983 27 J$T0tjp>:rxM&$l>ib Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. (lausasölu 15 kr. eintakiö. Óbyggðaferðir Aöllum tímum hafa verið uppi menn sem leggja í ferðir sem aðrir telja feigðar- flan. Nú á geimöld eru þessar ferðir sem fyrr farnar um óbyggðar slóðir hér á jörðu. Hin ótrúlegustu afrek hafa verið unnin af mönnum sem sigla á smábátum yfir heims- höfin, fara fótgangandi yfir heimsskautasvæði, fljúga á loftbelgjum um himinhvolfin og þannig mætti áfram telja. Engum dettur í hug að leggja bann við því að ferðalangar taki slíka áhættu. Því er á þetta minnt nú, að um ný- liðna páskahelgi hafa ríkis- fjölmiðlar, og ekki síst sjón- varpið, rækilega minnt lands- menn á óbyggðaferðir og hve miklu almennari þær eru nú en áður. Auk þess hefur at- hyglin beinst að Frakkanum Roger Pichon, foringja í björgunarsveitum franska hersins, sem lagði í ferð yfir Vatnajökul um páskana. Vegna hins svonefnda ís- landsralls sem enginn veit enn hvort efnt verður til í sumar eða ekki, þar sem dómsmálaráðuneytið hefur vísað því heim í hérað, ef svo má að orði komast, spruttu upp mikla umræður um nauðsyn þess, að með opin- berum aðgerðum verði há- lendið varið fyrir ágangi mannsins þegar náttúran skartar sínu fegursta. Nú um páskahátíðina hefur „umræð- an“ frekar beinst í þann far- veg, að menn velta því fyrir sér hvort ástæða sé til þess með einhvers konar opinberu skipunarvaldi að banna mönnum að fara í þær ferðir sem þá fýsir inn á hálendið, til að forða þeim frá því að fara sér að voða vegna harð- neskju náttúrunnar. Trú manna á gildi opinberra af- skipta vegna óbyggðaferða sýnist mikil. Slík afskipti eiga þó að vera sem minnst í þessu efni eins og öðrum. Til að verja hálendið fyrir ágangi á sumrin er affara- sælast að halda uppi fræðslu og standa þannig að móttöku ferðamanna og aðstöðu fyrir þá, að náttúrunni sé hlíft um leið og mönnum er gefinn kostur á að skoða það sem þá langar og fara þær ferðir sem samrýmast eðlilegum nátt- úruverndar- og umhverfis- sjónarmiðum og brjóta ekki í bága við landslög, en sam- kvæmt íslenskum lögum ríkir hér ferðafrelsi. Fræðslan er einnig besta leiðin til að fá menn ofan af því að stofna lífi sínu í hættu með því að storka náttúruöflunum. Menn fara í þær ferðir sem þeir sjálfir ákveða og bera ábyrgð á lífi og limum. Öflug tæki til ferðalaga um óbyggð- ir jafnt sumar sem vetur valda því, að það eru fleiri en vanir fjallamenn sem leita inn á hálendið þegar stund gefst frá daglegu amstri. Sé efnt til skipulegra hópferða ungmenna, til dæmis á veg- um skátahreyfingarinnar, ættu aðstandendur að geta treyst því að þannig sé staðið að allri ferðinni undir forystu reynds foringja að unglingum sé ekki hleypt út í tvísýnu. Um páskahelgina voru landsmenn enn einu sinni minntir á það, hve björgun- arsveitir vinna óeigingjarnt starf. Félagar í þeim axla þá skyldu að vera tilbúnir til leitar og bjargar hvernær sem á þá er kallað, hvort heldur að nótt eða degi, á virkum dögum og um stór- hátíðir. Hið góða skipulag á þessum björgunarsveitum okkar íslendinga hefur