Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983 Francois Dorin, sem bæði er kunn leikkona og hefur skrifað nokkur leikrit áður, er höfund- ur nýs leikrits, sem heitir L’Eti- quette eða Merkimiðinn og er sýnd í Variétés-leikhúsinu í París. Alveg bráðfyndið! Sviðsmyndin í Merkimiðanum sýnir tvær íbúðir í sama húsi, í annarri býr menningarvitafjöl- skylda en í hinni góðborgarar, sem tala ekki sama mál og ekki saman. Og svo verður Júlía úr annarri fjölskyldunni ástfangin af Rómeó úr hinni. Menningarpólitík Frakka: Átak til að breikka svið lista og dreifa menningunni víðar Frakkar hafa löngum verið for- ustuþjóð í lista- og menningar- málum í Evrópu. Þar hafa þau mál verið í deiglu og mikilli um- fjöllun á þessu og sl. ári undir for- ustu Langs. Jafnvel leitt til harðra orðaskipta við þjóðir á öðrum menningarsvæðum, eins og Bandaríkjunum. Sl. tvo áratugi hefur orðið lægð í forustuhlut- verki Frakka á þessu sviði og Mitterand og sósíalistastjórnin, sem kom til valda fyrir nær tveim- ur árum, hafði það á stefnuskrá sinni að gera verulegt átak til að snúa því við. Hóf átakið með því að tvöfalda fjárframlag til menn- ingarmála á þessu ári. Aformin að ná því markmiði er að til menn- ingarmála færi að jafnaði 1% af fjárlögum ríkisins. Með þessu náð- ist sú fjárveiting á þessu ári upp í 0,48%, að því er M. Larque, að- stoðarráðherra menntamálaráð- herrans, tjáði íslenskum frétta- mönnum í viðtali í ráðuneytinu fyrir skömmu. Um leið útskýrði hann hvert beina skyldi þessu viðbótarframlagi, sem virðist vera mikið í listgreinar og listiðnað- argreinar, er hafa orðið útundan fram að þessu, meðan dýru verk- efnin eins og Óperan, Pompidou- listasafnið og stóru leikhúsin hafa gleypt allt tiltækt fé. Einkum ætti að gera átak í jaðargreinum, eins og hann nefndi það og meiri dreif- ingu á menningarmálum. Verður komið að því síðar. En sama kvöldið sem þetta við- tal fór fram, urðu miklar breyt- ingar á stjórninni í umróti efna- hagsráðstafana og þegar niður- stöður voru ljósar, var Jack Lang ekki lengur í hópi aðalráðherra í svonefndri „átakastjórn", þótt hann haldi áfram að fara með menningarmálin. Er „ministre delegé" og á því ekki sæti á ríkis- stjórnarfundum nema þegar hans sérmál eru þar á dagskrá. Þetta kom mjög á óvart, og er lagt svo út að menningarmálin séu e.t.v. ekki lengur slíkt „forgangsverkefni" hjá ríkisstjórninni, nú þegar þrengir að í efnahagsmálum henn- ar. Menningarmálin séu eftir myndun nýju ríkisstjórnarinnar ekki hærra sett en „ráðuneyti tómstundamála" eða „ráðuneyti kvennamála", eins og blaðamaður- inn Ch. Cujolle orðaði það. En það kemur í ljós í fjárveitingu næsta árs. E.t.v. er þetta skammtíma fyrirbrigði. Á þessu ári halda menn þó alltaf sínum aukafjár- veitingum til lista og menningar- mála og sínu striki. Fyrir utanaðkomandi virðist vissulega — hvað sem þessu menningarátaki viðríkur — gnægtahorn listaviðburða í París. Leikhúsin skipta tugum, stórar og smáar listsýningar eru á hverju horni, tónleikar og óperur á boð- stólum, að ekki sé nefnd gróskan í nýja Pompidou-safninu, og hundr- uð kvikmyndahúsa sýna kvöld hvert nýjar og gamlar myndir, svo eitthvað sé nefnt. Erlendum gesti virðist þar slík ofgnótt af ölhi að varla sé á bætandi og vandi að velja. Hörkudeilur um menningarmál „Iðnaðarmenningin mun ná okkur upp úr erfiðleikunum," sagði Jack Lang, menntamálaráð- herra, fyrr á þessu ári, og hann hefur á sínum 22ja mánaða stjórnarferli verið ódeigur að ráð- ast í verkefnið — svo sumum Frökkum hefur fundist nóg um. Fræg varð ræða hans í fyrra á ráðstefnu UNESCO, menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Mexíkó. Setti satt að segja allt á annan endann á al- þjóðavettvangi. Þar