Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1983 Holland: Sex létust og fimm 9 særðust í skothríð I — eftir að til rifrildis kom á kaffihúsi Qdæði 17 ára pilts vekur óhugnað í Belgíu: Myrti fimm fjölskyldu- meðlimi að ástæðulausu Ypres, Belgíu, 6. apríl. AP. SVO VIRÐIST, sem sautján ára gamall belgískur piltur hafi fyrir tveimur vikum orðið stórum hluta fjölskyldu sinnar að bana. l»að sem óhugnanlegra þykir er að engin sérstök ástæða virðist vera fyrir ódæöinu. Ekki hefur verið skýrt frá þessum hryllilega atburði fyrr en nú, en talið er að morðin hafi verið framin þann 25. mars í bænum Elverdinge, skammt frá Ypres. Delft, Hollandi, 6. aprfl. AP. VOPNAÐUR maður hóf skot- hríð á þéttsetnu kaffihúsi í þess- ari sögufrægu borg í Hoilandi í gærkvöldi, með þeim afleiðing- um að sex manns létu liTið og fimm særðust, að því er segir í fregnum lögreglunnar. Meðal Moskvu, 6. aprfl. AP. LIDYA Vashchenko, sem hefur hafst við í bandaríska sendiráðinu ásamt fjölskyldu sinni, sem er í sovéska hvítasunnusöfnuðinum, varð á brott frá Sovétríkjunum í dag eftir að hafa háð langa bar- áttu við yfirvöld um leyfi til að fara úr landi. Lidya, sem er 32 ára gömul, flaug frá Moskvu árdegis í dag Beit nefið af unnustunni — og giftist henni svo Newcastle, Wyoming, 6. aprfl. AP. UNGUR maöur, 22 ára gamall, gerði sér lítið fyrir og beit meiri hlutann af nefi unnustu sinnar af fyrir nokkru, en hún hafði ekki annað til saka unnið en að stíga nokkur dansspor á krá einni með ókunnugum manni. Dómarinn sagði er hann kvað upp sektardóminn, að hann liti svo á að um vonsku- og sjúklegt athæfi hafi verið að ræða. Eftir er að ákveða hæfilega refsingu fyrir bitvarginn, en hann getur átt allt að 15 ára fangelsi yfir höfði sér. ólíklegt er þó að svo harkalega verði refsað, því síðan að atburðurinn átti sér 19. desem- ber, hefur það markverðast gerst hjá fólkinu, að það gekk í það heil- aga. Unga frúin hefur farið í nokkrar aðgerðir og nefið hefur verið saumað á hana. þeirra sem létust voru tvær kon- ur. Allt lögreglulið borgarinnar lagðist á eitt við leitina að manninum í nótt og naut þar að- stoðar sérþjálfaðra sveita víða að í landinu, en ekki voru neinar með austurrískri farþegaþotu til Vínar. „Við fögnum þessari þróun rnála," sagði starfsmaður banda- ríska sendiráðsins í Moskvu í dag, en hann sagði ekkert benda til þess enn að sovésk yfirvöld hefðu í hyggju að leyfa öðrum meðlim- um fjölskyldunnar að fara á brott úr landinu. Lidya flaug til Moskvu i gær- kvöldi frá heimili fjölskyldunnar í Chernogorsk í Síberíu, en hún lagði fram ítrekaða beiðni um vegabréfsáritun þar í síðastliðn- um mánuði. Það var í júní 1978 sem fimm úr Vashchenko-fjölskyldunni og tveimur úr Chmykhalov-fjöl- skyldunni tókst að komast fram hjá sovéskum öryggisvörðum við bandaríska sendiráðið og fóru þar fram á hjálp við að fá leyfi yfirvalda til að verða á brott úr landinu. Þau kvörtuðu yfir of- sóknum stjórnvalda á hendur sér sökum trúar sinnar. Þeim var síðan veitt hæli í sendiráðinu meðan unnið var að málum þeirra. Sovésk yfirvöld hafa ítrekað að ekki verði unnið að málum þeirra og umsóknum nema þau yfirgefi bandríska sendiráðið og snúi til Chernogorsk, þar sem heimili fjölskyldunnar er. Fjölskyldan sótti fyrst um vegabréfsáritun fyrir 22 árum, en beiðni þeirra hefur ítrekað verið hafnað síðan þá. fregnir af honum í dag. Lögregl- an sagði þetta vera eitt stærsta morðmál í Hollandi á undan- förnum árum. Skothríðin átti sér stað um klukkan 8.40 að staðartíma á kaffihúsi að nafni „Het Koetsi- ertje", sem er vinsæll samkomu- staður gegnt lögreglustöð borg- arinnar. Upptök skothríðarinnar eru ekki fullkönnuð, en svo virð- ist sem skothríðin hafi byrjað eftir að þjónn á staðnum til- kynnti yfirmanni staðarins að honum hefði verið hótað lífláti af einum gestanna. Þegar hann tók að kanna málið dró gestur- inn upp skammbyssu og skaut á gesti og gangandi með fyrr- greindum afleiðingum. Ekki hefur verið tilkynnt hver