vakið athygli víða um lönd. Þær veita mönnum vissulega ör- yggi í vegvillum og hálendis- ferðum, en starf björgunar- sveitanna og gott skipulag þeirra má ekki verða til þess að slaka á þeim öryggiskröf- um sem ferðalangar gera til sjálfra sín. Með því að stefna fleiri hundruð mönnum og dýrum tækjum til leitar við erfiðar aðstæður er ekki að- eins verið að rjúfa heimils- frið björgunarmanna heldur einnig stofna lífi þeirra og verðmætum í nokkra hættu. Geim- ferðir Síðdegis á mánudag sendu Bandaríkjamenn geim- ferjuna Challenger á loft. Þeir hafa áður sent geimferj- una Columbiu í fimm ferðir. í þeirri ferð sem nú er hafin á að koma nýju fjarskipta- gervitungli fyrir á sporbaug umhverfis jörðu og takist það verður mesta bylting í fjar- skiptasambandi við gervi- tungl sem orðið hefur síðan byrjað var að skjóta þeim á loft fyrir rúmum tuttugu ár- um. Hið nýja tungl á að gera mönnum kleift að fylgjast með ferðum gervitungla frá einni jarðstöð nær allan þann tíma sem þau eru á leið um- hverfis jörðina. Öryggið, sem menn hafa skapað og eru enn að skapa í geimferðum, verð- ur þeim mun ótrúlegra þegar til þess er hugsað í hvaða raunir menn geta ratað á Hellisheiðinni. Enn um útvarpið og kjarnorkubóluna eftir Björn Bjarnason Hallgrímur Thorsteinsson, fréttamaður hljóðvarps, segir í Þjóðviljanum 31. mars sl., að með greininni Kjarnorkubólan á íslandi sumarið 1980, sem birtist í páskablaði Morgunblaðsins, geri ég „tilraun til að grafa um- ræðuna". Ég vona að fleiri hafi ekki lesið þessa samantekt sem minningargrein. í þessu Þjóðviljatali segir Hallgrímur Thorsteinsson einnig að hann hafi varla lokið við að flytja þátt sinn í Víðsjá frétta- stofunnar að kvöldi þriðjudags- ins 20. maí 1980 „þegar Björn Bjarnason hringdi í mig og hafði allt á hornum sér við mig vegna þáttarins. Ég bauð Birni Bjarna- syni að koma í útvarpsviðtal vegna þessa máls, en hann neit- aði. Ætlunin var að ólafur Ragn- ar Grímsson kæmi til að túlka gagnstæð sjónarmið í viðtalinu. en úr því varð ekkert vegna synj- unar Björns." Það vill svo til að ég skrifaði minnisblað um samtal okkar Hallgríms Thorsteinssonar, fréttamanns, sem fram fór þriðjudaginn 20. maí 1980, áður en hann sendi umræddan frétta- þátt út. Ég ætlaði ekki að vitna í minnisblaðið. En vegna ummæla Hallgríms í Þjóðviljanum geri ég það. Þar segir: „Upp úr hádeginu þann dag (þriðjudaginn 20. maí) hringir Hallgrímur Thorsteinsson, fréttamaður, í mig og fer að rekja úr mér garnirnar um allt, sem ég viti um kjarnorkuvopn hér á landi eða umræður um þau mál. Við erum ekki málkunnugir en mér skildist, að hann hefði samband við mig að ábendingu Helga Ágústssonar, deildar- stjóra varnarmáladeildar utanríkisráðuneytisins, og vegna þess að í Morgunblaðinu birtist forystugrein um bombuna og Is- land sl. fimmtudag. Hefur frétta- maður útvarps aldrei hringt í mig áður (og ekki síðan, innsk.) til að ræða um ritstjórnargrein- ar Morgunblaðsins og forsendur þeirra. Ræddum við þetta mál fram og aftur og sagðist Hall- grímur ætla að fjalla um málið í Víðsjá þetta sama kvöld, auðvit- að