Morgunblaðið - 13.04.1983, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 13.04.1983, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983 51 Strandapóstur Bókmenntir Erlendur Jónsson Matthías Viðar Sæmundsson. an með því merkasta sem Gunnar sendi frá sér. En sögurnar þrjár eru allar veigamiklar þrátt fyrir ýmsa veika punkta sem meðal annars stafa af þeim sviptingum sálarlífsins sem einkenndu höf- undinn á þeim tima sem hann samdi þær. Mynd nútímamannsins er ágæt- lega skrifuð bók og byggir á ítar- legri könnun. Höfundurinn er prýðilega rökvís og gerir sér far um að skipa Gunnari Gunnarssyni i eðlilegt samhengi evrópskra bókmennta. Ég veit ekki hvort Mynd nútímamannsins verður al- mennt lesin, en hún ætti það skil- ið, ekki síst vegna þess að í henni er gerð tilraun til endurmats á skáldsögum eftir Gunnar Gunn- arsson sem of lengi hafa legið í þagnargildi eða horfið í skugga verka annarra og meira áberandi höfunda. Strandapósturinn. XVI. 174 bls. Útg. Átthagaf. Strandamanna. 1982. Strandapósturinn er kominn út í sextánda sinn. Hann er í tölu elstu og grónustu héraðsritanna og hef- ur alltaf komið út óslitið, má ég segja. Ritstjóri — eða formaður ritnefndar eins og það er kallað — er Ingólfur Jónsson frá Prest- bakka. hann er líka einn þeirra sem að staðaldri hafa ritað í Strandapóstinn. Hér heldur hann áfram með Hrútfirðingaþætti sína. Þar segir hann frá gömlum sveit- ungum á þeim tíma þegar hann var að alast upp þar nyrðra. Þætt- ir Ingólfs eru stuttir og lausir við málalengingar og þannig ákjós- anlegt tímaritsefni. Jóhannes frá Asparvík hefur manna mest og best lagt Stranda- póstinum til efni. Hér á hann með- al annars þáttinn Þjóðhættir á Ströndum. Þar lýsir hann t.d. smíði búsáhalda. Nú horfa ýmsir með söknuði til sjálfsþurftarbú- skaparins forðum. Þeir líta þá gjarnan á björtu hliðarnar en horfa framhjá erfiðinu. Líkast til væri nú talið til listiðnaðar að smíða og setja saman mjólkurfötu með þeim hætti sem áður tíðkað- ist. En hversu margar vinnu- stundir ætli hver fata hafi kostað? Ætli afraksturinn yrði ekki frem- ur rýr ef einhver tæki sér fyrir hendur nú að smíða þess konar fötur og selja þær á sama verði og fjöldaframleidda vöru? Dæmið út- skýrir, með ótal slíkum, hin bágu lífskjör og þrönga efnahag á fyrri tíð, þrátt fyrir allt stritið. Strandamenn nutu þeirra for- réttinda fram yfir aðra lands- menn að hafa nóg timbur. Þeir urðu því góðir smiðir. Og smíðarn- ar mega hafa aukið þeim listfengi á öðrum sviðum. Furðulegt er að lesa um lífsferil ísleifs Konráðs- sonar, erfiðismannsins, sem gerð- ist listmalari á gamals aldri, og hlaut strax svo samdóma viður- kenningu að undrum sætti. Hér er birt frásögn ísleifs af lifs- hlaupi sínu sem Þorsteinn Matthi- asson skráði eftir honum fyrir nokkrum árum. Isleifur lifði ævintýralifi og hafði safnað sér margháttaðri lífsreynslu þegar hann tók að sýsla með léreft og liti á efri árum. Strandamenn urðu öðrum frem- ur að vera sjálfum sér nógir, með- al annars vegna erfiðra sam- gangna, en sýslan er allra ís- lenskra byggðarlaga erfiðust yfir- ferðar. Margir lentu þar í svaðil- förum á sjó og landi. Þorsteinn Jónsson segir hér frá einni slíkri. Hann lagði af stað yfir fjörð í góðu veðri og björtu, réri einn litl- um báti en með honum voru tvær litlar telpur. Er ekki að orðlengja að á miðjum firði skall á ofsarok af vestri jafnframt því að myrkur fór að. Engu mátti muna að stormurinn bæri bátinn út úr firð- inum og út á Húnaflóa! En landi náði