Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 46
 46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1983 Sigurvegarar á Skíöamóti íslands • Guðrún Ólöf Pálsdóttir frá • Guómundur Jóhannsson frá Siglufiröi var sigurssal í göngu- ísafirói sigraói { atórsvígs- keppninni. ksppni Sklöamóts íslands. . • Keppnisfólk Siglufjaróar á Skíðamóti íslands á fsafirói. • Einar ólafsson frá fsaflröi sterkaati skfóagöngumaöur landsins í dag. • Ásta Ásmundsdóttir Akureyri varö önnur ( Alpatvfkeppni kvenna. Með henni á myndinni er Árni Þór Árnason Reykjavík, sigurvegari í Alpatvíkeppni karla og íslandsmeistari í svigi. Skíðamót Islands: Þorvaldur sigraði í stökkinu • Vegna þrengsla á íþróttasíðu blaðsins í gær féllu nióur úrslitin í stökki á Skíðalandsmóti íslands, svo og nokkur úrslit í göngu, en þau fara hér á eftir. Sveit Siglufjarðar sigraöi örugg- lega i boögöngu kvenna, en kon- urnar gengu 3X5 km. í sveit Siglu- fjarðar voru Svanfríður Jóhanns- dóttir, María Jóhannsdóttir og Guðrún Pálsdóttir. Sveitin fékk tímann 63,41 mín. og Guörún var með bestan tíma þeirra, 20,47. Svanfríður var á 21,13 og María á 21,41. Guðrún var þó ekki meö besta brautartímann. Honum náöi Stella Hjaltadóttir, hin unga og bráöefni- lega göngukona þeirra ísfirðinga. Hún gekk á 19,48 mín. og var þar af leiöandi sú eina sem komst niður fyrir 20 mín. mörkin. Tími A-sveitar ísafjarðar, sem varð í ööru sæti, var 64,31, og í sveitinni auk Stellu voru Anna Gunnlaugs- dóttir (22,26) og Svanhildur Garöarsdóttir (22,17). Athyglisvert var að í B-sveit ísa- fjarðar, sem varö í þriöja sæti, gekk Auöur Ebenezersdóttir á 21,08, mun betri tíma en Anna og Svanhildur í A-sveitinni. Með Auöi í B-sveitinni voru Ósk Ebenezers- dóttir (22,30) og Eyrún Ingólfsdótt- ir (24,47). Samanlagöur tími þeirra var því 68,25. Sveit Reykjavíkur varð í fjóröa sæti, fékk tímann 72,29. í henni voru Rannveig Helgadóttir (25,51), Guöbjörg Har- aldsdóttir (21,16) og Sigurbjörg Helgadóttir (24,22). Ólafsfiröingar rööuöu sér í fjög- ur efstu sætin í stökki karla 20 ára og eldri. Þorvaldur Jónsson sigr- aöi, hlaut 254,6 stig. Haukur Hilm- arsson varö annar hlaut 252,6 stig og Ásgrímur Konráðsson varö í þriöja sæti, hlaut 241,3 stig. Gamla kempan Björn Þór Ólafsson varö svo í fjóröa sæti, hlaut 203,7 stig. Lengsta stökk hjá Þorvaldi var 46,5 metrar og var þaö lengsta stökk keppninnar. Lengd stökk- brautarinnar var 52 metrar. Þátt- takendur voru sex í stökkkeppn- inni. Fimm kepptu í stökki 17 til 19 ára. Þar sigraöi Helgi Hannesson frá Siglufiröi, stökk lengst 44,5 metra. Helgi hlaut 238,9 stig sam- tals og sigraöi meö nokkrum yfir- burðum. Annar varö Hjalti Haf- þórsson frá Siglufiröi meö 190,3 stig. Sigurður Sigurgeirsson frá Ólafsfiröi varö svo i þriöja sæti með 182,1 stig. Kristján R. Guðmundsson, í 53,09 Siguröur Aöalsteinsson, A 54,24 Kristján Snorrason, R 58,09 Ásgrímur Konráðsson, Ó 61,19 Gunnar Pétursson, í 61,49 15 km ganga 17—19 ára Finnur V. Gunnarsson frá Ólafsfiröi var sterkastur í þessum flokki. Hann var rúmlega hálfri mínútu á undan öörum manni í mark. Tímar keppenda uröu þess- ir: Finnur V. Gunnarsson, Ó 50,27 Egill Rögnvaldsson, S 51,09 Haukur Eiríksson, A 51,09 Einar Yngvason, i 52,14 Þorvaldur Jónsson, Ó 58,43 10 km ganga 17—19 ára Hér sigraði Finnur einnig örugg- lega, var næstum mínútu á undan næsta manni i mark. Tímarnir voru þessir: Finnur V. Gunnarsson, Ó 31,00 Egill Rögnvaldsson, S 31,53 Haukur Eiríksson, A 32,37 Einar Yngvason, í 33,30 Garöar Sigurösson, R 33,54 Möguleikar Juventus góðir — á að komast í úrslit í keppni meistaralióa Stjörnum prýtt Juventus-lió sigraði pólska liðió Widzew Lodz, 2:0, í Turin á Ítalíu í gærkvöldi í Evrópukeppni meistaraliða. ít- alska liöinu, sem haföi 1:0 yfir í hálfleik, gekk verr en búist hafði verið við aö brjóta niöur ellefu manna varnarmúr Pólverjanna. Juventus hefur aldrei sigraöi í Evrópukeppni meistaraliöa, en leikmenn þess eru greinilega staö- ráönir aö missa ekki af bikarnum í þetta skipti. Þeir komu mjög ákveðnir til leiks og náöu forystu strax á áttundu mín. er Marco Tardelli átti fast skot á markið og knötturinn fór í netiö af Andrzei Grebosz, vinstri bakveröi Lodz. Gamla kempan Roberto Bett- ega skoraöi svo annaö mark Ju- ventus á 59. mín. Pólverjinn Zbigniew Boniek, sem lék áöur meö Lodz, átti þá þrumuskot á markið, markvörðurinn frábæri, Josef Mlynarczyk, varöi en hélt ekki knettinum og Bettega renndi knettinum í opiö markið. 