á „yfirvegaðan og rólegan hátt“ eins og hann komst að orði. Samtal okkar snerist að mestu leyti um hernaðarlegar hliðar málsins en ekki það, sem hefur verið að gerast í þessum málum undanfarið, þó ég leiðrétti þann misskilning hjá Hallgrími, að það væri eitthvað nýtt, að her- stöðvaandstæðingar væru svo uppteknir af kjarnorkuvopnum á Keflavíkurflugvelli. Ég benti Hallgrími á, að nauðsynlegt væri fyrir hvern þann, sem vildi kynna sér gang umræðnanna um þetta mál, að leita til dæmis fyrir sér í alþingistíðindunum og skoða umræður um málið á þingi mörg ár aftur í tímann. Einnig staðfesti ég við Hallgrím, að undanfarna tvo áratugi eða þar um bil hafa íslenskir utanríkis- ráðherrar haldið við þá stefnu, að hér yrðu ekki kjarnorkuvopn nema með samþykki íslenskra Hallgrímur Thorsteinsson, fréttamaöur hljóövarps. stjórnvalda og slíkt leyfi hefði ekki verið veitt af þeim. Hall- grímur sagði mér, að hann hefði rætt við mann hjá bandarískri stofnun, sem teldi, að hér séu kjarnorkuvopn og sagðist Hall- grímur hafa séð hjá honum kort, þar sem ísland væri merkt á sama veg og ríki með kjarnorku- vopn. Ég sagði, að þessar stofn- anir, sem væru uppteknar við þetta, litu á það, hvort í viðkom- andi landi væru til dæmis flug- vélar, sem gætu flutt kjarnorku- vopn og ályktuðu síðan út frá því, að slík vopn væri að finna í við- komandi landi. Jánkaði Hall- grímur því, að ekki væru slíkar tilgátur nein sönnun fyrir tilvist kjarnorkuvopna í viðkomandi landi og skildist mér á honum, að röksemdir viðmælanda hans í Bandaríkjunum gengu út á þetta efni. Þá sagði ég Hallgrími, að mér fyndist varla tilefni fyrir út- varpið að gera sérstakan mat úr því, þótt nokkrir þingmenn hefðu endurflutt gamla þingsályktun- artillögu." En í umræddum þætti notaði Hallgrímur það sem átyllu að slík tillaga um bann við kjarnorkuvopnum væri komin fram á Alþingi. Frekari minnispunkta úr sím- tölum okkar Hallgríms birti ég ekki, en hinn 23. maí 1980 birtist eftirfarandi yfirlýsing frá hon- um í Morgunblaðinu: „Vegna fréttar á forsíðu Þjóð- viljans í gær um að Björn Bjarnason hafi ekki lagt í út- varpsumræður um herstöðina í fyrradag vil ég taka fram að sú frétt blaðsins er ekki eftir mér höfð, blaðið hafði ekki samband við mig vegna hennar. í öðru lagi vil ég taka fram, að þegar ég bað Björn Bjarnason um að koma í útvarpsumræður um herstöðina náði samtal okkar aldrei svo langt áður en hann neitaði þeirri bón minni, að ég segði honum að Ólafur Ragnar Grímsson væri tilbúinn til þátttöku. Persóna Ólafs Ragnars var þess vegna ekki ástæðan fyrir neitun Björns. I þriðja lagi sóttist Fréttastofan eftir því að fá Björn í umræðurn- ar ekki endilega vegna leiðara- skrifa hans í Morgunblaðið held- ur vegna þess að hann var talinn hafa þekkingu á málefnum herstöðvarinnar." Olafur R. Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins. Ég dreg ekki í efa að ég hafi gert athugasemd við meðferð Hallgríms Thorsteinssonar á kjarnorkumálunum í Víðsjár- þættinum þegar við ræddum saman eftir hann. Hinn 3. júní 1980 birtist grein eftir mig hér í blaðinu þar sem ég rakti það sem mér þótti einkum ámælisvert við þáttinn á þeim tíma. Að kvöldi þess sama dags ræddi fréttastof- an við Ólaf Jóhannesson, utan- ríkisráðherra, og fleiri um málið og færði það í skynsamlegra samhengi en Hallgrímur Thor- steinsson hafði gert. í viðtalinu við Þjóðviljann 31. mars sl. segir Hallgrímur Thorsteinsson: „Það er illt til þess að vita að sterkir fjölmiðiar eins og Morgunblaðið virðast geta verið andsnúnir upplýs- ingamiðlun." Þá segir Hallgrím- ur að greinin Kjarnorkubólan á íslandi sumarið 1980 sýni að greinarhöfundur vilji „halda þessu í gamla farinu sem hann þekkir. Og augljóst er að önnur sjónarhorn eru ekki þoluð." Ég skora hér með á Hallgrím Thorsteinsson að færa rök fyrir þessum fullyrðingum. Það sem skilur á milli okkar Hallgríms snertir ekki varnarmál, enda hef ég ekki orðið var við að hann hafi skoðun á því hvernig sjálfstæði og öryggi þjóðarinnar skuli tryggt. Agreiningur okkar er um þau vinnubrögð sem hér eru enn rædd að gefnu tilefni hans. í Þjóðviljanum 31. mars sl. er einnig birt viðtal við Ólaf R. Grímsson í tilefni af kjarnorku- bólunni. Ummæli hans koma ekki á óvart frekar en fyrri dag- inn. Nú segist hann geta sannað það, að „samspil" hafi verið milli Morgunblaðsins, Eiðs Guðnason- ar og bandaríska sendiráðsins og fyrir liggi skeyti frá bandaríska sendiráðinu í Reykjavík til utan- ríkisráðuneytisins í Washington sem staðfesti þetta „samspil" og „afhjúpi samvinnu" mína við bandaríska sendiráðið. Umrætt skeyti er sent héðan 22. maí 1980. Þar er endursögð frétt Þjóðviljans þá um morgun- inn um að ég hafi „komið í veg“ fyrir þann útvarpsþátt sem greint er frá hér að ofan og einn- ig skýrt frá því að Eiður Guðna- son hafi krafist rannsóknar á Center for Defense Information, en það gerði hann í umræðum utan dagskrár í efri deild alþing- is síðdegis þennan sama dag. Um þetta skeyti segir Ólafur R. Grímsson í Þjóðviljanum: „Það er merkilegt samráð að tarna — og ekki veit ég hvað þeir sjálfir vilja kalla þetta.“ Athygli vekur að í Þjóðviljanum sleppir Ólafur R. Grímsson öllum dagsetning- um, þegar hann „afhjúpar" þá staðreynd að bandaríska sendi- ráðið skýrir yfirboðurum sínum í Washington frá því fréttnæm- asta í „kjarnorkuumræðunni" fimmtudaginn 22. maí 1980. Að lokum vil ég láta það koma fram til að útiloka misskilning að Hallgrímur Thorsteinsson er síður en svo eini útvarps- eða sjónvarpsmaðurinn sem ég hef neitað þegar ég hef verið beðinn um að koma fram í Ríkisútvarp-. inu. í því tilviki sem hér um ræð- ir þótti mér fráleitt að fara í þátt sem til var stofnað vegna vand- ræða sem fréttamaður var kom- inn í vegna óvarlegra vinnu- bragða. í mínum huga var þeim mun fráleitara fyrir mig að taka þátt í þessum leik þar sem ég hafði bent fréttamanninum á það áður en hann sendi hinn um- deilda þátt út, að hann skyldi kanna allar heimildir rækilega. Mér finnst ástæðulaust að leggja blessun yfir þá starfshætti, að starfsmenn hinna „óhlutdrægu" ríkisfjölmiðla búi til „vandamál" með óvönduðum vinnubrögðum og láti svo eins og