Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1983 + Móöir okkar, RANNVEIG SIGURBJÖRNSDÓTTIR, lést 1. apríl í Sjúkrahúsi Suöurlands. Björn Gíslason, Gylfi Gíslason. t Útför eiginkonu minnar og móöur, RAGNHEIÐAR GUDJÓNSDÓTTUR, Fornhaga 23, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 7. apríl, kl. 3. Eyjólfur Þorvaldsson, Guómunda Eyjólfsdóttir. + Fósturmóöir okkar, ELÍSABET KRISTJÁNSDÓTTIR, lést í Borgarspítalanum þriöjudaginn 5. apríl. Unnur Jóhannsdóttir, Hanna María Tómasdóttir. + Útför . ÁSTRÍÐAR EGGERTSDÓTTUR, Nýlendugötu 19, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 8. apríl, kl. 13.30. Magnús Pétursson, Björn Magnússon, Pétur Magnússon, Andrés Magnússon. + SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR frá Arnarhóli, Vestur-Landeyjum, Háageröi 13, sem andaöist 29. mars, veröur jarðsungin frá Akureyjarkirkju í Vestur-Landeyjum föstudaginn 8. apríl kl. 14. Ferö veröur frá Umferöarmiöstööinni kl. 11. Fyrir hönd vandamanna, Magnþóra Magnúsdóttir. Móöir mín, INGIBJÓRG LARSEN (fædd Guómundsdóttir) frá Akranesi, lést aö heimili sinu í Kaupmannahöfn 4. apríl. Fyrir hönd barna hennar og tengdabarna, Guömundur Magnússon. + Útför sonar okkar og bróöur, HJALTA INGVARSSONAR, Reykjahlíö, Skeiöum, fer fram frá Ólafsvallakirkju laugardaginn 9. apríl kl. 14.00. Bílferö veröur frá Umferðarmiöstöðinni kl. 12.30. Sveinfríöur Sveinsdóttir, Ingvar Þóröarson, og aystkini hins látna. + Þökkum innilega auösýnda vináttu og hlýhug viö andlát og jaröar- för móður okkar, tengdamóöur og ömmu, VALGERÐUR PÁLSDÓTTUR, Bræöratungu. Sveinn Skúlason, Sigríöur Stefánsdóttir, Gunnlaugur Skúlason, Renata Vilhjálmsdóttir, Páll Skúlason, Elísabet Guttormsdóttir og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda vináttu og hlýhug við andlát og jaröar- för móöur okkar, tengdamóður og ömmu, VALGERÐAR PÁLSDÓTTUR, Bræöratungu. Sveinn Skúlason, Sigríöur Stefánsdóttir, Gunnlaugur Skúlason, Renata Vilhjálmsdóttir, Páll Skúlason, Elísabet Guttormsdóttir og barnabörn. + Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jarðarför móöur okkar og tengdamóöur, VILHELMÍNU ÓLAFSDÓTTUR, Hraunhólum 4, Garöabæ. Ingibjörg Sigurlinnadóttir, Steingrímur Kristjánsson, Sigurlinni Sigurlinnason, Ingibjörg Einarsdóttir, Ólafur Sigurlinnason, Svanhvít Sigurlinnadóttir, Bergur Jónsson, Gylfi Sigurlinnason, Þórunn Ólafsdóttir, Vilhjálmur Sigurlinnason, Arnbjörg Sigurðardóttir og fjölskyldur. Páll Jónsson Arna- nesi — In memoriam Fa ddur 22. september 1898 Dáinn 27. mars 1983 (Im þig, um þig mig dreymir daga og nætur og daga og nætur hef ég leitad þín. Mín sál er hrygg, mín sorg i djúpar rætur og sumri hallar skjótt og ævin dvín. (StSL) Leiðir okkar Palla lágu saman vorið 1958, þegar ég hélt austur á Hornafjörð til sumardvalar. Að baki lá áhyggjulaust líf átta ára snáða í foreldrahúsum og framtíð- in óviss og án tilhlökkunar. Það fór þó á annan veg því að næstu sjö sumur þar á eftir dvaldi ég sumarlangt í Árnanesi hjá Palla, Dúa og Siggu eins og þau voru kölluð meðal sveitunga og vina. í dag leita hugsanir mínar til baka til áranna í Árnanesi og til allra heimsóknanna, sem fylgdu í kjölfarið. Það er erfitt að gera grein fyrir því, sem skipti mig máli í sam- bandi við þessa dvöl, sem olli þó straumhvörfum í lífi minu. Kynn- in af þeim bræðrum og Sigríði urðu frekari þróun lífs míns mik- ils virði. Ég lærði þar flest þau störf, sem koma að gagni í hinu daglega lífi, auk þess sem ég lærði að virða og hagnýta náttúru landsins, sem svo síðar mótuðu val mitt við ákvörðun á lífsstarfi. Þátttakendur: Það er ekki hægt að greina frá dvölinni og kynnum mínum af Palla eða afa, eins og ég kallaði hann ætíð, án þess að geta um aðra ábúendur í Árnanesi á þess- um tíma. í Austurbænum bjuggu þeir bræður Páll og Guðjón ásamt Sig- ríði ráðskonu. í Upphúsum bjuggu hjónin Vilmundur og Jóhanna með dóttur Jóhönnu, Huldu. í Vesturbænum bjó Valdimar, hestamaður, sem