Morgunblaðið - 06.04.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.04.1983, Blaðsíða 24
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1983 Dagskrá um Faulkner í Menn- ingarstofnuninni f MENNINGARSTOFNUN Banda- ríkjanna við Neshaga verður haldin sérstök dagskrá um líf og störf rit- höfundarins Williams Faulkners, fimmtudaginn 7. apríl kl. 20.30. Dr. Barbara Kathe talar ura skáldið, en dr. Kathe ritaði meistararitgerð sína um skáldsögur Faulkners. Einnig verður sýnd kvikmyndin „The Bear“ gerð eftir einni af sögum Faulkners. Á vegum Menningarstofnunar- innar hafa verið haldnir fyrir- lestrar um ýmsa bandaríska höf- unda í vetur og er Faulkner kvöld- ið það síðasta að sinni. Hörður Áskelsson Hörður Askelsson með tón- leika í Akureyrarkirkju Jónína Gísladóttir, píanóleikari og Unnur Jensdóttir, söngkona. Tónlistarskólinn á Akranesi: Breskur barítónsöngvari með námskeið um helgina HÖRDUR Áskelsson orgelleikari heldur tónleika í Akureyrarkirkju á morgun, fimmtudag 7. aprfl, kl. 20.30. Á efnisskrá verða verk eftir Cesar Franck, Olivier Messiaen, Pál ísólfsson, Þorkel Sigurbjörnsson og einnig flytjandann. Hörður hefur þegið boð um að halda tónleika við Postulakirkjuna í Köln í Þýskalandi í næstu viku, og leikur hann sömu tónverkin á Akureyri og í Þýska- landi. Orgel Akureyrarkirkju er stærsta pípuorgel landsins og ræður það vali kirkjunnar fyrir tónleikana, auk þess að Hörður er fæddur og uppalinn á Akureyri. Auk Harðar eru boðnir til orgel- leiks í Köln organistanir Rudolf Heinemann og Michael Schneider. Hörður hóf orgelnám á Akur- eyri hjá Gígju Kjartansdóttur við Tónlistarskólann á Akureyri. Síð- ar við Tónlistarskólann í Reykja- vík, þar sem hann lauk tón- menntakennaraprófi og ári síðar lokaprófi í orgelleik, og var Mar- teinn Hunger Friðriksson kennari hans þar. Síðan stundaði hann framhaldsnám við tónlistarhá- skólann í Diisseldorf í Þýskalandi og lauk þaðan æðsta prófi i kirkju- tónlist og orgelleik vorið 1981. Hann var eini nemandinn er því prófi lauk það ár og jafnframt með hæsta vitnisburði, sem veitt- ur er við skólann, þ.e. meðal- einkunn A úr öllum greinum. Honum bauðst starf í eitt ár við Neanderkirkjuna í Dusseldorf, og auk einleiks á orgel flutti hann þar sem stjórnandi nokkur stór verk fyrir kór og hljómsveit. Hörður starfar nú sem organisti við Hallgrímskirkju og samkvæmt fréttatilkynningu í tilefni af tón- leikunum var hann aðalhvatamað- ur að stofnun listvinafélags við kirkjuna, sem stendur að flutningi og sýningu kirkjulegrar listar. Hann stofnaði einnig mótettukór við kirkjuna, sem flutt hefur tón- list við ýmis tækifæri. Hörður hef- ur auk þessa verið aðstoðarstjórn- andi Pólýfónkórsins og var aðal- stjórnandi á jólatónleikum hans. Hann hélt orgeltónleika í boði dómkirkju Þrándheims á tónist- arhátíð þar árið 1982 og lék á Spáni á s.l. sumri. William Faulkner fæddist 1897 og fyrsta bók hans var ljóðabók og kom út 1924. Síðan skrifaði hann tvö leikrit, en fyrsta skáldsaga hans, Sartoris, kom út árið 1929, og síðan kom Sanctuary út 1931, sem var meðal þeirra skáldsagna sem aflaði honum mests orðstírs ásamt með The Sound and the Fury. Hann fékk bókmenntaverð- laun Nóbels árið 1950. Faulkner lézt árið 1962. William Faulkner DAGANA 8. til 10. aprfl nk. verður haldið söngnámskeið á vegum Tón- listarskólans á Akranesi. Breski barítónsöngvarinn Andrew Knight kemur frá London til að halda nám- skeiðið með söngnemendum skól- ans, en þeir eru nú um 30 talsins. