Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1983 © '963 Uniimwl Prtw Syf>d»c«l« / '3 E9 aeUc\ cxb -íöí ö'SríS f a-T bess’um raksp!/^." ósí er ... ... ad gefa henni „ Vibhald“. Með morgimkaffLnu TU Rw U S Pat. Ofl ->« rights r«s*rv»0 *1M2 Lw Angataa Tknaa Syndlcata Argangurinn 1962? — ofsa árgang helv ... sem hefur verið að ur það! svekkja gestina í dag! HÖGNI HREKKVÍSI Held að hér sé akur fyr- ir fjölmiðlana að erja Gestur Sturluson skrifar: „Velvakandi. Einn af stjórnendum útvarps- þáttarins „Gull í mund" fór niður í Austurstræti hér á dögunum til að forvitnast um, hve vegfarendur væru vel að sér í kristnum fræð- um; spurði þá, hvað þeir vissu um bænadagana og páskana. Úrtakið var að vísu ekki stórt, eitthvað sjö átta manneskjur, en útkoman var sú, að aðeins einn gat svarað ein- hverju um þessa helgidaga og af hvaða tilefni þeir væru haldnir heilagir. Hinir vissu bókstaflega ekki neitt, stóðu alveg á gati. Ekki kom mér þetta alveg á Húsmóðir skrifar: „Góður maður sagði: „Glæpur kapítalismans felst í því, að þeir sem auðmagnið höfðu borguðu ekki nógu hátt kaup, svo að það myndaðist félagslegt óréttlæti.“ Þetta sáu menn fljótt, og þess vegna kom verkfallsrétturinn. Þá hlýtur glæpur kommúnismans að liggja í því að taka hann aftur af verkamönnunum. Tjáningarfrels- ið var líka tekið og valdbeitingin ein tók við. Skáldin, sem fyrir byltinguna í Rússlandi skrifuðu tárvotar lýsingar á óréttlætinu, sem þróaðist á meðan enginn var verkfallsrétturinn, þau eru öll far- in. 1 Rússlandi eru þau, sem ekki voru hreinlega drepin, vistuð á geðveikrahælum eða í þrælabúð- um, og þar eru líka mennirnir, sem reyna að berjast fyrir bættum kjörum almennings. Mörg skáld féllu fyrir blekking- um kommúnismans, enda voru þau óspart notuð og þeim beitt fyrir áróðursvagninn. Þau gerðu sitt gagn, en þegar frá leið og farið var að framkvæma helstefnuna, þá gengu þau af trúnni og ventu kvæði sínu í kross, eins og Orwell og Steinn Steinarr og fleiri. Þá hættu áróðursbókaforlögin að gefa út verk eftir þau. Þess í stað endurprenta þau það sem passar fyrir Kremlarherrana. Þau skáld sem enn trúa á ofbeldi kommún- ismans og dá stjórnaraðgerðirnar f Suður-Víetnam, innrásina í Kampútseu og samþykkja, að verkamennirnir í Víetnam vinni af þjóðinni stríðsskuldirnar við óvart. Ég hafði það einhvernveg- inn á tilfinningunni, að áhugi og þekking þjóðarinnar á kristnum fræðum væri um það bil á þessu stigi, a.m.k. hjá yngri kynslóðinni. Én það var annað sem kom mér á óvart. Spyrjandinn, sem var Sig- ríður Árnadóttir að mig minnir, hringdi á eftir í séra ólaf Skúla- son dómprófast og spurði hann, hvernig honum hefði litist á svör- in. Það er skemmst frá að segja, að þetta virtist koma honum gjör- samlega á óvart. Þessi ágæti kennimaður kom alveg af fjöllum. Og þá vaknaði spurning hjá mér: Ber þetta ekki vott um, að Rússa með því að þræla í Síberíu fyrir 40% af kaupinu en Rússar hirði afganginn, þeim ferst eins og þeim, sem glaðir kyssa á böðuls- höndina og eiga fyrirlitninguna eina skilið frá öllum, sem frelsi og mannréttindi meta. Almenningur las Charles Dick- ens og fleiri, svo að það var auð- velt fyrir