Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1983 Frá æfingu á leikritinu Grasmaðkar. Gísli Airreðsson og Margrét Guðmundsdóttir í hlutverkum sínum, Morgunblaðið/KÖE. Þjóðleikhúsið: Nýtt verk eftir Birgi Sigurðs- son frum- sýnt í undirbúningi er nú sýning þriggja íslenskra verka í ÞjóA- leikhúsinu, að sögn Sveins Einarssonar, Þjóðleikhús- stjóra. Það sem lengst er kom- ið í æfingu og væntanlegt er á fjalirnar næstu daga er nýtt leikrit eftir Birgi Sigurðsson, sem hlotið hefur heitið Gras- maðkar, en Birgir hefur verið á launum hjá leikhúsinu við að semja þetta verk. Leikstjóri Grasmaðka er Brynja Bene- diktsdóttir, en leikmynd er eft- ir Ragnheiði Jónsdóttur, grafíklistamann, og er þetta hennar fyrsta verkefni í leik- húsi. Aðalhlutverkin eru í höndum Gísla Alfreðssonar og Margrétar Guðmundsdóttur og leikritið gerist í Reykjavík nú- tímans. Á Litla sviðinu verður frumsýnt innan tíðar Lokaæf- ing eftir Svövu Jakobsdóttur. Leikstjóri er Bríet Héðins- dóttir og Birgir Engilberts gerir leikmynd. Nýtt verk eftir Odd Björns- son verður frumsýnt í haust á stóra sviðinu. Það hefur ekki hlotið nafn enn þá og höfund- ur leikstýrir. Nú eru fjögur leikrit í gangi í Þjóðleikhúsinu, auk Silki- trommunnar sem sýnd verður fimm sinnum hér á landi áður en farið verður með hana til Caracas í Venesúela, en þang- að hefur Þjóðleikhúsinu verið boðið með óperuna. Fyrst er að nefna gríska þríleikinn Óresteia eftir Æskelos, sem sýndur hefur verið við góða aðsókn. Jómfrú Ragnheiður hefur einnig hlotið ágætar undirtektir og verður sýnt áfram um sinn. Ekkert lát er á vinsældum Línu langsokks og stefnir nú í það, að það verði með vinsælustu verkefnum hússins í hópi með Karde- mommubænum, Óvitum o. fl. Þá hefur Súkkulaði handa Silju, eftir Nínu Björk Árna- dóttur sem sýnt er á Litla sviðinu, hlotið mikið lof og verið sýnt við ágæta aðsókn. Ofvitinn á skjánum Leiklist Ólafur M. Jóhannesson OFVITINN Á SKJÁNUM Sýning á leikgerð Kjart- ans Ragnarssonar — tekin upp í Iðnó. Leikstjórn: Kjartan Ragnarsson. Leikmynd og búningar: Steinþór Sigurðsson. Tónlist: Atli Heimir Sveinsson. Lýsing: Daníel Williams- son og Ingvi Hjörleifsson. Myndataka: ómar Magn- ússon og Egill Aðal- steinsson. Hljóð: Baldur Már Steingrímsson. Upptöku stjórnaði: Elín Þóra Friðfinnsdóttir. Mér hefur ætíð fundist dálítið skrýtið að ætla að endurvekja leikhús á skjánum. Það er svona svipað og þegar ónefndur lista- maður færði heysátu inná gólf í SÚM-salnum, forðum daga. Hey- sátan var að sönnu samansett úr ekta íslensku heyi, en samt var þetta eitthvað allt annað en hey- sáta, slík er tekin saman á túni úr ilmandi grasi. Ég man eins og það gerðist í gær þegar ég sá Ofvitann á fjölunum í Iðnó. Það liggur við að ég muni hvernig lykt var í salnum. í gærkvöldi, þegar ég horfði á sama verk á skjánum var hins vegar eins og ég kannaðist við fátt. Leikararn- ir voru þeir sömu og myndavél- arnar beindust að sviðinu í Iðnó, en samt fann ég ekki þann Ofvita sem ég skynjaði leikkveldið góða. Svona er leikhúsið nú skrýtið. Kippti meistari Þórbergur í spottana? Hver leiksýning er lítil veröld út af fyrir sig. Veröld, sem geymist í minni leikhúsgestsins og verð- ur ekki endursamin. Það er að vísu hægt að spila hana af myndbandi hugans, öðruvísi verður hún ekki endurtekin. Hitt er svo aftur annað mál að það er hægt að kvikmynda leiksýningu á ýmsa vegu. Það er jafnvel hægt að vinna það verk svo fagmann- lega að áhorfandanum finnist hann vera að horfa á kvikmynd, en ekki leikrit sem framið er á þröngu sviði. Ég get ekki sagt að mér hafi fundist takast vel til með filmun Ofvitans — að þeim hjá sjónvarpinu hafi heppnast að taka sannfærandi kvikmynd af þessu meistaraverki meistara Þóbergs. Að vísu gleymir maður hvað eftir annað hinni stirðlegu myndatöku; slíkur er texti meistara Þórbergs, en þegar kemur að síðari hluta verksins og leikgerð Kjartans fer úr böndunum, afhjúpast stirðleiki myndatökunnar. Það er ekki nóg að beina myndauganu að þeim sem talar; það verður og að tengja