Morgunblaðið - 13.04.1983, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.04.1983, Qupperneq 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983 Prófkjörin — vonbrigði, sundurþykki, áhyggjur — eftir Svein Ólafs- son, Silfurtúni Þá hefir fáránleikaspilverk prófkjörasirkussins enn náð að snúast heilhring. — Allir (lokkar eru nú búnir að súpa þann beiska seið, sem misvitrir og skammsýnir hópar úr þeirra eigin röðum, sem álitnir voru hafa meira vit en aðr- ir flokksmenn, hafa leitt yfir stjórnmálasamtök sín, og á það þvi miður við um alla flokka, þótt misjafnt sé nokkuð. Niðurstaðan virðist einhlít: Hinum almennu borgurum var trúað fyrir „fjöregginu" og það fór eins og undirritaður var, vegna fenginnar reynslu, búinn að vara við. — „Fjöregginu" hefir hrein- lega verið gloprað niður, viljandi eða óviljandi, eða vegna utanað- komandi óvildarafla. í öllum flokkunum hafa þeir menn, sem mest hefir mætt á, hreinlega fengið spark, eða svo gott sem: í Reykjavík er formaður Sjálfstæðisflokksins niðurlægður með því að setja hann í sjöunda sæti framboðslista flokksins. f Reykjaneskjördæmi er formaður þingflokksins settur niður í fjórða sæti. — í Alþýðubandalaginu er þingflokksformaðurinn settur niður í fjórða sæti á lista flokksins í Reykjavík. í Alþýðuflokknum er einnig þingflokksformaðurinn settur niður um sæti í Vestfjarða- kjördæmi og þar eru uppi vær- ingar og sundrung. í Framsóknar- flokknum er enn þingflokksfor- maður settur í óheppilega aðstöðu, „Greinilegt er af því, sem þetta gefur til kynna, að prófkjör eins og þeim er beitt eru dauðadæmd, og voru það í raun fyrirfram; þau eru hreinlega eins og fóstur sem er fætt and- vana. Þau bera dauðann í sér.“ þótt hann haldi sæti sínu, með því að annar flokksbróðir hans neitar eftir prófkjör að taka sæti á list- anum með honum, og þar bendir allt til að klofningur birtist í auka- framboði, báðum og um leið flokki þeirra til skaða. — Þá eru væringar hjá sjálfstæðismönnum í Vestfjarðakjördæmi og óvíst nema tjón og skaði hljótist af, en þar bendir allt til að um sé að kenna óheppilegum vinnubrögð- um.sem sennilega hefði mátt af- stýra en flýtir sennilega valdið, m.a. vegna ónógs tíma til yfirveg- unar. Greinilegt er af því, sem þetta gefur til kynna, að prófkjör eins og þeim er beitt eru dauðadæmd, og voru það í raun fyrirfram; þau eru hreinlega eins og fóstur sem er fætt andvana. Þau bera dauðann í sér, nema þeim sé þröngur stakkur skorinn og ströng skilyrði sett, en þá gætu þau líklega orðið nokkuð til gagns. Hér er raunverulega átt við það 1) að prófkjör til ábend- ingar um val manna, sem gætu komið til greina og verið hæfir, geta verið mikill styrkur fyrir kjörnefndir; 2) að kjörnefndir verða að vera algjörlega óbundnar um val til framboðs á þeim sem á væri bent; 3) að útkoma prófkjörs yrði að vera algjörlega leynileg og trúnaðarmál fyrir kjörnefndir, þannig að enginn áróður geti haft óheppilcg áhrif á ákvörðun kjör- nefndar; 4) að kjörnefndir verða að hafa vald; 5) að það vald verður að birtast í því, að það, sem þær stinga upp á við fulltrúaráð flokka sinna, verður annaðhvort að sam- þykkja eða hafna, en breytingar til að skapa hrærigraut eiga ekki að vera leyfilegar; 6) að kjörnefndir eiga ekki bara að byrja að starfa þegar kosningar blasa við, heldur