Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1983 c*rr*r Skrúfur á báta og skip Allar stæröir fré 1000—4500 mm og allt að 4500 kíló. Efni: GSOMS—57—F—45 Eða: GNIALBZ—F—60. Fyrir öll klössunarfélög. Skrúfuöxlar eftir teikningu. \x SötLðuflaMgjtUKr JJ£>xn)©®(3Xfi) ©(ö> Vesturgótu 1 6. Sími14680. Poppe- loftþjöppur í_ Útvegum þessar heimsþekktu lofft- þjöppur í öllum stærð- um og styrkleikum, með eða án raf-, Bensín- eöa Diesel- mótórs. SöCUKFÖaQðglfLQtr Vesturgötu 16. Sími 14680. SPECK Lensi-, slor-, skolp-, sjó-, vatns- og holræsa-dælur. Útvegum einnig dælu- sett meö raf-, Bensín- og Diesel vélum. SöMirflaEa®(U)ir Vesturgötu 16, sími 13280 Fer inn á lang flest heimili landsins! Jttúrgamfrlð&ífr Athugasemd í tilefni af frétta- flutningi Morgunblaðsins af stefnumiðum Kvennalistans — eftir Sigríói Dúnu Kristmundsdóttur f Mbl. 23. mars síðastliðinn er eftirfarandi setning höfð eftir mér og henni slegið upp sem fyrirsögn á frétt um stefnumið Kvennalist- anna: „Ekki hægt að afvopna ís- land nema afvopnað sé á fleiri stöðum". Ekki rekur mig minni til að hafa viðhaft nákvæmlega þessi orð við blaðamann Mbl., en hins vegar er ég ekki í neinum vafa um hvað ég sagði efnislega. Það vil ég hér með árétta þar sem inntak orða minna hefur greinilega skol- ast til í meðförum blaðsins og svör mín stytt meira en góðu hófi gegn- ir. Spurningarnar sem lagðar voru fyrir mig voru tvær. Sú fyrri var hvort ég væri hlynnt aðild íslands að NATO og sú síðari var hvort ég vildi hafa bandarískan her hér á landi. Þessum spurningum hefur hingað til verið svarað með ein- földu já-i eða nei-i og slík svör vildi blaðamaður Mbl. fá, en svo einfalt tel ég málið því miður ekki vera. Ég svaraði blaðamann Mbl. á þá leið að ég teldi reynsluna sýna að það væri gagnslaust að ræða Íað sem Mbl. kallaði varnarmál slands á þeim grundvelli sem þessar spurningar byðu upp á. Þannig hefðu þessi mál verið rædd allar götur síðan 1949 og að í dag stæði þjóðin í svipuðum sporum og þá hvað þau varðaði. Ég benti á hvernig íslenskir stjórnmálaflokk- ar hefðu gegnum árin notfært sér þetta mál sjálfum sér til fram- dráttar, dustað af því rykið fyrir hverjar kosningar, notað það til að hala inn atkvæði og síðan lagt það á hilluna í vel merktri möppu til að hafa til taks við þar næstu kosningar. Það er út af fyrir sig lýsandi í þessu samhengi að Mbl. skuli aðeins hafa áhuga á að spyrja um afstöðu Kvennalistanna til „hermálsins", á grundvallar- baráttumáli Kvennalistans, mannréttindabaráttu kvenna, hef- ur Mbl. ekki áhuga. Eins og ávallt áður skal þetta mál notað til að draga fólk i flokkspólitíska dilka, ekki vegna þess að afdrif þess skipti stjórnmálaflokkana endi- lega miklu, heldur vegna þess að þetta er mál sem þeir geta notað til að greina sig hver frá öðrum og til að skilgreina aðra út frá sínum forsendum. Ég sagði við blaðamann Mbl. að mér fyndist þetta mál varða þjóð- ina svo miklu að ég vildi ekki taka þátt í með-eða-á-móti-leiknum sem stjórnmálaflokkarnir hafa leikið á þessu sviði sjálfum sér til framdráttar en málinu til óþurft- ar. Ég sagði að ég vildi reyna að nálgast þetta mál á annan máta til þess að reyna að svipta burt þeirri flokkspólitisku hulu sem liggur yfir þessu máli og sem hindrar alla sýn á þann veruleika sem við okkur blasir, veruleika gjöreyðingarhættunnar sem nú ógnar öllu lífi á jörðinni. Ég sagði að af þessum sökum yrðum við að ræða um afvopnun ekki aðeins hvað ísland varðaði heldur yrði jafnframt að ræða þessi mál á víðari grundvelli. Ann- ars vegar kæmumst við hvorki lönd né strönd á þeim vettvangi fyrir hefðbundnum flokkspólitísk- um dilkadrætti, og hins vegar væri ísland hluti af heild og þá heild yrði að taka með í reikning- inn þegar við værum að ræða um afvopnun fslands. Við Kvennalistakonur erum friðarsinnar, við teljum alla heri alls staðar hættulega, einnig þann sem