Þorsteinn — á ystu nöf í tvö- földum skilningi orðanna. Þakkaði hann það meðal annars Skin og skúrir Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Jóhann J.E. Kúld: UÓÐSTEF BARÁTTUNNAR Kvæði Letur 1983 Jóhann J.E. Kúld hefur samið margar bækur um sjómannalíf, en fyrsta bók hans, íshafsævintýri, kom út 1939. Auk þess er hann kunnur af fjölmörgum blaðagrein- um. Ljóðabók sendi Jóhann frá sér 1955, Upp skal faldinn draga. Nú er komin frá honum önnur ljóða- bók sem hann nefnir Ljóðstef bar- áttunnar. Ljóð Jóhanns J.E. Kúlds eru fyrst og fremst til vitnis um það hve skáldskaparhneigð er rík með þjóðinni. Helsta framlag hans til bókmennta eru frásagnir hans af sjónum, oft með ævintýrablæ, stundum í þágu betra mannlífs, en hann getur ekki stillt sig um að binda hugsanir sínar í stuðla og freista þess að vera tekinn í skáldatölu. Ljóðstef baráttunnar er aftur á móti ein þeirra bóka sem sanna að höfundinum lætur margt betur en að yrkja. Margir eru kallaðir, en fáir útvaldir eins og einhvers staðar er skrifað. Jó- hann skortir ýmislegt sem skáld eru mærð fyrir, til dæmis er tungutak hans fremur stirt og hann á ekki til leikni hagyrðings- ins. En honum er oft mikið niðri fyrir. Sumum þykir það kostur, en oft háir það mönnum. Sérstaklega þeim sem kappið stjórnar, en for- sjáin hefur orðið viðskila við. Jóhann orðar stundum laglega gömul sannindi eins og til dæmis í Lögmálið gamla gildir þar sem segir í fyrra erindi: „Hækkar sólin á himni/hörfa myrkur og kuldi./- Lögmálið gamla gildir./grandar því ekki tækni./í andanum birtist aflið,/annað er blekking og reyk- ur.“ í Eilíft líf notar hann frjálsara form til þess að tjá hug sinn um líf og dauða. Aldan hnígur í hafsins faðm, jjróður fellur á jörð. Allt leitar síns upphafs. Eilff endurtekning skins ojj skúra. Ilringckjan hækkar og lækkar, hnígur og lyftist aftur. Hamast hristist og titrar, í hvcrfleika sínum og styrk. Líf og dauði, draumur, vaka. Kkjan snýst alltaf í hring. Kinn finnur guð, annar mold. Kilíft líf, alla vegu. Jóhann J.E. Kúld Þótt Jóhann J.E. Kúld segi okkur ekki nein ný sannindi orðar hann réttilega skoðun margra á innlendri hagfræði í ljóðinu Hag- speki og hefur þjóðlegar viðmið- anir: íslcnsk haKspoki er heimskunn, hún er komin frá Bakka. Bræðurnir þrír þar hjuggu, háru inn sólskin í trogum. Vildu hvern vanda leysa voru og frægir af mörgu. Ilátt her nú hagspeki þeirra, Helga, Kiríks og (íísla. Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka samfylgd telpnanna, ábyrgðin, sem hann fann til þeirra vegna, hefði knúið sig til að leggja fram ýtrustu krafta. Aðra stutta ferðasögu ritar Sveinsína Ágústsdóttir, systir þess mæta manns, Símonar Jóh. Ágústssonar. »Oft hef ég farið í bíl hluta af þessari leið,« segir Sveinsína, » ... spor mást af tím- ans tönn og enginn gengur nú lengur kringum Reykjafjörð.* En þá leið gekk Sveinsína einmitt í umrætt skipti. Hvergi mun byggð hafa eyðst meir en í Strandasýslu á þessari öld. Eyðibýlið Jónssel heitir þáttur eftir Guðmund Þórðarson. Guð- mundur er enginn nýgræðingur á ritvellinum. Fyrir næstum hálfri öld sendi hann frá sér ljóðabókina Úr dalsins þröng, þá ungur maður heima í átthögunum. En hann hvarf úr héraði eins og fjöldi sýslunga hans og horfir nú heim til minningalandsins eins og fleiri í þeim hópi. Sörli í Kollafjarðarnesi heitir þáttur eftir Sigurgeir Magnússon. Segir þar frá afburðahesti og af- rekum hans ýmsum. Ingvar Agn- arsson, sem áður hefur ritað í Strandapóstinn, á hér hugleiðingu