eiga þær að byrja strax eftir kosn- ingar og vinna að sínum könnunum allt kjörtímabilið milli kosninga til að hafa nægilegt svigrúm til að sjá út og kynnast mönnum og hæfni þeirra, svo allt sé vandlega unnið og þaulhugsað, en ekki brunað í útnefningu í hvelli með tilheyr- andi glappaskotum, sem svo geta orðið til að kljúfa flokk, vegna fljótræðis. Hvaða flokkur sem er verður að vera fyrirfram viss um, að þeir sem útnefndir eru til að vera mál- svarar og baráttumenn hans, séu færir um það. — Það dugar ekki að fá sendar úr prófkjörum einhverj- ar glansstjörnur, sem lítið vita um grundvallaratriði. Það er ekki á glansinum og huggulegu tungu- Sveinn Ólafsson taki og loforðum sem velferð flokks og um leið almennings byggist. Hún byggist á kunnáttu og hæfni til að takast á við flókin mál, sem rekstri eins og rekstri þjóðarheimilisins fylgja. — Það þarf fólk, sem kann aö annast rekst- ur og þau mál, sem honum tengj- ast. Það þarf kunnáttu í stjórnun og fjármálum til að geta annast þessa hluti, ekki bara fallegt tungutak og framkomu, þótt það skemmi ekki, ef hitt er fyrir hendi, en annars er það til einskis. Það er getan sem gildir, hitt er engum til gagns. Það er sorglegt til þess að vita, að hinir pólitísku flokkar allir sem einn, þurfi að kalla þann ófögnuð yfir sig, sem kórvilla hinna „bremsulausu" prófkjara hefir gert. — í rauninni geta þeir kennt sjálfum sér um sökum þeirrar glámskyggni, að sjá ekki við þeim óvinafögnuði, sem þau fela í sér. — í raun hefir komið fram við hin glórulausu „opnu prófkjör", sem svo eru nefnd, að þau bjóða svikun- um heim. Og svikin hitta flesta, ef ekki alla. Menn vita að alls staðar hafa annarra flokka menn látið sig hafa það, að sýna af sér slíkt siðlcysi að fara í herbúðir hinna og taka þátt á vali á frambjóðenda- efnum fyrir þá. Hinir gera eins, og svikamillan er fullkomin. — Og get- ur nokkur í raun verið þekktur fyrir það, að vera þátttakandi í stjórnmálum og vera svo blindur að sjá ekki, að ef siðferði er ekki i lagi (sem það því miður er ekki á fslandi), þá er hættunni boðið heim með því að hafa prófkjör, sem er opið öllum. Menn bókstaflega setja „hausinn" í snöruna og láta hengja sig. Svo rækilega er þessi henging tryggð, að kjörnefnd er kefluð bak og fyrir með því að úr- slitin, hversu háskaleg, sem þau eru hagsmunum flokksins sjálfs, eru bindandi. — Það væri sök sér, ef engin binding hefði fylgt, nógu erfitt hefði samt verið fyrir kjör- nefnd að fást við mál, þegar hægt er að veifa atkvæðatölum sem óæskilegir aðilar kunna að hafa fengið, ef úrslitin eru gerð opinská. Þetta þekki ég sem þetta rita af reynslu, og veit að jafnvel af óbundnu prófkjöri þar sem at- kvæðatölur eru upplýstar er eng- inn öfundsverður, sem situr í kjör- nefnd — þá er pressu beitt. Mín skoðun er sú, að til framboðs fyrir flokk cigi engir að velja menn, nema beztu og reyndustu menn þess flokks. Þeir einir vita hvað til þarf. Að fá einhverja „nýgræðinga" senda utan úr blámanum og verða að sitja uppi með þá, og setja hæf- ustu kraftana út á gaddinn, geng- ur ekki upp. Það stangast hrein- lega á við alla almenna skynsemi og rök fyrir slíku eru jafn lek eins og hrip, sem halda ekki vatni. — Það er óvinum ánægja, engum öðrum. Eins og í pottinn er búið nú verður að vona að við missum ekki okkar