réðist Jack Lang harkalega að Bandaríkja- mönnum, sem hann sakaði um „menningarlega heimsvalda- stefnu" og hvatti til andstöðu gegn „þjóð sem legði undir sig meðvit- und, hugsanagang og lífsviðhorf" Talaði jafnvel um kvótakerfi á Einn gestgjafi Vigdísar Finnbogadóttur í heimsókninni til Frakklands þessa dagana, er sem vera ber Jack Lang, menningarmálaráðherra landsins, og stendur fyrir hátíðar- sýningu á ballett til heiðurs forseta íslands í Óperunni í París fimmtudagskvöldið 14. aprfl. En Jack Lang sem er mjög litríkur persónuleiki, og leiðir menningarpólitík ríkisstjórnarinnar, sem hafði menningarmál að forgangsverkefni er hún tók við. Hann er fyrrverandi leikhússtjóri svo sem forseti okkar, og aflaði sér vinsælda og frægðar sem leikhússtjóri í Theatre National eða Þjóðarleikhúsi Frakka og þó sérstaklega fyrir forstöðu á mikilli og frægri listahátíð í Nancy fyrir nokkrum árum. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983 65 innflutningi listgreina. En þótt Frakkar séu sárir yfir að útflutn- ingur þeirra á bókmenntum og hljómplötum hefur dregist veru- lega saman á undanförnum 20 ár- um, þá olli þetta miklum deilum í Frakklandi sjálfu, sem og erlend- is. Margir töldu að þarna væri meira um að kenna einangrun- arstefnu Frakka og því hve út- breiðsla tungu þeirra hörfar fyrir enskunni. Og Bandaríkjamenn svöruðu fullum hálsi. I Wall Street Journal, sem kemur út í Evrópu, sagði: „{ staðinn fyrir að hafa áhyggjur af Dallas ætti Jack Lang að nota tíma sinn til að átta- sig á því hvers vegna Frakkland er nú algert núll í virkri heimsmenn- ingu samtímans." Lét að því liggja að Frökkum væri nær að herða sig í samkeppninni. „París er að verða menningar- höfuðborg heimsins," sagði Lang kokhraustur og bauð snarlega til mikillar menningarráðstefnu í Sorbonne-háskóla í París um 400 þekktum menningarvitum frá öll- um heimsálfum. Franska ríkið borgaði ferðakostnað og ráð- stefnuhald og Jack Lang sagði í svari til Wall Street Journal: „Þessi árás skiptir minna máli en sá áhugi, sem fram hefur komið hjá þeim Bandaríkjamönnum sem sóttu ráðstefnuna eins og Coppola, Gailbraith, Sontag, Lumet, Fuller, Styron, Mailer og mörgum fleiri fulltrúum skapandi listar í Banda- ríkjunum, sem alltaf hafa verið nátengdar hinu listræna og skap- andi Frakklandi." Þessi mikla menningarráðstefna 13. febr. síð- astliðinn í Sorbonne vakti sem sagt mikla athygli og umræður um lista- og menningarmál í al- þjóðlegu samhengi. Umræður þar urðu að vísu ekki eins hvassar og í öðrum stíl en þær sem orð Langs í Mexíkó höfðu valdið. Fáar þjóðir einráðar Aðstoðarráðherra Langs vildi draga nokkuð úr hörkunni í þess- um umræðum í viðtalinu við ís- lenska blaðamenn í menntamála- ráðuneytinu í Rue Valais í París nú fyrir páskana. Ef lesin væri ræða ráðherrans í Mexíkó, þá skildist að hann hefði ekki verið að skera upp herör fyrir Frakk- land eitt gegn einhliða menning- arstraumum, heldur fyrir hönd allra menningarþjóða. Með sjón- varpsgervihnöttum og myndbönd- um sem flæddu yfir þá gæti ein þjóð ef við gættum okkar ekki og spyrntum við fótum, orðið ríkj- andi í öllum menningarþáttum um víða veröld, á sama hátt og Japan- ir eiga nú að mestu einir ljós- myndamarkaðinn. Ráðherrann hefði í raun verið að ræða um hvernig við gætum öll varist því að 1—3 þjóðir verði einráðar í lista- og menningarmálum. Allar þjóðir Evrópu yrðu nú að leggja sitt til í sambandi við myndbanda- flutning á menningu — til að þar yrði fjölbreytni ríkjandi. Við verð- um að gera þetta átak saman, því við höfum ekki efni á að standa í, því hver fyrir sig, sagði hann. Tónninn í Sorbonne var dálítið annar hjá Jack Lang, sagði tals- maður ráðherrans. Hann er sann- færður