Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1983 Áhrif áburðarverðshækkunarinnar: Búvöruverð hækkar um 4—5% 1. júní Hefur í för með sér 0,75—1% hækkun F-vísitölu LANDBÚNAÐARVÖRUVERÐ mun hækka um 4—5% 1. júní nk. vegna 70% hækkunar á áburðarverdi, en verð til bænda mun hækka um 4,95%. For- senda þessa er að niðurgreiðslur ríkisins verði óbreyttar. Sem dæmi um hækkun á land- búnaðarvöruverði má nefna, að súpukjöt mun hækka um 5% og mjólkurverð mun hækka um 4,8%, þannig að hver lítri mjólkur mun hækka um 55 aura, eða úr 12,65 krónum í 13,20 krónur. Samkvæmt upplýsingum Mbl. hefur 4—5% hækkun landbúnað- arvöruverðs í för með sér 0,75—1% hækkun á framfærslu- vísitölu, sem vegna margföldun- aráhrifa hefur í för með sér í kringum 3,5% hækkun verðbólg- unnar. Þá má nefna, að um 1% hækkun á framfærsluvísitölu hefur í för með sér þörf útflutningsatvinnu- veganna fyrir um 1% gengislækk- un. Sveinn G. Gylfason, ungl- ingameistari í skák látinn SVEINN Gunnar Gylfason, ungl- ingameistari íslands í skák árið 1980, lézt á gjörgæsludeild Borg- arspítalans í Reykjavík á annan páskadag eftir skamma sjúkdóms- legu. Sveinn var fæddur 9. apríl efnilegur skákmaður og gat sér fyrst gott orð á árunum 1978—79 er foreldrar hans bjuggu í Dan- mörku. Þá var Sveinn amtmeistari stór-Kaupmannahafnarsvæðisins í sínum aldursflokki. Hann var síðan annar á unglingameistara- móti Danmerkur fyrir 12 ára og yngri árið 1978, en sigraði alla keppinauta sína í aukakeppni fyrir fjóra efstu keppendurna. Eftir þetta vann hann sinn flokk á móti í Váxjö í Svíþjóð 1979 og tefldi auk þess með meistara- liði Gladsaxeborgar í dönsku deildakeppninni. Þessi árangur Sveins vakti mikla athygli í Danmörku og Svíþjóð vegna þess hve ungur hann var og frá íslandi. Eftir að Sveinn kom heim tefldi hann fyrir Skákfélag Keflavíkur og varð unglingameistari íslands í flokki 20 ára og yngri árið 1980, en var þó aðeins 14 ára gamall. Þegar hann veiktist, daginn fyrir skír- dag, hafði hann nýhafið þátttöku í Skákþingi íslands 1983. Ljðsm.: Emilia Björg Björnadöttir. Níels Marteinsson með nýju gróðurhúsaávextina; agúrkur, radfsur, sal- at, kínakál og fleira. Nýir gródurhúsaávextir komnir á markað: Verð á agúrkum lækkar úr 70 krónum í 50 pr. kg í dag NÝJAR íslenskar agúrkur eru nú komnar á markaðinn, og er framboð þegar orðið það mikið að verð á hverju kílógrammi lækkar úr 70 krónum í 50 krónur frá og með deginum í dag. Auk þess sem gúrkur eru komnar á markað, sagði Níels Marteinsson hjá Sölufélagi garðyrkjumanna í gær, væru komnar radísur og einnig lítilsháttar af papriku, ásamt salati, steinselju og kína- káli. Garðávexti þessa sagði hann vera komna úr gróðurhúsum víða um land, svo sem frá Hvera- gerði, Biskupstungum, Hruna- mannahreppi og Borgarfirði. ís- lenskir tómatar eru ekki enn komnir á markað, en Níels sagði von á þeim í næsta mánuði. Skákþing íslands: Ágúst, Hilmar og Elvar tefla til úrslita ER Skákþingi íslands var að Ijúka seint í gærkveldi var Ijóst að Svíinn Dan Hansson myndi sigra í landsliðs- flokki, og