Morgunblaðið - 13.04.1983, Qupperneq 14
62
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983
í allri sinni reisn
— eftir Sigurlaugu
Bjarnadóttur
Anna Pálsdóttir, aðfluttur
Reykvíkingur á ísafirði og búsett
þar nokkur undanfarin ár, töltir
fram á ritvöllinn í Mbl. miðviku-
daginn fyrir páska og fjallar um
framboðsmál Sjálfstæðisflokksins
á Vestfjörðum.
Undarlega tvíátta
Ég varð undrandi við lestur
þessarar greinar Önnu. Ég átti
ekki von á af hennar hálfu svo
mörgum útúrsnúningum og leið-
inlegum hnotabitum í minn garð
og Þorbjargar systur minnar, sem
báðar höfum litið á hana sem góð-
an samherja og höfum viljað forð-
ast að veitast að henni persónu-
lega, þótt hún hafi óneitanlega áð-
ur gefið tilefni til þess eftir að
sérframboðið vestra kom til.
Ég veit, að önnu leið allt annað
en vel, hún var sár og leið að lokn-
um kjördæmisráðsfundinum á
ísafirði í jan. sl. Ég held, að hún sé
enn sár og leið, og undarlega er
manneskjan tvíátta í þessu máli
öllu.
Hún hafði af einurð mælt með
prófkjöri, sem svo var fellt, og
sárreið lýst yfir hneykslun sinni
yfir því hvernig „útreið", er hún
nefnir svo, undirrituð fékk við
uppstillingu framboðslistans.
„Kvennavalið“ í þremur
af fímm neðstu sætum
En vart hafði Anna lokið sínum
reiðilestri á þessum margumtal-
aða fundi, þegar hún, ásamt tveim-
ur öðrum ágætiskonum, sætti sig við
að skipa þrjú af fimm neðstu sætum
listans. En ekki hvað? Var það ekki
vel við hæfi og samkvæmt góðum
og gömlum vana, að karlarnir í
allri sinni reisn kæmu í fimm
efstu sætin og „kvennavalið", sem
Þorvaldur Garðar lýsti velþóknun
sinni á, sæti hið neðra til prýði og
sóma fyrir listann — og flokkinn
okkar?
Hvenær eiginlega ætla íslenzk-
ar konur að vakna til meðvitundar
um rétt sinn og skyldur varðandi
þátttöku og áhrif í stjórnmálum?
Hve lengi ætla þær að láta sér
lynda að sitja og standa eins og
valdaglaðir karlar segja þeim
hverju sinni?
Þrjár konur í
fimm efstu sætum
Sérstök kvennaframboð eru
ekki rétta svarið og í rauninni
andstætt þeirri jafnstöðu, sem við
stefnum að. Ég vil benda á í þessu
sambandi, að á framboðslista Sér-
framboðs sjálfstæðismanna í
Vestfjarðakjördæmi, T-listanum,
völdust þrjár konur í fimm efstu
sætin samkvæmt úrslitum skoðana-
könnunar um allt kjördæmið. Við
höfum fimm konur á móti fimm
körlum á listanum. Þar hallast
ekkert á, sem er nokkurt nýnæmi,
ef ekki einsdæmi í islenzkri
stjórnmálasögu.
Anna Pálsdóttir hefir það rétt
eftir mér, að ég hafi á fundi í
Valhöll í byrjun des. sl. lýst yfir
„frekar dvínandi áhuga á próf-
kjörum". Prófkjör Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík voru þá rétt
nýafstaðin. Mér og fleirum hafði
blöskrað allur bægslagangurinn
og auglýsingaglamrið, sem því
miður setti svip sinn á það allt. En
Anna lætur sér sæma, að annarra
fordæmi, að slíta þessi ummæli
mín úr samhengi við annað, sem
ég sagði um prófkjör og hefir
margoft komið fram opinberlega
m.a., er ég „skeiðaði fram á rit-
völlinn" í Mbl. 8. feb. sl. en þar
sagði ég orðrétt: „Ég hef áður lýst
því yfir, að ég telji prófkjör enga
„patent“-lausn í framboðsmálum.