sem hann nefnir Hvernig ég kynnt- ist Nýal. Segir Ingvar frá tveim bókum sem höfðu mikil áhrif á hann ungan, en bað voru Himin- geimurinn eftir Ágúst H. Bjarna- son og Nýall eftir Helga Pjeturs. Fólk las alla jafna mikið í hinum strjálu byggðum. En umfram allt las það vel Og hjá greindum ungl- ingi tók eigin ímyndun við þar sem bókvitið þraut. Þá langar mig að nefna stutta sagnaþætti eftir Jónu Vigfúsdótt- ur frá Stóru-Hvalsá 6 Sagnir af föður mínum og öðru fólki, nefnir hún þá. Sögur Jónu eru dulræns eðlis í bland við gamanmál, sagðar eins og sögur voru sagðar meðan munnleg frásagnarlist naut sín, óheft af bókmálskækjum. Síst má svo gleyma löngum og ítarlegum þætti eftir Jóhann Hjaltason. Um landnám og langfeðgatal. Þar er af stökum kunnugleika ritað um ættir og mannlíf á Ströndum aldirnar í gegnum. Fleiri góðir þættir eru í þessum Strandapósti, einnig kveðskapur. prentun er í góðu lagi, letur t.d. skýrt og læsilegt (slíkt telst næst- um fágætt nú á tímum) en prent- villur eru einum of margar. Hoppað úr pönkinu Hljóm- plotur Sigurður Sverrisson Q4U Q1Q4U Gramm 12 Ekki verður annað sagt en að Q4U takist stökkið úr pönkinu yfir í nýrómansinn bærilega. Þótt vissulega séu gallar á fyrstu plötu hljómsveitarinnar, Q1Q4U, sér í lagi í tengslum við trommu- heilann, er ekki annað hægt en lýsa ánægju sinni yfir þessari plötu. Á henni eru sex lög og helmingur þeirra telst frá mín- um bæjardyrum séð vera allra ágætasta framlag. Hinn hluti laganna er ekki eins sterkur. Sakir formsins er rétt að geta þess hverjir skipa hljómsveitina. Árni Daníel leikur á hljóðgervla, Gunnþór á bassa, Ellý syngur og Danny Pollock plokkar gítarinn. Ellý semur textana, strákarnir lögin. Sannkallaður flokkur jafnaðarmanna á ferðinni hér. Eins og að framan er getið er það helst kalt og á stundum „frosið sánd" trommuheilans, sem er helst hægt að lasta á plötunni. Þótt auðvitað sé eitt og annað, t.d. óþarflega löng keyrsla á bergmálinu „þessu alltaf" í laginu Tískufrík, sem hægt er að finna að flokkast það fyrst og fremst undir persónu- legt mat hvers og eins, rétt eins og allir plötudómar ef út í það er farið. Tónlistin hjá Q4U er eins dæmigert nýbylgjurokk, þ.e. hljóðgervlarokk, eins og það ger- ist. Áhrifin eru greinilega héðan og þaðan en í tveimur laganna, t.d. í lokakafla lagsins ADMP, eru áhrifin frá Ultravox mjög greinileg. Áðurnefndur kafli gæti rétt eins verið á plötunni Vienna með Ultravox. Það er alls engimi löstur, síður en svo, enda ekki auðhlaupið að koma með eitthvað „spes sánd“ á hljóð- gervlana án þess að eiga það á hættu að útkoman missi marks. Bestu lögin á plötunni eru að mínu mati Böring (það lang- besta), ADMP og Why? Textarn- ir eru afar misjafnir að gæðum, en í sumum leynist rökrétt sam- hengi. Ef bera á Q4U saman við Son- us Futurae, hina íslensku hljómsveitina, sem farið hefur út á þessa braut tónlistar, hefur Q4U vinninginn. Bæði er að lög- in eru fjörugri og svo hitt, að söngurinn hjá Ellý er stórum betri en hjá SF. Textar hinna eru reyndar miklu betri, en þeg- ar öllu er á botninn hvolft, eru bað lögin, sem afla vinsældanna, textarnir skipa lægri sess. Svona í lokin: Umslagið er snyrtilega gert og myndin að framanverðu skemmtileg þótt titillinn hefði mátt vera sterkari. Textablaðið er einnig nokkuð óvenjulegt, en að skrifa bókstafi og orð í spegilskrift ... ég hélt að slíkt gerðu bara pönk- arar? [1] hefu' SantosHai i pökkunum Kaffibrennsla Akureyrar hf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.