Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1983 25 Blönduós: 140 manns veðurtepptir Blönduósi, 6. aprfl. UM 140 ferrtalangar sjá nú fram á aö eyöa annarri nótt hér á Blönduósi, en fólkið varö veöurteppt í gær þegar bæöi norður- og suðurleið urðu ófærar. Til viöbótar þessu eru svo tíu manns á Húnavöllum. Mestur hluti fólksins, eða um 120 manns, gistir á hótelinu, og í húsnæði á vegum þess. Um tutt- ugu eru á einkaheimilium. Að sögn Sigurðar Jóhannssonar, hótelstjóra, er þetta mesti fjöldi, sem gist hefur á Hótel Blönduósi að vetri til. Fólkið un- ir sér ágætlega yfir mynd- bandstækjum sem hótelið tók á leigu, og við góðan mat. Flestir þeirra sem eru veðurtepptir eru á einkabílum, en einnig eru hér tíu til tólf flutningabílar á suð- urleið. Á morgun stendur til að ryðja, en í dag hefur gengið á með hvassviðri og skafrenningi og ekkert verið reynt við snjó- mokstur á Holtavörðuheiði eða í Húnavatnssýslum. Þess má til gamans geta að íbúar á Blöndu- ósi eru nú um 1.000, og 140 manns eru því drjúg viðbót við þann fjölda. Er það sambærilegt við að um 15.000 manns yrðu veðurtepptir á höfuðborgar- svæðinu. — B.V. Ófærð og óveður á Holtavörðuheiði: A fjórða hundrað manns í sex rútum 17 tíma að fara leið sem venjulega er „Þetta var óneitanlega löng ferö, því við vorum um 17 klukkustundir að fara leiö sem venjulega er ekin á einum tíma,“ sagöi Eggert Karlsson, bifreiöarstjóri hjá Norðurleiö, í sam- tali viö blaöamann Morgunblaösins f gær. Eggert var meðal bflstjóra sem í fyrradag fóru yfir Holtavörðu- heiöi, og lentu í blindbyl og ófærö, svo ferðalagið tók lengri tíma en ráögert hafði verið. „Það voru sex rútur sem þarna höfðu samflot," sagði Eggert, „og samtals hafa verið í þeim eitthvað á fjórða hundrað manns. Við lögð- um af stað um sjöleytið árdegis á þriðjudag, og klukkan var orðin in á einum tíma ellefu um kvöldið þegar við vorum komin út úr ófærðinni. Lengst vorum við að komast kaflann fram hjá Fornahvammi, þar var ófærð- in mjög mikil. Fólkinu leið vel í bílunum og þetta voru því engir hrakningar í venjulegri merkingu þess orðs, enda nægur hiti. En þetta var þæfingur og leiðindaveð- ur,“ sagði Eggert. Eggert kvaðst hafa ekið á þess- ari leið í um það bil 17 ár, og væri þetta einna versta veður sem hann myndi eftir á þessum árstíma, og við það bættist að snjór væri óvenju mikill núna. Reykhólasveit: Samfelld gjörninga- veðrátta síðan um jól MiAhÚNum í Reykhólasveit, 6. aprfl. ÞAÐ MÁ segja að hér hafi ríkt sí- felld gjörningaveðrátta síðan um jól, og þeir góðviðrisdagar sem látið hafa sjá sig hafa lítið geta gert betur en að koma óveðursvættinni rétt út fyrir túngarðinn. í síðustu viku tók það til dæmis heilsugæslulækninn í Búðardal þrjá sólarhringa að heimsækja okkur og komast heim aftur. í þessari viku hefur læknirinn ekki komið á stofu enda ástæðulaust að leggja út í vitlaust veður nema um líf sé að tefla. Hins vegar hvarflar oft hugurinn til þeirra, sem fara með yfirstjórn heilbrigðismála og hvernig sem því máli er velt, verð- ur hlutur okkar alltaf verri og verri í þeirra höndum. Til þess að fyrirbyggja mis- skilning þá hafa læknarnir í Búð- ardal og hjúkrunarkonan oft sýnt frábæran dugnað og brugðist skjótt við þegar alvara hefur verið á ferðum og þessum spjótum er ekki beint að þeim, heldur að þeim kölkuðu veggjum í Reykjavík. — Sveinn Dalvík: Linnulaus stórhríð í versta veðri vetrarins Dalvík, 6. aprfl. í GÆR og í dag hefur verið linnu- laus stórhríð hér á Dalvík. Miklum snjó hefur kyngt niður, og sett í skafla, svo flestar götur í bænum eru ófærar. Er þetta með verri veðr- um sem komið hafa nú í vetur. Flutningabíll kaupfélagsins fór til Akureyrar í dag, og átti í mikl- um erfiðleikum