Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 2
50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983
Menntir og mann-
líf norðan heiða
Bókmenntír
Erlendur Jónsson
HÚNI. 4. árg. 98 bls. Útg. Ung-
mennas. V.-Hún. Akureyri, 1982.
»Sögur, sagnir og kveðlingar«,
stendur á titilblaði þessa rits.
Raunar kemur í ljós þegar því er
flett að efni þess spannar fleiri
svið. Einn lengsti og ýtarlegasti
þátturinn ber t.d. yfirskriftina
Viðtal við Ólaf H. Kristjánsson og
Sólveigu Kristjánsdóttur, Reykja-
skóla. Haft var eftir Jónasi Jóns-
syni frá Hriflu, föður héraðsskól-
anna, að Reykir í Hrútafirði væri
næstbesti staðurinn fyrir þess
konar stofnun (besta staðinn
minnir mig hann teldi Laugar-
vatn). Þó gekk á ýmsu um skóla-
hald á Reykjum þar til ólafur H.
Kristjánsson tók þar við stjórn
1956 (hann hefur nú nýverið látið
af skólastjórn og er viðtalið skráð
af því tilefni). I ritinu Húnaþing
er fjallað ýtarlega um skóla í
Húnavatnssýslu, þar með talinn
Reykjaskóla. Segir þar meðal ann-
ars að með komu Ólafs að skólan-
um hafi hafist »síðasti kaflinn í
sögu skólans og að sumu leyti hinn
glæsilégasti.«
Nú eru héraðsskólarnir sem
kunnugt er orðnir hálfgerð horn-
reka í fræðslukerfinu og óráðið
hvaða hlutverk þeim verður falið í
miðstýrðu og stefnulausu skóla-
kerfi. Þegar ólafur H. Kristjáns-
son kom að Reykjaskóla var þar
gamall og úr sér genginn húsa-
kostur; t.d. var skólastjóraíbuðin
naumast íbúðarhæf! Við lok skóla-
stjórnar hans, aldarfjórðungi síð-
ar, hafði allt verið endurbætt og
ný hús risið af grunni. Hitt var þó
meira vert að stofnunin hafði
endurheimt orðstír sinn. Ólafur er
spurður í viðtalinu hvort líkur séu
»fyrir því að fjölbrautaskólarnir
hafi áhrif á héraðsskólana?*
Hann svarar: »Það er tvímæla-
laust. Þetta eru nýir skólar, hafa
verið mikið auglýstir og verið til
umfjöllunar í fjölmiðlum. Þeir
hafa dregið til sín nemendur og
það er knúið á að byggja heima-
vistir við þessa skóla. Það getur
þýtt það, að á héraðsskólunum
standi auð og yfirgefin hús og
þessar grónu menningarmiðstöðv-
ar héraðanna leggist í auðn. Fólk
verður að gera það upp við sig
hvað vinnst og hvað tapast, hvort
það vill vera í héraðsskóla, ekki
mjög fjölmennum og njóta kosta
heimavistarskólans eða fara í fjöl-
mennan skóla í þéttbýli.« — Þessi
orð ættu þeir að hugleiða sem
telja sig vera í forsvari fyrir
dreifbýlið.
Minnisstæð ferð heitir stuttur
frásöguþáttur eftir Benedikt Guð-
mundsson á Staðarbakka. Bene-
dikt segir frá suðurferð um hávet-
ur árið 1935. Farartækið var snjó-
bíll. Vafalaust kemur nú flestum í
hug að þarna segi frá stórhríðum
og minnisstæðum hrakningum.
Svo er þó ekki. Engu mátti samt
muna að Benedikt og ferðafélagar
hans létu lífið í ferðinni. Hætturn-
ar gera ekki boð á undan sér og
leynast á ólíklegustu stöðum —
einnig inni í snjóbíl á Holtavörðu-
heiði!
