Morgunblaðið - 13.04.1983, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983
79
Árni Árnason viðskiptafræðingur, forstjóri Hafskips Danmark A/S f Kaup-
mannahöfn, og Þorsteinn Máni Árnason, starfsmaður félagsins í Höfn, fyrir
utan skrifstofu þess í Ferjuhöfn Norður. Hún er svo að segja á hafnarbakkan-
um, þar sem skip Hafskip leggja að einu sinni í viku.
menn okkar öðlast einnig mikla
þekkingu við að vinna erlendis.
Hugmyndin er að skiptast á
starfsfólki milli skrifstofunnar
heima og skrifstofnanna erlendis,
þannig að við miðlum þekkingu og
reynslu. Á þennan hátt teljum við
að við getum veitt viðskiptavinum
okkar betri þjónustu. Vel þjálfað
starfsfólk með fjölhæfa reynslu
hefur jú mikið segja," segir Árni.
Og hann heldur áfram: „I 95% af
tilfellum setur kaupandi og inn-
flytjandi vöru sjálfur skilyrði
fyrir því með hvaða félagið á að
flytja vöruna og hvernig. í dag
fáum við vörurnar á hafnarbakk-
ann, annað hvort stykkjavöru eða
í gámum. Við eigum sjálfir gáma
eða getum fengið þá leigða. Við
höfum mjög gott geymslupláss hér
á hafnarbakkanum eða við hann
fyrir gáma og líka geymslur fyrir
aðrar vörur.
í framtíðinni gæti verið mögu-
leiki á að við færum út fyrir hafn-
irnar, t.d. með því að hafa sjálfir
flutningabílafyrirtæki á okkar
vegum og ná í vöruna beint til
verksmiðju eða seljanda og aka að
skipshlið.
Eins og allir vita er flutnings-
kostnaður stór hluti af verði vöru
út úr búð heima og það getur því
aðeins verið hagnaður fyrir ís-
lenska viðskiptavini ef við getum
lækkað flutningskostnaðinn.
Vöruverðið lækkar líka um leið.“
Árni bætir við, að enn séu slíkar
hugmyndir framtíðardraumar, en
að unnið sé að því að reyna að
lækka flutningskostnað eins og
mögulegt sé, til að varan verði
sem ódýrust þegar hún kemst til
neytenda.
Góð byrjun
Þegar Hafskip Danmark A/S
tók við af danska umboðsmannin-
um, var þegar fyrir opnun skrif-
stofunnar öllum dönskum og ís-
lenskum viðskiptavinum send bréf
með upplýsingum um breyting-
una, sem strax hlaut góðan
hljómgrunn. T.d. voru í Danmörku
einni send út um 1.400 bréf og
upplýsingar um fastar áætlunar-
ferðir. Upplýsingar um áætlunar-1
ferðirnar eru reyndar sendar út til
viðskiptavina mánaðarlega, m.a.
um hvenær skipin séu í Kaup-
mannahöfn og hvenær vörurnar
eigi að vera á hafnarbakkanum.
„Skipulagningarstarfið fyrir
komu skipa er mikilvægt og ég get
nefnt að t.d. fyrsta skipið, sem við
tókum á móti eftir að við fluttum
hingað í Færgehavn Nord, var hér
í stuttan tíma miðað við það sem
áður hefur tíðkast. Okkur tókst að
losa/lesta meira á klukkustund en
áður hefur tekist og þannig að
sleppa við að greiða dýra yfir-
vinnu hafnarverkamanna og
ennfremur að minnka hafnar-
gjöld," segir Árni.
Árni Árnason segir að síðustu,
að það hafi verið ótrúlega mikið
að gera síðan skrifstofan opnaði í
byrjun marz og að viðskiptavinum
líki vel breytingin frá danskri um-
boðsskrifstofu til eigin skrifstofu
með íslenskum starfsmönnum.
