Morgunblaðið - 13.04.1983, Side 13

Morgunblaðið - 13.04.1983, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983 61 Þingræði — þjóðræði — eftir Vilmund Gylfason alþm. { forustugrein Morgunblaðsins hinn 30. mars sl. er fjallað um Bandalag jafnaðarmanna. Þar segir, stutt og laggott: „Helsta baráttumál bandalagsflokksins er að afnema þingræðið." Þennan söng hefur Morgunblaðið sungið áður, skýringarlaust. Hér verður leitast við að fjalla í örstuttu máli um stjórnskipunartillögur Banda- lags jafnaðarmanna. Hitt er þó alvarlegra Áður en lengra er haldið er þó vert að rifja upp að kvöldið sem Alþingi var slitið voru sjónvarps- umræður. Þar var einn talsmanna Sjálfstæðisflokksins, Birgir ísleif- ur Gunnarsson, maður kunnur að háttvísi og góðum siðum. Hins vegar vílaði hann ekki fyrir sér, þegar hann vék að tillögum Bandalags jafnaðarmanna, að nefna í sömu andránni menn sem notfærðu sér glundroða Weimar- lýðveldisins. Hér þarf ekki um að hafa fleiri orð. Þetta er náttúrlega svo ósæmandi málflutningur, sem mest má vera — og ætti að vera málnotanda til ævarandi minnk- unar. Og rifja má upp, að fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar varð einum frambjóðanda, and- stæðingi Sjálfstæðisflokksins, á að nota hliðstæðan samanburð. Morgunblaðið hundelti málflutn- inginn — kannski sem vonlegt var — dögum og vikum saman, og þetta var það síðasta sem Davíð Oddsson, nú borgarstjóri, hafði að segja þjóðinni í sjónvarpi á föstu- dagskvöldi fyrir kosningar. Þetta er sagt til undirstrikunar á því, hvílíkur aðstöðumunur er í þjóðfélaginu. Svona leiki getur „Þegar lagt er til aö skilið sé á milli hins óeðlilega flokksvalds annars vegar og stjórn- sýslunnar hins vegar, þá virðist, af einhverjum ástæðum, mestur skjálftinn fara um Sjálfstæðisflokkinn.“ Morgunblaðið leikið — og hefur ótæpilega leikið. „Afnám þingræðis“ Morgunblaðið, sem og Birgir ís- leifur, endurtekur í sífellu, að ver- ið sé að leggja til að afnema þing- ræðið. Sé það sagt án skýringa, þá liggur að baki orðunum að með þingræðinu fjúki ýmislegt fleira, lýðræði, mannréttindi. Þessi málflutningur er varhuga- verður, og verður fljótlega lág- kúrulegur, eins og ræða Birgis ís- leifs er best dæmi um. „Þingræði" er eitt form lýðræð- is. Enginn afneitar því að í Banda- ríkjum Norður-Ameríku eða í Frakklandi er lýðræði, þó ekki sé þar þingræði í okkar merkingu orðsins. Þingræði táknar það eitt, að ekki sé hægt að mynda ríkis- stjórn nema að henni standi meirihluti þingmanna (á íslandi raunar aukinn meirihluti, eða 32 af 60), og að meirihluti (31 af 60) geti vikið stjórn frá með van- trausti. Við leggjum hins vegar til að að því er varðar myndun ríkisstjórn- ar verði tekið upp þjóðræði í stað þingræðis. Með öðrum orðum, að það þurfi meirihluta þjóðarinnar, sem fenginn er í tvöfaldri kosn- ingu, ef ekki hefur náðst hreinn meirihluti í fyrri umferð til þess að mynda ríkisstjórn. Þetta stjórnfyrirkomulag er auðvitað þrautreynt víða erlendis, svo sem nefnt hefur verið. Auk ^ss hafa oft áður komið fram á landi hugmyndir sem ganga til svipaðrar áttar. En af hverju verða slíkar hug- myndir til, ekki aðeins nú, heldur oft áður? Vitað er, að á íslandi hafa verið miklar skekkjur að því er varðar atkvæðisrétt manna. Kosningaréttur til Alþingis hefur verið ójafn þannig að hann hefur verið 1: vel rúmlega 4. Þessar skekkjur eru sögulegar, og til- raunir til þess að leiðrétta þær hafa mistekist. Gott dæmi um það er „samkomulag" stjórnmála- flokkanna á Alþingi, sem er auð- vitað ekkert samkomulag þar sem endanleg meðferð þess máls liggur ails ekki fyrir. Hinn ójafni kosningaréttur hef- ur aftur valdið því að hliðstæðar skekkjur hafa breiðst um stjórn- kerfið allt, fyrst ríkisstjórn og síð- an