Morgunblaðið - 13.04.1983, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 13.04.1983, Qupperneq 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983 Þrítt fyrir mikla sjósókn hefur veiði Grindavíkurbáta verið treg á þessari vertíð. Grindavík: 40% minni afli en á sama tíma í fyrra KfTIR aflaskýrslum úr Grindavík frá 31. mars sl. að dæma hefur afli Grindavfkurbáta verið afar tregur sem af er þessari vertíð. Nú er aflahæsti báturinn Gaukur GK 660 með 532,4 tonn, en á sama tíma í fyrra var hæsti báturinn með 781 tonn. Er heildarafl- inn nú 40% minni en í fyrra. Annar aflahæsti báturinn nú er Hrafn GK 12 með 461,1 tonn, hinn þriðji Hópnes GK 77 með tæplega 456 tonn, fjórði Hrungnir GK 50 með 446,2 tonn og fimmti Hrafn 2. GK 10 407,6 tonn. Næstu 8 bátar í röðinni hafa fengið milli 3—400 tonn og 13 bátar þar á eftir milli 2—300 tonn. Samkvæmt upplýsingum frá 7. þessa mánaðar fer afli nú enn minnkandi en um 85—90 bátar landa daglega. Þrátt fyrir þessa lé- legu veiði hefur mikið verið sótt á miðin frá Grindavík. Guðfinnur Hafskip opnar skrif- stofu í Kaupmannahöfn Texti og myndir: Guðný Bergsdóttir SKIPAFÉLAGIÐ Hafskip hefur á undanförnum árum verið í hröðum vexti og gefið stóru skipafélögunum aukna samkeppni. Áður fyrr var ekki óalgengt að íslensku skipafé- lögin starfræktu eigin skrifstofur er- lendis, en í dag hafa þau erlenda umboðsmenn, sem sjá um afgreiðslu skipa þeirra. Nema Hafskip. Haf- skip hefur þegar opnað eigin skrif- stofur bæði í Bandaríkjunum og Englandi, í marz opnaði félagið skrifstofu í Kaupmannahöfn og í byrjun apríl í Vestur-Þýskalandi. Hafskip hefur sjö skip í föstum áætl- unarferðum til flestra landa Evrópu og einkunnarorð félagsins er að standa við uppgefnar áætlunarferðir og samtímis er aðaltakmarkið að veita erlendum og íslenskum við- skiptavinum alla hugsanlega þjón- ustu í sambandi við fíutninga til og frá íslandi, svo og að halda flutningskostnaði eins langt niðri og mögulegt er. Gagnkvæmt traust Forstjóri hinnar nýju skrifstofu Hafskip í Kaupmannahöfn er Árni Árnason, viðskiptafræðing- ur. Hann útskrifaðist frá Háskóla Islands 1978 og fór síðan í fram- haldsnám við danska verslunar- háskólann og lauk þar námi sl. ár sem Cand. Merc. Samhliða nám- inu í Danmörku vann hann í danska fiskimálaráðuneytinu og einnig við rannsóknarstörf í „Institutet for udenrigshandel". Árni réðist til Hafskip sl. áramót. Kona hans er Margrét Þorvarðs- dóttir og eiga þau tvö börn. Skip Hafskip koma einu sinni í viku til Kaupmannahafnar og það eru Selá og Laxá. Áður en Hafskip opnaði eigin skrifstofu í Kaupmannahöfn, var E.A. Bendix & Co. umboðsmaður fyrirtækisins eða í allt f átján ár. Reyndar er skrifstofa félagsins í Kaupmannahöfn nú dótturfyrir- tæki Hafskips hér heima og nefn- ist Hafskip Danmark A/S. Danski umboðsmaðurinn var með skrif- stofur uppi í borg og skip Hafskips lönduðu í Fríhöfninni, sem oft var bundið miklum erfiðleikum. Hafskip Danmark A/S hefur hinsvegar skrifstofu sfna svo að segja á hafnarbakkanum í Færge- havn Nord, þar sem skipin nú fá afgreiðslu. „Hér höfum við mun betri aðstöðu en danski umboðs- maðurinn hafði áður. í einni og sömu byggingunni, þar sem. við höfum skrifstofur, er tollurinn líka, svo að hér getum við séð um' flest það sem snýr að losun og lestun, hafnargjöld og annað,“ segir Árni Árnason og bætir við: „Við deilum hér skrifstofum með Færeyska Skipafélaginu og þar með um leið kostnaði með því. Samstarfið gengur vel og fær- eyska starfsfólkið réttir okkur hjálparhönd er á þarf að halda, en það getur oft verið þegar skipin koma, að við leitum til þeirra.