Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 48
juglýsinga- síminn er 2 24 80 _ ^skriftar- síminn er 830 33 FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1983 Vinnubúðir við Blönduvirkjun: Landsvirkjun samdi við Akur og Vörðufell fyr- ir um 6 milljónir króna Gerði mér grein fyrir því að þetta gat orðið mitt síðasta „ÞETTA var skelfileg lífsreynsla og ég gerdi mér grein fyrir því frá fyrstu stundu að þetta gæti orðið mitt síðasta," sagði Roger Pichon, höfuðsmaður í björgunarsveitum franska hersins, eftir að hann var kominn heill á húfi til höfuðborg- arinnar í gærkvöld úr svaðilför sinni um Vatnajökul. „Það sem kom mér mest á óvart var veðrið. Mig hafði ekki órað fyrir því að veðurhæðin væri svona mikil og fínkornóttur snjórinn smaug alls staðar inn, bráðnaði og fraus jafnvel stund- um. Ég má víst teljast heppinn að hafa ekki kalið meira á hönd- um og fótum, en ég var með smyrsl sem varði mig fyrir því versta," sagði Pichon þreytu- legur á leið sinni til læknis að láta gera að þeim sárum sem hann hlaut. „Ég varð að skilja tjaldið eftir á leið minni, en það nýttist mér ekki nema eina nótt þar sem það blotnaði svo að óbærilega þungt var að hafa það í eftirdragi. Einnig gáfu bindingarnar á skíð- unum sig hvað eftir annað þann- ig að ég neyddist til að fara fót- gangandi mestan hluta leiðar- innar og komst því oft á tíðum ekki nema hundrað metra á klukkustund. En eitt er víst, ég sný ekki upp á jökulinn til að sækja þessar föggur að svo stöddu," sagði hann og brosti. Spá Vinnuveitendasambands íslands: Hækkun framfærsluvísi- tölu um 110% á árinu „EFTIR samanburð á þeim 19 til- boðum, sem bárust var ákveðið að ganga til samninga við Trésmiðjuna Akur á Akranesi og Vörðufell í Frímerkjauppboð í Sviss: íslenska biblíu- umslagið metið á 3,5 milljónir kr. HINN 10. aprfl næstkomandi verða boðin upp íslensk frímerki á frí- merkjauppboði í Sviss . Hér er um að ræða hið kunna „biblíuumslag" frá 1873, sem fannst árið 1972 af „eldri heiðursmanni á fsiandi" eins og segir í uppboðsskránni. Umslagið fannst í gamalli biblíu og dregur nafn sitt af því, og er verð þess nú áætlaö um 3,5 milljónir ís- íenskra króna, af hinum svissn- esku uppboðshöldurum. Nafn eig- anda er ekki gefið upp í skránni. Biblíuumslagið er með 23 frí- merkjum, og var á sínum tíma sent sýslumanninum í Árnes- sýslu, vegna myntbreytingarinn- ar, þegar skipt var frá ríkisdöl- um og skildingum í krónur og aura. í uppboðsskránni er talið að aðeins 22 bréf af þessum tagi hafi komið í leitirnar, og frí- merkjaáhugamaður sagði i sam- tali við blaðamann Morgunblaðs- ins í gærkveldi, að umslag á borð við þetta væri varla ti] hér á landi nú. Islenska „biblíuumslagið" er talið merkasta númerið á um- ræddu frímerkjauppboði, og prýðir heilsíðumynd í lit af um- slaginu fyrstu síðu uppboðs- skrárinnar. Einnig verða ýmis önnur íslensk frímerki boðin upp á sama uppboði, en ekkert þeirra kemst í hálfkvisti við biblíu- umslagið að verðmæti. Reykjavík, sem gerðu sameiginlegt tilboð og hafa þeir verið undirritað- ir,“ sagði Halldór Jónatansson, að- stoðarframkvæmdastjóri Lands- virkjunar, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir tilhögun bygg- ingar vinnubúða fyrir starfsmenn á Blönduvirkjunarsvæðinu, en útboð vegna þeirra fór fram í febrúarmán- uði sl. Halldór sagði að um væri að ræða 50 einingahús fyrir 100 starfsmenn, sem ætti að reisa í sumar. Samningsupphæðin er um 6 milljónir króna. „Síðan var jafn- framt samið við sömu aðila um smíði á íbúðarhúsnæði fyrir 50 starfsmenn til viðbótar og smíði á mötuneyti og hreinlætisaðstöðu, en sá samningur er að upphæð um 6,7 milljónir króna." Samningurinn er þó þannig, að Landsvirkjun hefur rétt á að stað- festa hann fyrir áramót, en að öðrum kosti fellur hann niður. Ef Landsvirkjun staðfestir samning- inn ber fyrirtækjunum að skila þessu viðbótarhúsnæði á næsta ári. Halldór Jónatansson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Landsvirkjun- ar, gat þess ennfremur, að fluttar yrðu vinnubúðir fyrir um 40 starfsmenn frá Hrauneyjafoss- virkjunarsvæðinu í sumar, þannig að aðstaða yrði væntanlega komin upp fyrir 140 starfsmenn á Blöndusvæðinu með haustinu. Hins vegar væri ekkert ákveðið ennþá um nánari framkvæmdir á svæðinu. VINNUVEITENDASAMBAND ís- lands hefur gert nýja spá um þróun