Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1983 39 Minning: Njáll Guðmundsson fv. skólastjóri anna og var lengi skipstjóri á bandarískum fiskveiðiskútum hér við land, með aðsetur á Þingeyri. Móðir Arnórs var Halldóra Friðgerður Sigurðardóttir, fædd að Steinhólum í Jökulfjörðum árið 1893. Arnór ólst upp í stórum systk- inahóði, en eldri honum voru: Friðrik Diego, Þorkell, Sigriður og Sigurður er dó ungur, og yngri þau Uni, Jón, Guðrún, Þorsteinn og fóstursystirin Vala. Fjölskyldan fluttist úr Unuhúsi að Mjóstræti 4, þaöan að-Nýlendugötu 11, en byggði að lokum húsið að Stein- hólum við Kleppsveg, þar sem Sig- ríður Hjálmarsdóttir, systir Arn- órs, býr enn. Stutt var í sundlaugarnar í Laugardal frá Steinhólum, enda notfærði Arnór sér það óspart og varð snemma góður sundmaður. Svo var það líka hið spennandi flugævintýri, sem tók hug hans allan og ekki svo langt að fara inn í Vatnagarða, en þar lentu sjó- flugvélarnar og höfðu sitt aðsetur. Ferðir hans þangað urðu æði margar og áhugi hans fyrir flug- inu svo mikill að eitt sinn fékk hann skólabróður sinn til að segja kennaranum að hann væri forfall- aður vegna botnlangabólgu, en var raunar langdvölum í Vatnagörð- unum. Þá var líka sjálfsagt mál að taka þátt í sviffluginu og stjórna þeim tígulegu, hljóðiátu flugum um loftin blá, enda sparaði hann hvorki tíma né fyrirhöfn til að stunda þá ágætu íþrótt í tóm- stundum sínum. Það lýsir vel skapfestu Arnórs, að er hann hafði aldur til, vildi hann nema loftskeytafræði, en fékk ekki inngöngu í skólann er námið hófst, vegna þess að hann hafði þá ekki lokið gagnfræða- prófi, sem tilskilið var. Engu að síður settist hann þar á skólabekk, en kennarar virtu hann ekki við- lits lengi vel, þar til leið að jólum, þá tók skólastjórinn hann eitt sinn upp í erfiðu verkefni og kom ekki að tómum kofanum. Eftir það fór hið besta á með þeim og nám og próf gengu að óskum. Gagn- fræðaprófinu lauk hann svo síðar, er tóm gafst til. Arnór starfaði sem loftskeyta- maður á togurum og farskipum um hríð og eftir að hann kynntist starfi breska flughersins hér á landi á stríðsárunum, sótti hann um og fékk inngöngu í RAF, breska flugherinn. Var hann svo við nám og störf í Bretlandi um skeið, á þeirra vegum. Haustið 1945 var hann svo, eins og áður segir, í hópi þeirra fjög- urra, sem fyrstir hófu nám í flug- umferðarstjórn hér á landi, hjá Bretum á Reykjavíkurflugvelli, og einn hinna fimm fyrstu varðstjóra er tóku við flugumferðarstjórn- inni af breskum flugumferðar- stjórum, í maíbyrjun 1946. Mikil ábyrgð hvíldi á þessum frumherjum við mótun nýrrar starfsgreinar, en með góðri sam- vinnu og einlægum áhuga tókst að koma flugöryggismálunum í far- sælan farveg, þó tæknibúnaður væri frumstæður og mörg ljón á veginum. Arnór kenndi flugmönnum og flugumferðarstjórum blindflug um skeið, í æfingatækjum sem Flugmálastjórn hafði fengið hjá breska flughernum. Fyrsti flug- málastjórinn, Erling Ellingsen, sýndi Arnóri það traust að fela honum, fyrstum íslendinga, flug- vallarstjórn á Keflavíkurflugvelli 1946-1947. Við Arnór vorum báðir í hópi þeirra 5 flugumferðarstjóra, er fyrstir fóru héðan til framhalds- náms við skóla bandarísku flugmálastjórnarinnar í Okla- homa síðari hluta árs 1953. Náms- hópurinn nefndist TF 12 og er margs að minnast frá þeim góðu dögum. Við höfum margsinnis komið saman um þetta leyti árs til að minnast námsdvalarinnar og samverunnar vestra, en í marslok 1954 héldum við frá Oklahoma, 3 til Rochester, en 2 til