Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1983 45 vÍlvXkaMdi SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI J± TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . . Unglingafargjöld verði tekin upp (íuðmundur Ögmundsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að koma á framfaeri tillögu um að tekin verði upp unglingafargjöld hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Þau gætu verið u.þ.b. tveir þriðju af fullorðinsfargjöldum og miðast við fólk á skólaskyldu- aldri. Yrði það vitanlega að sýna skólaskírteini þegar það keypti slíka afsláttarmiða. Eg bið SVR að taka þetta til vinsamlegrar athugunar. Gjörið svo vel að endursýna þáttinn Gamall Hafnfiröingur hafði samband við Velvakanda og sagði: — Við vorum svo óheppin hérna í Hafnarfirði á laugar- dagskvöldið, að rafmagnið yfir- gaf okkur einmitt þegar sýna átti uppáhaldsþáttinn okkar, Þriggjamannavist. Ég veit, að ég mæli fyrir munn margra hér í Firðinum, ungra og gamalla, þegar ég bið ykkur, kæru sjón- varpsmenn, að endursýna þátt- inn, svo að við missum ekkert úr. Ef þið bregðist nú fljótt og vel við, a.m.k. áður en næsti þáttur verður sendur út, þá er ég þess fullviss, að margur hugsar hlý- lega til ykkur hér um slóðir. Eigum að læra að safna í sjóð þegar vel árar Gísli Júlíusson verkfræðingur skrifar: „Velvakandi. t Morgunblaðinu 31. marz síð- astliðinn birtist grein eftir Eyjólf Konráð Jónsson, sem nefndist „Frjálslyndi í fyrirrúmi". Þessi grein fjallar um að það dæmi að fella gengið í sífellu gangi ekki upp. Þetta eru orð í tíma töluð, og þó fyrr hefði verið, og vonandi fáum við að heyra meira í þessa átt frá Eyjólfi Konráð, enda hefur hann sýnt að hann hefur vit á þessum hlutum. Allar þjóðir, sem eitthvað vilja láta til sín taka, reyna af öllum mætti að halda gengi gjaldmiðils síns stöðugu. Þær forðast ekki ein- göngu að lækka gengið, heldur einnig, og ekki síður, að hækka það. Sú hugmynd, sem fram hefur komið um að láta gengið hækka, þegar vel árar, er einnig stór- hættuleg, vegna þess að þá fer all- ur ágóði í eyðslu. Við eigum að læra af vel rekn- um alþjóðafyrirtækjum að safna í sjóð þegar vel árar til þess að geyma til slæmu áranna, sem allt- af koma, því að þjóðarbúið er stórt fyrirtæki og á að rekast sem slíkt. Gengislækkanir eru notaðar hér á landi til þess að minnka kaup- mátt launa. Þegar gengið lækkar, fá útflutningsatvinnuvegirnir fleiri krónur til að greiða laun, en aftur á móti verða allar vörur dýr- ari, verðbólgan eykst og kaupget- an minnkar. Þetta leiðir aftur til hækkunar launa, í krónum talið, og nýrrar gengislækkunar. Það er auðvelt að reka fyrirtæki, þegar ekki þarf annað en að heimta gengislækkun, og fá þar með fleiri krónur, en sá böggull fylgir skammrifi, að þær verða sífellt verðminni við endurteknar geng- islækkanir. „Gjaldeyrir á útsöluverði" nota menn gjarnan sem upphrópun, þegar þrýst er á um gengislækkun. Hvernig væri að breyta til að hrópa nú: „Stöndum vörð um ís- lenzku krónuna."" Frjálslyndi í fyrirrúmi — eftir Eyjólf Kon- 1 rád Jóruuon, alþm. ■t>órnmálmflokka »6(t«nrl»s l~n- I ir>K. en kn»mn«myrirlý»in« Sjálf- I »UFði»noUnin» vtt Alþin*i»konn- miu 23 npríl 19« er .uftlenm o* »r*ir t>nð »en. ««» þmrf I ntuttu Ui. Mikill fjftWi mnnnn hofur n l.ngt «keift unnift nð þnavi rfnumftrkun o* ouðviUð er þnr *!?