Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1983 3 Grásleppuvertíðin hafin: „Veiðihorfur með lakasta mótia — segir Guðmundur Halldórsson, Húsavík Grásleppuvertíðin fyrir Norður- og Austurlandi er nú hafin fyrir skömmu, en afli hefur verið með ein- dæmum lélegur að sögn viðmælenda Morgunblaðsins. Ekki er enn Ijóst hve mikil ásókn er í veiðarnar nú, þar sem veiðitíminn er ekki hafinn um allt land. Á síðasta ári fengust alls um 6.000 tunnur af grásleppuhrogn- um og var það rúmlega þrisvar sinn- um minna en tvö árin þar á undan. í fyrra voru alls gefin út 358 veiðileyfi. „Hér hefur afli nánast enginn verið og tíð auk þess risjótt. Net voru iögð á venjulegum tíma og þetta hefur verið algjör ördeyða enda sjókuldi með mesta móti. Stöku bátur hefur verið með nokkr- ar grásleppur eftir róðurinn, en þó vænar. Veiðihorfur er nú með því lakasta um langt árabil. Þess eru þó dæmi að nær ekkert hafi fengizt fyrr en um miðjan apríl, en þó orð- ið sæmileg vertíð, en hins vegar er ekkert, sem bendir til þess, að svo verði nú. Þá hefur óvenju lítið fengist af rauðmaga," sagði Guð- mundur Halldórsson, útflytjandi á Húsavík, i samtali við blaðið. Að sögn fréttaritara Morgun- blaðsins á Þórshöfn, Þorkels Guð- finnssonar, hófu þrír bátar veiðar um leið og leyfi fékkst. Hefur afli þeirra verið með eindæmum léleg- ur eða aðeins um ein tunna af hrognum á bát það sem af er. Þá hefur einnig verið lítið um rauð- maga og telja menn það benda til þess, að lítið rætist úr grásleppu- veiðinni og reikna menn því með lélegri vertíð. Þá bíða fjórir til fimm bátar átekta í von um að veiðar glæðist. Að sögn fréttaritara blaðsins í Siglufirði hefur vertíðin þar verið með eindæmum léleg og eru fáir byrjaðir veiðar nú. Sæmilegar hef- ur þó fengizt af rauðmaga þar. Hjalti Ingvarsson Maöurinn sem lézt í umferðarslysi ÚTFÖR Hjalta Ingvarssonar sem fórst, er bifreið valt í Hrunamanna- hrcppi á skírdag fer fram frá Ólafs- vallakirkju laugardaginn 9. aprfl nk. Foreldrar Hjalta, sem var tví- tugur að aldri, eru Sveinfríður Sveinsdóttir og Ingvar Þórðarson frá Reykjahlíð, Skeiðum. Samkvæmt upplýsingum sjávar- útvegsráðuneytisins er landinu skipt niður í 6 veiðisvæði. Á svæð- inu frá Hvítingum að Öndverðar- nesi er veiðitímabilið frá 18. apríl til 17. júlí, á svæðinu frá öndverð- arnesi að Bjargtöngum er það 25. apríl til 25. júlí, frá Bjargtöngum að Horni 18. apríl til 17. júlí, frá Horni að Skagatá 1. apríl til 30 júní, frá Skagatá að Langanesi 10. marz til 8. júni og frá Langanesi að Hvítingum 20. marz til 18. júní. f fyrra skiptust veiðileyfi þannig, að á fyrsta svæðinu voru veitt 122, á öðru 40, á þriðja 38, á fjórða 51, á fimmta 95 og á því siðasta 12. Pétur á vinnustaðafundi í Hraðfrystistöðinni PÉTUR SIGURÐSSON, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var á vinnustaðafundi í Hraðfrystistöðinni við Mýrar- götu í Reykjavík í hádeginu á þriðjudaginn. Þar ræddi Pétur stefnumál Sjálfstæðisflokksins við komandi alþingiskosningar og svaraði fyrirspurnum. Er myndin tekin við þetta tækifæri. Ljósm. Mbi. köe. Embætti borgar- dómara laust til umsóknar AUGLÝST hefur verið laust til um- sóknar embætti borgardómara við borgardómaraembættið í Reykjavík og er umsóknarfrestur til 21. aprfl næstkomandi, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Embætti þetta veitist frá 1. júlí næstkomandi, en það er veitt af forseta íslands. Þá hefur forseti íslands veitt Emil Ágústssyni, borgardómara, lausn frá embætti sínu, frá og með 1. júlí næstkomandi að telja. Hafskip á meginlandi Evrópu: Stórbætt þjónustuaðstaða í Hambore .april Hamborg er með stærstu viðskiptahöfnum okkar á meginlandi Evrópu. Þangað koma fjölhæfniskip okkar Skaftá og Rangá vikulega, lesta og losa vörur. Frá og með 1. apríl hefur Hafskip hf. stórbætt alla aðstöðu sína í Hamborg hvað varðar lestun og losun, þar sem fullkomnustu tækni er beitt. Ennfremur opnað eigin þjónustuskrifstofu í Hamborg með eigin starfsmönnum frá sama tíma. Markmiðið er einfalt: Aukin hagkvæmni, betri vörumeðferð, lækkun flutningsgjalda og hraðari þjónusta. Hafskip (Deutschland) G.m.b.h. Chilehaus A Fischertwiete 2 2000 Hamburg 1 Sími (040)339341-2-3 Telex 2165028 hafud Forstöðumaður: Sveinn Kr. Pétursson. Okkar menn,- þínir menn HAFSKIP HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.