Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1983 37 Lovísa Edvards- dóttir — Minning Fædd 29. maí 1913 Dáinn 26. mars 1983 Sumarkoman eru þau árstíða- hvörf, sem íslendingar þrá heitast og bíða með mestri óþreyju. Hún færir okkur ljós og yl, hrekur burt deyfð og drunga og vekur nýtt líf. Til eru þær manneskjur, sem búa yfir svo náttúrulegri glaðværð og heiðríkju, að návist þeirra minnir helzt á sumarkomuna. Þessar fágætu manneskjur bera með sér birtu og yl, hvar sem þær koma. Bros augna þeirra eitt sér nægir til þess að breyta gráum hversdagsleikanum í sólskinsdag. Það er mikil gæfa hverjum manni að kynnast og fá að vera samvist- um við það fólk sem býr yfir þess- um sjaldgæfa eiginleika, fólk, sem flytur með sér andblæ sumarsins hvert sem það fer. Ein af þeim fágætu persónum var Lovísa Edvardsdóttir, sem við kveðjum í dag. Lovísa var fædd á Hellissandi 29. maí 1913. Foreldrar hennar voru hjónin Edvard Einarsson, verkstjóri og fiskmatsmaður á Hellissandi, en hann var fæddur í Fagurey á Breiðafirði og Stefanía Kristjánsdóttir, sem fædd var í Miðhúsum á Vatnsleysuströnd, en uppalin í Bjarneyjum og Fagurey. Lovísa var þriðja í röðinni af átta börnum þeirra Edvards og Stef- aníu. Eftir lifa nú aðeins tvær systur, Kristín og Ingveldur, og eru þær báðar búsettar í Hafnar- firði. Edvard var áður kvæntur Hlíf Felixdóttur, en missti hana frá tveimur ungum börnum. Lovísa giftist ung Oliver Guð- mundssyni, prentara í Reykjavík. Þau áttu saman tvö börn, Edvard prentara, sem búsettur er í Reykjavík, kvæntur ósk Skarp- héðinsdóttur, og Sigríði, sem er húsmóðir í Hafnarfirði, gift þeim sem þessar línur ritar. Þau Lovísa og Oliver slitu samvistum. Síðari maður Lovísu var Guðmundur Finnbogason, verkstjóri í Reykja- vík. Þau eignuðust saman fjögur börn, þar af dóu tvö í fæðingu. Upp komust tveir synir, Valur, rafvirkjameistari, og Stefán Ævar, prentari. Þeir eru báðir búsettir í Kanada. Guðmundur og Lovísa slitu samvistum fyrir all- mörgum árum. Eftir það hélt hún ein heimili í Reykjavík, siðast að Kaplaskjólsvegi 63. Þar varð hún bráðkvödd að morgni 26. marz síð- astliðnum. Lovísa Edvardsdóttir var óvenju glæsileg kona. Hún var fríð sýnum, en umfram allt bjó hún yfir þeim persónutöfrum og þeirri fágætu skapgerð, sem kom öllum öðrum til að líða vel í návist henn- ar. Hún taldist aldrei efnuð á þann venjulega jarðneska mæli- kvarða, sem lagður er í hugtökin ríkur og fátækur, þvert á móti. Fáum manneskjum hef ég þó kynnst um dagana, sem átt hafa meiri auðlegð hjartans til að miðla öðrum. Hjálpsemi hennar og hin náttúrulega gleði var ætíð svo eðlileg og áreynslulaus. Hún var í eðli sínu hógvær og gat oft verið fámál, en bros augna hennar sló birtu á umhverfið og veitti þægilegri ánægju, en ótal orð. Hún var með afbrigðum óeigin- gjörn og greiðvikin og gaf fjöl- skyldu sinni og ástvinum ríkulega af sálarstyrk sínum. Ef eitthvað bjátaði á hjá fjölskyldu hennar eða vinum, hvort sem það voru Minning: Sigurmundur Gíslason fyrrv. deildarstjóri Fæddur 22. febrúar 1913 Dáinn 29. mars 1983 í dag kveðjum við Sigurmund Gíslason, fyrrverandi deildar- stjóra við tollgæsluna í Reykjavfk. Sigurmundur var fæddur 22. febrúar 1913, sonur Gísla Guð- mundssonar, verkstjóra hjá Reykjavíkurborg, og konu hans, Guðrúnar Einarsdóttur. Veturinn 1930—31 var hann við nám í Héraðsskóianum að Laug- arvatni. Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands vorið 1933. Sama vor, eða þann 10. maí, hóf Sigurmundur störf við toll- gæsluna í Reykjavík, þá tvítugur að aldri. Með ráðningu Sigur- mundar og starfsfélaga hans, Sig- urðar heitins Sigurbjörnssonar, hófst nýr þáttur í starfssviði toll- gæslu hérlendis. Það var upphafið að starfsemi deildar, sem í dag- legu tali er nefnd vöruskoðun. Þegar tímar liðu, skiptust störf- in. Vörur eru fluttar á milli landa, ýmist í frakt eða pósti. Sigur- mundur gerðist yfirmaður toll- afgreiðslu í pósti. Um áratugi stjórnaði hann þeirri deild toll- gæslunnar. Starfið tók ekki til Reykjavíkur einnar, heldur til landsins alls. Örari samgöngum landa á milli fylgdi fjölþjóðleg samvinna í tollamálum, m.a. í flokkun vara. Sigurmundur var á meðal þeirra fyrstu, sem falið var að kynnast flokkunarreglum Tollasamvinnu- ráðsins, en það var stofnað af Efnahags- og framfarastofnun Evrópu árið 1950. í þessu skyni dvaldi Sigurmund- ur ásamt tveimur starfsfélögum öðrum um tíma i Danmörku síðla árs 1962. Ný tollskrá, sem grund- völluð var á flokkunarreglum Tollasamvinnuráðsins var sam- þykkt á Alþingi vorið 1963. Sigurmundur var á meðal þeirra, sem tóku að sér að leið- beina öðrum starfsfélögum í notk- un hinna nýju reglna. Hann var einnig á meðal fyrstu kennara við Tollskóla ríkisins. Störf Sigurmundar í þágu toll- gæslunnar kröfðust bæði reynslu og þekkingar. Traust stjórn, virðuleg framganga og ljúfmann- legt viðmót hans í starfi, skipuði honum um langan aldur virð- ingarsess á meðal kunnugra, jafnt utan stofnunar sem innan. Mörg eru þau vandamál, sem Sigurmundur leysti af festu og ör- yggi hins reynda tollmanns. Sá, sem þessar línur ritar, minnist með þakklæti leiðbeininga hans og vináttu, sem aldrei bar skugga á. Nú er að baki nærfellt hálfrar aldar farsæll starfsferill. Á sjöt- ugsafmæli Sigurmundar 22. febrú- ar sl. lýsti hann fyrir gestum sín- um starfsaðstöðunni, sem þeir frumherjarnir áttu við að búa í byrjun. Sú lýsing var bæði fræð- andi og eftirminnileg. Um síðustu áramót sagði Sigur- mundur deildarstjórastarfinu lausu, þá á sjötugasta aldursári. Hann vann þó áfram hluta úr degi. Sigurmundur varð frumherji á öðru sviði á meðal tollvarða. Þann 8. desember 1935 var Tollvarðafé- lag íslands stofnað. Stofnendur voru 13 tollverðir í Reykjavík og var Sigurmundur þeirra á meðal. Af þessum 13 stofnendum eru 10 fallnir frá en 3 hættir störfum fyrir aldurs sakir. Sigurmundur var alla tíð virkur í félagsstarfi Tollvarðafélagsins og oft kjörinn til trúnaðarstarfa fyrir það. Hann var félagslyndur að eðlisfari og vildi treysta sam- takamátt manna f baráttunni fyrir góðum málum og réttlæti á vettvangi samfélagsins. veikindi eða annað, þá var hún ætíð fyrst að leggja fram hjálpar- hönd. Og