Syracuse, í New York-fylki, til framhalds- náms. Nú eru þeir félagarnir frá Syracuse báðir horfnir af vett- vangi þessarar tilveru á vit hinnar næstu. Arnór hafði mikinn áhuga fyrir félagsmálum, hann var um hríð formaður Félags flugmálastarfs- manna ríkisins og sat í fyrstu stjórn Félags íslenskra flugum- ferðarstjóra, sem stofnað var í október 1955. Þá var hann einn af forustu- mönnum Kiwanis-hreyfingarinn- ar hér á landi og annar forseti klúbbsins - Heklu. Hann gerðist einnig félagi í Oddfellow-félags- skapnum árið 1962 og naut þar mikils trausts og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Fyrir hans orð gerðist ég einnig félagi 1 þeim ágæta félagsskap og er sannarlega margs góðs að minnast frá sam- vistunum þar, ekki síður en frá vettvangi samstarfsins við flug- umferðarstjórnina um 30 ára skeið. Árið 1955 tók Arnór við störfum yfirflugumferðarstjóra flug- stjórnarmiðstöðvar og flugturns í Reykjavík, annar maðurinn sem gegndi því starfi, en þar er sann- arlega í mörg horn að líta, bæði í innlendu og erlendu samstarfi. Hann sótti ýmsa fundi og ráð- stefnur erlendis á vegum starfsins og eignaðist þar fjölda vina. Hinn 2. september 1943 kvænt- ist Arnór eftirlifandi konu sinni, Guðfinnu Vilhjálmsdóttur frá ísa- firði. Þau eignuðust stóran og myndarlegan barnahóp: Selmu, sem er gift Magnúsi Jónssyni stór- kaupmanni, Hjálmar flugumferð- arstjóra, kvæntan Önnu S. Krist- jánsdóttur, Halldóru Friðgerði, gifta Arngeiri Lúðvíkssyni stór- kaupmanni, Hörð flugumferðar- stjóra, kvæntan Emmu Magnús- dóttur, Jóhann Pétur yfirverk- stjóra hjá Reykjavíkurborg, kvæntan Jenný Jónasdóttur, Ölmu, gifta Ævari Gestssyni hús- asmið, og Guðfinnu Hrefnu, gifta Karvel Jóhannssyni verkstjóra. Vorið 1974 syrti í álinn, Arnór veiktist mjög alvarlega, tvísýnt var um líf hans og honum var varnað máls um sinn. Með ein- stæðum viljakrafti komst hann aftur á fætur, þótt hann næði ekki fullri heilsu, jafnvel til starfa hluta úr degi, við skrifstofustörf flugumferðarstjórnarinnar, þar sem starfsreynsla hans og þekking var svo mikils virði. En það starf varð ekki til langframa, heilbrigð- iskröfur til flugumferðarstjóra eru strangar. Arnór fann sér fljótt önnur viðfangsefni, enda athöfn þörf öllum nauðsyn. Hann undi löngum við myntsöfnun og frí- meiki og átti orðið myndarlegt safn þeirra muna. Þau hjónin ferðuðust, jafnvel langferðir er- lendis og hann átti margar góðar stundir með fjölskyldu sinni og vinum og alltaf var gaman að hitta hann að máli. Ég minnist þess er ég sem oftar kom á heimili þeirra Arnórs og Guðfinnu, að Hæðargarði 44, fyrir ári, er Arnór varð sextugur. Málverkið, sem Jó- hannes Kjarval málaði af Arnóri, blasti við, með þeim sterku áhrif- um sem þeim stórmerka lista- manni einum var svo lagið að ná. Svo sannarlega voru þau hjón höfðingjar heim að sækja og hafa margir notið þeirra frábæru gestrisni. Okkur starfsbræðrum hans varð stundum að orði, að Arnór hefði á margan hátt skap- lyndi stórhöfðingja, og venjulegt umhverfi og efni stundum reynst honum þröngur stakkur. Kastalar fyrri alda, með tiiheyrandi tign, hefðu verið betur við hæfi. En enginn ræður sínum næt- urstað. Hin alvarlegu veikindi börðu enn að dyrum. Til allrar hamingju var hans trausti lífsförunautur og eiginkona við hlið hans þá, eins og jafnan áður. Leitað var tafarlausrar læknis- hjálpar, en mannshöndin var máttvana gagnvart kallinu að handan, nú skyldi vinur okkar nema lönd nýrrar tilveru, við hin dveljumst hér áfram — um sinn. Við