Morgunblaðið - 13.04.1983, Qupperneq 4
52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983
Frá sýningarsvæðinu f Genf.
Mikið um nýjungar á
bílasýningunni í Genf
Hinn nýi Daihatsu Charade.
Peugeot 205, nýr frá grunni.
Bílar
Sighvatur Blöndahl
MIKIÐ var um dýrðir á dögunum,
þegar alþjóðabílasýningin í Genf var
opnuð, en hún er talin önnur tveggja
beztu bílasýninganna í Evrópu. Á
sýningunni, sem haldin var í síðasta
mánuði, voru kynntir nokkrir alveg
nýir bílar, og flestir framleiðendurn-
ir lumuðu á einfaverjum breytingum,
þó mismiklum. Sem da mi um hina
nýju bíla, sem kvnntir voru á sýning-
unni má nefna Daihatsu Charade,
sem er gjörbreyttur, Renault 11, sem
er nýr frá grunni, nýr Peugeot 205,
BL Austin Maestro, BL Land Rover
110, Fiat Uno, Subaru 700, Citroen
LNA 11, og Nissan Micra, svo ein-
hverjir séu nefndir.
Það sem vakti sérstaka athygli
mína á sýningunni, sem var haldin
í nýrri sýningarhöll Palexpo, sem
staðsett er út við flugvöll, var
hversu vel hún var undirbúin og
greinilegt er að framleiðendur
leggja sífellt meiri áherzlu á þessa
sýningu. Sýndendur, sem komu frá
26 þjóðlöndum, sýndu alls 1.161
mismunandi bíla og sýningar-
svæðið er um 55.000 fermetrar.
DAIHATSU CAHARADE
Daihatsu Charade hefur náð
miklum vinsældum hér á landi
síðustu árin og því eru það tíðindi,
þegar nýr bíll af þeirri gerð er
kynntur. Nýi bíllinn er nokkuð
frábrugðinn þeim eldri i útliti, en
stærðin er ekki ósvipuð. Rými er
þó nokkuð meira í nýja bílnum,
vegna endurhönnunar. Bíllinn er
meira straumlínulaga en forveri
hans og framleiðendur héldu því
fram á blaðamannafundi á sýning-
unni, að eyðsla hans væri jafnvel
enn minni en á þeim eldri, sem þó
er þekktur fyrir að vera eyðslu-
grannur. Fullyrtu talsmenn Da-
ihatsu, að eyðslan í blönduðum
akstri væri 5,5 lítrar, en ef ekið
væri á jöfnum 90 km akstri á
klukkustund væri eyðslan aðeins
4,5 lítrar. Vél bílsins er eftir sem
áður þriggja strokka, 993 rúm-
sentimetra og 36 PS hestafla. Þá
verður Charade nú boðinn með 990
rúmsentimetra, þriggja strokka
dísilvél. Talsmenn Daihatu sögðu
að dísilbíllinn ætti að eyða um 5,3
lítrum í blönduðum akstri og að-
eins 4,0 lítrum á jöfnum 90 km
akstri. Þá má geta þess, að á sýn-
ingunni var „litli bróðir" Charade,
Cuore, kynntur en hann er nokkru
minni og hugsaður fyrst og fremst
til innanbæjaraksturs.
PEUGEOT 205
Peugeot 205 vakti töluverða at-
hygli á sýningunni fyrir smekk-
legt útlit og skemmtilegan frá-
gang. Hann er endurhannaður frá
grunni og til að gera sér einhverja
hugmynd um hvers konar bfll er á
ferðinni, þá er hann í stærðar-
flokki mitt á milli Peugeot 104 og
Peugeot 305. Talsmenn Peugeot
sögðu á blaðamannafundi, að alls
hefði verið fjárfest fyrir 1.200
milljónir franka vegna undirbún-
ings að framleiðslu bílsins, sem
þeir binda miklar vonir við. Bíll-
inn er í raun boðinn í fimm mis-
munandi útfærslum, með fjórum
mismunandi vélum, 954 rúmsent-
imetra, 1.124 rúmsentimetra og
tveimur mismunandi útfærslum
af 1.360 rúmsentimetra vélinni,
Nýr Daihatsu
Charade
Nýr Peugeot
205
Nýr Audi
Avant
Nýr Land
Rover 110
Nýi Land Rover-inn.
