Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983 77 Hvet þingmenn til að taka reykingafrumvarp- ið til endurskoðunar Bindindismadur skrifar: „Velvakandi. Ég tek heils hugar undir orð „Bjartsýnismanns" í dálkum þínum 18. mars og annarra, sem skrifað hafa um reykingar í sömu veru. Sem bindindismaður á tóbak varð ég fyrir miklum vonbrigðum þegar ég fór að heyra utan að mér um hið nýja reykingafrumvarp. Það eina sem er í því til að vernda fólk fyrir reykingum er það að ekki má reykja í almenn- ingsvögnum, sem fyrr, og í af- greiðslusölum ríkisfyrirtækja. Eg spyr bara: Hvað um okkur sem vinnum baka til og þurfum að þola reykingar aðeins örfáum skrefum frá fólki sem er verndað gegn reykingum samkvæmt þessu frumvarpi? í því fyrirtæki sem ég vinn í er manni alltaf sagt að vera ekki með þetta röfl þegar maður bið- ur fólk að vera ekki að blása reyknum beint framan í mann. Jafnvel er keðjureykt meðan vinnufélaginn er að borða og ekkert talið sjálfsagðara. Ég hvet fólk til að láta í sér heyra um þessi mál, því að margir eru óánægðir með núver- andi ástand. Að lokum vil ég hvetja þing- menn vora til að taka þetta frumvarp til ítarlegrar endur- skoðunar, því það mun verða öll- um til heilla, ef reykingar verða takmarkaðar á vinnustöðum. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna." Skyldi Svavar senda skeyti? Guðm. Guðmundsson skrifar: „Velvakandi. Eins og kunnugt er varð Svavar Gestsson til athlægis, er hann Skrifið eða hring- ið til Vel- vakanda Velvakandi hvetur les- endur til að skrifa þættin- um um hvaðeina, sem hug- ur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11—12 mánudaga til föstudaga. Meðal efnis, sem vel er þeg- ið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frá- sagnir, auk pistla og stuttra greina. Æskilegast er, að bréf séu vélrituð. Nöfn og nafnnúmer þurfa að fylgja öllu efni til þátt- arins. sendi Mitterand hinum franska heillaóskaskeyti eftir kosningasig- urinn í Frakklandi. Frakkar könn- uðust nefnilega ekkert við þennan Svavar? En ástæða skeytisins var sú, að hérlendir kommar töldu Mitterand vera vin Rússa og and- stæðing NATO. Fljótt kom í ljós, að þarna hafði kommum heldur betur orðið fótaskortur á línunni: Mitterand er maður vestrænn í hugsun og andvígur Rússum. Enda hafa honum ekki verið vand- aðar kveðjur í Þjóðviljanum að undanförnu. Svipað frumhlaup varð hjá Svavari, er Papandreo hinn gríski kom til valda. Svavar sendi skeyti, og Grikkir könnuðust auðvitað ekkert við sendandann? En Adam var ekki lengi í Paradís. Papan- dreo reyndist tryggur fylgismaður vesturveldanna, enda er nú hreytt skætingi í hann í Þjóðviljanum, svo og gríska ráðamenn yfirleitt. En nú hefur Mitterand heldur betur hreinsað til hjá sér og vísað úr landi fimm tugum rússneskra njósnara á einu bretti. Mættu ýmsar þjóðir taka Mitterand sér til fyrirmyndar að þessu leyti. En spurningin er þessi: Skyldi nú Svavar senda Mitterand heilla- skeyti? Virðingarfyllst, með þökkum fyrir birtingu." GÆTUM TUNGUNNAR Heyrst hefur: Þeir komu hvaðanæva að af landinu. Rétt væri: Þeir komu hvaðanæva af landinu. OPIÐ BRÉF til loftferðaeftirlitsins Haukur Antonsson, Dalvík, skrifar: „Sæll Velvakandi. Sendi þér hér með opið bréf til Loftferðaeftirlitsins. Undirritaður hefur áhuga á einkaflugi og fór t.d. í flugskóla strax og aldur leyfði. Einkaflug er fyllilega samtvinnað öðru flugi og grúndvallaratriðin að sjálfsögðu mörg hin sömu. Or- bætur í flugmálum, sem á