Idi Amin hyggst
„frelsaa Uganda
Manama, Bahrain, 11. apríl. AP.
IDI AMIN, fyrrverandi einræðis-
herra Uganda, sagði í gær, að hann
væri að undirbúa ráðagerð til að
binda enda á útlegð sína og snúa
aftur til Uganda, til að gerast leið-
togi neðanjarðarhreyfinga skæru-
liða, sem vinnur gegn Milton Obote
forseta.
„Ég er mjög stoltur og mjög
ánægður þegar ég tilkynni að ég
hef verið beðinn af þjóð minni um
að snúa aftur til Uganda og vera
leiðtogi hennar í frelsisstríði gegn
harðstjórn Obota," sagði Amin í
símaviðtali við AP-fréttastofuna.
Hann hafði samband Við frétta-
stofuna að fyrra bragði frá borg-
inni Jidda þar sem hann býr sem
pólitískur flóttamaður ásamt
einni af eiginkonum sínum og
flestum 23 barna sinna.
Hann segist hafa verið heim-
sóttur af stjórnmálamönnum frá
Uganda sem hafi farið þess á leit
við hann að hann sneri aftur til
heimalands síns. „Þeir sýndu mér
nákvæma ráðagerð fyrir heim-
komu mína og einnig voru þeir
með tillögur um hvernig mætti
koma Obote frá völdum," sagði
Amin og bætti við að meira en
25.000 manns væru reiðubúnir að
berjast fyrir þessum málstað, en
þeir væru illa vopnaðir.
Amin hefur nokkrum sinnum
Idi Amin
áður tilkynnt að hann ætli að snúa
aftur til heimalands síns og farið
fram á hjálp annarra ríkja við
það, en ekki er talið að hann eigi
mikinn stuðning i heimalandi
sínu.
„Þessar yfirlýsingar eru fárán-
legar," sagði einn fyrrverandi íbúi
Uganda, sem enn fylgist vel með
málum þar frá Kenýa. „Ég hef
ekki trú á því að hann geti fengið
meira en tvö þúsund manns í öllu
landinu til stuðnings við sig,“
sagði hann.
vopnum. Þeirri fullyrðingu var svo
slegið upp í fyrirsögn sem væri
hún óvefengjanleg. Nú hafa aldrei
verið færðar haldbærar sönnur á
þessar fullyrðingar og skæruliða-
hreyfingin hefur ævinlega borið
þær til baka. En lesendur Morgun-
blaðsins velkjast líklega ekki i
vafa, þökk sé „hlutlægum" frétta-
flutningi blaðsins. En það má líka
leiða hugann að því hvort ekki
skipti meira máli að segja frá
mannréttindabrotunum og alda-
gamalli kúgun i E1 Salvador,
reyna að skýra orsakir uppreisn-
arinnar.
Lesandi góður. Hvaða merkingu
legðir þú í það ef ég talaði um
svonefndan „Sjálfstæðisflokk“? í
umræddri frétt Morgunblaðsins
17. mars er talað um svonefnda
„Lýðræðislega byltingarfylkingu".
Skömmu áður er talað um Kristi-
lega demókrataflokkinn án þess
að hann sé „svonefndur" og innan
gæsalappa. Byltingarsinnaða lýð-
ræðisfylkingin, sem ég kýs að
nefna svo (Frente Democratica
Revolucionaria — FDR), var myn-
duð 16. apríl 1980. í henni samein-
ast ýmis pólitísk samtök og mik-
ilvæð stéttarfélög, allt frá komm-
únistum af ýmsum toga til Bylt-
ingarsinnuðu þjóðernishreyf-
ingarinnar, sem hefur tengsl við
Alþjóðasamband jafnaðarmanna
(sem Alþýðuflokkurinn hér er að-
ili að), og vinstri arms Kristilegra
demókrata. Þetta eru hin pólitísku
samtök frelsishreyfingarinnar.