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt námskeið er haldið í skólanum. Andrew Knight mun einnig halda tvenna tónleika ásamt Unni Jensdóttur söngkonu við undirleik Jónínu Gísladóttur á vegum Tón- listarfélags Akraness. Tón- leikarnir verða haldnir í Fjöl- brautaskólanum á Akranesi fimmtudaginn 7. apríl kl. 20.30 og í Norræna húsinu mánudaginn 11. apríl kl. 20.30. Á efnisskránni verða lög eftir Kaldalóns, Schu- bert, Granados og fleiri auk þess dúettar eftir Purcell, Mozart og Gerswin. Andrew Knight stundaði nám í Royal Academy of Music í London og hefur unnið til verðlauna í al- þjóðlegum söngkeppnum i París, Bretlandi og víðar. Hann tekur að Breski barítónsöngvarinn Andrew Knight. jafnaði þátt í oratóríu- og óper- uuppfærslu auk tónleikahalds, og hefur m.a. sungið í Winterreise Schuberts og Diechterhiebe Schumans í Wigmore Hall í Lon- don. Á sl. ári ferðaðist hann um Bandaríkin með The Singers Company. Framundan eru ýmis verkefni, svo sem í Requiem Verd- is og i lok apríl mun Andrew Knight syngja í Vesper eftir Montiverdi í Queen Elizabeth Hall í London. Unnur Jensdóttir hefur stundað píanónám frá unga aldri. Söng hefur hún lært í Söngskólanum í Reykjavík og í London og var Andrew Knight meðal kennara hennar. Hún hélt sína fyrstu opinberu tónleika á sl. ári. Unnur er söngkennari við Tónlistarskól- ann á Akranesi ásamt Hólmfríði Benediktsdóttur. Jónína Gísladóttir stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan tón- menntakennaraprófi. Hún hefur komið mikið fram sem undirleik- ari bæði með einsöngvurum og kórum hér heima og erlendis. Jón- ína er píanókennari og undirleik- ari við Söngskólann í Reykjavík. Athugasemd frá Framsýn / ísmynd Af gefnu tilefni fréttar í Morg- unblaðinu um gengi hljóm- sveitarinnar Mezzoforte í Bret- landi, þar sem segir meðal annars að hljómsveitin hyggði á mynd- bandupptöku þar „eftir að tilraun- ir til slíks hérlendis höfðu ekki tekist nægilega vel“, vill mynd- bandafyrirtækið Framsýn/ís- mynd taka fram að slíkt verkefni hér heima var ekki á þess vegum. Baráttufundur herstöðvaandstæðinga HINN 30. mars 1949 samþykkti Alþingi, að ísland skyldi gerast stofnaðili að Atlantshafsbandalag- inu. Þann dag gerðu andstæðingar þátttöku íslands í vestrænu sam- starfí áhlaup á Alþingi. Samtök herstöðvaandstæðinga ákváðu fyrir nokkrum árum að gera 30. mars að sérstökum baráttudegi sínum. Miðvikudaginn fyrir páska, 30. mars 1983, boðuðu Samtök her- stöðvaandstæðinga til útifundar við Alþingishúsið. Myndirnar sem sýna fundarmenn alla tók Ijósmyndari Morgunblaðsins þegar baráttusamkoman stóð sem hæst. Til fróðleiks fyrir lesendur Morgunblaðsins er jafnframt birt frásögn Þjóðviljans af úti- fundinum á miðvikudaginn inn birti. Þjóðviljinn segir, að ásamt þeirri mynd sem Þjóðvilj- fundurinn hafi verið ágætur. eins og komist er að orði í blað- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.