þær stofnanir ríkisvaldsing, sem stjórnmálaflokkarnir ráða og skipta með sér. Þar er mikiö skömmtunarvald, og ójafnvægi at- kvæðisréttar verður að ójafnvægi í stjórnkerfinu öllu. Nýtt jafnvægi Stjórnmálaflokkarnir hafa setið á rökstólum árum saman til þess að reyna að finna „lausn". Útkom- an varð síðan frumvarp það, sem Geir Hallgrímsson mælti fyrir nú í þinglok, og þar sem í raun og veru enginn vandi er leystur. Við verðum að finna nýtt jafn- vægi í samfélagi okkar, þar sem Björn Friðfinnsson í þriðja lagi má nefna, að menn telji þátttöku í stjórnmálaflokki veg til valda og áhrifa í þjóðfélag- inu. Ég held að mér sé óhætt að segja, að hér á landi eigi almennir flokksmenn í raun lítinn þátt í mótun stjórnmálastefnu viðkom- andi flokks. Sumpart er það vegna sinnuleysis þeirra sjálfra, en erf- iðlega hefur gengið að laða fólk til starfa í leshringum, námsstefnum o.s.frv., þar sem einstök vandamál eru krufin til mergjar og stefna mótuð um úrlausn þeirra. Stefnu- mótunin lendir því oft á fárra herðum og hún er iðulega unnin í tímaskorti og ber þess greinilega merki. „Styðja ber, styrkja ber, auka ber og efla ber“ eru algengir frasar í stefnuskrám stjórnmála- flokka. Þá er þess að geta, að sam- steypustjórnarfyrirkomulag okkar verður til þess að stefnur verða óljósari í stjórnmálum. Bæði er það vegna samninga og málamiðl- ana um stjórnarmyndun og eins getur þátttaka í samsteypustjórn verið notuð sem skálkaskjól til þess að víkja frá yfirlýstri stefnu. Hvað snertir val a forystu- mönnum, verður að vísa til þess, sem hér er sagt að framan um hin opnu prófkjör. Formaður og aðrir leiðtogar stjórnmálaflokks eru oftast valdir úr hópi þingmanna og þegar utanflokksmenn hafa jafnan rétt á við flokksmenn til þess að velja þingmannsefnin, má segja að óþarfi sé að ganga í flokk til þess að velja leiðtoga fyrir þá stjórnmálastefnu, sem menn fylgja. Varðandi þriðja atriðið má segja að íslendingar séu meðal vanþróaðra rikja. Hér á landi hafa t.d. pólitísk áhrif á stöðuveitingar verið allt of mikil og nægir að nefna dæmi frá síðustu dögum þar um. Sjálfsagt er að skilgreina nokkur opinber störf sem pólitísk- ar stöður og skipa þau eftir póli- tískum aðstæðum á hverjum tíma. Slikar skipanir verða þó að vera tímabundnar. Við aðrar stöðuveitingar ættu pólitísk áhrif að vera óleyfileg. Stjórnmálaflokkarnir hafa allir tekið þátt í þeim leik að láta stjórnmálaskoðanir hafa áhrif á ráðningar í stöður hjá hinu opin- bera, en opinberir starfsmenn eru nú um fimmtungur af öllu vinnu- afli þjóðarinnar. Oft skiptir um vindátt í stjórn- málalífinu. Þótt þátttaka í stjórn- málaflokki geti aukið áhrif manna og möguleika á valdastöðu þegar flokkurinn er við völd, er þátttak- an að sama skapi talin svartur blettur á mönnum, þegar ráðherra annars stjórnmálaflokks velur starfsmenn úr hópi umsækjenda. Fleiri og fleiri kjósa því að standa utan við alla stjórnmálastarfsemi í því skyni að fá ekki flokksstimpil á æru sína. Og stjórnmálaflokk- arnir missa um leið af hæfu fólki, sem lagt gæti þeim lið í þjóðnýtu starfi. Stjórnmálaflokkar fjármagna starf sitt með samskotum meðal flokksmanna, ýmist í mynd beinna fjárframlaga eða með sölu happ- drættismiða. Ég hef heyrt félaga í stjórnmálaflokkum halda því fram, að einu réttindi þeirra fram yfir aðra séu að fá senda happ- drættismiða flokksins í pósti. Breytinga er þörf Ég hef hér að framan rakið veil- ur í stjórnmálastarfi þjóðarinnar, sem geta orðið býsna afdrifaríkar fyrir þjóðríki okkar. Hér skortir löggjöf um stjórnmálaflokka og almennar leikreglur um innra starf þeirra. í þeim reglum ætti m.a. að gæta eftirfarandi atriða: 1. Val frambjóðenda stjórnmála- flokka á að fara fram innan þeirra. Æskilegast er að þeir séu valdir af lista, sem uppstill- ingarnefnd leggur fyrir fjöl- mennari flokksstofnanir svo sem fulltrúaráð, kjördæmisráð o.s.frv. Vegna nauðsynjar á endur- nýjun í þingmannaliði mætti setja ákvæði um að þingmenn, sem starfað hafa í eitthvert árabil þurfi aukinn atkvæða- styrk innan viðkomandi ráða og nýir menn fái þannig eins kon- ar forgjöf í keppni um efstu sæti listans. 