En þau eru það skásta sem við eig-
um völ á nú og góð, ef rétt er að
framkvæmdinni staðið" (leturbr.
mín). Þetta er mergurinn málsins.
Prófkjörin, eins og þau voru hugs-
uð upphaflega, voru góð og lýð-
ræðisleg aðferð við ákvörðun
framboðs. En gildi þeirra stendur
eða fellur með framkvæmdinni.
Þar hefir því miður stundum orðið
misbrestur á. Ég hef alltaf talið,
að Vestfirðingar væru menn til að
framkvæma prófkjör af viti. Skoð-
anakönnun okkar sérframboðs-
manna leiddi það líka greinilega í
ljós.
Það er í samræmi vð annan
málflutning andstæðinga áér-
framboðsins fyrir vestan, að þeim
áróðri er nú óspart beitt, að ég
hafi ekki viljað prófkjör og hafi
því gert mig að ómerkingi með því
að standa nú að mótmælum og
sérframboði, vegna þess að próf-
kjöri var enn hafnað af
kjördæmisráði.
D □ C
3 C
□ C
GlRÓ-SEÐILL ,
lANvsstomm n
SvIALFSrt4íl)ISrLOKIíSIi\S **
KMW HÁALEITISBRAUT 1 - REYKJAVÍK I 300
($jcdj6Í<á$it^UUd£- i
NUUMHI MA ckkj mkyta
J HU MMA W MKMOI I KðNKUM. KÖSTNÚCUM OO SKARItJOMUM
Grvidslu má inna af hendi
I bönkum, sparisjóðum
og pósthúsum
í TrfvNuMAfmnTMf f I Ssóilnumsr I I Fl I I SlofriuA-Hb I I HUmw I 1 UooftMólu. ‘
ntm rmm mcoam mA hwomki skjuca NC Ctjmpja
SKULDFÆRSLUBEPONI
A BAKHUO SEÐILSINS
— KH —■
300
CrBiOafMlt
FÆRSLUSKJAL GJALOKERA
0752802+ 31< 040126> 000550+
752802
Nr 752802 Mars 1983
Ágæti Sjálfstæðismaður,
Ákveðið hefur verið að gera sérstakt
átak til þess að styrkja stöðu
Sjálfstæðisflokksins fjárhagslega I
þeim mikilvægu þjóðfélagsátökum,
sem framundan eru.
Sveitarstjórnarkosningar eru
nýafstaðnar og þar færði
samtakamátturinn okkur vlða sigur.
Nú blasa við alþingiskosningar I
apríl og Ifklega aðrar
alþingiskosningar slðar á árinu.
Þú ert einn af fjölmörgum
velunnurum Sjálfstæðisflokksins
sem nú er leitað til um stuðning
við flokkinn. Vel kann að
henda að fleiri en einn á þínu heimili
fái sams konar bón og biðjum við
velvirðingar á þv(. Vonum við að
viðbrögðin við þvl ónæði verði ekki
önnur en þau að heimilismenn
sameinist um t.d. eina sendingu til
baka.
Við leitum til fólks um landið allt og
vonum að undirtektir muni
endurspegla þann samtakamátt
sem býr með þvl fólki á fslandi, sem
vill setja frelsið I öndvegi, jafnt hjá
atvinnulífi sem einstakiingum. Ef við
samejnumst ekki verða skoðanir
okkar undir með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum fyrir land og þjóð.
Stjórn Landssöfnunar
Sjálfstæðisflokksins 1983.
0«vfd OddMen, bofgantjóri
fUyMvfk
Katrfn Eymundtdóttir. Stainþór G«stsson. aiþMngisrraður
íorseti bteiMnt/ómar, Húuvlk Hásfí
Jón RáU HBlkJóraon. fofstjóri Sakxne ÞorVehdóttir. álþinQiUTiaóur
Theódór 8lónd*l, framkvJemdarst/
Seyðnftrði
Jó*ef H. Þorgemton , alþingámaður
GUIi óláfton, forstjóri
Gunnar GísUson, fyrrv. prófastur
GUumím
lUgnMdur HeVjadóttir, iögfrcðmgur
8eyi#rik
Sigurlaug Bjarnadóttir
„Hvenær eiginlega ætla
íslenzkar konur að
vakna til meðvitundar
um rétt sinn og skyldur
varöandi þátttöku og
áhrif f stjórnmálum?