“ Eins og er, eru aðeins tveir starfsmenn á skrifstofu Hafskips, Árni og Þorsteinn Máni Árnason. „Það hefur mikið að segja fyrir viðskiptavini okkar, að geta treyst á hinar föstu áætlunarsiglingar okkar. Skipin eiga að vera í ákveð- inni höfn á ákveðnum degi og þetta verðum við að standa við. Það er þá helst slæmt veðurlag, sem hindrar að hægt sé að standa við áætlun," segir Árni, „gagn- kvæmt traust milli viðskiptavina og okkar er nauðsynlegt." Miðla þekkingu Og hver er svo ástæðan fyrir því að Hafskip vill heldur hafa eigin skrifstofur erlendis, heldur en um- boðsmenn? „Jú, við álítum að við íslend- ingar þekkjum betur til þarfa ís- lenskra viðskiptavina en nokkur erlendur umboðsmaður og getum því veitt betri þjónustu. Starfs- Hugleiðingar í tilefni morðs- ins á Marianellu Garcia-Villas — eftir Einar Ólafsson Marianella Garcia-Villas, for- maður Mannréttindanefndar E1 Salvador, var drepin í E1 Salvador ' úm miðjan mars. íslendingum barst þessi frétt í útvarpi á þriðju- daginn í síðustu viku. Þar var haft eftir stjórnvöldum í E1 Salvador að hún hefði verið drepin í átökum milli stjórnarhermanna og skæru- liða. I tilkynningu frá Mannréttinda- nefndinni var hins vegar sagt að Marianella hefði verið tekin af lífi af 8 hermönnum úr stjórnarhern- um á götu í þorpinu Bermuda án undangenginna átaka. Þar hefði verið um kaldrifjað morð að ræða. (Sjá m.a. frétt í Þjóðviljanum 17. mars.) í frétt í Morgunblaðinu 17. mars, sem merkt er A P-fréttastof- unni, er skýrt frá fyrrgreindri skýringu stjórnarinnar í E1 Salva- dor á drápinu, sagt er að lík Mari- anellu hafi fundist meðal 22 líka skæruliða sem felldir er þeir reyndu að sitja fyrir herflokki á eftirlitsferð. Sagt er frá ásökunum varnarmálaráðuneytisins um að hún hafi tekið þátt í bardögum með skæruliðum. Jafnframt er haft eftir stjórninni og bandaríska sendiráðinu í E1 Salvador að Mannréttindanefndin hafi komið fram fyrir hönd svonefndrar „Lýðræðislegrar byltingarfylk- ingar“, svo notað sé orðalag Morg- unblaðsins. Ennfremur að með- limir Mannréttindanefndarinnar geri ekkert til þess að dylja samúð sína með vinstri sinnum í landinu en segist samt vera óháðir. Þess er jafnframt getið í frétt Morgun- hafi vísað þessum ásökunum á bug. Hér stendur staðhæfing gegn stæðhæfingu. Væntanlega velja menn staðhæfingu til að trúa eftir því hvort þeir hafa samúð með stjórninni eða andstæðingum hennar. Af frétt Morgunblaðsins er auðvelt að geta sér til um hvorn aðilann Morgunblaðið tekur trú- anlegan. Skv. fréttum útvarpsins í síðustu viku draga hins vegar aðil- ar á borð við alkirkjuráðið í Sviss og kristilegu samtökin Pax Christi yfirlýsingu Mannréttindanefndar- innar ekki í efa. Þegar staðhæfing stendur gegn staðhæfingu og við erum of fjarri vettvangi atburðanna til að afla okkur nánari frétta verðum við að