> Þvl niöur h*f» þ»r kenningar pli „Æ fU'Ínini *r DÚ IjÓSt, I SftSJffSíítrt !*•* d*nd getnr ekki| Ulbð. njegfti til að leyna mikinn genglð Upp »ð felU rfn»h**»v»nd» Þ»r gengið í m'felhi, en sukal ara ataðar bafur ofatjftm leitt Ul » ” . _■ ófaraaðar o* þm» vegna hefur skattheimtU samnllða. Þtí síður hafa þaer kenníngar geU sannast | að stjórnun á „pen- iníWMinii i umfer6“ verftur að ná verðbftlgunni niður eins OJJ það er kallað, *£*£*“* ’fÍStS'Í Ul ^8* mÍk- aparka henni i »if*iiu upp Þetu .r inn efnahagsvanda." Nú benda ijálf»taði»menn á. að I 10-100« verðbftlgu verði raun iaÁþað«< nokkurr vegmn umhliða lelgu I Vonandi lagast þetta Helga Vigfúsdóttir skrifar: „Kæri Velvakandi. Mundirðu vilja gjöra svo vel að koma þeirri beiðni til ráðamanna Breiðholtssundlaugarinnar að hafa hana heitari en hún nú er. Það er leiðinlegt, eins og allt er þarna í fínu lagi, að laugin skuli vera svo köld, að maður eigi það ævinlega á hættu að verða lasinn, þegar maður fer í hana. Það getur ekki skaðað neinn, að laugin sé sæmilega hlý, en of köld laug er á margan hátt varasöm. Margur hefur kvartað yfir þessu, en enginn fengið áheyrn. Vonandi lagast þetta þegar þeir fá að heyra það, sem geta breytt þvl. Hvers vegna ætti það líka að vera eitt- hvert aðalatriði þarna að hafa hitastigið í lágmarki? Virðingarfyllst." Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvað eina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11—12 mánudaga til föstu- daga. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frásagn- ir, auk pistla og stuttra greina (æskileg hámarkslengd tvær vélritaðar kvartó-arkir með góðu línubili). Nöfn og nafn- númer þurfa að fylgja öllu efni til þáttarins. GÆTUM TUNGUNNAR Heyrst hefur: Mér er sama þótt að þú farir. Rétt væri: Mér er sama þó að þú farir. Eða: Mér er sama þótt þú farir. (Ath.: þótt er orðið til úr þó at.) SIGGA V/öGA í ‘ÍHVtWW Leður og gerviefni „Neyðin kennir naktri konu aö spinna“. Þennan málshátt þekkj- um viðöll, en af sama toga og nær okkur er fullyröingin „þörfin býr til vöruna“. Ljóslifandi dæmi um þetta er síaukiö framboö sófasetta meö leðri á slitflötum og samlitu gerviefni á flötum sem lítiö reynir á dags daglega. Meö sjónvarps- og videóvæö- ingu hefur eftirspurn aukist eftir þægilegum, sterkum sófasett- um sem jafnframt eru ódýr. Stórar leöurverksmiðjur hafa gripiö þetta fegins hendi til aö nýta afsniðninga góös leöurs. Þetta leöur sem verksmiöjurnar hafa flokkaö og saumaö saman í “voöir“ meö hörþræöi selja þær bólstrurum sem þannig geta lækkað verö og búiö til úrvalsgóöar vörur. Húsgagnahöllin fylgist meö tímanum og hefur á boðstólum mikiö úrval slíkra sfoasetta og hornsófa á veröbilinu 19.000—23.000, allt meö 2ja ára ábyrgö. rÁ9.9«?i Dallas l-settiö er virkilega fallegt og vandaö sófasett meö úrvalsgóöu leöri á slitflötum. Taktu eftir verðinu. 3+3+1 kostar 19.980. Hornsófi, 6 sæta, kostar þaö sama. 3+2+1 kostar 21.450. r22.860j Hillerod er mjög vandað og þægilegt sett meö úrvals leöri af vatnabufflum á slitflötunum og gerviefni á grind. Sófi 95 cm. ÓKEYPIS vorlistinn 1983 Htingdu eila skiilaOu og l«u nýjaata lietann. litsiftur. Kauptu gott þegar þú gerir það HUSGAGNAHOLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.