Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1983 47 • Lárus Guðmundsson lék vel í gærkvöldi þrátt fyrir að liö hans tapaði stórt, og skoraöi Lárus eina mark Waterschei, stórglæsilegt skallamark. Real Madrid jafnaði tvívegis — gegn Austria Wien á útivelli Austría Vín, hvatt af miklum fjölda áhorfenda, sem troöfylltu völl félagsins, geröi jafntefli, 2:2, gegn Real Madrid í Evrópukeppni bikarhafa.Spánska liöiö var talið mjög sigurstranglegt (keppninni, og mætir líklega skoska liöinu Valur náði fimmta sæti Síöustu leikirnir í neöri úrslita- keppni 1. deildar í handbolta fóru fram í Höllinni í gærkvöldi. Fram og ÍR voru fallin niöur í 2. deild fyrir leikina þannig aö í rauninni skiptu þeir ekki máli. Valur burstaöi Þrótt, 34:19, og Fram sigraði ÍR. 29:26. |R hlaut því ekkert stlg í 1. deildinni í vetur og hlýtur þaö á nálgast heimsmet. Valur náöi því fimmta sæti í mótinu með 29 stig, Þróttur fékk 27 stig, Fram 20 og ÍR ekkert. Aberdeen í úrslitunum, og gæti það oröiö erfiö viöureign fyrir Spánverjana. Austurríkismennirnir skoruðu fyrsta markiö strax á 4. mín. leiks- ins. Toni Polster var þar aö verki meö fallegu vinstrifótar skoti. Spánverjarnir lótu ekki deigan síga og höfðu jafnaö eftir aðeins tvær mínútur. Carlos Gonzales „Santill- ana“ skoraði þá. Zoltan Magyar kom Vínar-liöinu aftur yfir á 20. mín. en Santillana skoraöi aftur fyrir Real Madrid. Þaö var á 53. mín. Spánverjarnir sóttu stíft seinni part leiksins en markvöröur Austurríska liösins, Friedl Koncilia, varöi frábærlega vel og kom í veg fyrir aö fleiri mörk væru skoruö. Liöin voru þannig skipuö. Aust- | ría:Friedl Koncilia, Robert Sara, Erich Obermayer, Franz Zore, Jos- ef Degeorgi, Dzemal Mustedanag- ic, Felix Gasselich, Erich Baum- eister, Zoltan Magyar, Toni Polst- er, Gerd Steinkogler. Real Madrid: Collar, Metgod, Serrano, Garcia, Cano, Rodondo, Gonzales, Isi- doro, Juanito, Santillana. Larus Guðmundsson: „Þetta var martröð fyrir lið okkar" — Lárus skoraði eina mark Waterschei „ÞETTA VAR hræöileg martröð fyrir okkur. Viö uröum fyrir því reiö- arslagi að fá á okkur tvö mörk fyrstu fimm mínútur leiksins og það tók alla baráttu og leikgleöi úr liöi okkar. Fyrsta markiö kom eftir 40 sek. Þeir byrjuðu á miöju, gáfu út á kantmanninn og hann brunaöi upp, lék á fjóra varnarmenn og gaf svo laglega inn í vítateiginn og þar potaöi Erick Black boltanum í markiö. Síöara markið kom 3 mínútum síðar, skot af 18 metra færi. Vörn okkar svaf alveg á verðinum," sagöi Lárus Guömundsson er Mbl. ræddi viö hann í gærkvöldi símleiðis eftir leik- inn. — Þaö háöi liöi okkar mjög aö viö lékum án besta varnarmanns okkar sem var í leikbanni og viö þaö bættist aö Van Kraay sem er mjög mikill baráttumaður og sterk- ur miðjuleikmaður var tognaður í nára og gat ekki leikið nema af hálfum krafti. Þetta geröi útslagiö, vörnin virkaði óörugg og var ekki eins góö og oft áöur. Liö Aberdeen er mjög gott en á góöum degi hefðum viö átt aö geta haldið jöfnu viö þá, jafnvel á útivelli. Leikmenn Aberdeen eru miklir harðjaxlar og óhemju sterkir í vörninni. Maöur kom varla viö boltann án þess aö vera ekki strax búinn aö fá mann í bakið og sá sami var byrjaöur aö sparka í fæturna á manni. Liö þeirra nær vel saman. Strachan er mjög sterkur í framlínunni. Þrátt fyrir reiöarslagið í upphafi leiksins tókst okkur aö komast inn i leikinn, og í hálfleik var staöan 2—0, viö áttum tvö mjög góö marktækifæri í fyrri hálfleiknum en þau nýttust ekki. Okkur gekk allvel í upphafi síöari hálfleiksins en þá kom aftur reiöarslag. Á tveggja mínútna kafla fengum viö á okkur tvö mörk. Á 68. mínútu skoraöi Mark McGhee meö skalla og mín- útu síöar Peter Weir. Staöan oröin 4—0, og öll von úti hjá okkur. Mér tókst þá aö skora gott mark á 75. mínútu. Voordeck- ers gaf vel fyrir markið og ég náöi þrumuskalla í þverslána og inn. Þetta mark lyfti okkur upp og viö fórum aö sækja stíft og áttum eitt dauöafæri en svo opnaöist vörn okkar aftur illa og viö fengum á okkur fimmta markiö í leiknum al- veg undir lokin. — Þaö er alveg Ijóst aö viö eig- um enga möguleika á aö komast áfram í keppninni. Aberdeen er þekkt fyrir aö standa sig vel á úti- velli. Ég tel aö viö getum nokkuð vel viö unað aö hafa komist í fjögurra-liöa úrslitin í keppninni. Þetta