Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1983 31 Orkuverð til húshitunar — eftir Sturlu Böðv- arsson, Stykkishólmi Deilur um svonefnt álmál hafa sett svip sinn á stjórnmálaumræð- ur í langan tíma. Deilur þessar eru nú komnar á svo alvarlegt stig að mál er að linni. Raforkusala frá stórvirkjunum Með virkjun Þjórsár við Búrfell og byggingu Álversins í Straums- vík markaði Viðreisnarstjórnin nýja stefnu í atvinnumálum þjóð- arinnar. Frá þeim tíma hefur orð- ið mikil breyting á orkunotkun og orkuverði í heiminum sem óþarft er að rekja hér. Samfara hækkuðu olíuverði var mörkuð sú stefna upp úr 1974 að virkja jarðvarma til húshitunar. Hefur mikill hluti af fjárfestingarfjármagni gengið til uppbyggingar jarðvarmaveit- um sem hefur í flestum tilvikum verið hagkvæmari kostur en raf- orka frá raforkukerfi landsins. Raforka frá stórvirkjunum hefur því verið nýtt að stærstum hluta til stóriðju. Það hefur verið trú stjórnmála- manna að nýta bæri orkuna í fall- vötnum landsins, svo sem sjá má á risavöxnum virkjanafyrirætlun- um við Þjórsá — Blöndu og í Fljótsdal. Fyrirætlanir um stór- virkjanir hafa allar tengst stór- felldri raforkusölu til orkufreks iðnaðar. Nú bregður hinsvegar svo við, að rekstur stóriðjuveranna í Straumsvík og á Grundartanga er svo bágborinn, að ekki hefur tekist að fá hækkun á orkuverði til sam- ræmis við orkuverð í heiminum. öll þjóðin hefur fylgst með þeim rammaslag sem staðið hefur um raforkusölu til ISALs og haft af því þungar áhyggjur á hvern veg þar hefur verið staðið að verki. Raforka til húshitunar Á meðan ráðherra orkumála þjóðarinnar hefur háð kalt stríð við forustumenn álversins án árangurs, hefur gjaldskrá um raf- orkusölu til íslenskra heimila fengið greiða leið um borð ráð- herrans. Hann hefur staðfest hækkanir raforku til jafns við verð á olíu. Nú er svo komið, að frá þeim landsvæðum þar sem olía og raforka eru einu kostirnir til hit- unar húsa, berast ályktanir og óskir um úrbætur svo rétta megi af hag heimilanna. Eða eins og einn þingmaður orðaði það svo „smekklega", að daglega bærust bænaskrár af landsbyggðinni um aðgerðir stjórnvalda. Hér er stórt vandamál á ferð sem varðar alla þjóðina og gæti leitt til stórfelldrar byggðarösk- unar. Ef fólksflótti til höfuðborg- arsvæðisins bættist við ytri kreppueinkenni og innri efna- hagsvandamál þjóðarinnar, gæti á skömmum tíma riðið yfir stórfellt atvinnuleysi. Því verður i tíma og á réttan hátt að bregðast við þeim vanda sem hátt orkuverð til hús- hitunar er. Nýlega kom út nefndarálit um fjáröflun til iöfnunar húshitun- arkostnaðar. I nefndaráliti þessu er dregið fram með tölulegum rök- um hver ábyrgð iðnaðarráðherra er á hinu háa raforkuverði til hús- hitunar. í þessu nefndaráliti sem fulltrúar allra flokka standa að og Kjartan Ólafsson, ritstjóri Þjóð- viljans, er formaður fyrir, eru dregnar fram staðreyndir um orkuverð og er bent á leiðir til lækkunar raforkuverðs til húshit- unar. Nefndarálitið er einn alls- herjar áfellisdómur um orku- stefnu Alþýðubandalagsins. Tvennt ber hæst í þessu nefnd- aráliti. Dæmalaus skilningur ið- naðar- og fjármálaráðherra á svonefndu orkujöfnunargjaldi og stórfelldur skaði þjóðarinnar af starfsaðferðum iðnaðarráðherra þegar hann hefur gert tilraunir til að semja við auðhringinn sviss- neska. Sú alvarlega staða er nú uppi hjá þjóðinni, að verð á raforku frá fslenskum fallvötnum er nú að verða dýrari en olía. f nefndarálitinu segir m.a.: „Verði raforka til húshitunar ekki greidd niður á árinu 1983, þá má búast við að kostnaður við rafhitun hjá RARIK á þvi ári nemi nálsgt 100% af verði óniðurgreiddrar olíu til húshitunar." Einnig segir: „Nefndin minnir á lög númer 12 frá 1980 um orkujöfnunargjald er nemur 1,5% á söluskattsstofn.