allt var það í kærleika gjört. Líf Lovísu var oft á tíðum eng- inn dans á rósum. Hún mátti reyna barna- og ástvinamissi og margvíslegt annað andstreymi, sem ekki skal tíundað hér. Sterk skapgerð, ásamt óvenjulegum lífs- þrótti og glaðsinna lund hjálpuðu henni að sigrast á mótlætinu. Og það sem meira var, persónuleiki hennar var svo sterkur að hún var þess ætíð umkomin, hvernig sem á stóð fyrir henni sjálfri að hjálpa öðrum líka. Hún bognaði aldrei, fremur en eikin sterka, en brotn- aði í siðasta bylnum. Nú þegar Lovísa tengdamóðir mín er öll, þá er margs að minnast og margt að þakka. Það er hverj- um manni mikið lán að fá að njóta samfylgdar góðs fólks. Góðvildin göfgar alla og það var okkur ást- vinum Lovísu mikil gæfa að fá að njóta samfylgdar hennar í lífinu. Útför Lovísu Edvardsdóttur fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju f dag. Guð blessi minningu hennar. Árni Grétar Finnsson Söngrödd hafði Sigurmundur góða. Hann var lengi virkur kórfé- lagi í Fóstbræðrum og var vinsæll og vel virtur á meðal kórfélaga. Um miðjan sl. mánuð lagðist Sigurmundur á Borgarspítalann. Þar andaðist hann að morgni 29. mars. Með Sigurmundi Gíslasyni er horfinn af sjónarsviði mikilhæfur drengskaparmaður, sem tollverðir munu lengi minnast með virðingu og þakklæti. Við vottum eftirlifandi eigin- konu hans, frú Sæunni Friðjóns- dóttur, börnum þeirra, Úlfi, Stef- áni Gísla og Margréti Rún, svo og öðru skyldfólki dýpstu samúð. Jón Mýrdal Kveöja frá Fóstbræðrum „Því er hljóðnuð þýða raustin, hún sem fegurstu kvæðin kvað.“ Þetta er upphaf texta við lag, sem við Fóstbræður sungum fyrir ein- um 40 árum. Þetta kemur í hugann þegar minnst er góðs söngbróður. Fyrir um sjö vikum síðan heim- sóttum við nokkrir meðlimir Gamalla Fóstbræðra Sigurmund á Minning: Lúðvík Jónsson bakarameistari Fæddur 12. október 1904 Dáinn 21. mars 1983 Hann gat aldrei skilið hraðann á okkur þessu borgarfólki, sem helst mátti aldrei vera að neinu nema að flýta sér. Réttnýkomin og réttófarin. Hjá honum var ætíð nægur tfmi til stefnu. Lúðvík Jónsson bakarameistari var fæddur á Gamla-Hrauni í Hraunshverfi árið 1904, sonur hjónanna Jóns Guðmundssonar formanns og Ingibjargar Jóns- dóttur. Hann var ellefti í röð 17 systkina. Uppvaxtarárin á Gamla-Hrauni og síðar hjá fósturforeldrum í Ásgarði í Vestmannaeyjum, þang- að sem hann flutti barn að aldri, voru honum mjög hugleikin um ævina, og fátt gladdi hann eins mikið og að fá að rifja upp liðna daga. Veita okkur borgarbörnum nútímans dálitla innsýn í líf og starf þeirrar kynslóðar sem byggði upp með dugnaði og aftur enn meiri dugnaði það samfélag velmegunar og velsældar sem við búum við í dag. Ef Lúðvík hefur hlotið eitthvað öðru fremur í arf frá Gamla- Hraunsfólkinu þá var það dugnað- urinn, samviskusemin og ræktar- semin. í Vestmannaeyjum fór hann í læri í Magnúsarbakarí og útskrif- aðist þaðan fyrstur sveina. Um sömu mundir kynntist hann eftir- sjötugsafmæli hans. í afmælinu var margmenni. Bar það ótvíræð- an vott þess, hvað þessi hæverski maður var vinmargur. Sigurmundur var tekinn í