Göngur og réttir eru á dagskrá í
öllum héraðaritum. Björn Sig-
valdason ritar hér þáttinn Göngur
á Aðalbólsheiði 1916. Það er ósvik-
in mannraunasaga, lagt af stað í
góðu veðri sem þó breytist brátt
til hins verra svo gangnamenn
mega taka á öllu sínu þreki í glím-
unni við náttúruöflin.
Merkilegur er þáttur sem ber þá
löngu yfirskrift: Hluti af svörum
Guðnýjar Björnsdóttur fri Bessa-
stöðum i Heggstaðanesi við spurn-
ingum frá Þjóðminjasafni íslands.
Mikið hefur safnið fengið úr því
þetta var aðeins hluti! Ymsir hafa
áður lýst gömlum vinnubrögðum
og búskaparháttum með svipuðum
hætti og Guðný gerir hér — en
oftast nokkuð af handa hófi. Lýs-
ingar Guðnýjar eru hins vegar
markvissar og tæmandi, enda rit-
aðar til að varðveitast sem heim-
ildir um lífshætti sem enginn
verður lengur til frásagnar um
í höggi viÓ líf sitt
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Olafur H. Kristjinsson
eftir að þessi öld er horfin i haf-
djúp tímans.
Meðal ljóðasmiða í þessu hefti
er Pétur Aðalsteinsson frá Stóru-
Borg. Hann hefur sent frá sér að
minnsta kosti eina ljóðabók. Hún
heitir Bóndinn og landið og kom
út fyrir nokkrum árum (kannski
eru þær fleiri þó undirrituðum sé
það ókunnugt). Pétur yrkir af
smekkvísi og öryggi, en fer troðn-
ar slóðir að formi og yrkisefni.
Ef einhver velkist í vafa um til-
gang rita af þessu tagi svarar Jó-
hannes Björnsson (einn ritnefnd-
armanna) því prýðisvel í formála:
»Það var aldrei og er ekki til þess
ætlast,« segir Jóhannes, »að í
Húna birtust fyrst og fremst rit-
verk sem ekki væri hægt að gagn-
rýna heldur eins og undirnafn
Húna segir, sögur, sagnir og
kveðlingar frá því fólki sem mitt í
dagsins önn finnur hjá sér þörf að
setjast niður til að festa á blað það
sem það hefur heyrt eða það sjálft
reynt og finnst þess virði að rétt
sé að halda til haga hvort heldur
það er í bundnu eða óbundnu
máli.«
Þetta eru orð að sönnu. Rit af
þessu tagi eiga það sameiginlegt
að í þau skrifar fólk sem hefur
einhverja þá lífsreynslu að baki að
það þykist hafa frá nokkru að
segja í rituðu máli. Þó einn og
einn þáttur slæðist með sem upp-
fyllir ekki nema vægustu kröfur
ritlistarinnar er á hitt að lfta að
margt kemur fyrir almennings-
sjónir í ritum þessum sem ekki
verður annars staðar að finna.
Studia Islandica 41.
Matthías Viðar Sæmundsson:
MYND NÚTÍMAMANNSINS.
Um tilvistarleg viðhorf í sögum
Gunnars Gunnarssonar.
Bókaútgifa Menningarsjóðs 1982.
Ritgerð Matthíasar Viðars
Sæmundssonar, Mynd nútfma-
mannsins, var upphaflega kandf-
datsritgerð í íslenskum bókmennt-
um: Mynd nútímamannsins. Athug-
un i tilvistarlegum viðhorfum Gunn-
ars Gunnarssonar, Geirs Kristjáns-
sonar og Thors Vilhjilmssonar. í
bókinni birtist mikið breyttur sá
hluti ritgerðarinnar sem fjallaði
um Gunnar.
í bókinni eru einkum teknar til
meðferðar þrjár skáldsögur Gunn-
ars Gunnarssonar: Ströndin
(1915), Vargur í véum (1916) og
Sælir eru einfaldir (1920). Allar
eru skáldsögurnar frumritaðar á
dönsku, en voru gefnar út mjög
fljótlega f íslenskum þýðingum.