óska- lista eru, eru betri aðflugstæki og meira malbik á flugvöllum landsins. Aðrir hafa um það fjallað. Undirritaður hefur áhuga á, að mál sem yfirvöld eru í raun og veru búin að kveða niður, verði gaumur gefinn á ný. Frjálslyndir menn skilja best hvað undirrit- aður meinar og við hvað er að etja. Þess vegna er þetta bréf skrifað. Undirritaður álítur, að lágflugi sé ekki nægilegur gaumur gefinn. Á árum tvíþekjunnar var lágflug sjálfsagður og nauðsynlegur hlutur. Svo breyttust flugvélarn- ar og mennirnir með. Lágflugi voru settar skorður og talið óör- uggt fyrir flugkennara. Nokkrir gamalreyndir flugmenn visu bet- ur og hafa skrifað um málið. í raun og veru höfðu yfirvöld eng- in rök gegn lágflugi og hafa ekki enn tjáð sig um þetta mál eins og þau væru haldin trúarofstæki. Málið átti að vera yfir gagnrýni og skynsemi hafið. í rauninni skilja yfirvöld um allan heim ekki, að lágflug er ein grein flug- listarinnar, sem á ekkert skylt við fífldirfsku og fíflagang, sem engum tilgangi þjónar og aðeins hræðir menn og málleysingja. með þögn og afskiptaleysi þegar á öðrum sviðum er skriffinnska úr hófi fram? í möppunni Reglur um loft- ferðir er óskað eftir ábendingum ef uppgötvaðist, að eitthvað, sem þar er prentað, mætti betur fara. Þessi ábending undirritaðs tekur til 190. greinar laga um loftferð- ir, sem birt eru í RL 2 t.d. Eldri lög, sem í 190. grein eru talin upp, eru nr. 32/1929 (afgreidd frá efri deild 7. maí 1929) og nr. 49/1947. Lög nr. 49/1947 fjalla aðeins um b-lið 17. greinar lag- anna frá 1929 og koma því ekki efni þessa bréfs við. Prentvillu- púkinn virðist gera strik í reikn- inginn því í núgildandi lögum eru þessi lög frá 1929 sögð vera nr. 32. Sama sagði handbók flug- manna, AIP ICELAND GEN 1.3—1, 1. maí 1970 (ógilt nú). Undirritaðan minnir, að lögin nr. 49/1947 segi lögin frá 1929 vera nr. 29. Þriðju útgáfuna fær mað- ur, ef Stjórnartíðindum frá 1929 er flett upp. Þar eru 1929 lögin (Lög um loftferðir) sögð vera nr. 28. Aðaltilefni þessa bréfs undir- ritaðs er auglýsing fjármála- ráðuneytisins nr. 143/1. mars 1977 um niðurfellingu aðflutn- ingsgjalda og birt eru í RL 1. Starfsfólk fjármálaráðuneytisins hefur ekki hugmynd um hvernig þessi auglýsing er hugsuð, þ.e. til hvers auglýsingin er, og á undir- ritaður þá fyrst og fremst við 3. grein og 5. grein auglýsingarinn- ar. Nýjasta útgáfa auglýsingar- innar er nr. 8/21. jan. 1982. Það er ekki rétt, ef borið er fyrir sig, að Lög um loftferðir séu eldri og yngri lög ættu að gilda. Tollalög- Loftför, fluglið, farþegar og farmur hlíta íslenskum lögum og reglugerðum þeim, er á hverjum tíma gilda um loftferðir, tolla, gjöld og flutninga á fólki og far- angri. Atvinnu- og samgöngu- ráðuneytinu skal vera heimilt, til þess að greiða fyrir flugsam- göngum á íslandi, að undan- þiggja innflutningsgjaldi flug- vélar, varahluta, hreyfla, og áhöld, sem eingöngu eru notuð til reksturs flugvéla. Starfsfólk fjármálaráðuneytis- ins segir sjálft, að yngri lög gildi umfram eldri lög og samkvæmt 190. grein Laga um loftferðir nr. 17, 29/4 1982 er því ekki að sjá, að heimilt sé, að draga lands- menn þannig í dilka, að sumir (örfáir) hljóti niðurfellingu að- flutningsgjalda en allur almenn- ingur (yfir 99% kjósenda) eigi ekki að hafa þessa heimild. Lögin segja, að niðurfellingin sé til að greiða fyrir flugsamgöngum á ís- landi, en ef einkaaðili ætlar sér að nýta niðurfellinguna sam- kvæmt auglýsingu fjármálaráðu- neytisins