meta staðhæfingarnar í ljósi þess sem við vitum um kringumstæð- urnar. Hverjar eru líkur þess að for- maður Mannréttindanefndarinnar í E1 Salvador hafi gengið í lið með skæruliðum og tekið þátt í bardög- um með þeim? Mannréttindanefndin hefur mjög mikilvægu hlutverki að gegna. Mannréttindabrot af hálfu stjórnvalda í E1 Salvador hafa verið hrikaleg. Á því leikur enginn vafi. Mannréttindanefndin kveðst hafa heimildir um 43.000 morð á óbreyttum borgurum í E1 Salva- dor síðan 1979. Þessu hefur ekki verið hægt að mótmæla. Það hefur heldur ekki verið hægt að mót- mæla að stjórnarherinn og dauða- sveitir sem njóta verndar stjórn- arinnar bera ábyrgð á flestum þessara morða. Það er ekki síst út af þessari staðreynd sem Reagan Bandaríkjaforseta hefur ekki tek- ist að fá samþykki bandaríska þingsins fyrir aukinni aðstoð við stjórn E1 Salvador. Eftir ferðalag sitt til Mið-Ameríku í desember lýsti Reagan því yfir að mannrétt- indabrot stjórnarinnar hefðu minnkað og því væri hægt að fara að huga að meiri aðstoð. En hon- um gengur illa að sannfæra þing- mennina. í síðasta mánuði lögðu 93 þingmenn fram ályktun um að allri hernaðaraðstoð yrði hætt, enda hefði Reagan-stjórninni mis- tekist að sýna fram á framfarir í mannréttindamálum í E1 Salvador (sjá Time 28. febr.). Newsweek segir 14. mars að lítils háttar hafi dregið úr morðum og pyndingum upp á síðkastið, „en morðin halda áfram og eru nú um 200 á mán- uði“. Margir fullyrða reyndar að frekar hafi snúist til verri vegar eftir að núverandi stjórn tók við fyrir ári. „ ... sá sem berst gegn mannréttindabrotum er ekki óháður nema að vissu marki, hann hlýtur að taka afstöðu gegn þeim sem fremja mannréttinda- brotin. Og mannréttinda- brotin í E1 Salvador eru fyrst og fremst framin af stjórninni og aðilum sem njóta verndar hennar“. Mannréttindanefndin í E1 Salvador nýtur alþjóðlegrar viður- kenningar, sem sést m.a. annars á því að formaður hennar, Karian- ella Garcia-Villas, var tvisvar meðal þeirra sem tilnefndir voru til friðarverðlauna Nóbels. Vegna þessarar alþjóðlegu viðurkenn- ingar hefur stjórnin í E1 Salvador ekki treyst sér til að banna starf- semi nefndarinnar, og enn getur hún starfrækt skrifstofu í húsa- kynnum erkibiskupsins í höfuð- borginni, San Salvador. Miðað við hversu óþrjótandi og gífurlega mikilvæg verkefni nefndarinnar eru og hversu mikils virði það er henni að vera ekki meinað að starfa innan E1 Salva- dor gefur auga leið hversu fávís- legt það væri af formanni hennar að ganga til liðs við skæruliða og taka jafnvel þátt í hernaðarað- gerðum þeirra. Við sem áttum þess kost að hitta Marianellu Garcia-Villas þegar hún var hér á ferð í nóvemþer eigum bágt með að trúa henni til svo heimskulegs uppátækis. Á fundi með Marianellu sem ég sat sagði hún að nefndin ynni ekki inni á þeim svæðum sem skæru- liðahreyfingin (FMLN) og Bylt- ingarsinnaða lýðræðisfylkingin (FDR) ráða, þar eð það gæti orðið nefndinni hættulegt vegna þess að stjórnin gæti tekið það svo að hún væri undir vernd. FDR/FMLN. Svo mikilvægt taldi hún að ögra ekki stjórninni. En hvað þá um samúð meðlima Mannréttindanefndarinnar með vinstri sinnum? Vissulega segist nefndin vera óháð. En sá sem berst gegn