Og hvað er það sem Matthías
Viðar Sæmundsson hefur helst að
segja um fyrrnefndar skáldsögur?
í formála talar hann um að Gunn-
ar hafi fjallað „um raunveruleg
vandamál sem höfðuðu til lífs-
reynslu fólks“ og þar sé komin
skýringin á vinsældum hans.
Einnig stendur að sögurnar „áttu
erindi til manna í tíð sem ein-
kenndist af ringulreið, óvissu og
leit“.
Svo að enn sé gripið niður í
formálann til glöggvunar á
markmiðum höfundar:
„Ströndin, Vargur í véum og
Sælir eru einfaldir eru nútíma-
verk, afsprengi tuttugustu aldar. í
þeim túlkar Gunnar lffsháskann á
þessari jörð og dregur upp magn-
aða mynd af manneskjum sem
eiga í höggi við lff sitt. Tilvistin
sjálf er meginviðfangsefni þessara
bóka. Gunnar leitar lausnar á
lífsvanda sem snertir hvert
mannsbarn: Hver er merking þess
að lifa? Hefur framvindan ein-
hvern tilgang? Auk þess kryfur
hann vandamál sem sett hafa
sterkan svip á nútímabókmenntir:
„ofvöxt" vitsmunalífs á kostnað
tilfinninga, fjarstæðu og lífsfirr-
ingu, guðleysi og sjálfsblekkingu,
takmörkun og dauða, ást og ein-
semd.“
Matthías Viðar leggur mikið
upp úr hinu þýskættaða vígorði:
Guð er dauður, þýðingu þess fyrir
þróun bókmenntanna. Að dómi
hans lýsir Gunnar „í hverju
verkinu á fætur öðru þessari sárs-
aukafullu vitneskju og afleiðing-
unum sem hún hefur fyrir mann-
lífið". Hann kveður skáldskap
Gunnars þrotlausa „leit að ein-
hverju sem geti komið í stað hinn-
ar glötuðu heimsmyndar". Meðal
þess sem Matthías Viðar kallar
„tilfinningu Gunnars fyrir ógæfu
lífsins" er dauði móður hans:
„Hann var frumrót þeirrar angist-
ar og sektarkenndar sem höfund-
urinn reyndi að vinna bug á.“
Eins og Matthías Viðar bendir á
og fjallar reyndar rækilega um
eru tengsl milli Strandarinnar og
Jobsbókar. Séra Sturla og Job eru
báðir útlagar og glíma þeirra við
Guð átakanleg og brennandi.
Nefnd eru tvö dæmi úr bókmennt-
um sem sverja sig í ætt Jobs: Jude
the Obscure eftir Thomas Hardy
og Karamazofbræður Dostoéfskís.
Líklegt er talið að þessir höfundar
hafi haft áhrif á Gunnar Gunn-
arsson.
Spurningin sem Gunnar leitast
við að svara í Vargi í véum er með
orðum Matthíasar Viðars „hvort
maðurinn geti lifað án Guðs — í
örvæntingu". Úlfur er einn af út-
lögunum. Hann flæmir sjálfan sig
í útlegð með framkomu sinni við
samborgara sfna og uppreisninni
gegn mannlegu félagi.
Sælir eru einfaldir lýsa tveimur
plágum eins og Matthías Viðar
kemst að orði: drepsótt sem berst
til landsins og Páli Einarssyni,
nýskipuðum prófessor við Háskól-
ann. Páll er fulltrúi hins illa í
manninum. Læknirinn Grímur
Elliðagrímur er aftur á móti mað-
ur kærleika og fórnar.
Þótt Sælir eru einfaldir sé í eðli
sínu bölsýn saga vitnar hún um
þróun í átt til „jákvæðari" við-
horfa eins og Matthías Viðar get-
ur réttilega. Að mínu mati er sag-
Ástríður og öfgar
Bókmenntír
Jóhann Hjálmarsson
W'illiam Heinesen:
í SVÖRTUKÖTLUM
Skáldsaga.