fórnarlömb skothríðarinnar voru, en árásarmaðurinn mun hafa verið hollenskur ríkisborg- ari, tyrkneskur að uppruna. Delft, sem er 90.000 manna borg, er fræg fyrir leirtau málað í hvítum og bláum litum og hún er einnig fæðingarborg málar- ans Vermeer, sem uppi var á sautjándu öld. Drengurinn hóf voðaverkaröð- ina á því að myrða 78 ára gamla ömmu sína, sem bjó í næsta húsi við fjölskylduna. Eftir að hafa skotið hana til bana, hélt hann til frænda síns, sem býr í hverfinu og skaut hann einnig til bana. Þannig vildi til, að móðir hans og frænka voru einnig í húsinu og féllu þær einnig fyrir kúlum úr sjálfvirkum riffli piltsins. Frá húsi frændans sneri hann heim- leiðis og beið eftir föður sínum, sem var í vinnu, og skaut hann þegar hann birtist í dyrunum. Að voðaverkunum loknum varp- aði pilturinn líkum móður sinnar, frænda og frænku ofan í djúpan brunn skammt frá heimilinu, en gróf lík föðurins og ömmunnar í garðinum að baki húsinu. Grunur um að ekki væri allt með felldu vaknaði fyrst þegar sóknarpresturinn, sem var tíður gestur hjá ömmunni, veitti því at- hygli að gluggahlerarnir voru lok- aðir hjá henni í nokkra daga. Lögreglan hóf þegar leit að gömlu konunni, svo og öðrum meðlimum fjölskyldunnar, en án árangurs. Það var ekki fyrr en pilturinn, sem hafði brugðið sér á hátíðahöld í Ypres eftir morðin, sneri heim, að málið upplýstist. Stráksi var þó ekki á því að láta lögregluna, sem beið hans við heimili hans, ná sér fyrirhafnarlaust og reyndi flótta. Hann reyndist skammgóður verm- ir því fjöldi lögreglumanna yfir- bugaði hann skjótt. Pilturinn hefur í yfirheyrslum borið við minnisleysi og einnig að hann hafi orðið vitstola af bræði. Hann hefur þó ekki gefið neina skýringu á ofsareiði sinni, sem e.t.v. leiddi til morðanna. Sem fyrr segir bendir því allt til að morðin hafi verið framin af litlu eða engu tilefni. Óhug hefur slegið á fólk í Belgíu vegna fregna af málinu. Drottning þöglu myndanna látin Gloria Swanson — ímynd hinna gömlu, góðu daga í Hollywood New York, 5. aprfl. AP. GLORIA Swanson, drottning þöglu myndanna og ímynd hinna góðu og gömlu tíma í Hollywood, lést í gær, mánudag, í sjúkrahúsi í New York eftir skamma legu. Hún var 84 ára að aldri. Gloria Swanson hóf leikferil sinn á unglingsaldri, aðeins 15 ára gömul, og reis brátt upp í hæstu hæðir meðal stjarnanna í Hollywood. Gloria var mjög fög- ur kona og lét sér enda annt um heilsu sína og útlit. Hún var bindindissöm, neytti aðeins hollray fæðu, baðaði andlit sitt aldrei nema úr tæru lindarvatni og forðaðist loðfeldi og rauðar nellikur eins og heitan eldinn. Gloria lék í sinni fyrstu mynd árið 1914 en árið 1936 kvaddi hún hvíta tjaldið að sinni og kom ekki aftur fram fyrr en 13 árum síðar, árið 1949, þegar hún fór með aðalhlutverkið í „Sunset Boulevard", mynd um fyrrum kvikmyndastjörnu, sem komin er á efri ár og farið að förlast ekki alllítið. Árið 1951 kom hún fram á Broadway í leikritinu „Tuttugasta öldin" og ári síðar í „Nina“ með David Niven. 1972, þegar hún var 72 ára, sneri hún aftur til Hollywood og lék þá i myndinni „Fiðrildin eru frjáls". Sjálfsævisaga Gloriu Swan- son, sem út kom árið 1980, vakti mikla athygli og ekki síst fyrir það, að þar sagði hún frá ást- arævintýri, sem hún hefði átt með Joseph P. Kennedy, föður þeirra Kennedy-bræðra. „Ef ég hefði ekki skrifað um það, þá hefði áreiðanlega einhver annar orðið til þess,“ sagði Gloria við fréttamenn. Gloria Swanson, tvær myndir teknar með hálfrar aldar millibili. Til hægri er hún í hlutverki sínu f myndinni „Þrjár vikur“. Gloria var sexgift um ævina og átti meðal annars franskan markgreifa um hríð. Sjötta manninum giftist hún árið 1976, þá 77 ára gömul. William Duffy heitir hann og var aðeins sextug- ur að aldri en það, sem dró þau saman, var sameiginlegur áhugi þeirra á heilsusamlegum mat. Lidya Vashchenko komin til Vínar — eftir langa baráttu við sovésk yfirvöld um vegabréfsáritun w ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.