hér er, og við erum á móti öllum hernaðarbandalögum, einn- ig því sem við erum í. Við teljum að ógnarjafnvægi tryggi ekki frið- inn, það sér hvert mannsbarn að gjöreyðingarvopnin eru hættuleg. En er það fullnægjandi svar við þeirri ógn sem við okkur blasir að berjast fyrir því að fá vígbúnaðinn fluttan um set út fyrir íslenska lögsögu? Ná eyðileggingaráhrif vopnanna ekki til okkar þrátt fyrir það? Drepa þau ekki börnin okkar eftir sem áður? Hvað vitum við í rauninni um það hvaða víg- búnaður er hér á landi og í næsta nágrenni við okkur? Hvaða upp- lýsingum um þessi efni er haldið leyndum fyrir landsmönnum og hvers vegna? Hvernig er tengslum íslensks efnahagslífs og hernað- arhagsmuna í reynd varið? Hvers vegna hafa þeir sem aðstöðu hafa haft til að gera eitthvað í þessum málum ekkert gert? Við slíkum spurningum verðum við að fá svör til að geta ákveðið hvernig best er að taka á þessum málum og slík svör liggja ekki á lausu við núverandi aðstæður. Til að fá svör þurfum við að hafa að- gang að og koma á framfæri rétt- ari og nákvæmari upplýsingum um þessi mál og við verðum að reyna að ræða um þau á annan máta en verið hefur. Við verðum að leysa þau úr þeim flokkspóli- tísku viðjum þar sem þau hefur dagað uppi og við verðum að ræða þau heiðarlega og af fyllstu alvöru því þau varða líf og dauða okkar allra. Með þökk fyrir birtinguna. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir skipar 1. sæti Kvennalistans í Reykjavík. Aths. ritstj. í viðtali við Morgunblaðið sagði Sigríður Dúna Kristmundsdóttir orðrétt: „Ég held að það sé ekki hægt að afvopna ísland nema það sé afvopnað á fleiri stöðum í einu.“ Biaðamaðurinn sem átti samtalið við Sigríði Dúnu tók ummæli hennar niður á segulband og vél- ritaði þau síðan upp eftir því. Það afrit er til í fórum Morgunblaðs- ins. Þessi ummæli voru síðan not- uð í fyrirsögn á frétt blaðsins um viðhorf frambjóðenda á Kvenna- HÆSTIRÉTTUR hefur fellt dóm í máli sem skapaðist vegna sambýlis- erfiðleika í húsinu Þingvallastræti 22 á Akureyri. Niðurstaða dómsins var sú að stefndu í málinu, Danielle Somers Jónsson og Ólafi Ragnari Jónssyni, eru skylduð til að flytja út úr íbúð sinni í Þingvallastræti 22, innan þriggja mánaða frá birtingu dómsins að telja. Þá var stefndu og gert að greiða 25.000 krónur í máls- kostnað. Aðalkrafa áfrýjanda í málinu, Grímu Guðmundsdóttur, var sú að stefndu verði gert skylt að flytjast úr íbúð þeirra í Þingvallastræti 22 á Akureyri og jafnframt var kraf- ist málskostnaðar. í umfjöllun Hæstaréttar um ávirðingar stefndu segir að sorp- haugur hafi verið í húsinu Þingvallastræti 22 á lokuðum gangi milli húss og bílskúrs um 10 lista til utanríkis- og varnarmála. Við því er ekkert að segja og er í raun fagnaðarefni að Sigrfður Dúna skuli nú vilja skýra nánar hvað hún átti við með þessum um- mælum sínum sem snúast i raun um gagnkvæma afvopnun. Hitt er með öllu ástæðulaust fyrir hana að skella skuldinni á blaðamann Morgunblaðsins fyrir að hafa birt ummælin á prenti. Varla sam- ræmist það mannréttindabaráttu kvenna að hengja bakara fyrir smið? Af grein Sigríðar Dúnu má ráða að henni þyki ekki mikið til þess koma „sem Mbl. kallaði varnarmál íslands". Staðreynd er þó að vegna þessa máls hafa menn skipað sér í stjórnmálaflokka á íslandi og það er meira að segja eitt af þeim mál- um sem ræður mestu um almenna stjórnmálaþátttöku mikils hluta landsmanna. Ástæðan fyrir þessu er einföld, þótt Sigríður Dúna sýn- ist ekki koma auga á hana: Það er í senn verið að fjalla um stríð og frið, líf og dauða, og sjálfstæði ís- lensku þjóðarinnar, sess hennar í samfélagi þjóðanna. Það er at- hyglisvert að Sigríður Dúna minn- ist ekkert á sjálfstæðismál þjóðar- inar í athugasemd sinni. Hún gleymir forsendunum fyrir því að Islendingar ákváðu að gerast aðil- ar að Atlantshafsbandalaginu og gera varnarsamning við Banda- ríkin. Án