Þorgeir Þorgeirsson þýddi.
Kápumynd og myndskreytingar:
Zacharias Heinesen.
Mál og menning 1982.
í Svörtukötlum er saga um Fær-
eyjar stríðsáranna og oftar en
einu sinni kemur ísland við þá
sögu. Færeyskir sjómenn sækja
fisk til íslands og flytja til Bret-
lands, útgerðarmenn græða. En
með öllu sínu kenjótta mannlífi,
ástríðum og öfgum gæti „í Svörtu-
kötlum" gerst víðar en í Færeyj-
um. Umhverfið er vitanlega fær-
eyskt, en manneskjurnar eru
hvarvetna skyldar. í upphafi sögu
lýsir Heinesen sviðinu og persón-
um sínum rækilega þótt fram-
vinda sjálfrar sögunnar geri það
reyndar best. En hvað segir hann
um það svið sem hann velur sér:
„Ormsfjörður er langur áll sem
hlykkjast innmilli brattra grös-
ugra hlíða en breiðir loks úr sér
inst í botninum og myndar við-
áttumikinn poll sem á opinberu
máli heitir Konungshöfn en nefn-
ist bara Katlarnir í daglegu tali.
Þar inni hreyfir aldrei sjó, hvergi
finst tryggara skipalægi. Katlarn-
ir eru þarna í öruggu skjóli einsog
fóstur í iðrum þessarar eyjar.
frjósamt iðandi móðurskaut í
miðri hafauðninni og náðarreitur í
miðjum hamförum stríðsins, skýli
handa örmagna sæförum, án-
ingarstaður veglausra flótta-
manna, klakstöð trúmálafélaga,
kjörið hreiður fyrir hverslags
gróðabrallara."
Persónusafn Heinesens er alltaf
fjölbreytilegt. En óvíða er það lit-
ríkara en í Svörtukötlum. Flestar
eru þessar persónur viðsjárverðar,
en hjá sumum glóir í gull sé vel að
gáð. Hinir ungu sem ættu að erfa
landið vegna mannkosta sinna
ýmist deyja eða verða geðveiki að
bráð. Eftir standa illmennin og
hræsnararnir. Vondu öflin hafa
yfirleitt betur eins og þær kenndir
sem skemmta skrattanum. Það er
þó síður en svo að skáldsaga
Heinesens fylli lesandann depurð
og vonleysi. Sagan er svo frábær-
lega saman sett að hún er nautn
aflestrar. Ádeilan er mögnuð þótt
hún sé ýkjukennd. Að vísu er hún
í anda stríðsáranna og fyrstu eft-
irstríðsáranna, nokkuð eintóna.
Menn vita að þegar hugsanir um
gróða taka völdin er einskis svif-
ist. Mannslíf verða lítils virði, sið-
ferðið er ekki upp á marga fiska.
Höfundi „í Svörtukötlum" er
dimmt fyrir augum og honum er
mikið niðri fyrir að flytja varr.að-
arorð sín til þjóðanna, en hann er
fyrst og fremst listamaður.
Sé litið á höfundarverk Heine-
sens í heild hvarflar að manni að
hann hafi orðið tómlæti að bráð,
skýringin kannski sú að hann er
fulltrúi lítillar eyþjóðar þótt hann
hafi valið að skrifa á tungu stærri
þjóðar. Einnig má segja með
nokkrum rétti að viðfangsefni
Heinesens séu oft hin sömu, tölu-
vert staðbundin þrátt fyrir að þau
skírskoti til allra sem á annað
borð vilja auðgast af lestri góðra
bókmennta. Jafnvel meðal Færey-
inga sjálfra verður maður var við
visst fálæti gagnvart Heinesen.
Það er líklega sprottið af þjóðern-
isástæðum. Meðan aðrir góðir höf-
undar skrifuðu á færeysku studd-
ist Heinesen við dönskuna.
