Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 13
-------------------------------Affir.-- MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAftí 1983 13 Islenska óperan: Bessi í Míkadó „ÞETTA er ekta mjúsíkal á vestræna vísu þótt hann sé færður í japanskan búning. í rauninni er textahöfundur- inn, skáldið William S. GiTbert, að deila á breskt þjóðfé- lag, sérstaklega pólitíkusana. En hann færir ádeiluna í þennan japanska ramma til að vera ekki hankaður,“ sagði Bessi Bjarnason, um söngleikinn Míkadó eftir þá Gilbert og Sullivan sem íslenska óperan sýnir um þessar mundir. Bessi hefur nóg að gera þessa dagana, hann leikur Kó-Kó háyfirböðul í Míkadó, auk þess að leika í Oresteiu og Línu langsokk hjá Þjóðleikhúsinu. „Ég er virkilega ánægður að hafa fengið að vera með í óper- ettunni. Þjóðleikhússtjóri var svo elskulegur að veita mér leyfi til þess og þetta gengur upp með því að færa sýningartíma á Míkadó aftur til níu á kvöldin. Ég er búinn í Oresteiu um hálf- níu og þýt þá upp í Gamla bíó og skipti um galla. Og Lína lang- sokkur er sýnd að deginum til svo þetta blessast." — Hvers konar náungi er Kó-Kó háyfirböðull? „Hann er lélegur böðull, að minnsta kosti. Allt of mikið gæðablóð til að geta drepið nokkurn mann. Énda segist hann aldrei hafa tekið að sér embættið ef hann hefði búist við því að þurfa að taka einhvern af lífi. Hann talar reyndar um að hann þurfi að fara í einkatíma, byrja á hænu og færa sig upp eftir skalanum." — Það eru mörg skrýtin nöfn í sögupersónunum, Kó-Kó, Pú- Kó, Nam-Nam og Iss-Piss, svo dæmi séu tekin. „Já, þýðandinn hefur fært þetta skemmtilega í stilinn. Annars eru nöfnin á enskunni í svipuðum dúr. Þetta er gert til að undirstrika grínið." — Er Míkadó þá eins konar revía? „Gamla óperetta. Það er mikið af fyndnum frösum og áhorfend- ur veltast oft um af hlátri." — Hvað getuðu sagt okkur um söguþráðinn? „Hann er talsvert flókinn. Sagan á að gerast í japönskum bæ, Tipipú. Yfir Japan ríkir ein- valdurinn Míkadó (Kristinn Hallsson), dyggðum prýddur stjórnvitringur á yfirborðinu, en heimskur og haldinn kvalalosta þegar grannt er skoðað. Það verður hans fyrsta embættisverk að leggja dauðarefsingu við daðri. Forljót kona við hirð hans ásakar son Míkadó fyrir daður og sonurinn á um það tvennt að velja að flýja hirðina eða ganga að eiga grýluna. Hann flýr og kemur til Tipipú dulbúinn sem sekkjapípublásari. Þar hittir hann Nam-Nam og verður yfir sig ástfanginn. Nam-Nam er hins vegar heitbundin mér, Kó- Kó skraddara, svo Nanki-Pú, en svo heitir keisarasonurinn, held- ur á brott fullur örvæntingar. Bessi Bjarnason í hlutverki Kó-Kó háyfírböðuls í Míkadó. Bjartar vonir vakna þó hjá honum þegar hann fréttir að Kó-Kó hefur verið dæmdur til dauða fyrir daður, og hann skundar aftur til Tipipú. En þá hefur Mikadó náðarsamlegast náðað mig og gert mig að háyfir- böðli í millitíðinni og brúðkaup okkar Nam-nam stendur fyrir dyrum. Þetta fær svo á Nanki- Pú að hann ákveður að farga sér. En gæfan er mér ekki alltof hliðholl. Míkadó hefur frétt að aftökur hafi aflagst í Tipipú og vill