hljóta fyrstu verðlaun, sem eru sólarlandaferð. Um leið var Ijóst að þrír menn yrðu jafnir í öðru til fjórða sæti, Ágúst S. Karlsson, Hilmar S. Karlsson og Elvar Guðmundsson, allir með 7,5 vinninga. Munu þeir þrír þar með tefla aukaskákir um Islandsmeist- aratitilinn, þar sem Dan tekur ekki þátt í þeirri keppni, þar eð hann er sænskur ríkisborgari. Ágúst Karlsson og Ásgeir Kára- son gerðu í gærkveldi jafntefli og einnig varð jafntefli hjá Hilmari Karlssyni og Gylfa Þórhallssyni, og Elvar Guðmundsson vann Sævar Bjarnason. Til aöstandenda námsmanna: Eru námsmenn erlendis á kjörskrá? Utankjörstaðaskrifstofa Sjálf- stæðisflokksins hefur beðið Morg- unblaðið að koma þeim tilmælum til námsmanna erlendis og aðstand- enda þeirra hér heima, að þeir kanni hvort viðkomandi séu á kjörskrá eða ekki. Komið hefur í ljós, að þó lög segi nú til um, að námsmenn er- lendis skuli vera á kjörskrá, þá eru mikil brögð að því að svo sé ekki. Kærufrestur vegna þessa rennur út hinn 8. apríl, og fyrir þann tíma þarf að gera athugasemdir, sé fólk ekki að finna á kjörskránni vegna alþingiskosninganna 23. apríl. Utankjörstaðaskrifstofa Sjálf- stæðisflokksins mun veita upplýs- ingar um þessi mál, og jafnframt aðstoða við leiðréttingar sé þess óskað. Portúgal: 1.200 tonn af saltfíski tekin heim vegna selorms 1966, sonur hjónanna Gylfa Guð- mundsNonar, skólastjóra Grunnskól- ans í Keflavík og Guðrúnar Jóns- dóttur, kennara. Sveinn var við nám í Fjölbrautaskóla Keflavíkur. Hann var þekktur sem mjög Snjóflóð skemmdi dælustöð í Siglufirði SNJÓFLÓÐ féllu í gær í Siglufirði, innan kaupstaðarins, og tóku þau með sér aðra af tveimur dælustöðv- um Hitaveitu Siglufjarðar sem þar er. Veldur þetta mjög minnkandi heitavatnsstreymi til bæjarins, og hvöttu bæjaryfirvöld Siglfirðinga í gærkveldi til að spara heita vatnið eins og mögulegt er. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem snjóflóð valda skaða á dælustöðv- um Hitaveitu Siglufjarðar, því þar skemmdust dæluhúsin mikið í flóði fyrir nokkrum misserum. „ÞAÐ ER LJÓST, að eftir þetta áfall verðum við að ormahreinsa allan saltfisk og skyggna á Ijósaborði áður en honum verður pakkað til útflutn- ings. Við höfum einnig tekið þá ákvörðun að 1.200 lestir af saltfiski, sem verið var að skipa upp í Portú- gal verði teknar heim til endur- vinnslu. Ljóst er að þetta hefur mjög aukinn kostnað í för með sér, en hjá þessu verður ekki komizt, ef við ætl- um okkur að halda saltfiskmörkuð- um okkar erlendis," sögðu Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri SÍF, og Þorsteinn Jóhannesson, stjórnarfor- maður SÍF, í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Það kom í ljós fyrir páska, að Portúgalir höfðu orðið varir við óvenju mikið af selormi í saltfiski, sem þar var verið að skipa upp úr flutningaskipinu Suðurlandi. Þá hafði um 450 lestum verið skipað upp, en alls voru 1.200 lestir í farminum. Okkur fannst ekki ann- að fært, en að taka fiskinn heim aftur til að bjarga markaðnum. Hér verður fiskurinn síðan flokk- aður, endurmetinn