Hin „svonefnda Lýðræðislega
byltingarfylking" er meðal mikil-
vægustu stjórnmálaafla í E1
Salvador, eins og hver sá gæti
sannfærst um sem liti í erlend
fréttatímarit eins og til að mynda
þau sem hér hefur verið vitnað til,
Time og Newsweek.
Þessi samtök, sem allir fjölmiðl-
ar sem eru vandir að virðingu
sinni nefna án gæsalappa og hall-
ærislegra athugasemda, hafa lagt
fram tillögur um viðræður við
stjórnina. Mexíkó, Panama, Ven-
ezúela og fleiri ríki, Samtök
óháðra ríkja, margir þingmenn í
Bandaríkjunum og ýmsir aðrir að-
ilar hafa hvatt stjórnina til að
ganga að þessum tillögum. En rík-
isstjórnir E1 Salvador og Banda-
ríkjanna hafna öllum viðræðum.
Striðinu skal haldið áfram með
þeim ógnarverkum og skelfingu
sem því fylgir, þótt æ fleiri sann-
færist um að það sé tapað.
21.3. 1983,
Einar Olafsson
Aths. ritstj.:
Hvernig týndi Marianella lífi?
Sú frétt Morgunblaðsins, sem
Einar ólafsson gerir að umtals-
efni og segir að birst hafi í blað-
inu 17. mars, birtist hinn 18.
mars á bls. 14, en hinn 17. mars
sagði Morgunblaðið frá því á for-
síðu, að Marianella Garcia-Villas
hefði fallið í E1 Salvador „í átök-
um milli stjórnarhersins og
skæruliða". Enginn heimildar-
maður var greindur fyrir forsíðu-
fréttinni 17. mars, en á bls. 2
þann dag voru birt ummæli
Kjartans Jóhannssonar, for-
manns Alþýðuflokksins, af þessu
tilefni. Hinn 18. mars birti Morg-
unblaðið svo ítarlegt fréttaskeyti
frá fréttastofunni Associated
Press (AP) en það skeyti er til-
efni greinar Einars ólafssonar og
almennra staðhæfinga hans sem
allar miða að því að kasta rýrð á
fréttamiðlun Morgunblaðsins.
Einari og öðrum lesendum til
fróðleiks skal hér birt samantekt
um þær fréttir sem sagðar hafa
verið af því hvernig dauða Mari-
anellu Garcia-Villas (M.G-V.) bar
að.
1. 1 AP-skeytinu sem birtist í
Morgunblaðinu 18. mars sagði að
lík M.G-V. hafi „fundist meðal 22
líka skæruliða, sem höfðu verið
felldir, er þeir reyndu að sitja
fyrir herflokki sem var á eftir-
litsferð síðdegis á sunnudag (13.
mars, innsk. Mbl.) í grennd við
þorpið La Bermuda," sem er um
40 km norðaustur af höfuðborg
landsins.
2. í Tímanum 17. mars var
Patricio Fuentes, formaður
mannréttindanefndar E1 Salva-
dor á Norðurlöndum, borinn fyrir
eftirfarandi um dauða M.G-V.:
„Hún hafði ásamt annarri konu
úr mannréttindanefndinni verið í
heimsókn til fjölskyldu í San
Salvador (höfuðborg E1 Salvador,
innsk. Mbl.) og var á leið að stíga
upp í bíl sinn þegar tveir bílar
með 8 hermönnum óku framhjá
og hleyptu hermennirnir af vél-
byssum að Marianellu og félögum
hennar. Þær dóu samstundis. Það
er lygi að dauða þeirra hafi borið
að í hernaðarátökum milli skæru-
liða og hersins."