66.000 manns tróöu sér inn á völl Juventus — þaö var uppselt — og var heimaliöiö óspart hvatt allan tímann. Leikmenn beggja voru taugaóstýrkir og einkenndist leikurinn af mikilli hörku. Belgíski dómarinn Alexis Ponnet sýndi þremur pólskum leikmönnum gula spjaldiö — Surlit, Grebosz og Smolarek — og einnig Frakkanum Michel Platini hjá Juventus. ' Greinilegt var í upphafi aö pólska liöiö ætlaöi aö leggja aöal- áherslu á vörnina og pakkaöi liöiö strax inn í vítateiginn, staðráönir í aö ná jafntefli. Þaö setti leik liösins því nokkuð úr skorðum er Juvent- us náöi aö skora strax í upphafi. Eftir seinna markiö reyndu Pólverj- arnir svo að sækja en náöu samt ekki aö ógna vörn italanna aö neinu marki. Italirnir fengu hins vegar ágætis færi til aö skora fleiri mörk úr snöggum skyndisóknum eftir aö pólska liöiö fór aö sækja. Boniek og Domenico Marocchino, stjórn- uöu soknaraögeröunum, en sá síö- arnefndi kom inn á fyrir Paolo Rossi í lokin. Boniek náöi sér ekki á strik í fyrri hálfleik, en í þeim seinni lék hann frábærlega og var einn besti maöur vallarins, en Rossi aftur á móti líkaöi ekki marg- menniö í teig andstæöinganna og gat lítiö haft sig i frammi. Telja veröur möguleika Juvent- us á aö komast í úrslit keppninnar góöa eftir þennan sigur. Liöiö var taliö sigurstranglegast í keppninnl eftir frábæra knattspyrnu í síöustu umferö þar sem liöiö sló Evrópu- meistarana Aston Villa út. En eng- inn skildi afskrifa Lodz, liðiö getur veriö stórhættulegt, eins og þaö sýndi er þaö sló Liverpool út úr keppninni. Eins og áöur sagöi var nokkur harka í leiknum og voru einvígi Smolareks og hinn fræga Gentile ansi hörö á köflum. Liöin voru þannig skipuð. Ju- ventus: Zoff, Cabrini, Gentile, Bon- ini, Brio, Scirea, Bettega, Tardelli, Rossi (Marocchino á 78. mín.), Platini, Boniek. Lodz: Mlynarczyk, Kaminski, Grebosz, Swiatek, Wojcicki, Tlokinski, Wraga (Mysl- inski á 80. mín.), Surlit, Romke, Rozborski, Smolarek. • Zbigniew Boniek iék mjög vel gegn tínum gömlu félögum í Lodz. Jafnt á Spáni Hamburger frá Þýskalandí er mjög líklegt til aö komast í úr- slitaleik Evrópukeppni meistara- liða eftir aó hafa gert jafntefli viö Real Sociedad í San Sebastian á Spáni í gærkvöldi. Leikurinn end- aði 1:1. Rolff skoraöi mark Hamburger á 59. mínútu með skalla eftir send- ingu Jimmy Hartwig. Hartwig óö upp hægri kantinn meö boltann og sendi fyrir markiö. Á 74. mínútu jafnaöi Gajate fyrir heimaliöið meö föstu skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu Diego. Þar var þýska vörnin illa á veröi. Real Sociedad sótti meira í fyrri hálfleiknum, en Þjóöverjarnir léku góöan varnarleik og beittu síöan stórhættulegum skyndisóknum. í seinni hálfleiknum léku svo bæöi liöin skemmtilegan sóknarleik og sköpuöu sér mikið af góöum fær- um en tókst ekki aö skora nema einu sinni hvoru. Milewski kom inn fyrir Bastrup hjá HSV í seinni hálfleiknum og þá kom Orbegozo inn fyrir Zamore hjá heimamönnum. Áhorfendur voru 30.000 á Atocha-vellinum. Liöin voru þannig skipuö. Real Sociedad: Arconada, Celayeta, Zubillaga, Larranaga, Gorriz, Baquero, Gajate, Diego, Uralde, Zamora, Lopez Ufarte. Hamburg- er: Stein, Kaltz, Wehmeyer, Jak- obs, Hieronymus, Hartwig, Groh, Rolff, Hrubesch, Magath, Bastrup. Dómarinn var franskur, Roger Vautrot.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.