starfsbræður Arnórs í Fé- lagi flugumferðarstjóra þökkum honum gifturíkt samstarf í öll þessi ár, og vottum Guðfinnu, börnum þeirra, barnabörnum, systkinum Arnórs og öðrum vandamönnum, okkar innilegustu samúð. Valdimar Ólafsson Fæddur 3. nóvember 1914 Dáinn 18. mars 1983 í ársbyrjun 1980 kom Njáll Guð- mundsson til starfa í Austurbæj- arskólann, gamall og margreynd- ur liðsmaður í kennarastétt. Njáll lauk kennaraprófi 1941, kenndi um hríð við Langholtsskólann uns hann varð skólastjóri Barnaskól- ans á Akranesi árið 1954. Er Njáll kom til starfa við Aust- urbæjarskólann hafði hann látið af störfum sem skólastjóri, enda var hinum svonefnda eftirlauna- aldri náð. En starfsorkan virtist lítt skert og áhuginn á að starfa að kennslumálum var brennandi. Við Austurbæjarskólann tók hann að sér það erfiða verkefni að ann- ast kennslu og uppeldislega hand- leiðslu þeirra nemenda sem þurfa lengri tíma til að tileinka sér námsefni efstu bekkja grunnskól- ans en allur þorri nemenda. Hon- um tókst á skömmum tíma að ná í dag er kvaddur Ólafur Gutt- ormsson Stýrimannastíg 3, hér í borg. Ólafur var fæddur á Kárs- stöðum í Helgafellssveit 9. des- ember 1919, sonur Guttorms Andréssonar arkitekts og seinni konu hans, Guðrúnar Þorkelsdótt- ur. Guttormur faðir hans var son- ur Andrésar Bjarnasonar söðla- smiðs í Reykjavík og konu hans, Guðlaugar Jónsdóttur, Gutt- ormssonar prófasts í Hjarðarholti í Dölum. Guðrún móðir ólafs var dóttir Þorkels ‘Hreinssonar trésmiðs í Reykjavík. Einn bróður átti ólaf- ur, Magnús Guttormsson loft- skeytamann. Ólafur ólst upp á miklu menn- ingarheimili þar sem bókmenntir og listir skipuðu veglegan sess, foreldrar hans höfðu bæði dvalist við nám í Kaupmannahöfn, Gutt- ormur í húsagerðarlist við Kunst- akademiuna, en Guðrún við saumanám. Að loknu stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1940, stóð hugur góðu sambandi við nemendurna og leiðbeina þeim svo að framfarir urðu framar vonum. Um síðustu áramót voru þessir nemendur teknir í Iðnskólann þar sem þeir njóta nú kennslu í verklegum greinum, en Njáll sleppti ekki af þeim hendi, kenndi þeim bóklega þætti námsins og fylgdist með framgangi þeirra í Iðnskólanum. Á þann hátt nutu þeir áfram handleiðslu Njáls og gátu snúið sér til hans með vandamál sín. Það er ómetanlegt hverjum skóla að hafa hina hæfustu kenn- ara. Ég tel að Njáll heitinn Guð- mundsson hafi verið einn þeirra. Hann lagði metnað sinn í að sinna nemendum sínum af kostgæfni svo að þeir yrðu færir um að standa á eigin fótum í lífsbarátt- unni. Hin skyndilega brottkvaðning Njáls heitins Guðmundssonar úr þessum heimi varð okkur sam- starfsmönnunum og nemendum Ólafs til náms í arkitektúr en þá var síðari heimsstyrjöldin skollin á og ekki auðvelt fyrir íslenska námsmenn að fara utan til náms, svo frekari námsdraumar voru lagðir á hilluna. Þótt ólafur tengdafaðir minn væri fremur dulur maður hefur mér þó fundist nokkurrar eftirsjár gæta er þessi mál báru á góma. A stíðsárunum var ólafur túlk- ur hjá Bretum og síðar Banda- ríkjamönnum, en síðar hóf hann samstarf við föður sinn við húsa- teikningar allt þar til faðir hans lést árið 1958, en síðan í samvinnu við aðra. Einnig starfaði Ólafur í mörg ár á teiknistofu Borgarverk- fræðings. Árið 1943 kvæntist ólafur Hel- enu Geirsdóttur Zoéga og eignuð- ust þau þrjár dætur, elst er Anna Guðlaug, gift undirrituðum, Helga Guðrún, gift Halldóri Pálssyni, og yngst Erna ólöf, gift Michael Rothe. Barnabörnin eru orðin sjö og nú á dögunum