3. í Tímanum 17. mars var haft
eftir Þráni Hallgrímssyni, blaða-
manni á Alþýðublaðinu: „í mín-
um huga er enginn efi á því að
hér var um skipulagt morð að
ræða...“
4. í Þjóðviljanum 17. mars var
Patricio Fuentes, sami maður og
Tíminn ræddi við, borinn fyrir
því að M.G-V. hafi „verið tekin af
lífi án undangenginna átaka af 8
hermönnum úr stjórnarhernum
og hefði hér verið um kaldrifjað
morð að ræða.“ Þjóðviljinn hafði
það jafnframt eftir Fuentes að
morðið hefði verið framið á „götu
úti í þorpinu Bermuda".
5. I Þjóðviljanum 23. mars var
það haft eftir læknum í E1 Salva-
dor sem skoðuðu lík M.G-V. að
„handleggir og fótleggir Marian-
ellu hafi verið sundurbrotnir og
líkami hennar hafi verið alsettur
sárum af steinflísum. Þá hafði
hún skotsár á öxl og höfði." Telji
þessir læknar, að M.G-V. hafi
verið „pyntuð til dauða" og í
fyrirsögn Þjóðviljans segir að
hún hafi verið „limlest til dauða".
Frétt Þjóðviljans lýkur með þess-
um orðum: „Morðið á Marianellu
var framið þar sem hún var að
hjálpa sveitafólki í þorpinu La
Bermuda undan skotárás stjórn-
arhersins."
6. í Alþýðublaðinu 26. mars er
haft eftir læknum sem rannsök-
uðu lík M.G-V. að hún hafi verið
„pyntuð til dauða". Þar er vitnað
í skýrslu mannréttindanefndar
E1 Salvador: „Marianella hafði á
líkama sínum alls konar sár sem
báru merki eftir pyntihgar. Þessi
sár eru ekki eftir skotvopn, segja
læknarnir, en Mannréttinda-
nefndin birti hluta af skýrslunni
um síðustu helgi," sagði í frétt
Alþýðublaðsins. Þar sagði einnig:
„Talsmenn Mannréttindanefnd-
arinnar segja að margt bendi til
að Marianella hafi verið tekin til
fanga áður en hún var rnyrt."
7. í The Guardian Weekly sem
dagsett er 27. mars 1983 segir
Polly Toynbee, sem skrifar viður-
kenningargrein um störf M.G-V. í
E1 Salvador, að lítið sé vitað um
hvernig hún týndi lífi „en vinir
segi að hún hafi verið handtekin
á sunnudaginn í síðustu viku (13.
mars, innsk. Mbl.) í La Bermuda,
í nokkurri fjarlægð frá þeim stað
þar sem lík hennar og óþekkts
manns fundust nálægt Guazapa,
um 24 km norðan við höfuðborg-
ina.“ Hún hafi farið inn á bar-
dagasvæði til að kanna sann-
leiksgildi frásagna um notkun
napalm- og fosfórsprengna. Hún
hafi þegar tekið myndir af fórn-
arlömbum efnavopna. Hún hafi
fundist með minnisbókina sína og
myndavél, vinnutæki sín.
8. í skeyti til Morgunblaðsins
frá New York Times News Ser-
vice dags. 18. mars í San Salvador
segir að stjórnvöld í E1 Salvador
hafi skýrt frá því þennan föstu-
dag, 18. mars, að M.G-V. hafi týnt
lífi þegar hún barðist við hlið
skæruliða sem stjórnarhermenn
réðust gegn í grennd við þorpið
Suchitoto rúma 30 km fyrir norð-
austan höfuðborgina. Stjórnar-
hermenn og skæruliðar hafi bar-
ist á þessu svæði í meira en ár. í
skeyti NYT News Service var
sagt frá því að miðvikudaginn 16.
mars hafi mannréttindanefndin í
E1 Salvador sent frá sér tilkynn-
ingu þar sem frá því var skýrt að
M.G-V. hafi týnt lífi þegar hún
var að fylgja flóttamönnum á
brott af bardagasvæði í grennd
við Suchitoto.