saman á sannfærandi hátt á myndfleti, þá sem taka þátt í tjáskiptunum. Ég er ekki viss um að sökin hafi hér eingöngu verið hjá sjón- varpinu, aðstæður í Iðnó hafa vafalaust sett mönnum þröngar skorður. En svo ég hæli sjón- varpsmönnunum svolítið þá var einkar ánægjulegt að skyggnast svolítið „bak við tjöldin" í hléinu. Annars ætla ég ekkert frekar að fjalla um sýningar Leikfélagsins á Ofvitanum — ég hefi þegar gert henni skil í leik- dómi. En mér fannst ánægjulegt að sjá hve miklum framförum sumir leikendur hafa tekið frá frumsýningunni; á ég hér sér- staklega við Lilju Þórisdóttur og ólaf Orn Thoroddsen sem bæði komu skínandi vel fyrir á skján- um. Hins vegar fannst mér eins og Jón Hjartarson hefði fjar- lægst meistara Þórberg. Hver veit raunar nema meistarinn hafi kippt í spottana. Hitt veit ég að þetta framtak sjónvarps- ins hefir fært fjölmörgum mikla gleði. Og ber hiklaust að halda áfram á sömu braut, þó ekki væri nema vegna þeirra sem ekki komast burt frá skjánum í leikhús eða á bíó. Nálin Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson NÁLIN Nafn á frummáli: Eye of the Needle. Gerð eftir samnefndri sögu Ken Follett. Handrit: Stanley Mann. Tónlist: Miklos Rozsa. Stjórn: Richard Marquand. Sýnd í Tónabíói. Það er meiri ósköpin sem er búið að filma seinni heimsstyrj- öldina. Það má eiginlega segja að hundruð ef ekki þúsundir manna hafi síðan 1945 haft framfæri af að lýsa þeim hild- arleik. Undirritaður gerði sér að leik síðastliðið sumar að pæla gegnum slatta af bókum frá þessu tímabili. Sumar voru skrifaðar nokkru eftir 1945, en aðrar festar á prent mitt í hild- arleiknum eða rétt eftir að hon- um lauk. Mér fannst eins og að þeir textar sem urðu til meðan ósköpin dundu yfir skæru sig nokkuð úr öðru sem hefir verið ritað um þessi mál. Það var eins og höfundar þeirra texta væru staddir mitt í martröð sem þeir gerðu ekki frekar ráð fyrir að vakna af. Þessir höfundar höfð- uðu til samvisku lesandans fyrst og fremst, líkt og þeir væru fulltrúar einhvers konar trúarhreyfingar eða hjálpar- stofnunar. Nú er heimsstyrjöldin síðari orðin að spennandi kvikmynd í Nálin (Sutherland) hugum flestra. Þannig er páskamynd Tónabíós „Eye of the Needle“ eða Nálarauga ósköp venjuleg spennumynd sem gæti gerst um víða veröld á því herr- ans ári 1983. Mynd þessi er gerð eftir samnefndri sögu Ken Foll- ett, en sá maður hefir sérhæft sig í skrifum um síðari heims- styrjöldina. Ég veit ekki hvort mynd þessi byggir á sönnum heimildum en hún fjallar um njósnara nokkurn sem gengur undir nafninu „Nálin“. Hefir kappinn komist að því hvar á Frakklandsströnd Bandamenn hyggjast hefja lokasóknina. Leyniþjónusta Breta hefur aft- ur komist að því hver sá maður er, sem býr yfir hinni ógnarlegu vitneskju er gæti leitt til sigurs nasista. Gengur myndin því útá að stöðva Die Nadel. Kanadíski leikarinn Donald Sutherland leikur hér hinn bráðhættulega njósnara. Þessi ágæti leikari hefir áður fengist við svipaða hluti eins og í Klute sem gerð var 1971. Ken Follett virðist leggja áherslu á að sýna „Nálina“ sem tilfinningaheftan mann sem eins og er rekinn áfram af blindri eðlishvöt, þar til hann kynnist ástinni — þá er eins og „Nálin“ missi skarpleik sinn. Sutherland gerir hinum tilfinningakalda njósnara, Die Nadel, prýðileg skil í þessari mynd, en síður hinum mjúk- lynda elskhuga er gegnir sama nafni. Raunar finnst mér leik- stjóranum Richard Marquand takast best upp í spennuatrið- um myndarinnar þegar ástin er hvergi nærri, en þá njóta hin ísbláu sjáöldur Donald Suther- land sín prýðilega. Ég verð að játa að ég fylgdist í ofvæni með í síðari hluta myndarinnar hvor eðlisþátturinn yrði yfirsterkari hjá Die Nadel — drápsfýsnin eða ástarþörfin. En framan af mynd fannst mér heldur hvim- leitt að sjá þennan slungna njósnara afgreiða öll mál með hnífsstungu í kvið. Smá uppá- fyndingasemi í drápsaðferðum sakar ekki, ef halda skal mönn- um glaðvakandi undir spennu- mynd._____________________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.