önnur 60 hestafla og hin 80 hest-
afla. Þá var boðað á fundinum, að
bíljlnn yrði í framtíðinni boðinn
með dísilvél, væntanlega þegar í
byrjun næsta árs. Peugeot 205 er
fimm dyra og heildarlengd bílsins
er 3,70 metrar og breiddin er 1,57
metrar. Hann er framdrifinn og
vélarnar, sem eru fjögurra
strokka liggja þvert í honum. Á
blaðamannafundinum var fullyrt,
að eyðsla bílsins á 90 km jöfnum
hraða væri aðeins 4,3 lítrar á 100
km. Talsmenn Peugeot sögðu
mikla vinnu hafa farið í að reyna
að gera bílinn sem mest straum-
línulagðan. Það hefði tekizt bæri-
lega því vindstuðull hans væri að-
eins 0,35 Cw. Þegar bíllinn er
skoðaður vekur það athygli, að
innréttingin er óvenjulega vel úr
garði gerð, en óneitanlega hafa
litlir franskir bílar verið með
fremur einfaldri innréttingu í
gegnum árin. Þægilegt er að sitja í
sætunum og rými er furðugott í
þetta litlum bíl.
AUDIAVANT
Audi 100 var kynntur á síðasta
ári og vakti þá þegar mikla athygli
fyrir smekklegt útlit og skemmti-
lega aksturseiginleika. Hann var
valinn bíll ársins, sem segir sína
sögu. Á bílasýningunni í Genf var
svo „bróðir" hans kynntur Audi
Avant 100, sem er mjög rúmmikill
bíll með skuthurð. Hann er nánast
eins og Audi 100 að framanverðu,
en síðan er yfirbyggingin lengra
aftur og mikil skuthurð að aftan,
sem gerir bílinn mjög plássmik-
inn. Þá er hægt að auka farang-
ursrýmið enn frekar með því að
leggja aftursætin niður. Audi 100
er þekktur fyrir sína grfðarlega
miklu straumlínulögun og tals-
menn Audi sögðu á fundi með
blaðamönnum, að þótt Avant lagið
drægi nokkuð úr straumlfnulögun
hans væri vindstuðullinn þó 0,34
Cw á móti 0,30 Cw á Audi 100, sem
er talið vera eitt bezta hlutfali á
fjöldaframleiddum bfl í dag.
LAND ROVER
Fyrir gamla Land Rover eigend-
ur er nýi Land Rover 110 eflaust
áhugaverður. Um er að ræða
lengri gerð bílsins, sem hefur
fengið endurnýjað útlit frá þeim
gamla, sem var búinn að vera lítt
breyttur um árabil. Bíllinn er
nokkru nýtfzkulegri en áður. Þá
hefur verið sett í hann ný átta
strokka vél, þ.e. Range Rover vélin
og gírkassi, sem gerir það að verk-
um, að bfllinn verður mun
skemmtilegri í akstri. Fjöðrunin
hefur verið endurbætt og sömu-
leiðis bremsur bílsins. Þá er inn-
rétting hans allt önnur og
skemmilegri en áður var, en var
hún óneitanlega orðin heldur
gamaldags, svo ekki sé kveðið
sterkara að orði.
Þess má geta, að nánar verður
fjailað um bílasýninguna í Genf f
næsta bílaþætti.
Audi 100 Avant
Þessi dvergur frá Ford vakti athygli i sýningunni.
Nýja Corvettan fri Chevrolet var kynnt.
Datsun lagði nokkuð upp úr kynningu i Micra-bílnum.