kommúnistana að kom- ast til valda í verkalýðsfélögunum, og þar gátu þeir gert mestu óhæfuverkin. En verkamennirnir sáu fljótt í gegnum svikavefinn og núna fá kommúnistarnir ekki at- kvæðin frá verkamönnum, enda alls staðar að verða áhrifalausir í hinum frjálsa heimi. Það er fróðlegt að fylgjast með atkvæðatölunum, sem þeir fá í lýðræðisríkjunum, hvar sem er í heiminum. Sannleikurinn er sá, að með verkfallsréttinum eru verka- mennirnir eins réttháir og þeir sem þurfa að ávaxta sitt pund. Þessir aðiljar hafa fjöregg þjóð- anna í hendi sér og þar af leiðandi eru hinir frjálsu verkamenn orðn- ir tregir til að fara í verkfall, sem ekkert færa þeim í aðra hönd, og hiirír sem hjá ríkinu vinna fá kauphækkun án þess að fórna nokkru. í Danmörku og fleiri lönd- um spyrna verkamenn við fótum, og á þá verkalýðsforingja, sem heimta verkföllin, er ekki lengur hlustað, og þeir tapa þingsætum sínum um allar jarðir. Gott á sú þjóð, sem ekki hlustar á þá, sem til hennar koma i sauðargærum kommúnismans." prestastéttin sé að sumu leyti hálfeinangruð, búi í eins konar fílabeinsturni og viti ekki nógu vel, hver staða hennar og kirkj- unnar er meðal þjóðarinnar? Að vísu stendur í opinberum skýrsl- um, að 90% þjóðarinnar séu í þjóðkirkjunni, en það segir bara ekki alla söguna. Skýrslur segja stundum svo lítið. En ég er smeykur um, að þetta sé ekkert einsdæmi hjá presta- stéttinni. Mér virðist þjóðin vera í auknum mæli að skiptast upp i einangraða hópa, þar sem hver baukar í sinu horni. Ég óttast, að haldi svo fram sem horfir, komi að því, að við eigum fátt af sameig- inlegum áhugamálum, nema ef vera skyldi Dallas. Ég held, að það sem okkur ís- lendinga vanti, sé sjálfsrýni. Hvernig erum við sem þjóð? Hvar erum við staddir og hvert erum við að fara? Ég held, að við gerum of mikið af því að gana áfram í einhvers konar samblandi af stressi og andlegum sljóleika. Það sem vakti mig til umhugsunar um þetta var fyrrgreind könnun niðri í Austurstræti. Úrtakið var að vísu lítið, eins og áður er sagt, en var þó nokkur vísbending, að mínu mati. Og þá kem ég að því, sem ég ætlaði að segja að endingu. Ég held, að hér sé akur fyrir fjölmiðl- ana að erja, t.d. dagblöðin. Þar á ég við skoðanakannanir af ýmsu tagi, þar sem reynt væri að kanna þá andlegu strauma, sem eru að verki í þjóðardjúpinu. Að vísu hafa oft verið gerðar skoðana- kannanir, og á ég þar við kannanir DV og Helgarpóstsins, en þær hafa verið alltof einhliða, að mér finnst. Þær hafa alltaf og ævin- lega snúist um það sama, pólitík og aftur pólitík. Sama rórillið aft- ur og aftur. Hvort menn vilji held- ur Gunnar eða Geir, Vilmund eða Jón Baldvin, óla Jó eða ólaf Ragnar. Á þessu jagi eru flestir orðnir hundleiðir, enda upp undir helmingur fólks, sem neitar að svara. Mér er fullljóst, að vandaðar skoðanakannanir eru bæði vanda- samar og dýrar. T.d. ber að varast að spyrja þannig, að í spurningun- um felist dulinn þrýstingur um ákveðið svar, en ég held, að þetta væri þess vert að reyna það. Áð lokum ein lítil ábending til ykkar Morgunblaðsmanna: Hvernig væri, að þið riðuð á vað- ið?“ Gott á sú þjóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.