hæfasta fólk út úr pólitík- inni, því slíku er vart bætandi á þá upplausn sem hér hefir ráðið ríkj- um um tíma. Það, sem þarf til að bæta úr slíku, er frekar að styrkja liðið en að veikja það og kasta beztu mönnunum út á gaddinn eins og nú hefir verið gert illu heilli, sökum skammsýni. Val á villigötum Hugleiðingar um prófkjör — eftir Björn Friðfinnsson Framboðsfrestur vegna næstu alþingiskosninga er nú útrunninn og framboðslistar hafa verið birt- ir. Átök um skipan 'istanna hafa verið mjög í sviðsljósinu að und- anförnu og hafa landsmenn bæði tekið þátt í og fylgzt með barátt- unni um efstu sæti á listunum. Virðast prófkjör nú vera orðin að eins konar íþróttagrein í hugum fólks. Val frambjóðenda Eftir að stjórnmálaflokkar tóku að myndast um ákveðnar stefnur eða viðhorf í islenzkum stjórnmál- um varð það hlutverk þeirra að velja og bjóða fram þá einstakl- inga, sem viðkomandi flokkur treystir bezt til þess að leiða þjóð- ina á hinni óendanlegu eyðimerk- urgöngu hennar. Flokkarnir semja stefnuskrá í landsmálum og fulltrúar flokkanna á þingi eiga að koma henni í framkvæmd. Val á hæfum einstaklingum til þingsetu er vissulega erfitt. Þeir verða að hafa áhuga á stjórnmál- um og þjóðmálum almennt, þeir verða að hafa þekkingu á mönnum og málefnum og þeir verða að sýna í verki, að þeir séu málafylgju- menn, sem hafi lag á því, að telja aðra á sitt band og fá stefnumál sín samþykkt. í slíku vali kemur oft upp sá vandi að endurnýja þarf fulltrúa- hópinn, en af ýmsum persónu- bundnum ástæðum veigra menn sér við að víkja þeim úr hópnum, er af margvíslegum ástæðum þyrftu að draga sig í hlé á þessu sviði ef metið er út frá hagsmun- um flokks eða jafnvel þjóðar. Sjálfir kunna þeir hins vegar að líta á málið frá öðru sjónarhorni. Það var m.a. til þess að leysa þennan vanda, sem menn tóku upp almenn prófkjör, en af þeim hafa þróazt nokkrar mismunandi út- gáfur. Má þar nefna opið prófkjör, prófkjör bundið við flokksmenn og stuðningmenn og prófkjör miðuð við þrengri hóp flokksmanna. Reynslan af prófkjöri Reynslan af prófkjörum er mis- jafnlega slæm, verst af opnum prófkjörum en skást af þeim prófkjörum, sem bundin eru við flokksmenn eingöngu eða þrengri hóp þeirra. Áf augljósum göllum má nefna: 1. Greinilegt er að prófkjör valda misklíð milli samherja, sem grær seint eða ekki. Nokkur dæmi eru um, að menn hafi yf- irgefið stjórnmálaflokka og sagt skilið við fyrri félaga af þessum sökum, án þess að um málefnaágreining hafi verið að ræða. 2. Utanaðkomandi aðilar eiga auðvelt með að hafa áhrif á niðurstöður í opnu prófkjöri. „Reynslan af prófkjör- um er misjafnlega slæm, verst af opnum prófkjörum en skást af þeim prófkjörum, sem bundin eru við flokks- menn eingöngu eða þrengri hóp þeirra.“ Sérstaklega hafa verið nefnd um þetta dæmi að þessu sinni varðandi prófkjör Alþýðu- flokksins í Reykjavík og á Vest- fjörðum og varðandi prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Norður- landi vestra. 