þeir séu að þjóna kröfunni um óhlutdrægni með því að kalla þá til sem þeir telja á öndverðum meiði til að rífast á fáeinum mínútum — ríf- ast á þeim forsendum sem frétta- maðurinn er bjó til „vandamálið" ákveður. Röksemdir af þessu tagi telja fréttmenn Ríkisútvarpsins auðvitað marklausar og munn- höggvast mörgum árum síðar við menn sem leyfa sér að setja þær fram. Mér er það enn hulin ráð- gáta hvers vegna þeim Hallgrími Thorsteinssyni og Ólafi R. Grímssyni var svo mikið í mun að fá mig til viðræðna við sig um kjarnorkusprengjuna og hvers vegna þeim datt ekki það snjall- ræði í hug að fá einhvern annan þegar ég neitaði. En þegar þeir gera báðir þetta ómerkilega at- vik að höfuðatriði í umræðum um kjarnorkubóluna tæpum þremur árum síðar vekur það a.m.k. þann grun, að Hallgrími Thorsteinssyni hafi í raun verið att af stað án þess að hann sæi við þeim sem leiddu hann í gildru, hann hafi verið „nytsam- ur sakleysingi". En viðbrögð Hallgríms í Þjóðviljanum 31. mars sl. benda þó frekar til þess að hann hafi verið virkur þátt- takandi í málinu frá upphafi. Hitt er svo til marks um end- anlegt rökþrot ólafs R. Gríms- sonar og annarra sem trúa á Gene la Rocque, fyrrum aðmírál, að nú ræðst tilvist kjarnorku- vopna á íslandi af því hvort menn vilja fara í útvarpsþætti og fréttum frá bandaríska sendiráð- inu í Reykjavík til utanríkisráðu- neytisins í Washington. Flugmálastjóri boöaði í gær til blaðamannafundar þar sem kynnt var niðurstaða rannsóknar á atviki því er lá við árekstri Arnarflugsþotu og Orion-flugvélar frá varnarliðinu við suðurströnd landsins þriðjudaginn 15. mars sl. Niöurstöður rannsóknar- nefndar flugmálastjórnar eru í megin- dráttum þær að flugumferðarstjóri hafi sýnt aðgæsluleysi og að flugstjóri varnarliðsflugvélarinnar hafi ekki far- ið að settri flugheimild. Flugmálastjóri sagði er hann var spurður hvort ekki væri við flugum- ferðarstjórann að sakast, að ekki væri hægt að skella skuldinni á einn aðila fremur öðrum, margir samvirkandi þættir hefðu leitt til þessa atviks, en frumorsökin væri sú að varnarliðsflugvélin yfirgaf æfingasvæði sitt. f skýrslu rannsóknarnefndar flugumferðarstjórnar kemur fram, að flugumferðarstjóra hafi orðið á mörg mistök. í fyrsta lagi hafi hann ekki úthlutað Orion-flugvélinni Frá blaðamannafundi flugmálastjóra. Fréttamenn og starfsmenn flugmálastjórnar skoða myndsegulbandsupptöku af ratsjárskermi flugumferðarstjórans, sem stjórnaði flugi við suðurströndina þegar lá við árekstri Arnarflugsþotunnar og Orion-flugvélar varnarliðsins. Við sjónvarpstækið situr Skúli Jón Sigurðarson í loftferðareftirlitinu og skýrir það sem fyrir augu ber. Á skjánum mátti sjá hvernig flugvélarnar nálguðust á gagnstæðum stefnum, hvernig Orion- flugvélinni var stýrt fyrir Arnarflugsþotuna, hvernig þriðja flugvélin lækkaði sig niður í gegnum æfingasvæði Orion-flugvélarinnar, auk þess sem öll fjarskipti við flugturninn heyrðusL Morgunblaðið/ Kristján Einarsson Rannsóknarnefnd flugmálastjórnar: Leggur til að vinnutilhögun og vakta- lengd í flugturnum verði breytt