fæddist fyrsta lang- Guðný Jóna Jóns- dóttir — Minning Fædd 31. janúar 1919 Dáin 3. mars 1983 Mig langar með þessum línum til þess að kveðja frænku mína Guðnýju Jónu. Hún andaðist í Borgarspítalanum 3. mars sl. eftir tæplega 5 mánaða erfiða sjúk- dómslegu. Hún hafði ekki gengið heil til skógar síðustu ár. Gekkst hún meðal annars undir heilaupp- skurð fyrir rúmu ári, en fólk heyrði hana aldrei kvarta. Fátt er manni dýrmætara í líf- inu en að eiga góðan vin. Nú þegar ég kveð hana og minningarnar þyrlast upp í huga minn, þá er margs að minnast. Gugga, eins og hún var alltaf kölluð, var fædd á Kalmarstjörn í Höfnum, dóttir hjónanna Sigríðar Sigurðardóttur og Jóns Björgvins Sigurðssonar. Móður sína missti Gugga þegar hún var 9 ára gömul, og stóð Jón þá uppi með tvær dætur móður- lausar. Þá hófst í raun alvara lífs- ins. Seinna kvæntist Jón aftur Margréti Helgadóttur og með henni eignaðist hann tvo syni. Hjá föður sínum og Margréti ólst hún upp, en systur hennar var komið í fóstur hjá föðurömmu sinni. Gugga var gift Sigurði Lúðvík ólafssyni frá Súgandafirði og eignuðust þau 11 mannvænleg börn og eitt barnabarn ólu þau upp að auki. Einn son sinn, Elías, misstu þau þegar hann var 24 ára. Var það mikið áfall fyrir þau hjónin. Eitt er víst, að það hafa verið miklir fagnaðarfundir hjá þeim mæðginum að hittast, því að Gugga vissi að hverju dró og var farin að hlakka til endurfund- anna. Gugga var mjög iðin, vandvirk og afkastamikil kona, þess sáust best merki þegar saumaðar voru flíkur upp úr litlu efni en úr varð kraftaverk. Gugga var fríð kona, létt í lund og hafði ákveðnar skoð- anir. Hún var sjálfstæð og sjálf- stæðiskona alla tíð. Starfaði hún mikið að félagsmálum um nokk- urra ára skeið í Kópavogi, því þar bjuggu þau hjónin lengst af bú- skaparárum sínum. Þessi fátæklegu kveðjuorð eru bara brot af því sem ég vildi segja, því það var alltaf pláss í litla hús- inu hjá Guggu og Sigga við Kárs- nesbrautina, þótt óvæntan lítinn gest bæri að garði fyrirvaralaust Ólafur Guttorms- son — Minning skólans mikið áfall, en sárastur harmur er kveðinn að dóttur hans og syni, tengdabörnum og barna- börnum. Þeim votta ég mína dýpstu samúð og megi algóður guð styrkja þau harmi gegn. Við í Austurbæjarskólanum minnumst hans einkum vegna ein- staklega hlýs viðmóts og hógværð- ar í daglegum samskiptum. Þökk- um samfylgdina. Fari hann í friði. Alfreð Eyjólfsson og langaði til að gista, bara svona að gamni, eins og ég gerði oft. Þetta sýndi best hvern mann hún hafði að geyma, því ávallt var pláss fyrir einn í viðbót í hjarta hennar, og allt vildi hún fyrir alla gera. Kveð ég hér frænku mína með þökk fyrir allt og allt. Að lokum sendum við fjölskyldan í Stang- arholti 2, Sigurði, börnunum og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Þeir sem mér unnu eru dánir ojj umhyggja — hún fór meó þeim. Nú hvert ég etii engir spyrja og engir nær ég komi heim. (Jens Hermannsson) Ellý afabarnið. Helena og Olafur slitu samvistum. Lífshlaup tengdaföður míns varð stutt, þar skiptust á skin og skúrir eins og hjá okkur flestum, hann var prúðmenni mikið, vel hagmæltur eins og hann átti kyn til. Bridgespilari var hann og góð- ur, það vitna margir fallegir verð- launagripir um, fróður var hann og skemmtilegur til viðræðna. Nú er skarð fyrir skildi og sökn- uður ríkir í hugum ástvina hans, en við trúum því að vel hafi verið tekið á móti honum handan móð- unnar miklu. Einar Benediktsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.