2. Stjórnmálaflokkar ættu að miða val sitt á frambjóðendum við að listana skipi samtaka sveit. Hinn almenni kjósandi á að hafa rétt til þess að hafna einstökum frambjóðendum og þarf því að auka þýðingu út- strikana á kjörseðli. Utan- flokksmenn eiga hins vegar ekki að hafa rétt til þess að hafa önnur áhrif á þann lista sem þeir kjósa. Þeim er að sjálfsögðu frjálst að ganga í flokk eða stofna samtök um nýtt framboð, ef þeim líkar eigi þeir, sem í kjöri eru. 3. Stjórnmálaflokkarnir ættu að bindast samtökum um að leggja af pólitískar stöðuveitingar nema í þeim tilvikum, að stöður séu skilgreindar sérstaklega sem „pólitískar" stöður og í þær sé ráðið með tímabundinni ráðningu. 27.3. 1983. Vilmundur Gylfason annars vegar verður komið við styrkri stjórn í grundvallarþátt- um efnahagsmála, og hins vegar skynsamlegu jafnvægi milli þétt- býlis og dreifbýlis; og þar sem ná- ist friður og sátt í þessu stóra landi. Ef framkvæmdavald (forsætis- ráðherra) er kosinn beinni kosn- ingu allra landsmanna, í tvöfaldri umferð ef þarf til þess að ná hreinum meirihluta, þá hefur sérhver maður í landinu eitt og jafnt atkvæði. Jafnframt hefur ríkisstjórn að baki sér skýran meirihluta þjóðarinnar, enda sé þingrofsréttur ekki til staðar, og stjórnin sitji því til fjögurra ára. Alþingi á hinn bóginn, kosið með sama hætti og nú er gert, fari með löggjafarvald (þar með talið fjár- lög) og hafi eftirlit með fram- kvæmd laga, en taki engan þátt í stjórnunarstörfum. Við getum nefnt lítið dæmi: í Kröflunefnd sátu þrír alþingis- menn af fimm nefndarmönnum, og báru ábyrgð á framkvæmd laga. Það varð dýr framkvæmd, þar sem hagsmunir heildar, hags- munir skattgreiðenda, voru bornir fyrir borð. Hefði ekki verið skynsamlegra að löggjafinn hefði sett lög um framkvæmdina, og haft síðan eftirlit með fram- kvæmd þeirra, en aðrir séð um hinar eiginlegu framkvæmdir? Um það í sjálfu sér þarf varla að hafa fleiri orð. Skekkjur ójafnvægisins hafa leikið þetta samfélag grátt. En þær má leiðrétta í góðum friði, og þar sem tekið er fullt tillit bæði til sjónarmiða þéttbýlis og dreifbýlis. Það er sanngjörn og skynsamleg lausn, að framkvæmdavald sé kos- ið beinni, almennri kosningu (landið raunverulega gert að einu kjördæmi, að því er framkvæmda- valdið varðar), en löggjafarvaldið sé aftur kosið úr héruðunum. Með þeim hætti á að nást skynsamlegt jafnvægi milli skynsamlegrar hagstjórnar og faglegri vinnu- bragða annars vegar, og hags- muna héraðanna og dreifðs valds til þeirra hins vegar. Að þessu jafnvægi hafa menn auðvitað verið að leita. Um það hefur umræða stjórnmálaflokk- anna um kjördæmaþátt stjórn- arskrárinnar snúist. En eftir fimm ára samningaþóf eru þeir engu nær. Hinar ókláruðu tillögur flokkavaldsins á Alþingi, sem samþykktar voru skömmu fyrir þinglok, kynnu að vera verri en engar. Stór orð um skynsam- legar tillögur Það voru stór orð hjá Birgi ís- leifi Gunnarssyni þegar hann ýj- aði að þekktum glundroða í þýskri sögu í sömu andrá og hann ræddi tillögur Bandalags jafnaðar- manna. Það kemur þýskri sögu ekkert við að leggja til að Sverrir Hermannsson verði að velja á milli hvort hann vill setja landinu lög í Alþingishúsinu eða fram- kvæma lögin í Framkvæmdastofn- un ríkisins. Það eru raunar gaml- ar tillögur Sjálfstæðisflokksins frá því 1974 — þekkt saga um svikin kosningaloforð. Og það á ekkert skylt við