mannréttindabrotum er ekki óháður nema að vissu marki, hann hlýtur að taka afstöðu gegn þeim sem fremja mannréttindabrotin. Og mannréttindabrotin í E1 Salva- dor eru fyrst og fremst framin af stjórninni og aðilum sem njóta verndar hennar. Af mannrétt- indabrotum skæruliða berast litl- ar sem engar fréttir, þvert á móti er til þess tekið hversu mannúð- lega þeir meðhöndla fanga. f Newsweek 14. mars er sagt um skæruliðana: „Þegar þeir hertaka bæ koma þeir vel fram við bæjar- búa, borga fyrir vistir og halda eyðileggingu í lágmarki. Og þeir eru farnir að láta lausa flesta stjórnarhermenn sem þeir taka til fanga ..." Það þarf væntanlega enginn að undrast þótt ríkisstjórnir E1 Salvador og Bandaríkjanna hafi horn í síðu Mannréttindanefndar- innar. Og það þarf væntanlega enginn að undrast þótt meðlimir nefndarinnar hafi samúð með skæruliðum og Byltingarsinnuðu lýðræðisfylkingunni. Það segir hins vegar minnst um Mannrétt- indanefndina. Það segir meira um stjórnina annars vegar og frels- ishreyfinguna hins vegar. Meðal þess sem Marianella Garcia-Villas vann nú að í E1 Salvador var að afla upplýsinga um eiturefnahernað í E1 Salvador. í viðtali sem mánaðarblaðið Neisti hafði við hana þegar hún var hér á ferð er haft eftir henni: „Við vit- um dæmi þess að efnavopnum hafi verið beitt bæði í Guatemala og E1 Salvador. T.d. er skotið kúlum sem fylltar eru með bakteríuefnum og valda eitrun hjá þeim sem fyrir verða. Fólk deyr yfirleitt innan 3ja daga takist ekki að komast undir læknis hendur, sem er af- skaplega erfitt úti á landsbyggð- inni. Við höfum myndir sem sanna þetta og sýna hvernig eitrunin ést áfram eftir líkamanum. í surhum tilvikum hefur verið reynt að af- lima fólk til að stöðva eitrunina, Einar Olafsson. það er gripið til margvíslegra ráða í örvæntingu. Þessi vopn koma beint frá Bandaríkjunum. Fram- leiðsla E1 Salvador og Guatemala býður einfaldlega ekki upp á svona háþróaðar vítisvélar." Á fundi með E1 Salvador- nefndinni á íslandi í nóvember sagði Marianella að þá nýlega hefði hún fengið fréttir um áætl- anir um notkun napalms, og það hefði þegar verið flutt frá Banda- ríkjunum til Hondúras og E1 Salvador. Þess má geta að d’Aubo- isson, forseti þingsins í E1 Salva- dor og mestur áhrifamaður þar, lýsti því yfir fyrir kosningarnar í fyrra að hann mundi beita sér fyrir notkun napalms. Marianella Garcia-Villas ætlaði sér að afla nánari sannana fyrir notkun eiturefna á vegum stjórn- arhersins. Slíkar sannanir kæmu sér mjög illa fyrir stjórnina og Bandaríkjastjórn, ekki síst nú þegar Bandaríkjastjórn leggur sig fram um að sanna eiturefnahern- að upp á Sovétríkin og Víetnam. Það kemur því engum á óvart að þessir aðilar vildu Marianellu Garcia-Villas feiga. Morgunblaðið gumar af hlut- lægni í fréttaflutningi. En hlut- lægni felst ekki í því einu að stilla sig um að hnýta pólitískum álykt- unum aftan 1 fréttirnar. Það er líka spurning um hvernig fréttir eru valdar, hvernig þær eru sagð- ar og hvað er sctt í fyrirsögn. Lengi vel voru varla aðrar fréttir frá E1 Salvador í Morgunblaðinu en fréttir af því að utanríkisráð- herra Bandaríkjanna hafði fullyrt að Kúhanir sæju skæruliðum fyrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.