verðlags, launa og gengis fram á næsta ár. Niðurstöðurnar eru þær að hækkun framfærsluvísitölunnar frá ársbyrjun til ársloka 1983 verði 110%, en að meðalhækkunin milli áranna 1982 og 1983 verði 90%. Verð á Bandaríkjadollar er áætlað að verði 36,70 krónur um næstu áramót og hafi því hækkað um iiðlega 120% á árinu. Helztu forsendur fyrir spánni eru, að 15% hækkun verði á dollar í júní 1983 og gengissig í samræmi við launa- og verðbreytingar í öðr- um mánuðum. Launakostnaðar- hækkanir og áhrif af minni þjóð- artekjum í kjölfar orlofsleng- ingarinnar koma fram í maí og ágúst. Niðurgreiðslur verði svo sem áformað er í fjárlögum. Nú- verandi vísitölugrundvöllur verði áfram notaður. Engar sérstakar breytingar verði á aflamagni um- fram það sem spáð hefur verið. Engar grunnkaupshækkanir verði á árinu. Engar umtalsverðar breytingar verði á óbeinum skött- um. Loks að viðskiptakjör batni á árinu, þannig að frádráttur frá hækkun framfærsluvísitölunnar við útreikning verðbóta verði 6,3% í júní og 7% í september og des- ember. Eftir það verði frádráttur- inn að meðaltali 12,5%. Spáin gerir ráð fyrir 90% með- alhækkun framfærsluvísitölu milli áranna 1982 og 1983. Þá er því spáð að meðalhækkun fram- færsluvísitölu milli áranna 1983 og 1984 verði um 93%. Verðbóta- hækkanir launa verði 20,5% í júní 1983, 18,5% í september 1983, 18,0% í desember 1983, 16,0% í marz 1984 og 16,5% í júní 1984. f frétt VSf segir, að þessi spá sýni aðra og dekkri mynd af þróun verðbólgunnar á næstu misserum en séð var fyrir með sfðustu verð- bólguspá VSÍ, sem gerð var um mánaðarmótin nóvember-desem- ber 1982. „Sú spá stóðst í öllum aðalatriðum varðandi tímabilið 1. desember 1982 til 1. marz 1983, en gerði ráð fyrir að þá myndi heldur draga úr verðbólguhraðanum þannig að verðbótahækkun launa 1. júní 1983 yrði t.d. 11,85% og að 1. september 1983 yrðu þær 12,16%. Vanskilaskuldir á sjöunda hundrað milljóna króna V ANSKILASK iJ LDIR fyrirtækja í sjávarútvegi og fiskvinnslu við Fisk- veiðasjóð og Byggðasjóð einvörðungu nema í sjöunda hundrað milljóna króna. Að sögn kunnugra duga þær 120 milljónir króna, sem lána á til um 60 þessara fyrirtækja því skammt. í fyrradag voru gefin út bráðabirgðalög sem heimila rfkisstjórninni að veita sjálfskuldarábyrgð fyrir 120 millj. kr. láni, innlendu eða erlendu, til þessarar lánastarfsemi. Ríkisstjórnin samþykkti í fyrradag tillögur nefndar um hvernig fénu skuli ráðstafað og er Mbl. kunn- ugt um að tvö fyrirtækjanna fá fyrir- greiðslu að beiðni félagsmálaráðuneyt- isins, annað 6 milljónir króna, hitt 5 milljónir. Þessi tvö fyrirtæki eru Hrað- frystihúsið á Eyrarbakka og Árborg, sem gerir út togarann Bjarna Herj- ólfsson. Á lánalistanum eru þessi fyrirtæki með hæstu upphæðirnar, 6 og 5 milljónir. Önnur fyrirtæki fá minna, aðeins nokkur þeirra eru þó undir einni milijón kr. eftir því sem Mbl. hefur fregnað. Um 800 fyrir- tæki í landinu eiga viðskipti við Fiskveiðasjóð. Mbl. er kunnugt að vanskilaskuldir við sjóðinn um mán- aðamótin febrúar, marz, námu 559 milljónum króna. Vanskilaskuldir við Byggðasjóð voru á sama tíma rúmlega 50 milljónir króna, ekkí eru í þessu dæmi vanskil við bankastofn- anir og aðra lánendur. Bráðabirgðalögin eru gefin út að ósk sjávarútvegsráðherra sem við- auki við lögin um Fiskveiðasjóð fs- lands. Fela þau í sér að ríkisstjórn- inni er heimilt að veita sjálfsskuld- arábyrgð á áðurnefndu láni. Þá er kveðið á um að stofnuð skuli sérstök deild við Fiskveiðasjóð, sem hafi það hlutverk að veita lán af þessu fé til hagræðingar í fiskiðnaði og til að leysa vandamál fyrirtækja f sjávar- útvegi. Fjárhagur deildarinnar skal sérstaklega aðgreindur frá öðrum hlutum sjóðsins. í lögunum er tilgreint að fjár- málaráðherra sé í þessu tilviki ekki bundinn af ákvæðum laga um trygg- ingar við veitingu rikisábyrgða. Ragnar Arnalds sagði, að ákvæðið væri tilkomið vegna þess að þarna væri um að ræða stofnun sérstakrar deildar og ekki víst hvort unnt yrði að viðhafa sömu aðferðir við veit- ingu ríkisábyrgðar eins og almennt gerðist, þ. e. að Fiskveiðisjóði væri e. t. v. ekki kleift að veita þær ábyrgðir sem lög krefðust. Sjávarútvegsráðherra setur sam- kvæmt lögunum reglur um fram- kvæmd þeirra, þar á meðal um lánsskilyrði, lánshæfni, lánskjör og tryggingu þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.