3. Prófkjör eru mjög kostnaðar- söm fyrir þátttakendur. Sem dæmi má nefna, að þátttakend- ur í prófkjöri í Reykjavík hafa varið allt að 150 þús. krónum í auglýsingar, fundahöld, leigu á kosningaskrifstofu, símum o.fl. Þessum útgjöldum hafa þeir orðið að mæta með samskotum stuðningsmanna og úr eigin vasa. 4. Prófkjörsbaráttan hefur dregið athygli almennings fyrst og fremst að persónum, en ekki að stefnumálum, enda frambjóð- endur yfirleitt sammála um þau. Þannig er m.a. tilkominn hinn góði prófkjörsárangur fólks, sem komið hefur reglu- lega fram í útvarpi eða sjón- varpi. Virðist þá ekki skipta máli, hvort viðkomandi hefur séð um fréttir, poppþátt, skýrt frá keppnisúrslitum í íþróttum eða kynnt veðurspána. Ef prófkjörin hafa upphaf- lega verið að bandarískri fyrir- mynd, má benda á, að þar er ekki síður tekizt á um málefni en menn. 5. Niðurstaða prófkjörs leiðir oft til uppröðunar á mjög ósam- stæðum framboðslista. í efstu sætin velst fólk, sem vitað er, að getur alls ekki starfað sam- an. Enginn myndi velja sér menn til þess að byggja hús með því að nota til þess prófkjör milli þeirra iðnaðarmanna, sem á iausum kili eru. 6. Hæfir menn gefa síður kost á sér í stjórnmálabaráttuna vegna prófkjörsfyrirkomulags- ins. Alkunna er, að margir af forystumönnum á þingi fyrr og síðar hafa komið úr atvinnulíf- inu, þar sem þeir hafa öðlazt reynslu, þekkingu, virðingu og traust. Þeir kunna hins vegar að vera tiltölulega fáum kjós- endum kunnir, þeir hafa aldrei leikið opinberlega á gítar né séð um íþróttaþátt í sjónvarpi. Þrátt fyrir ótvíræða hæfileika til þingsetu, veigra margir slík- ir menn sér við því að hefja þátttöku í prófkjöri með aug- lýsingaskrumi og sölumennsku, sem því fylgir. 7. Loks er það að nefna, að opin prófkjör virðast leiða til þess, að stjórnmálamenn hagi segl- um í auknum mæli eftir vindi og víki frá þeirri stefnu, er flokkur þeirra boðaði fyrir kosningar og hefur enn eigi fallið frá a.m.k. formlega. Þegar höfðað er til próf- kjörsfylgis úr öðrum flokkum og lausafylgis, er freistingin mikil að sýna sérstöðu og standa ekki að þeim aðgerðum, sem meiri hluti þingflokks vill styðja, en kunna að vera óvins- ælar í augnablikinu. Með ýmiss konar uppákomum og upp- hlaupum geta einstakir þing- menn fengið á sig það orð, að þeir séu „sjálfstæðir" menn, sem láti ekki aðra segja sér fyrir verkum. Slíkt þykir til framdráttar í opnum prófkjör- um. Hvers vegna stjórnmálaflokkar? Kominn er tími til, að menn spyrji sig þeirrar spurningar, hvers vegna fólk sé í stjórnmála- flokki. Því er oft haldið á loft, að stjórnmálaflokkar séu af hinu illa og um landið þeysa mú riddarar sem predika um spillingu flokka en ágæti hins upplýsta einveldis í smáum einingum með margvísleg- ar stefnur, er allar eigi skjól undir sömu regnhlíf. Vera má, að rafeindabúnaður framtíðarinnar gefi okkur kost á að kjósa um menn og málefni daglega og hið fullkomna lýðræði komist þannig á. E.t.v. vilja menn líka taka upp svissnesku aðferð- ina, sem byggist á afgreiðslu mála á almennum fundum. En meðan við búum við þá tegund lýðræðis er lengst hefur dugað, það er með- an við stýrum samfélaginu með tilstyrk kjörinna fulltrúa okkar, fæ ég ekki séð að hægt sé að vera án stjórnmálaflokka. Um stjórnmálaflokka og þátt- töku í þeim má skrifa lærðar rit- gerðir, en i stuttu máli má segja, að menn gangi í stjórnmálaflokk af bremur orsökum. I fyrsta lagi vilja menn eiga þátt í að móta stjórnmálastefnu f sam- ræmi við lífsskoðun sína. í öðru lagi vilja menn eiga þátt f vali forystumanna til þess að bera stefnuna fram til sigurs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.