að ráðin sé bót á því hið snarasta. Og þar sem ég get ekki hugsað mér að beita öxinni dett- ur mér það snjallræði í hug að bjóða Nanki-Pú að vera kvæntur Nan-Nam í einn mánuð ef hann leyfi að þeim tíma liðnum að hann sé hálshöggvin með við- höfn. Þetta virðist þjóðráð úr því Nanki-Pú ætlar hvort sem er að stytta sér aldur. Nú, það fer ekki allt eins og til stóð, ýmsar flækjur eiga eftir að gerast ennþá sem óþarfi er að flíka við væntanlega óperettu- gesti." Vestmannaeyjan Mikil vinna í fisk- vinnslustöðvum Vestmannaeyjum, 5. apríl. f NETABÁTARNIR lögðu net sín í dag eftir vikulangt neta- veiðibann stjórnvalda. Trollbátar hafa aðallega veitt ýsu und- anfarnar vikur svo þroskveiðibannið kom ekki svo mjög við þá að þessu sinni. Togarinn Vestmannaey landaði 150 tonn- um á laugardag. Það var því mikil vinna í fiskvinnslustöðvun- um og unnið alla daga nema föstudaginn langa og páskadag. Þá daga voru allir bátar í landi. Afli lagður á land í marzmánuði nam alls 12.045 tonnum. Meðalafli í löndun hjá netabátum var 13 tonn, en 10,4 tonn hjá trollbátum. 26 smærri bátar og trillur voru á handfæraveiðum og hjá þeim var meðalafli 0,6 tonn í löndun. Ver- tíðaraflinn frá áramótum er þá kominn í 18.270 tonn, 2.600 tonn- um minni en á sama tíma í fyrra. Aflahæstur netabáta er Suður- ey með 683 tonn, Heimaey er með 681 tonn og Sighvatur Bjarnason er 649 tonn. Aflakóngurinn marg- ar undanfarnar vertíðir Sigurjón Óskarsson á Þórunni Sveinsdóttur hefur þotið upp aflaskýrslurnar síðustu vikurnar, en hann byrjaði róðra síðar en flestir. Þórunn Sveinsdóttir var aflahæst í marz og er nú í fjórða sæti með 549 tonn. Huginn er enn aflahæstur trollbáta með 547 tonn, en Frár er með 410 tonn. Breki er aflahæstur togaranna með 1.092 tonn. hkj. Ólafsvík: Fimm snjóskriður féllu um páskana 5 SNJÓSKRIÐUR féllu nálægt Olafsvík sl. laugardagskvöld með þeim afleiðingum að umferð lokaðist fram á annan f páskum. Að sögn Hjörlcifs Sigurðssonar hjá Vega- gerðinni á Olafsvík tókst raönnum ekki að ryðja veginn fyrr en um kl. 16 á annan í páskum, en þó var ekki unnið á páskadag. „Tvær af þessum skriðum voru óvenjulega stórar og telja margir að þetta sé það mesta, sem þar hefur komið niður, því að skrið- urnar náðu alveg fram í sjó,“ sagði Hjörleifur. Hann sagði ennfremur að ekkert tjón hefði orðið og mætti ætla að einhver óskiljanleg- ur verndarvættur hefði afstýrt því. Aðspurður kvað Hjörleifur skriðuföll mjög algeng hjá ólafs- vík að vetrarlagi og hefðu t.a.m. 80 skriður fallið þar frá því 15. des- ember sl. Eldri borgarar Ferðakynning Ferðaskrifstofan Útsýn heldur ferðakynningu fyrir eldri borgara í veitingahúsinu Glæsibæ, Álfheimum 74, í dag fimmtudaginn 7. apríl kl. 4—6. : y l_; 41' Dagskrá: 1. Erindi. Þórir S. Guöbergsson, félagsráösgafi. 2. Ferðakynning. 3. Bingó — Glæsilegir feröavinn-ingar til sólarlanda. 3 umferöir. Þorgeir Ástvaldsson kynnir og kemur meö harmonik- una sína og tekur lagið meö gestum. Ókeypis aðgangur. Kaffi og meðlæti selt á staðnum. Feröaskrifstofan UTSÝN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.