Hve lengi ætla þær aö
láta sér lynda að sitja og
standa eins og valda-
glaðir karlar segja þeim
hverju sinni?“
Rangmæli og dylgjur
Anna Pálsdóttir hefir í frammi
dylgjur um að Þorbjörg Bjarna-
dóttir hafi staðið að samþykkt
tveggja framboðslista fyrir vest-
an. Hún veit þó vel, að listinn í
heild var aldrei borinn undir at-
kvæði á kjördæmisráðsfundinum
né heldur var mótatkvæða leitað.
Lófatak í hallelúj a-stíl var látið
nægja, en Þorbjörg sparaði sér
klappið í þetta sinn.
Það er einnig alrangt hjá Önnu,
að ég hafi látið „stjórnarsinna (let-
urbr. mín) — eins og Halldór Her-
mannsson“ æsa mig út í sérfram-
boð. Ég tók þá alvarlegu ákvörðun
að vandlega íhuguðu máli, þegar
komið var í ljós, hve gífurlega al-
menn óánægja var risin fyrir vest-
an og til mín var leitað um þátt-
töku. Ég var að vona, að það hug-
arfar, sem felst í þessum ummæl-
um Önnu og eru hreinlega ætluð
okkur Halldóri báðum til lítils-
virðingar, væri á undanhaldi inn-
an Sjálfstæðisflokksins. Þess
vegna valda þau mér vonbrigðum.
Pullsödd orðin
Sérframboð sjálfstæðismanna
vestra ætlar sé ekki að nærast á
innanflokkserjum og foringjadeil-
um. Við erum fullsödd orðin á
slíkum óvinafagnaði. Við horfum
til framtíðar og göngum fram
sameinuð í krafti þeirra hugsjóna,
sem við trúum, að horfi til heilla
fyrir land og þjóð. Anna, vinkona
mín, þarf því engar áhyggjur að
hafa af því, að ég sé í slæmum
félagsskap. Halldór Hermannsson
er klár og einlægur sjálfstæðis-
maður og drengur góður eins og
han á kyn til. Hann er einarður
vel og lætur illa að læðast með
veggjum, sem ég tel góðan kost á
hverjum þeim, sem hefir afskipti
af stjórnmálum. Hann hefir auk
þess, þvert ofan i fullyrðingar
Önnu, tekið virkan þátt í félags-
starfi Sjálfstæðisflokksins á ísa-
firði, er í varastjórn sjálfstæðisfé-
lagsins þar og meðlimur í full-
trúaráði.
Um það sem Anna kallar „und-
anhlaup" mitt „fyrir neðan allar
hellur" ætla ég ekki að karpa um
við hana í þessum greinarstúf,
enda hefir hún víst þegar fengið
nóg af skrifum mínum í Mbl. Þó
vil ég enn minna hana á, að í ís-
lenzkum kosningalögum er ótví-
rætt ákvæði, sem ungir sjálfstæð-
ismenn börðust einarðlega fyrir á
sínum tíma, um sérframboð
óánægðra hópa innan stjórnmála-
fiokkanna. Þvergirðingsleg af-
staða „prinsip“-manna innan
Sjálfstæðisflokksins nú, þ.á m.
Önnu Pálsdóttur, brýtur í bága við
anda þessara laga, sem eiga að
vernda rétt almennra kjósenda
gegn harðsvíruðu flokksvaldi.
Sigurlaug Bjarnadóttir.
4. apríl.
Sigurlaug Bjarnadóttir skipar 1. sæti
T-listans í Vestfjarðakjördæmi.
eigendur
Pústkerfin eru
ódýrust hjá okkur
Hjá okkur fáið þið orginal pústkerfi í allar
gerðir Mazda-bíla.
Isetningarþjónusta á staðnum.
BÍLABORG HF.
Smiðshöfða 23
Símar: Verkstæði 81225 —Varahlutir 81265