blindflugsratsjársvarmerki er flugvélin hélt til æfingasvæðisins, eins og reglur gera ráð fyrir, heldur sjónflugsmerki. Ratsjársvarmerkið kemur fram sem tala á skermi flug- umferðarstjórans og auðkennir við- komandi flugvél. Einnig hafi hann heimilað annarri flugvél lækkun niður í gegnum æfingasvæði Orion-flugvélarinnar án þess að veita henni athygli. Ennfremur hafi hann ekki veitt því eftirtekt fyrr en fjórum mínútum seinna að Orion- flugvélin hafði yfirgefið svæði sitt. Jafnframt hafi flugumferðarstjór- inn stýrt Orion-flugvélinni í veg fyrir Arnarflugsþotuna með því að láta hana sveigja til hægri. Jafn- framt hafi hann ekki farið að regl- um er hann gaf hvorki flugmönnum Orion-flugvélarinnar eða flug- mönnum Arnarflugsþotunnar til kynna hvað væri að og hvernig flugvélarnar stefndu mót hvorri annarri. í stuttu máli eru málsatvik þau að Orion-flugvél frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli fékk heimild til æfingaflugs á afmörkuðu svæði suður af Reykjanesi og á sama tíma var Arnarflugsþotan að koma til landsins í áætlunarflugi frá Amst- erdam. Þegar varnarliðsvélin hafði flogið rúma klukkustund í sínu svæði fór hún út fyrir svæðið og flaug um stund út á móti Arnar- flugsþotunni. Flugmenn Arnar- flugsþotunnar afstýrðu síðan árekstri flugvélanna, og samkvæmt afriti af flugfjarskiptum þegar at- vikið átti sér stað, segir flugstjóri Arnarflugsþotunnar að hann hafi orðið að grípa til aðgerða til að forða árekstri, einnig að flugvélarn- ar hafi mæst í sömu flughæð og 60 metrar verið á milli þeirra. Flugvélarnar nálguðust með ofsahraða, eða um 20 kílómetra á mínútu, og sögðu fulltrúar flugmálastjórnar á fundinum, að þótt það sé skylda flugmanna að fylgjast með öðrum flugvélum ef þeir eru við blindflug í sjónflugs- skilyrði, þá væri nánast útilokað fyrir flugmenn að fylgjast með um- ferð á móti þegar nálgunin væri jafn mikil og þarna hefði verið. Samkvæmt skýrslu rannsóknar- nefndarinnar voru vamarliðsflug- mennirnir að æfa flug þar sem líkt var eftir því að vökvastýribúnaður vélarinnar væri óvirkur. Flugstjór- inn hafi verið að fylgjast með að- stoðarflugmanninum, sem stýrði flugvélinni, og því ekki veitt því at- hygli að flugvélin fór út fyrir svæð- ið, enda hafi merki frá fjölstefnu- vitanum á Keflavíkurflugvelli, sem notaður var til staðarákvörðunar, dottið út af og til. Tóku flugmenn Orion-flugvélarinnar ekki eftir Arnarflugsþotunni fyrr en hún var komin framhjá. Samkvæmt skýrslunni var varn- arliðsflugvélin búin að fljúga fyrir utan svæði sitt í rétt tæpar fjórar mínútur þegar flugumferðarstjór- inn verður þess var. Skipar hann henni þá að beygja til hægri vegna umferðar en við það beygir varnar- liðsflugvélin þvert í veg fyrir Arn- arflugsþotuna, sem var örlítið til vinstri við sína flugleið. Það kemur einnig fram í skýrsl- unni, að um sama leyti heimilar flugumferðarstjórinn annarri flugvél lækkun niður í gegnum æf- ingasvæði Orion-flugvélarinnar. Segir í skýrslunni að flugumferðar- stjórinn virðist ekki hafa tekið eftir Orion-flugvélinni, sem átti að vera í svæðinu, en