sökum snjó- þyngsla. Yfir hátíðisdagana var mjög gott veður, og nýttu sér það margir til útivistar, eins og víðar annars staðar, og færist það hér í vöxt að fólk fari þessa daga í fjallaferðir, þar sem landslag hér er mjög ákjósanlegt til þeirra hluta. Getur fólk valið sér stuttar leiðir, jafnt sem lengri og erfiðari. Sóknarpesturinn, séra Stefán Snævarr prófastur, söng messu í Dalvíkurkirkju á föstudaginn langa, og á páskadagsmorgun klukkan átta. Auk þess messaði hann á Völlum í Svarfaðardal, og á annan dag páska á Urðum, en sú messa var hljóðrituð fyrir Ríkis- útvarpið. Kirkjusókn var mjög góð. — Kréttaritari. Söguleg rútuferð frá Ólafsvík til Reykjavíkur: Sátu föst í 10 tíma á Fróðárheiði í kolvitlausu veðri Þreyttir en fegnir ferðalangar stíga út úr rútunni við Umferðarmiðstöðina í gærdag. Morgunblaðrft/ KÖE „VETURINN hefur verið afleitur frá áramótum, en þetta eru þó mestu svaðilfarir sem við höfum lent í á þessari leið,“ sagði Svavar Aðalsteinsson, rútubflstjóri, ný- kominn til Reykjavfkur eftir 20 tíma ferðalag frá Ólafsvík. Hann lagði af stað frá Ólafsvík uppúr flmm á þriðjudaginn með troðfulla rútu, en er rétt kominn inn á Fróðárheiði þegar blindbylur skall á og þar festist bfllinn { efstu brekkunni. „Þarna máttum við svo dúsa í 10 tíma. Þetta var erfltt fyrir fólkið, því þótt hitinn væri nægur I rútunni var bfllinn yflrfullur og margir þurftu að standa.“ Meðal farþega voru hjónin Snorri Snorrason og Stefanía Sigurðardóttir ásamt tveggja ára dóttur sinni, Lidíu. Þau eyddu stórum hluta páskanna á fjórum hjólum. „Það er búið að vera mikið ferðalag á okkur um páskana. Við erum úr Hafnarfirði og fór- um norður í land og þaðan á laugardaginn til ólafsvikur. Við vorum á venjulegum fólksbíl og þegar við komum að Vegamótum lentum við í skafli og gátum okkur hvergi hrært. Þarna voru þá þegar um tuttugu manns strandaglópar, en við vorum svo heppin að komast í rútuna til Ólafsvíkur og náðum loks þang- að klukkan sex á páskadags- morgun. Þetta var búið að vera hið mesta basl og við vorum að vona að heimferðin yrði þægileg. En það var nú eitthvað annað. Eftir tveggja tíma akstur festi rútan sig í miklum skafli og á skellur kolvitlaust veður. Það var ekki hundi út sigandi. Bíl- stjórinn þurfti oft að fara út og kanna aðstæður og kom inn í bíl- inn aftur eins og snjókarl. Þarnc biðum við alla nóttina. Fyrst kom veghefill til hjálpar, en hann festi sig fljótlega. Það var ekki fyrr en ýta kom á svæðið að loksins tókst að losa bílinn. í millitíðinni hafði önnur rúta komið til móts við okkur en náði ekki alla leið. Þurftu þá þeir far- þegar sem vildu freista þess að komast með henni, að ganga rúmlega fimmtíu metra spöl, sem var gífurlegt átak í þessu kolbrjálaða veðri. En þessi rúta var með drifi á öllum hjólum og hún komst klakklaust til Reykjavíkur. Farþegarnir tóku þessu öllu með mestu stillingu, enda ekki ástæða til annars, rútan vel upp hituð og í stöðugu talsvöðvar- sambandi við umheiminn. Og bílstjórarnir stóðu sig eins og hetjur, og við viljum gjarnan nota tækifærið og þakka þeim kærlega fyrir vel unnið verk,“ sögðu þau hjónin að lokum, eldhress yfir því að vera komin á leiðarenda. í förinni var annað smábarn, þriggja mánaða gömul stúlka með móður sinni, Lilju Þórðar- dóttur. Þær mæðgur báru sig vel og ekki bar á öðru en sú litla léki á als oddi. „Hún er búin að vera eins og engill alla leiðina," sagði móðir- in, „sofið vel, borðað vel og aldrei grátið.“ Glaöar mæðgur. Móóirin, Lilja Þóróardóttir, með Hjónin Snorri Snorrason og Stefanía Siguróardóttir þriggja mánaða gamalli dóttur sinni, Svölu Þyri Garð- með dóttur sína Lidíu. arsdóttur. »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.