Meðal áberandi persóna í í
Svörtukötlum er M.W. Opperman
heildsali, auðugur maður sem áð-
ur var farandsali. Hann hefur upp
á að bjóða meira vöruval en aðrir
á hörmungartímum, á veitingahús
og hlutabréf í smjörlíkisgerð,
frystihúsi, gufupressu, járnsmíða-
verkstæði og refabúi auk þess sem
hann er konsúll fyrir Portúgal.
Opperman talar bjagað mál þar
sem ruglingur á kynjum er ráð-
andi, enda uppruni mannsins
óljós. Þorgeir Þorgeirsson gerir
sitt til að gera Opperman sem
skoplegastan í mergjaðri þýðingu
sinni á „I Svörtukötlum“.
Hvannakotsstelpurnar eru með-
al þeirra furðuvera sem skipa
kvenhlutverk í drama Heinesens.
Ein þeirra, Líva, er áhangandi
sértrúarsöfnuðs og verður fyrir
þeirri bitru reynslu að missa unn-
usta sinn úr berklum. Hún sturl-
William Heinesen
ast eftir að henni hefur verið
naumlega bjargað úr sjávarháska.
Þá er það vinnuveitandi hennar,
Opperman, sem notfærir sér hana
til að svala girndum sínum meðan
kona hans liggur fyrir dauðanum.
En Oppermann kann ráð við því
að bjarga sér undan réttvísinni
þegar að honum er kreppt, pen-
ingarnir bjarga honum úr hverri
klípu og gera hann að ljúflingi
íbúa Svörtukatla. Óþverraháttur
og hræsni þessarar persónu gera
hana að vísu lítt trúverðuga, en
hún er minnisstæð í öfgafullum
lýsingum höfundar.
Hvannakotsstelpurnar, reyndar
systur, eru allar líkt og af öðrum
heimi. Ein þeirra er Thómea, sem
verður ástkona íslendingsins Eng-
ilbert Thomsens, en hann lifir í
heimi galdra og ofskynjana. Fleiri
systur setja svip á Svörtukatla.
Uppreisnarmaðurinn, prentar-
inn Jens Ferdínand, óásjálegur
dvergvaxinn kroppinbakur, er
meðal þeirra sem leggja hug á
Lívu, en það er vonlaus ást og
hann verður meðal þeirra mörgu
sem sjórinn gleypir. Ádeila hans á
spillingu Svörtukatla verður hjá-
róma og kemur einkum fram þeg-
ar hann er ofurölvi.
Hér hefur aðeins verið minnt á
nokkrar persónur „í Svörtukötl-
um“. Ekki skal spillt fyrir vænt-
anlegum lesendum með því að
rekja nánar söguþráð skáldsög-
unnar. Svo efnismikil er sagan að
jafnvel stutt endursögn hennar
yrði langt mál og kæmi að litlu
gagni þeim sem eiga kost á að
kynna sér sagnaheim Heinesens.
Breiður og umfangsmikill stíll
Heinesens leiðir hugann að að-
ferðum ýmissa sagnameistara
hinnar félagslegu bókmennta-
stefnu, flestir þeirra eru horfnir
eða orðnir háaldraðir. En skyld
sagnagerð hefur að nýju fengið
byr undir vængi, dæmi um það
mörg frá Norðurlöndum. „Den
sorte gryde“ eins og „í Svörtukötl-
um“ heitir á frummálinu, kom út
1949.
Það er nú orðið álitlegt ritsafn
til á íslensku eftir William Heine-
sen í þýðingu Þorgeirs Þorgeirs-
sonar, en „í Svörtukötlum" er
sjötta bókin sem kemur út í þýð-
ingu hans. Meira er til í þýðingum
annarra.
Líklega fáum við Heinesen allan
á íslensku áður en langt um líður
og verðum þá á undan Færeying-
um sem verða að lesa nokkrar
bóka hans á dönsku.