*' I greinargerð með frumvarpi til laga um orkujöfnunargjald segir m.a.: „Sú geysilega hækkun olíu- verðs sem átt hefur sér stað á und- „Ef fólksflótti til höfuð- borgarsvæðisins bættist við ytri kreppueinkenni og innri efnahagsvanda- mál þjóðarinnar, gæti á skömmum tíma riðið yf- ir stórfellt atvinnuleysi. Því verður í tíma og á réttan hátt að bregðast við þeim vanda sem hátt orkuverð til húshitunar er.“ anförnum árum, hefur víða valdið vanda og skapað mikla fjárhags- erfiðleika. Við íslendingar höfum brugðist við þessum vanda með átaki í orkumálum, m.a. með auk- inni notkun innlendra orkugjafa til húshitunar. Þrátt fyrir það sem hefur áunnist í þessum efnum, er enn alllangt í land með að allir landsmenn geti notað innlenda orku til húshitunar, og meðan svo er, ber nauðsyn til þess að jafna þann aðstöðumun er af þessu leið- ir. Megintilgangur frumvarps þessa er að afla ríkissjóði fjár til að standa straum af kostnaði við greiðslu olíu- styrks til húshitunar og til að styrkja orkusparandi aðgerðir. (Letur- breyting mín.) Skattur samkvæmt lögum þessum rennur óskiptur i ríkissjóð. Af þeim um 7.000 millj. kr. sem ætla má að hann skili á árinu 1980, munu um 4.500 millj. kr. ganga til framangreindra verkefna. Á árinu 1980 er gert ráð fyrir verulegum framlögum til Rafmagnsveitna ríkisins og til annarra verkefna á sviði orku- mála. Hafa þessi útgjöld ásamt öðru átt þátt í að veikja stöðu rík- issjóðs verulega. Þykir ekki óeðli- legt að það sem eftir stendur af gjaldinu renni 1 ríkissjóð til að styrkja stöðu hans til mótvægis við fyrrgreind framlög til orku- mála.“ Af þessari greinargerð má sjá, svo ekki verður um villst, að tekj- ur þessar sem ríkissjóði eru skap- aðar, hafa átt að renna til þess að jafna húshitunarkostnað. í stað þess að fylgja þessari tekjuöflun eftir til lækkunar raf- orku til húshitunar, hefur iðnað- arráðherra látið fjármálaráðu- neytið telja sér trú um þá firru að orkujöfnunargjaldið eigi að nota til að jafna halla ríkissjóðs, en ekki til þess að jafna halla þeirra heimila sem bera óbærilegar byrð- ar vegna orkukostnaðar. Það ætti hvert mannsbarn að skilja, að greinargerðin felur í sér ótvíræð fyrirmæli um að orku- jöfnunargjaldið átti að nota til lækkunar húshitunarkostnaðar. Þau fyrirmæli sem í greinargerð- inni eru, hefur iðnaðarráðherra sniðgengið. Svo sem að framan er getið, hef- ur þjóðin fylgst með viðræðum iðnaðarráðherra við dr. Múller af athygli. Hagsmunir okkar í þessu máli eru slíkir að þar má engu hætta. Ef nefna má orðið svik, þá teng- ist það því ef stjórnmálalegir og flokkslegir hagsmunir eru látnir ráða í slíku máli. En sporin hræða. Orkustofnun, sem er visinda- Sturla Böðvarsson stofnun og ætti að vera óháð póli- tík, var beitt blygðunarlaust í stjórnmálalegum tilgangi í Helgu- víkurmálinu. Er nema von að menn séu tortryggnir. Með fyrrnefndu nefndaráliti er fylgiskjal nr. 2 „athugun á raf- orkuverði til íslenska álfélagsins hf“. í niðurstöðum þeirrar athug- unar kemur fram, að eðlilegt sé að raforkuverð hækki úr 6,5 mill/kwh í 15—20 mill/kwh. f fylgiskjali númer 6, bls. 167, er sfðan reiknað út. að ef raforkuverð til ÍSALs og Áburðarverksmiðj- unnar, sem nýtur sama orkuverðs og ÍSÁL, væri þrefaldað, þá gæti Landsvirkjun lækkað heildsölu- verð til almenningsveitna um 59,2%. Ef reiknað væri með