um að listir og menning skipti gífurlegu máli og að við verðum öll að leggja okkar fram til að viðhalda því. Áð það verði að flæða alls staðar að, jafnt frá Afr- íkuþjóðum sem gömlu menningar- þjóðunum í Evrópu, þótt þróunar- þjóðirnar teldu sig margar ekki hafa efni á slíku. Við þessar þjóðir ætti ekki síður að tala um jafn- rétti á sviði menningar en á efna- hagssviðinu. Þegar séu efnahags- erfiðleikar, þá komi það gjarnan fyrst niður á menningarmálum. Þessi orð áttu eftir að sannast í Frakklandi nokkrum tímum síðar. En menningarmál hverrar þjóðar verða að vera hluti af lífsstílnum, bætti hann við. Aðstoðarráðherrann útskýrði fyrir okkur þá menningarpólitísku stefnu stjórnarinnar að færa listir og menningarmál nær miðjunni. Lang hefði legið undir ásökunum fyrir að hafa með ærnu fé safnað á Sorbonne-ráðstefnuna menning- arvitum úr yfirstétt. En honum hefði gengið til að ná fram og láta heyrast rödd menntamanna er- lendis frá jafnt sem innanlands. Aðaltilgangurinn hefði verið að sýna og fá erlenda menningar- frömuði til að skilja að Frakkar vildu nú færa menningarmálin meira á miðlínu, þ.e. til alls al- mennings. Hann hefði viljað fá þar fram nýja strauma með skoð- anaskiptum. Aðstoðarráðherrann mótmælti því að ætlunin væri að fara að setja kvóta á innflutning, t.d. á bandarískar kvikmyndir í Frakk- landi. Kvótaskiptingin sneri að sjónvarpinu, þar sem lengi hefði verið 60% kvóti fyrir Evrópu- myndir, en 40% fyrir aðra heims- hluta. París væri miðstöð kvik- mynda frá öllum löndum. Og 1978 hefði verið besta árið fyrir kvik- myndahúsin hvað aðsókn snerti. — Við erum opið þjóðfélag, sagði hann. Kvótar sjónvarps miða eingöngu að því að vernda okkur og tryggja að við höldum í okkar eigin menningu. Okkar stefna er að framleiða kvikmyndir eða gera þær í samvinnu við aðrar Evrópuþjóðir á okkar menning- arsvæði, til að geta skipst á við stóru öflugu aðilana eins og Jack Lang er ráðherra menn- ingarmála í Frakklandi og hef- ur stjórnað átaki því sem ríkis- stjórnin hefur gert í lista- og menningarmálum af miklum krafti. Bandaríkjamenn. Okkur gengur það nú til að hvetja aðrar Evrópu- þjóðir til að gera líka átak á því sviði. Ljósmyndun, popp, tíska og kvikmyndir Að svo búnu snerist talið að hinni metnaðarfullu stefnu frönsku stjórnarinnar í menning- armálum, sem hafði í för með sér tvöföldunina á fjárveitingum í ár. Hvert á sú aukning helst að fara? Jack Lang vill fyrst og fremst víkka menningarsviðið og auka við listræna sköpun. Aukin fjárráð á þessu sviði skyldu fara til allra lista og þá nú einkum til nýrra greina, eins og t.d. ljósmyndunar og popptónlistar og jazz og tísk- unnar. Lista sem hingað til hafa verið á útjaðrinum og fyrirlitnar af listayfirstéttinni. Hann vill ná menningunni úr þeim fjötrum sem hún hefur verið í, þar sem allt beinist að hefðbundnum listgrein- um eins og óperum og fleiru þess háttar. Óperan í París hefur 1.200 manns i vinnu og allar hinar miklu fjárveitingar fara í manna- kaup en ekki nýsköpun, að því er aðstoðarráðherrann upplýsti. Ekkert til nýsköpunar. En að vísu hefur verið hægt að auka fjárveit- ingar ofurlítið til óperu og Pompi- dou-safnsins líka, en í miklu minna mæli. Ætlunin er sem sagt að beina athygli og fjármagni að- allega að því að breikka listasviðið í Frakklandi. Annar þáttur í þessari menn- ingarpólitík í Frakklandi er að rétta af það óréttlæti sem ríkjandi hefur verið í menningardreifingu til hinna efnuðu og hinna efna- minni og þeirra sem fjárráðin hafa hins vegar. Og á sama hátt annars vegar til stórborgarinnar og hins vegar til landsbyggðarinn- ar o.s.frv. Þeir vilja fá jafnari menningardreifingu til litlu sam- félaganna miðað við höfuðborgina. Til