Karlakór KFUM árið 1933. Karla- kórinn skipti um nafn síðast á ár- inu 1936 og hefur síðan borið nafnið Karlakórinn Fóstbræður. Sigurmundur söng alla tíð annan bassa. Virk þátttaka hans í söngn- um varð um það bil 24 ár. Sigur- mundur var einn af stofnendum Gamalla Fóstbræðra árið 1959. Starfandi var hann í þeim félags- skap alla tíð síðan. Þar bættust við önnur 24 ár sem hann hefur verið bundinn sönggyðjunni. Sigurmundur var góður söng- maður sem stundaði félagsskap- inn af fullum heilindum. Að leiðarlokum kveðjum við góðan Fóstbróður og óskum hon- um velfarnaðar á himinvegum há- um. Við minnumst þess jafnframt að einu sinni Fóstbróðir alltaf Fóstbróðir. Við sendum frú Sæunni og öðr- um ástvinum innilegar samúð- arkveðjur. Fóstbræöur Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. lifandi konu sinni, Lovísu Þórð- ardóttur frá Sjólyst á Stokkseyri, sem kom til Eyja ung kona að sinna verslunarstörfum. Það var gleði, tryggð og gæfa sem einkenndi sambúð þeirra alla tíð. Fyrstu búskaparárin voru í Eyjum þar sem þau eignuðust báðar dætur sínar, Ástu og Sess- elju Þóru. Frá Eyjum lá leiðin um miðjan fimmta áratuginn að bökkum Ólf- usár, þar sem ört vaxandi verslun- ar- og þjónustumiðstöð var að rísa við Selfoss. Á Langanesi utan við á reistu þau Lúlli og Lúlla sér framtíðarheimili, ræktuðu upp af melum og móum glæsimikinn skrúðgarð sem ófáar vinnustundir fóru t. Garðurinn er talandi tákn um þá ræktarsemi og þá fegurð sem einkenndi íbúð þeirra alla tíð. Niður í þorpið gekk bóndinn næsta daglega og bakaði brauð handa sveitungum sínum. Ekki aðeins handa Selfyssingum, held- ur stjórnaði hann í rúman aldar- fjórðung allri brauða- og kökugerð á verslunarsvæði Kaupfélags Ár- nesinga, sem náði um síðir allt austan frá Kirkjubæjarklaustri vestur í Þorlákshöfn og um upp- sveitir allar, og átta urðu lærl- ingarnir. Það var ekki spurt um uppmæl- ingu og bónus á þessum árum, heldur að menn skiluðu vinnu sinni og skiluðu henni vel. Og bak- arinn var kröfuharður, ekki síst við sjálfan sig, og að sama skapi voru hagsmunir starfsfólksins honum hjartans mál. Hann vildi að unnið væri og að sú vinna væri launuð að verðleikum. En vinnan hefst ekki með erfið- inu einu, og það þekkja þeir manna best sem hefja dagleg störf um miðjar nætur' allt árið um kring, til að færa samborgurum sínum glóðvolgt brauð í morguns- árið. Það var kátur hópur sem hnoðaði deig og bakaði brauð nótt eftir nótt og þar var meistarinn oftast hrókur alls fagnaðar. Lúðvík var þeim kostum gæddur að sjá öðrum fremur hinar bjart- ari og jafnframt skoplegri hliðar mannlífsins. Og hann kunni svo sannarlega að segja frá svo eftir væri tekið. Kátínan og gleðin voru ekki síst hans aðalsmerki og hann átti létt með að veita öðrum af eigin glaðværð og hlýju. Það er þessi einskæra gleði hans sem sífellt leitar á hugann nú á kveðjustund. Lýsir skærast I minningunni um góðan mann. Megi sú gleði, sem hann veitti alla tíð, vera okkur fyrirmynd um ókomna tíð. Sorgin er sár, en minningin er hlý. Nafni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.