samsvar- andi hækkun til járnblendifélags- ins, gæti lækkunin verið 80,5%. Séu þessar tölur raunhæfar um eðlilega hækkun orkuverðs til ÍS- ALs, er hver dagur dýr sem ráð- herrann gefur sér til samninga- þófs. Kostnaðinn greiða þeir, sem greiða raforku samkvæmt þeirri gjaldskrá sem ráðherrann setur RARIK. Ólafsvík: □ c □ □ c □ c □ c IjUIDSSjil'NUN SMLl^EWiFUWBSnS GlRÓ-SEÐILL^ SKULDFXRSLUBEIÐNI A BAKHLtÐ SEOILSINS Grcidslu mé inna af hendi f bðnkum, sparisjóðum og pósthúsum Tilviion„fnúttfr [ I SAðtlnumf I I Fl I I Slolnun-Hb I I RtLn nr I I Uooh»6fcc I Mf R FYRM NEOAN UA HVORKI SKRIFA NÍ STMPLA 0752802+ 31< 040126» 000550+ FÆRSLUSKJAL GJALOKERA I TiivNun.rnúmM I I S»Woun»«c~l 752802 * Afli frá áramótum svipaður og í fyrra ÓlAfsvík, 5. aprd. HEILDARAFLI í Ólafsvík frá áramótum til marzloka varð 7.211 lestir og mun það vera svipaður afli og í fyrra. Veðurfar hefur verið mjög stirt til sjávarins og hef ég það eftir reyndasta skipstjóranum hér, Kristmundi á Matthildi SH, að að- eins hafi komið fjórir eða fimm blíðudagar í vetur. Þó hefur sjald- an verið landlega en þeim mun oftar skælingur eins og sagt er. Þrír hæstu bátar eru Gunnar Bjarnason með 583 lestir í 61 róðri, Jón Jónsson með 414 lestir í 59 róðrum og Ólafur Bjarnason með 410 lestir í 57 róðrum. I dag brutust stærri bátarnir út með netin til að leggja eftir páska- fríið. Þeir minnstu komust ekki út vegna brælu. Helgi Málþing um stjórnskip- un og stjórnarskrá FÉLAG áhugamanna um heimspeki gengst fyrir málþingi um stjórnskip- un og stjórnarskrá, sunnudaginn 10. aprfl næstkomandi. Frummælendur á fundinum verða: Arnór Hannibalsson, sem flytur erindi sem nefnist Sögulegur bakgrunnur íslensku stjórnar- skrárinnar, Halldór Guðjónsson. en hans erindi nefnist, Hula fáfræðinnar, hvernig ræða mætti um stjórnarskrána og Garðar Gíslason, flytur erindi sem heitir, Hugmyndin um réttarríkið og gagnsemi hennar í umræðum um stjórnarskrá. Fundurinn verður haldinn í Lögbergi, húsi lagadeildar, stofu 101, og hefst klukkan 15.00. Nr 752802 ***** ^ Ágæti Sjálfstæðismaður, Ákveðið hefur verið að gera sérstakt átak til þess að styrkja stöðu Sjálfstæðisflokksins fjárhagslega í þeim mikilvægu þjóðfélagsátökum, sem framundan eru. Sveitarstjórnarkosningar eru nýafstaðnar og þar færði samtakamátturinn okkur vfða sigur. Nú blasa við alþingiskosningar ( apríl og Ifklega aðrar alþingiskosningar sfðar á árinu. Þú ert einn af fjölmörgum velunnurum Sjálfstæðisflokksins sem nú er leitað til um stuðning við flokkinn. Vel kann að henda að fleiri en einn á þfnu heimili <ríi4**7‘ir fái sams konar bón og biðjum við velvirðingar á þvf. Vonum við að viðbrögðin við því ónæði verði ekki önnur en þau að heimilismenn sameinist um t.d. eina sendingu til baka. Við leitum til fólks um landið allt og vonum að undirtektir muni endurspegla þann samtakamátt sem býr með þvf fólki á fslandi, sem vill setja frelsið f öndvegi, jafnt hjá atvinnulffi sem einstaklingum. Ef við sameinumst ekki verða skoðanir okkar undir með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir land og þjóð. Stjórn Landssöfnunar Sjálfstæðisflokksins 1983. T~r- Davið Oddssoo. borgarstjóri ReyMvlk Katrln Eymundsdóttjr, forseti bæiarstfómar, Husavlk ^ Jón Páll Halidórsson, forstjón iMfirði Stemþór Gestsson, alþingismaður Hati /líítJm Salome Þodcehdóttir, alþmgismaður Blöndal. framkvwmdarstjón <2, Glsh óiafson, forsþóri Seftjamamt* Gunnar Gfslason, fyrrv prófastur Glaumb* Ragnhúdur hWgadóttr, Iðgfraðingur Rcytgarfk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.