dæmis væri eitt aðalmálið bókaútgáfan og dreifing á bókum. í því skyni yrði að lyfta undir bókasöfn sveitarfélaganna. Og koma ætti upp miðstöð safna, sem lána í önnur söfn, um leið og bóka- kostur þeirra sem verst yrðu sett yrði aukinn. Öll sveitarfélögin yrðu að vera þátttakendur í þessu menningarátaki. Stjórnin hyggð- ist beina sýningum og ráðstefnum um menningarmál út á lands- byggðina til að fá sveitarfélögin til að lyfta undir ákveðna menn- ingarþætti sem þar væru varla til. Áður hafði Parísarborg gleypt allar fjárveitingar í stóru söfnin, leikhúsin, óperuna o.s.frv., sem ekki mætti vanmeta. En nú væri átakið sem sagt á að dreifa listum og menningarþáttum meira. Þriðji liðurinn í átakinu á menningarsviðinu í Frakklandi er að veita sérstaklega fé til iðnaðar á listasviðinu. Til dæmis til kvik- myndagerðar, sem er á vegum einkaaðila. Áform ríkisstjórnar- innar með auknu fjármagni er sem sagt að ýta sérstaklega undir franska kvikmyndagerð, einkum þar sem flest þróuð lönd eru hætt að reka nokkra stefnu í kvik- myndamálum eða styðja kvik- myndagerð sína. Fyrir franska menningu telur ríkisstjórnin í Frakklandi nauðsynlegt að gera nú átak á því sviði, og hefur raun- ar gert það að undanförnu, að því er okkur var sagt í menntamálaráðuneytinu. Sama verð á öllum bókum Bókaframleiðsla er öll í höndum frjálsra bókaútgefenda. En bóka- útflutningur hefur dregist veru- lega saman undanfarin 20 ár, þótt öll þau bókmenntaverðlaun sem veitt eru í Frakklandi árlega, bendi til þess að mikil gróska sé þar heima fyrir. En nú telja stjórnvöld bækur til þeirra iðn- greina, sem sérstaklega þurfi að lyfta undir. Hafa þegar verið sett lög um að sama verð skuli vera á bókum alls staðar í Frakklandi. En munurinn gat farið upp í 5% eftir því hvar keypt var. Litlu bókabúðirnar voru vegna undir- boða þeirra stóru að týna tölunni. Og vönduðu bækurnar að hverfa fyrir metsölubókunum. Einnig hefur verið reynt að tryggja með löggjöf að bækur fáist alls staðar jafnt, í París og úti á landsbyggð- inni, í stórum verzlunum og smá- um. Hvað hljómlistinni viðvíkur, þá telst hljóðfæraiðnaðurinn til þess sem ætlunin er að auka með að- stoð ríkisins. Og þar kemur líka til áhugi á að auka vinsæla tónlist svo sem popp og jazz, sem ekki síður teljist til lista en sígilda tónlistin, skv. stefnu menntamála- ráðherrans. Þessi áform frönsku ríkisstjórn- arinnar í menningarmálum undir forustu Jack Langs voru stórtæk „Ástarsorg ensku læðunnar“ heitir leikrit, sem nú gengur í Theatre de Paris í París og hef- ur vakið mikinn fognuð, enda fara ungir og gamlir saman að sjá það. Geneviev Serreau samdi það upp úr sögu eftir Balzac og hafði myndskreyt- ingar bókarinnar til hliðsjónar. En það eru einmitt búningarnir á persónunum, allt dýr, sem eru svo skemmtilegir. og metnaðarfull fyrir franska menningu. Hvort sem úr verður dregið, eins og skipan málaflokka í nýju stjórninni bendir til, þar sem menningarmálaráðherrann er ekki lengur forgangsráðherra, þá hefur umræðan og aukin fjárveit- ing þessa árs gert mikið gagn. Og má þá kannski taka upp þráðinn þar sem frá er horfið þegar betur árar. Ýmislegt hefur gerst. Má benda á að ljósmyndun -nýtur nú greinilega meiri virðingar og ljósmyndasýningum sem og list- sýningum fer ört fjölgandi. Ráð- herrann sjálfur var einmitt að heiðra hinn þekkta ljósmyndara Giselle Freund með orðu heiðurs- fylkingarinnar í móttöku, þetta sama kvöld. Blaðamennirnir 3 frá Islandi náðu að tala þar við hann nokkur orð, áður en hann þurfti að flýta sér að sjónvarpinu vegna frétta um byltingu í stjórninni, þar sem hann hefði verið færður niður á annað valdaþrep, sem fyrr er sagt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.