alltaf þóttist vera framsóknarmaður. Leiksviðið: Sjónarspilið fór fram í Árna- nesi, með umhverfi. Hólarnir á nesinu voru eins og stoðir, sem sköpuðu skjól og athvarf fyrir þátttakendur. Sveitin i kring skapaði að lokum hina stórfeng- legu umgjörð, sem nauðsynleg er í góðum ævintýrum. Nálægðin við þessa stórfenglegu náttúru, sem mótaðist af jöklum, háum fjöllum, firðinum með eyjum og ríku gras- Iendi, setur síðan mark á ábúend- ur staðarins. Hver einstaklingur með sín sérkenni, en öllum sam- eiginleg lotning fyrir lífinu og gildi vinnunnar. Aukahlutverk í þessu sjónar- spili voru tímabundið í höndum undirritaðs, ásamt sumarmanna hjá Vilmundi, ættingja, vina og hestamanna, sem sóttu þessa höfðingja heim. Lífið snerist um öflun heyja, kartöflurækt, silungsveiðar með misjöfnum árangri, en mest um hesta. Páll heitinn og Valdimar voru frægir hestamenn víða um sveitir og ræktun hornfirska hestastofns- ins frá Óðurauðku átti hug þeirra allan. Oft var deilt um hvor þeirra hefði átt betri hesta, og var oft meira stuðst við tilfinningar en það tölfræðilega mat, sem tíðkast í dag. Ég minnist yndislegra stunda, er allir bændur ásamt sumarmönnum sátu í grasinu við traktorshúsið hans Villa og ræddu dægurmál eða rifjuðu upp löngu liðin atvik. Var Blakkur hans Valda betri en Dilknesklárinn? Voru ekki skagfirskir hestar komnir út af Óðurauðku? Hvernig tókst þér, Dúi, að stöðva Rauð þinn á Gálga- kletti? Allir voru þó sammála um að Nasi hans Palla hefði verið fljótastur hesta á íslandi fyrr og síðar. Eins að hestur eins og Skóg- ur fæddist aðeins einu sinni á öld. Margar minningar mínar frá þessum tíma tengjast barningi við að ná í hesta, ríða út, sýna þá eða aðstoða við að leiða undir. Minn- isstætt er atvik, þegar Gunnar Bjarnason kom einu sinni á hesta- mót fyrir innan Bjarnanes. Allir hestarnir áttu að fara til keppni og skarta sínu fríðasta, þótt fáir væru fulltamdir. Vegna fjölda hesta var nauðsynlegt að binda upp í suma með snæri, en þegar það þraut reif Dúi af sér beltið og reið Glókollu eins og sannur höfð- ingi inn í dómhringinn. Ekki man ég lengur fyrir satt árangur okkar í keppninni. Þó minnir mig að rauð meri frá Borgum hafi verið hlutskörpust. Þetta kom þó ekki að sök, því að merin var af Árna- neskyni. Palli heitinn naut aldrei þeirrar hamingju að kynnast góðri konu, giftast og eiga börn, sem hefði þó átt vel við hann eins barngóður og hann var. Heldur mótaðist allt líf hana af umhyggju fyrir búfjár- stofninum, þó sérstaklega hestun- um. Tilgangur hestamennskunnar hjá Palla var ekki eingöngu vegna eigin ánægju heldur færði sala hesta tekjur í bú bænda. Palla þótti alltaf miður, er sala komst í höfn, og söknuðurinn var stór í hvert skipti, er hesti var fylgt til skips. Ég man vel eftir einu atviki, þegar við fylgdum brúnum tveggja vetra klár, Verði, undan Stjörnu Dúa ásamt ári yngri systur hans til skips. Engin svipbrigði sáust á Palla fyrr en allt var yfirstaðið og það ekki áreynslulaust. Vörður neitaði alfarið að stíga um borð nema í fylgd með Palla. Á leiðinni heim sagði svo Palli, að þetta ætl- aði hann aldrei að framkvæma aftur. En tíminn læknar öll sár, þannig að svona atvik urðu hvers- dagsleg i lífi Palla, þó þau ristu alltaf djúpt. Palli naut þeirrar hamingju að vera frískur fram í ágúst síðastlið- inn. Allt lífið hefur hann því notið þeirrar hamingju að fá að ferðast á viljugum klárum sínum, þeim Nasa, Skóg, Rauð, Sörla, Faxa og nú síðast Geysi. Um hvern þessara hesta má segja: Rann hann yfir urðir eins og örin eóa skjótur hvirfilbylur þjóti ennþá sjást í hellum hófaforin harðir fætur ruddu braut í grjóti. (G.Th.) Nálægðin við fjöllin, jöklana og fjörðinn settu spor á Palla. Furðu- legur hæfileiki hans að geta sagt fyrir mannakomur, sem sjaldan brást, ásamt berdreymi vakti oft á tíðum furðu mína. Mér er minnis- stætt einu sinni, þegar við sátum í eldhúsinu með Siggu, að Palli tjáði okkur að kvíði væri í honum varðandi vitjun