og orma- hreins^ður áður en hann verður sendur aftur á markað erlendis. Kostnaður vegna þessa reiknast okkur til að vera muni á bilinu 6 til 7 milljónir. Þá fylgir því auð- vitað mikill kostnaður að orma- hreinsa allan fisk í framtíðinni og gaeti það orðið á bilinu 40 til 60 milljónir, en mjög erfitt er að geta sér til um ákveðna upphæð." Hver er skýringin á þessu nú? „Til þessa hefur fiskur sem farið hefur til Portúgal, Spánar og ítal- íu ekki verið fyllilega ormalaus enda hefur þess ekki verið krafizt og ekki komið kvartanir af þessu tagi áður. Hins vegar hefur allur fiskur af 1. og 2. gæðaflokki átt að vera ormalaus. Það er aðeins á Grikkland, sem allur fiskur hefur verið skyggndur og ormahreinsað- ur. Nýlega bárust Portúgölum upplýsingar um að mikið af sel- ormi væri í saltfiski, sem var á leiðinni þangað frá Alaska. Svo reyndist rétt og var sá farmur stöðvaður. í kjölfar þess hafa þeir skoðað framinn frá okkur og því er ekki að leyna, að í þessum farmi var meira af ormi en leyfilegt er. Því veldur væntanlega vaxandi ormagegnd vegna fjölgunar sels og það að ekki hefur verið fylgzt nægilega vel með vinnslu fisksins hér heima. Þá er ljóst að nýjar kröfur og eru gerðar það er svo, að matvælaeftirlit er sífellt að verða meira i Evrópu. Við því er ekkert annað að gera en að auka gæða- eftirlit hér heima." Hvaðan var þessi ormafiskur? „Það voru óvenjumargir fram- leiðendur, sem áttu fisk í þessu skipi, eða um 100 talsins enda lest- aði skipið á svæðinu frá Suður- nesjum norður og austur um að Eskifirði. Aðeins var búið að losa og skoða frá fáum framleiðendum, en selormar fundust í fiski frá öll- um kauptúnunum 5 á Snæfells- nesi, 2 á Suðurnesjum, 2 á Norður- landi og 1 á Vestfjörðum. En auð- vitað voru pakkar frá sömu aðil- um einnig ormalausir. Staersti hlutinn var að sjálfsögðu óskoðað- ur eftir í skipinu," sögðu þeir Þorsteinn og Friðrik. „Upplýsingarnar gefa ekki rétta mynd af verðlaginu“ — segir Guðbjörg Þórhallsdóttir hjá Fríhöfninni í Keflavík „VIÐ TELJUM þessar upplýsingar ekki gefa rétta mynd af verðlaginu í fríhöfninni og að þær standist hreinlega ekki,“ sagði Guðbjörg Þórhallsdóttir, sem vinnur hjá Frí- höfninni á Keflavíkurflugvelli, í saintali við Mbl., er hún var innt álits á niðurstöðum á könnum út- gefenda bókar sænska útgáfufyr- irtækisins „General Publications" á verðlagi í fríhöfnum víðsvegar um heiminn, en samkvæmt þeim er verðlag á vínum um 45% hærra í Keflavík, en það er í Amsterdam, eins og kom fram í Mbl. í gærdag. „Við erum með öll okkar verð bundin í dollurum og erum því að breyta almennu gengi hér nánast annan hvern dag, sem hefur í för með sér breytilegt verð. Verð það sem um getur í bókinni er því alls ekki í gildi í dag og er eflaust gjörbreytt, þó ekki hafi ég neinar nákvæmar tölur þar að lútandi," sagði Guð- björg ennfrerílur. Þá sagði Guðbjörg ennfremur, að verð á ýmsum vínum eins og viskí hefði verið lækkað verulega að undanförnu og sömu sögu væri reyndar að segja af koníaki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.