Weimar-lýðveldið að leggja til að ríkisstjórn lands- ins — eða forsætisráðherra — sé kosinn beinni og jafnri kosningu allra landsmanna, og þjóðin sjálf fái það vald, sem 60 þingmenn hafa haft í þessum efnum og farið heldur ólánlega með. Enda held ég að skýring svo ofsafenginna ummæla sé ekki til- lögurnar sjálfar, heldur hitt, að með því að leggja til algjöran að- skilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds er verið að leggja til að tekinn verði spónn úr aski flokk- anna. Ef þingmenn sitja ekki leng- ur í framkvæmdaráðum ríkis- valdsins — og ekki fulltrúar stjórnmálaflokkanna, þá missir auðvitað sá mest, sem stærstur hefur verið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft þrjá fulltrúa af sjö i bankaráðum ríkisbankanna (þakkað sé dr. Gunnari Thor- oddsen); hann hefur haft öflug ítök í hinu einokaða útvarpsráði; hann hefur verið því sem næst einráður í stjórn Framkvæmda- stofnunar ríkisins. Völd og ítök Sjálfstæðisflokksins liggja auðvit- að í gegnum þetta skömmtunar- kerfi ríkisvaldsins, hvað sem þeir segja um ríkisvald og einkafram- tak á hátíðlegum stundum. Þegar lagt er til að skilið sé á milli hins óeðlilega flokkavalds annars vegar og stjórnsýslunnar hins vegar, þá virðist, af einhverj- um ástæðum, mestur skjálftinn fara um Sjálfstæðisflokkinn. Heil- brigð bankastarfsemi, heilbrigð útlán og heilbrigðir vextir virðast vera meira eitur í þeirra beinum en annarra. Og af hverju? Vegna þess að þeir hafa mest makað krókinn, hvað sem líður kennslu- bókarkenningum um hægri og vinstri, einkaframtak og ríkis- rekstur. Og einfaldlega þetta er kjarni málsins. Þeir slá um sig með orðum eins og afnám þingræðisins, án þess svo mikið sem reyna alvarlega umræðu um kosti og galla þess stjórnkerfis sem Bandalag jafnað- armanna er að leggja til. Eða varla er Morgunblaðið þeirrar skoðunar að stjórnkerfið í Banda- ríkjum Norður-Ameríku sé ólýð- ræðislegt? En verra er hitt: Hinn skelfilegi samanburður Birgis ísleifs Gunn- arssonar, þegar hann ræddi þess- ar hugmyndir. Og megum við — í mestu vinsemd — frábiðja okkur þann samanburð? Slikt er aldrei leyfilegt, jafnvel þó meiin hafi mikla hagsmuni að verja. Vilmundur Gylfason skipar I. sæti á frambodslista Bandalags jafnaðar- manna í Reykja rík. Aths. ritstj.: Vilmundur Gylfason hnekkir í engu þeirri fullyrðingu sem hann vitnar til úr forystugrein Morgun- blaðsins, að Bandalag jafnaðar- manna vilji afnám þingræðis. Þegar Vilmundur sagði sig úr Al- þýðuflokknum með ræðu á alþingi 18. nóvember sl. lagði hann sér- staka áherslu á þessa hugmynd og if stefnuskrá Bandalags jafnaðar- manna má ráða, að hún sé helsta baráttumál flokksins. Með þvi að benda á þessa stað- reynd, er Morgunblaðið hvorki að taka afstöðu til þess stjórnkerfis sem ríkir í Bandaríkjunum, enda boðar Bandalag jafnaðarmanna það ekki, né svara spurningum um lýðræðislega stjórnarhætti, held- ur benda á staðreynd úr íslenskri stjórnmálabaráttu. Er furðulegt, hve Vilmundur Gylfason leitar langt yfir skammt af þessu tilefni. Um hitt, að afnám þingræðis, þjóðkjör forsætisráðherra með jöfnum atkvæðisrétti allra lands- manna og kjör til alþingis með sama búsetumisvægi áfram og nú er samkvæmt lögunum frá 1959 muni skapa „nýtt jafnvægi" í ís- lenskum þjóðmálum, er mikil ástæða til að efast. Alþingi á áfram að setja lög samkvæmt tillögu Bandalags jafnaðarmanna og það á áfram að kjósa menn í þær nefndir sem það sjálft ákveður. Morgunblaðið ítrekar þá skoðun sem það hefur áður sett fram um þennan þátt í málflutningi Bandalags jafnað- armanna, að það þarf ekki stjórn- arskrárbreytingu til að útiloka setu þingmanna í nefndum og ráð- um, heldur hugarfarsbreytingu meðal þingmanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.