hefur veriö mikil reynsla fyrir okkur alla. Það var gífurleg stemmning á vellinum hér í Aber- deen í kvöld. Það var uppselt á leikinn, 25 þúsund áhorfendur. Og þeir létu svo sannarlega á sér heyra. Ég er aö ná mér til fulls eftir meiöslin, en hef því miður misst nokkuö marga leiki úr að undan- förnu. Viö eigum erfiöan leik um næstu helgi, þá mætum við And- erlecht á útivelli, sagöi Lárus. Liðin í gær voru þannig skipuö: Aberdeen: Leighton, Kennedy, McLeish, Miller, Rougvie, Bell, Strachan, Simpson, McGhee, Black, Weir. Waterschei: Pudelko, Martos, Bialousz, David, Van Kraay, Coen- en, P. Janssen, Clijsters, Woor- deckers, Lárus Guömundsson, R. Janssen. ÞR. Linnulaus sókn Benfica nægði ekki Sextíu og fimm þúsund áhorf- endur sneru vonsviknir heim af Luz-vellinum í Benfica eftir leik Benfica og Universitatea Craiova frá Rúmeníu í gærkvöldi. Leikur- inn endaöi 0:0.Heimaliöiö press- aöi línnulaust allan leikinn en tókst ekki að brjótast í gegn um sterka vörn Rúmenanna, sem léku maöur-á-mann. Lung, markvörður Craiova, varöi eins og berserkur frá hættu- legustu leikmönnum Benfica, júgó- slavanum Filipovic og Chalana, og fékk Benfica alls 14 hornspyrnur i leiknum en andstæðingarnir enga. Oft mátti sjá tíu leikmenn Ben- fica inni í vítateig Rúmenana en þeir voru ekki markheppnir aö þessu sinni og hinir líkamlegu sterku varnarmenn Craiova tókst Ervin Vandenbergh, marka- kóngur Evrópu á síðasta keppnistímabili, tryggöi Ander- lecht sigur yfir Bohemians Prag í Prag í Tékkóslóvakíu í gærkvöldi er hann skoraöi eina mark leiks- ins. Leikurinn var ( UEFA- keppninni. Anderlecht vann sem sagt 1:0 og skoraöi Vandenbergh markið í fyrri hálfleik. Tékkneska liöið lék nokkuö vel en engu aö síður var Anderlecht sterkara liöiö á vellin- um. Anderlecht er nú meö forystu í belgísku fyrstu deildinni og er sterkt liö. Vörnin er mjög góö og liðiö lék mjög vel saman sem heild og stjórnaði gangi leikins. Bohemians náöi sér á strik í upphafi seinni hálfleiksins og fékk þá góö færi, en Jacques Munaron í marki Anderlecht var ekki á því aö láta skora hjá sér. Zdenek Hruska, markvöröur Bohemians, lék enn betur — átti reyndar frá- oft aö bægja hættunni frá áöur en hún varö mikil, en samt sem áöur fékk Benfica mörg góö færi. Sex rúmenskir varnarmenn rööuöu sér á eigin vítateig og hreinsuöu frá er knötturinn kom til þeirra, en sókn- armennirnir komust aldrei nálægt marki Benfica. Leikmenn heima- liösins áttu skot í stangir og hittu ekki knöttinn í upplögðum færum og er líða tók á leikinn fór kraftur þeirra þverrandi og þeir virtust hafa sætt sig viö aö geta ekki skoraö. Leikmönnum hljóp kapp í kinn og Carlos Manuel hjá Benfica fékk gula spjaldiö á 71. mín fyrir brot á Ticleanu. Portúgalskir fréttaskýr- endur voru ekki bjartsýnir á seinni leikinn sem fram fer í Rúmeníu 20. þessa mánaöar. bæran leik — og varöi hvaö eftir annaö meistaralega. Áhorfendur voru 17.000. Úrslitin ÚRSLIT leikja ( Evrópukeppnun- um þremur — undanúrslitum, fyrri leikjum — uröu þessi: Keppni meistaraliöa: Juventus — Widzew Lodz 2:0 Real Sociedad — Hamburger 1:1 Keppni bikarhafa: Aberdeen — Waterschei 5:1 Austria Wien — Real Madrid 2:2 UEFA-keppnin: Bohemians — Anderlecht 0:1 Benfica — Univ. Craiova 0:0 Síöari leikirnir fara fram 20. þessa mánaöar. Úrslitaleikur í keppni bikarhafa veröur 11. maí í Svíþjóö, úrslitaleikur í keppni meistaraliöa í Aþenu 25. maí, en úrslitaleikir í UEFA-keppninni eru leiknir heima og heiman að venju. Þeir eru 4. og 18. maí. — SH Reykjavíkurmótið í knattspyrnu: Valur og Fram leika í kvöld KEPPNISTÍMABIL knattspyrnumanna hefst í dag. Aö vísu hafa knatt- spyrnumenn veriö uppteknir aö undanförnu viö æfingaleiki en fyrsti leikurinn í Reykjavíkurmótinu fer fram í kvöld. Þá leika Valur og Fram og hefst leikurinn kl. 18.30 á Melavellinum. Á laugardag leika svo Ármann og Þróttur kl. 14.00 og á mánudag leika KR og Fylkir kl. 18.30. Þriöjudaginn 12. apríl leika svo Víkingur og Valur. Sú nýbreytni verður tekin upp í sumar, að leikið verður í fyrsta skipti um Reykjavíkurmeistaratitil í yngri flokki kvenna. f þeim flokki leika fjórtán ára og yngri. Aö ööru leyti veröur Reykjavíkurmótiö meö hefö- bundnum hætti. Anderlecht lék vel í Prag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.