9. Bandaríska sendiráðið i E1
Salvador segir, að samkvæmt öll-
um heimildum sem það geti aflað
hafi M.G-V. látist þegar stjórn-
arhermenn gerðu vopnuðum
skæruliðahópi sem hún var í
fyrirsát. Hún hafi ekki verið með
flóttamönnum eða verið að reyna
að bjarga þeim. Segir sendiráðið
að flóttamannabúðum í La
Bermuda hafi verið lokað sumar-
ið 1981. í frásögn frá sendiráðinu,
sem ekki er staðfest sem niður-
staða bandarískra yfirvalda um
það sem gerðist heldur byggir á
upplýsingum aðila í E1 Salvador,
segir:
„Nóttina 13. til 14. mars var
Atlacatl-herfylkið í búðum sínum
á þeim stað þar sem áður höfðu
verið flóttamannabúðir nálægt
bænum La Bermuda. Herfylkið
dvaldist þarna vegna vatnslindar.
Svo virðist sem skæruliðahópar á
svæðinu hafi ekki vitað nákvæm-
lega hvar herfylkið var vegna
þess að það hafði verið mikið á
sveimi um héraðið. Þessa nótt var
Garcia-Villas á ferð með hópi
vopnaðra skæruliða. Þessi hópur
sótti fram og hélt uppi skothríð á
ferð sinni í von um að sér yrði
svarað í sömu mynt og þannig
tækist að finna herfylkið. Fyrsta
eftirlitssveit Atlacatl sem hópur-
inn rakst á skaut á móti. Síðan
reyndu skæruliðarnir greinilega
að fara í kringum búðir herfylkis-
ins. Foringjar Atlacatl létu þau
boð berast til manna sinna að
þeir ættu ekki að svara skothríð
skæruliðanna nema samkvæmt
skýrum foringjafyrirmælum.
Þeir vonuðu að geta leitt skæru-
liðana í gildru. Þessi von rættist
þegar skæruliðarnir gengu í
gildru milli klukkan 4 og 5 að
morgni 14. mars. Eftirlitssveitin
hóf skothríð og hélt henni áfram
þar til hætt var að svara henni.
Þegar birti af degi héldu menn
úr herfylkinu á bardagastaðinn
til að kanna aðstæður. Þeir fundu
um þrjátíu lík. Þeir sáu einnig
blóðferil sem benti til þess að ein-
hverjir skæruliðanna hefðu kom-
ist undan. Sumir þeirra virtust
mikið særðir vegna þess hve þeim
hafði blætt mikið. Þeir fundu
einnig vopn ... Meðal hinna
föllnu var lík af konu sem her-
mennirnir héldu fyrst að væri
blaðamaður. Þeir álitu þetta af
því að hún var með myndavél og í
miklu betri fötum en aðrir í
skæruliðahópnum. Líkið reyndist
vera af Marianellu.“
Hér hafa verið birtar níu frá-
sagnir af því sem á að hafa gerst
þegar dauða Marianellu Garcia-
Villas bar að höndum. Morgun-
blaðið getur ekki annað en látið
lesendum sinum eftir að gera upp
á milli þessara frásagna og draga
sínar ályktanir af þeim. Blaðið
ætlar sér ekki þá dul að gerast
dómari í þessu máli þótt Einar
Ólafsson telji sér fært að kveða
bæði upp úr um það og dæma
Morgunblaðið þar að auki. Við-
kvæmni Einars ólafssonar út af
ummælunum um hina svonefndu
„Lýðræðislegu byltingarfylkingu"
er svo hjákátleg að það vekur
furðu að hann skuli vekja máls á
því í tengslum við spurninguna
um það hvernig Marianella
Garcia-Villas týndi lífi. Hins veg-
ar þjónar orðhengilsháttur Ein-
ars Ólafssonar um þetta atriði
megintilgangi greinar hans: að
kasta rýrð á Morgunblaðið og
jagast í því á forsendum sem
marxistum eru einkar kærar.