var þá rétt fyrir utan svæðið á flugi beint mót Arnar- flugsþotunni. Einnig kemur fram í skýrslunni að flugumferðarstjórinn hafi haft eftirlit með flugi fjögurra flugvéla er atvikið átti sér stað. Þá kemur fram að flugumferðarstjórar skipt- ast um að vakta ratsjána á um það bil klukkustundar fresti. Flugum- ferðarstjórinn sem var við skjáinn þegar atvikið átti sér stað, en það var klukkan 13:19, tók við umferð- arstjórn klukkan 13:08. Hann hafði áður setið við skjáinn frá klukkan 9:30 til 10:35 og frá 11:20 til 11:48. Af þessum sökum var annar flug- umferðarstjóri við skjáinn þegar Orion-flugvélin hóf sig á loft og var úthlutað sjónflugsmerki þótt hún fengi heimild til blindflugs. Haft er eftir flugumferðarstjór- anum í skýrslunni að hann telji sig. hafa verið settan „nægilega" vel inn í stöðuna er hann tók við stjórninni klukkan 13:08. Einnig að hann hafi ekki tekið eftir því er Orion-flugvél- in yfirgaf svæði sitt og flaug beint mót Arnarflugsþotunni. Hins vegar segir í niðurstöðum skýrslunnar, að álíta megi að flug- umferðarstjórinn hafi ekki verið nægilega settur inn í stöðu mála er hann tók á ný við stjórninni. Einnig segir í skýrslunni að flug- umferðarstjórinn segi að það kunni að hafa villt fyrir honum að Orion- flugvélin var með ratsjársvarann, sem sendir merki inn á ratsjá flug- umferðarstjórans, stilltan á sjón- flugskvóta, og hafi það orðið þess valdandi að hann var ekki jafn vel á verði og honum bar skylda til. Áður kemur fram að það voru mistök flugumferðarstjóra að flugvélin var með sjónflugsmerki í stað blind- flugsmerkis. Ennfremur hafi flugumferðar- stjórinn kvartað undan því að upp- söfnuð þreyta, vegna mikils vinnu- álags næstu vikur á undan, hafi lík- lega skert afkastagetu sína og and- legan frískleika. Jafnframt hafi hópur skólabarna birst í stjórn- herberginu skömmu fyrir atvikið. Hann hafi ekki fengið fyrirfram vitneskju um þessa heimsókn og orðið gramur, en það kunni að hafa dregið úr eftirtekt hans eða raskað athyglinni við skjáinn. Mikil vinna í skýrslu flugmálastjórnar kemur fram að vinnuálagið í flugturninum á Keflavíkurflugvelli sé mikið, en þar starfa 10 flugumferðarstjórar í stað 15, sem heimild er fyrir að þar starfi. Þannig hafi flugumferðar- stjórinn, sem var við skjáinn er lá við árekstrinum, fyrstu 15 daga marsmánaðar verið 14 daga að störfum, á tíu 12-stunda vöktum og þremur 5—7-stunda vöktum, þar sem hann var að prófa flugum- ferðastjóraefni. Hann var á 12 stunda dagvakt 9. og 10. mars, næt- urvakt 11. og 12. mars, og dagvakt 13. og 14. mars, en atvikið átti sér stað 15. mars. Rannsóknarnefndin leggur til í ljósi þess er fram kom við rannsókn málsins, að vaktaskiptakerfið og vinnuskipulag í flugturnum verði endurskipulagt, sérstaklega vakt- lengdir og skipting dag- og nætur- vakta. Einnig að kannað verði hvort einhver ávinningur geti af því orðið að setja upp sérstakt tölvueftirlit með flugumferðarstjórum, en tölvukerfi af þessu tagi gæti leið- rétt flugumferðarstjóra jafnóðum. — ágás.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.