þyrfti hann annað hvort að vera starfandi flugvirki eða forríkur sem arabískur olíu- fursti og geta þar með haft flug- virkja í fullri vinnu hjá sér. Yfir 99% þjóðarinnar (kjósenda), búa við venjulegan efnahag en geta ekki velt sér upp úr olíu-auði. Það er mjög erfitt fyrir einkaað- ila að eiga flugvél á Islandi vegna hrikalegs kostnaðar. Nokkrir kljúfa kostnaðinn þannig, að eiga flugvél nokkrir saman; láta at- vinnumenn sjá um viðhald og viðgerðir og öðlast þannig niður- fellingu aðflutningsgjalda. Hingað til hefur verið nokkuð um Lágflug er hægt að fljúga á rang- an hátt og einnig á réttan hátt. Ef nauðsynlegt er talið að setja lágflugi sérstakar skorður, væri lágmarkið að leyft yrði yfir sér- stökum iandsvæðum, að æfa lág- flug óhindrað. Þessi landssvæði þyrftu að vera nægilega stór, bjóða upp á sem allra mesta fjöl- breytni og innihalda bæði auð- veldar og hættulegar aðstæður til að kennsla yrði til einhvers gagns. Mörg flugslys, sem hafa orðið að undanförnu hérlendis, hefðu ekki orðið ef lágflug hefði verið kennt. Slysum fjölgar'ekki þótt lágflug sé kennt ef það er kennt rétt. Annað er það, sem undirritað- ur álítur einnig: Tryggja verður, að a.m.k. flugmenn, sem þess óska, geti fengið endurþjálfun í spuna (spinn) við hvert hæfni- próf. Hingað til hafa flugmenn lært spuna heiðurs síns vegna og talið það siðferðislega rétt þótt ekki væri krafis af yfirvöldum. En breyting gæti orðið þar á hjá næstu kynslóðum og er í raun byrjuð að koma fram. Hvers vegna þarf að útlandísera þetta in eru eldri, svo og auglýsingin sjálf. Auk þess er eðli málsins aðalatariðið. Það er nokkuð sláandi, að aug- lýsing fjármálaráðuneytisins nr. 143/1. mars 1977 kemur á svipuð- um tíma og samgönguráðuneytið herðir skilyrði (reglur) um við- hald flugvéla. Áður höfðu flug- menn sjálfir frjálsar hendur um heilmikinn hluta daglegs við- halds á þeim vélum, sem þeir öðl- uðust réttindi á. Ekki voru að- eins reglur um viðhald hertar, heldur skulu flugvélahlutir og flugvélavarahlutir o.þ.h. vera fjórðungi dýrari í innflutningi til alls þorra Islendinga; aðeins at- vinnumenn og fyrirtæki í flug- vélaviðgerðum og viðhaldi skulu njóta auglýstra ákvæða um að- flutningsgjöld. Ekki er hægt að sjá að einhverjir sérstakir aðilar eigi að hafa möguleika á niður- fellingu aðflutningsgjaldanna samkvæmt gildandi lögum um loftferðir, grein 190. (nr. 17/29.04.1982) sbr. lögin frá 1929 . — 36. grein 1929 laganna, sem þessi 190. grein tilheyrir, er þannig: það, að menn með venjulegan efnahag hafi smíðað sínar flug- vélar sjálfir. Geti maður smíðað flugvél sjálfur er honum einnig heimilt að sjá um viðhald og við- gerðir á sinni heimasmíðuðu- fluKvél lögum samkvæmt. Oeðlilegt er því, að fjármála- ráðuneytið setji sérstakar höml- ur á innflutning flugvélahluta, flugvélavarahluta o.þ.h., sem einkaaðilar flytja inn, hvort sem um væri að ræða til heimasmíði eða til verksmiðjuframleiddrar flugvélar, sem prívat flugvirki ætti og ætlaði að sjá um viðhald og viðgerðir á sjálfur án þess að vinna þó við slíkt sem aðalat- vinnu. Slíkir einkaaðilar eiga samkvæmt áður tilgreindum lög- um að hafa sama rétt varðandi aðflutningsgjöld og aðrir. Þessi lög eiga við alla Islendinga að sjálfsögðu. Nógir eru erfiðleik- arnir noður undir heimskauts- baugi, þótt ríkiskerfið sjálft — í þessu tilviki fjármálaráðuneytið — læði ekki rýtingi í bak al- mennings. Virðingarfyllst."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.