tillits til þekkingar manna og þá ekki síst frambjóð- enda til alþingis á hermálum ættu daga skeið í aprílmánuði 1977 og hafi stefndi, Ólafur, ekki fjarlægt sorpið fyrr en heilbrigðisfulltrúi hótaði að láta gera það á kostnað Ólafs og undir lögregluvernd. í júlímánuði sama ár voru öll ör- yggi fyrir kjallaraíbúð skrúfuð úr, en í þeirri íbúð bjó Dusine Krist- jánsson. Þá var búið að raða sfld- arflökum I hurðarfals skáps þess, sem rafmagnstaflan var I og við- urkenndi stefnda, Danielle, að hafa komið þessum flökum fyrir. Segir Hæstiréttur að skýringar hennar á þessu framferði séu „fráleitar og verkið sýnilega unnið til þess eins að valda áfrýjanda og leigjanda hennar vandræðum". Þá var ágreiningur á milli áfrýjanda, Grímu, og stefndu, Ólafs og Danielle, um steinvegg sem reistur var í kjallara hússins af stefnanda, en stefndu töldu að þeir að hafa myndað sér afdrátt- arlausa skoðun á því hvaða ráð eru nauðsynleg til að varðveita sjálfstæði íslensku þjóðarinnar og lýðræðislega stjórnarhætti — tryggja frið með frelsi. Mannrétt- indabarátta kvenna er markleysa nema þessar grundvallarforsend- ur séu varðveittar. Sigríður Dúna Kristmundsdótt- ir varpar fram ýmsum spurning- um um hernaðarlega þætti varn- anna og segir að svör við þeim séu nauðsynleg til að „við“ getum ákveðið „hvernig best er að taka á þessum málum og slík svör liggja ekki á lausu við núverandi aðstæð- ur“. Menn þurfa ekki einu sinni að hafa haft það í huga að bjóða sig fram til þings til að afla sér upp- lýsinga um þau atriði varðandi varnir íslands sem Sigríður Dúna tíundar í spurningum sínum. Hún velur þann kost sem allir velja sem vita ekki sjálfir mikið um ákveðinn málaflokk að halda því fram að aðrir viti jafnvel minna. Herstöðvaandstæðingum hefur lengi dugað að tala á þessum nót- um og allar upplýsingar um ör- yggismál þjóðarinnar voru „leyni- upplýsingar" samkvæmt þeirra kokkabókum fram á síðustu miss- eri. En meira að segja þeir eru teknir til við að ræða málin á grundvelli viðurkenndrar vitn- eskju og hættir að ala á því að þetta sé allt svo „dularfullt". Kvennalistinn kýs hins vegar að hverfa nokkur ár aftur í tímann og grípa til hinna úreltu aðferða herstöðvaandstæðinga að segjast ekki geta rætt málið af því að ekk- ert sé um það vitað. Ef Sigríður Dúna heldur að með þessu sé hún „að svipta burt þeirri flokkspóli- tísku hulu sem liggur yfir þessu máli og hindrar alla sýn á þann veruleika sem við okkur blasir, veruleika gjöreyðingarhættunnar sem nú ógnar öllu lífi á jörðinni" á hún langt í land að ná markmiði sínu, því að hún er á vitlausri leið. Áður en til kosninga kemur verða kvennalistarnir að gera hreint fyrir sínum dýrum og skýra frá því undanbragðalaust, hver stefna þéírra er í grundvallarmáli eins og öryggismálum landsins. Kjósendur eiga rétt á því. Margir greiða atkvæði I alþingiskosning- um í samræmi við skoðanir sínar á þessu lífshagsmunamáli þjóðar- innar. Ekki síst konur. mað staðsetningu veggsins væri gengið á eignarhluta þeirra. Gögn málsins sýna að margsinnis hafi spjöll verið unnin á veggnum og segir Hæstiréttur ljóst, að þau hafi verið unnin frá íbúð stefndu þannig að telja megi sannað að þau beri ábyrgð á skemmdunum. Þá hefur komið fram í málinu að stefnda, Danielle, hafi meinað Grímu að láta slá túnblett við hús- ið í júlímánuði árið 1979 og réðst Danielle á Grímu í áframhaldi af því. Auk þessa eru fleiri ávirð- ingar tilfærðar í dóminum. Hæstiréttur segir að sannað sé að stefndu hafi gerst sek um stórkostleg og ítrekuð brot á skyldum sinum gagnvart áfrýj- anda, Grímu, og samkvæmt því verði að taka til greina kröfu hennar um að stefndu verði gert skylt að flytjast úr húsinu. Hæstiréttur dæmir í máli íbúa Þingvallastrætis 22 á Akureyri: Gert að flytjast úr eigin íbúð vegna ítrekaðra brota á skyldum sínum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.