Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1983 21 VOLVO BM ámokstursvélar gröfur. og lyftarar Leiðrétting: Þrír rang- feðraðir í FRÉTT Mbl. um stjórnarkjör í Vörubifreiðastjórafélaginu Þrótti fyrir páskana slæddust þær villur inn, að þrír stjórnarmanna voru rangfeðraðir. Brynjólfur Gíslason var sagður Guðmundsson. Magnús Emilsson var sagður Gunnólfsson og Gunnar Guðbjörnsson var sagður Björnsson. Biðst Mbl. vel- virðingar á þessum mistökum. VELTIR HF 2 Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 Miðað er við gengi 14/2 83 Hafa skal það sem sannara reynist ivar Við gerum þær betri. Skipholti 21 Símar: 23188 og 27799 BM 622 Loader án skóflu BM 642 Loader án skóflu BM 4200 Loader án skóflu BM 4300 Loader án skóflu BM 4400 Loader án skóflu BM 4500 Loader án skóflu BM 4600 Loader án skóflu BM grafa 616 B BM grafa 646 Hafið samband við sölumanninn Sigurstein Jósefsson, sem veitir allar upplýsingar. eftir Júlíu Svein- bjarnardóttur, form. Fél. leiðsögumanna Ferðamálastjóri ritar langa grein 23. mars sl. í Morgunblaðið, þar sem hann telur upp ýmis verk- efni Ferðamálaráðs og fram- kvæmd þeirra, eins konar afreka- skrá. Sömuleiðis segir hann fjár- ráð Ferðamálaráðs hafa verið af skornum skammti og sjálfsagt hafa þau verið í engu samræmi við verkefnin, sem Ferðamálaráði hafa verið falin. Það er vel, að minnt sé á opin- berlega, hvaða hlutverki Ferða- málaráð gegnir skv. ferðamálalög- um, sem almenningur er ekki allt- af að fletta, og eins, hvernig lög hafa lengst. af verið brotin á Ferðamálaráði, hvað varðar fé það, sem ráðinu ber samkvæmt þeim. Verkefni Ferðamálaráðs eru m.a. skipulagning náms og þjálf- unar fyrir leiðsögumenn skv. sér- stakri reglugerð þar að lútandi. í grein ferðamálastjóra segir: „Að lokum skal á það bent, sem verður að teljast til umhverfis- verndar, en það er námskeiðin, sem Ferðamálaráð hefur staðið fyrir til að mennta og þjálfa leið- sögumenn. Sú fræðsla og kynning, sem þar hefur verið veitt, hefur sannarlega miðað að því að halda uppi jafn góðri náttúru- og land- vernd og kostur er, enda má segja, að enginn verði góður leiðsögu- maður ferðamanna, nema hann kunni full skil á náttúru landsins og með hverjum hætti skuli um hana gengið og hún vernduð." Garður: Enn berst Garðvangi stórgjöf Garði, 5. apríl. SL. MIÐVIKUDAG tók Sólveig Óskarsdóttir, forstöðukona á elli- heimilinu Garðvangi, við 25 þúsund krónum frá einum af vistmönnum Garðvangs, Sveini Árnasyni. Að- spurður sagði Sveinn, að hann gæfi þetta aðallega í minningu konu sinn- ar, Guðrúnar Eyjólfsdóttur, sem lézt 1981. Sveinn Árnason varð níræður 2. júlí sl. Hann missti konu sína 21. nóvember 1981 og brá þá búi og flutti á Garðvang. Hann er annar aðaleigandi jarðarinnar Gerða á móti Birni Finnbogasyni. Byggði hann Norður-Gerðar í kring um 1942 og bjó þar í 40 ár. Sveinn hefur áður gefið stór- gjafir hér í byggðarlaginu. Má nefna að Guðrún og Sveinn gáfu Gerðahreppi land undir sundlaug og nokkur íbúðarhús. Sundlaugin er að vísu ekki komin í gagnið ennþá, en fyrir síðustu hrepps- nefndarkosningar var gerð hola fyrir sundlaugina á þessu landi — sannkölluð kosningahola. Arnór Júlía Sveinbjarnardóttir Það gefur því augaleið, að leið- sögumenn tóku ákveðna afstöðu gegn rallinu margumtalaða og héldu blaðamannafund 1. mars sl. ásamt Landvarðafélagi íslands. Þar var lögð fram sameiginleg fréttatilkynning frá báðum félög- unum og er í fréttatilkynningunni reyndar hvergi minnst á Ferða- málaráð. Einhverjir fjölmiðlar sögðu frá því eftir blaðamanna- fundinn, að Ferðamálaráð hefði verið gagnrýnt vegna landkynn- ingar, sem er eitt af verkefnum ráðsins, og segir ferðamálastjóri það tilefni greinar sinnar. Starfs- maður Ferðamálaráðs var strax látinn vita, að leiðsögumenn hefðu ekki viðhaft nein slík ummæli, en þau skilaboð hafa ekki náð eyrum ferðamálastjóra. Hann leitaði heldur ekki neinna upplýsinga um fundinn hjá Félagi leiðsögu- manna, áður en hann setti saman greinina „Hafa skal það, sem sannara reynist". Sú grein mun seint líða leið- sögumönnum úr minni, vegna fúk- yrða höfundarins í garð skjólstæð- inga sinna og samstarfsmanna. ADLER Junior er tilvalin fyrir fyrirtækið, skólann og heimilið. kr. 1.300.000,- kr. 1.400.000- kr. 1.500.000,- kr. 1.900.000,- kr. 2.000.000,- kr. 2.400.000,- kr. 3.600.000,- kr. 1 850.000- kr. 2.000.000 -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.