á lambám. í nótt dreymdi mig á þann hátt, að ég er viss um að eitthvert óhapp hendir mig. Palli hélt þó af stað á stjörn- óttum klár, sem hann var að temja, og spurðist ekki til ferða hans og líða tók að hádegi. Sigga bað mig þá að fara upp á hól og athuga hvort ég sæi til ferða hans. Ég leitaði með kíki frá Lækjarnesi og allt út á Völlur og sá enga hreyfingu fyrr en út við fljót. Þar sá ég hvar Palli kom gangandi með hnakkinn á öxlunum og virt- ist hann fara hægt. Ég lét kíkinn frá mér og hljóp á móti honum. Þegar við mættumst bað hann mig að taka hnakkinn þar sem hann taldi sig vera viðbeinsbotinn. Það fór því eins og hann renndi grun í áður en hann lagði af stað. f fyrstu hafði ferðin gengið vel, en klárinn skyndilega styggst og fleygt hon- um af baki með þeim afleiðingum sem áður er lýst. Þannig var Palli að hann vildi aldrei neinum mein og þótti miður þegar honum fannst hann beittur yfirgangi og óréttlæti. Það sem honum þótti sárast á haustkvöldi lífsins var hvernig sú jörð sem faðir hans hefði átt heila og óskipta hefði verið bútuð sund- ur og stöðugt stríð um yfirráð, auk þess sem honum fannst tilkoma flugvallarins hafa rýrt jörðina til muna. Við töluðum oft um þá kosti og möguleika sem jörðin Arnanes byggi yfir og síðast er hann dvaldi í nokkrar vikur á sjúkrahúsi í Reykjavík í janúar. Okkar draum- ar voru svipaðir og ætla ég sem síðasta þakklætisvott við vin minn að reyna að koma nokkrum þeirra á framfæri. Árnanes er vel í sveit sett, um- hverfisforsendur eru góðar til margháttaðs landbúnaðar auk nota af silungum og jafnvel álum í firðinum. í dag er mikið talað um hafbeit á laxi, en Hornafjörður býður upp á mjög góða möguleika á hafbeit með sjóbirting og sjó- bleikju. í landi Árnaness er áin Laxá sem mætti hagnýta til þessa. Sjóbirtingur og sjóbleikja ganga til hrygningar úr sjónum í lok júlí og ágúst. Við að banna veiðar í firðinum mætti auka fiskgengd upp í ár og læki. Hluta af fiskinum yrði slátrað beint en hluti notaður til hrognatöku og klaks. Éftir klak dveljast seiðin um hríð í ánum en ganga til sjávar að vori í fæðuleit þegar þau eru orðin 3 til 4 ára. Dvölin í hafinu er stutt og ganga þau ári seinna til baka til hrygn- ingar. Á landi eru góðir möguleikar á fjölbreyttri ræktun. Kartöflu- ræktun hefur oft tekist vel, en annað grænmeti, eins og rófur, gulrætur og jafnvel kál, gæti vel komið til greina. Mikið land er ennþá óunnið til ræktunar og eru möguleikarnir óþrjótandi. Aukin byggð á Höfn kallar á meiri mjólk og möguleikar á mjólkurfram- leiðslu í Árnanesi góðir. Landbún- aður á Islandi stendur á tímamót- um og hefðbundin sauðfjárrækt stendur höllum fæti. Nýbúgreinar eins og loðdýrarækt ættu að hafa góða möguleika í Hornafirði vegna nálægðar við fóður úr fisk- úrgangi á Höfn. Er Palli fellur frá eru þó ennþá margar af skepnum hans á gjöf í Árnanesi. Oft talaði Palli um það að hann ætlaði að slátra hestum sínum áður en hann hyrfi á braut til annarra verkefna. Tíminn var styttri en hann hélt er ég kvaddi hann í hinsta sinn á flugvellinum i Reykjavík eftir uppskurð í febrú- ar. Hann var bjartsýnn á fram- haldið og við ákváðum að hittast að sumri í Árnanesi. Grunur minn sagði þó að þetta væri síðasta stund okkar saman. Þegar ég frétti af nýjum veikindum hans vissi ég að tími hans var kominn. Mig langaði til að kveðja vin minn, en varð að snúa frá flugvellinum i Reykjavík vegna ófærðar á Hornafirði. Ég hringdi austur og talaði við Palla og var þess fullviss er ég sat hljóður við símann á eftir að þetta væri hans hinsta kveðja. Afa þakka ég samfylgdina, ég þakka allt það sem hann var mér og kenndi mér. Þó afi sé horfinn á braut þá mun ég alltaf minnast hans, er ég horfi á son minn Pál, sem mér var svo ljúft að láta taka við nafni Palla. „Því okkur var skapað að skilja. Við skiljum og aldrei meir. I»að líf kemur aldrei aftur sem einu sinni deyr.“ (H.L) Úlli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.