Morgunblaðið - 13.04.1983, Síða 22

Morgunblaðið - 13.04.1983, Síða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983 Sigursveit Búnaðarbankans f A-flokki. Frá vinstri: Bragi Kristjánsson, Stefán Pormar, Guðmundur Halldórsson og Jóhann Hjartarson. Sigursveit Stjórnarráðsins í B-flokki: Frá vinstri: Sigurður R. Sigurjóns- son, Þórir Ólafsson, Högni ísleifsson, Baldur Möller, Ingimar Jónsson, Gísli Árnason og Halldór Frímannsson. Á myndina vantar Vilhjálm Ólafsson og Ingólf Friðjónsson, sem voru varamenn. Skákkeppni stofnana: Búnaðarbankinn endur- heimti efsta sætið SKAKSVEIT Búnaðarbankans sigraði í A-flokki í Skákkeppni stofnana og fyrirtækja eftir harða keppni við sveitir Ríkisspítalanna og Utvegsbankans. Þar með end- urheimta Búnaðarbankamenn efsta sæti úr höndum spítalanna sem sigruðu í fyrra og náðu þá að rjúfa sigurgöngu bankamanna í keppninni. En í þetta sinn náði Búnaðarbankasveitin snemma for- ystunni og sannaði síðan enn einu sinni að ekkert fyrirtæki á landinu hefur yfir að ráða jafn harösnúnu skákliði, nema þá ef vera skyldi nýstofnaður Skákskóli Friðriks Ólafssonar. Sigursveitina skipuðu þeir Jó- hann Hjartarson, Bragi Krist- jánsson, Hilmar Karlsson, Guð- mundur Halldórsson og Stefán Þormar, allt kunnir skákmenn. í B-flokki vakti einna mesta athygli að sveit stjórnarráðsins var nú aftur á meðal þátttak- enda eftir nokkurra ára hlé. Hana skipa vel þekktir skák- menn, en samt gekk henni brösulega framan af og það var ekki fyrr en siðasta kvöldið að stjórnarráðsmenn komust í gang og náðu 7% vinningi af 8 mögu- legum. Þessi glæsilegi enda- sprettur nægði til öruggs sigurs. Sveitina skipuðu þeir Baldur Möller, Ingimar Jónsson, Þórir Ólafsson og Gísli Árnason, en varamenn voru Vilhjálmur Ólafsson, Högni fsleifsson, Ing- ólfur Friðjónsson, Sigurður R. Sigurjónsson og Halldór Frí- mannsson. 52 sveitir tóku þátt í keppninni og er það ein bezta þátttakan frá upphafi hennar. Úrslit urðu sem hér segir: A-flokkur: 1. Búnaðarbankinn, A-sveit 20 'k v. 2. Ríkisspítalarnir, A-sv- eit 19 v. 3. Grunnskólar Reykja- víkur, A-sveit 18 v. 4.-6. Útvegsbankinn, Verkamannabústaðir, Flugleiðir, A-sveit 16 lk v. 7. Veðurstofan 16 v. 8.-9. Landsbankinn, A-sveit og Sláturfélag Suður- lands, A-sveit 15V4v. 10.-11. Þýzk-íslenska verzlun- arfélagið og Morgun- blaðið 15 v. 12.-14. Iðnskólinn, Funaofnar og Flugleiðir, B-sveit 14'á v. 15.-16. Rikisspítalar, B-sveit og Menntaskólinn við Sund 14 v. 17.-18. Rafmagnsveita Reykjavíkur og Endur- skoðun hf. 12% v. 19. Dagblaðið og Vísirl2 v. 20. Búnaðarbankinn, B-sveit 11% v. 21. Breiðholtsskólinn 11 v. 22.-23. Menntaskólinn við Hamrahlíð og Ríkis- spítalar C-sveit 10% v. 24. Flensborgarskólinn 9% v. 25. Landakotsspítalinn9 v. 26. Prentsmiðjan Oddi 8% v. B-flokkur: 1. Stjórnarráðið 20 v. 2. Tímaritið Skák 18% v. 4.-6.- Ölfushreppur, Veltir hf. og Háskólinn 16% v. 7.-8. „Svart á hvítu" og Landsbankinn, B-sveit 16 v. 9. Vegagerð ríkisins 15% v. 10.-11. Skýrsluvélar ríkisins og íslenska álfélagið, A-sveit 15 v. 12.-13. íslenska álfélagið, B-sveit og Ármúla- skólinn 14% v. 14. Framkvæmdastofnun ríkisins 14 v. 15.-16. Unglingaheimili ríkis- ins og Vörubílastöðin Þröstur 13% v. 17.-18. Iðntæknistofnun ís- lands og Bæjarútgerð Reykjavíkur 13% v 19.-21. Grunnskólar Reykja- víkur, B-sveit, Krist- ján ó. Skagfjörð og Osta- og smjörsalan 12% v. 22.-23. Gæzlumenn á Kleppsspítala og Hraðfrystistöð Reykjavfkur 12 v. 24. Sláturfélag Suður- lands, B-sveit 8% v. 25. Bæjarútgerð Reykja- víkur, B-sveit 8 v. 26. Ríkisútvarpið 7% v. Sex efstu sveitirnar í B-flokki færast upp í A-flokk og úr A- flokki falla sex neðstu. Stjórn- arráðið og Háskólinn endur- heimta því sitt gamla sæti næsta ár. Að lokum er hér ein stutt og skemmtileg skák úr B-flokki: Hvítt: Ríkharður Sveinsson (Tímaritið Skákj Svart: Þórir Olafsson (Stjórnar- riðið) ítal.sk i leikurinn 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bc4 — Bc5, 4. Rc3 Hér má einnig ráðast á mið- borðið og leika 4. c3. 4. — d6, 5. 0—0 — Rf6, 6. d3 — h6, 7. h3 — 0—0, 8. De2 — Rh5? hótar 9. — Rg3, en svartur er of bjartsýnn. 9. Khl - Rf4,10. Bxf4 - exf4,11. Rd5 — g5, 12. e5! — He8, 13. De4! — dxe5 Svartur er einnig í vandræð- um eftir 13. — Rxe5, 14. d4! — Rxc4,15. Rf6+! 14. Rdf4! — Dd6 14. — exf4 gekk alls ekki vegna 15. Dg6 — Kh8,16. Bxf7. 15. Bxf7+! — Kxf7, 16. Dh7+ — Kf6, 17. Rh5+ og svartur gafst upp. Uppgjöfin er fullsnemma á ferðinni, þó svarta staðan sé vissulega töpuð: T.d. 17. — Ke6, 18. Dxh6+ - Kd7 (18. - Ke7,19. Dg7+ — Kd8, 20. Rxg5 virðist einnig vonlaust) 19. Rf6+ — Kd8, 20. Rxg5 — Hf8, 21. Rge4 með léttunnu tafli. Rotvarnarefni — eftir dr. Jón Óttar Ragnars- son dósent Rotvarnarefni eru aðeins enn eitt tæki kapítalista að arðræna þrautpínda alþýðu. Rétt? Rangt. Rotvamarefni eins og ýmis önnur aukaefni hafa verið notuð frá ómunaíð til þess að verja fæðuna skemmdum. Sum þeirra eru án efa eldri en „sið- menningin" sjálf. í fyrri greinum hefur raunar verið minnst á ýmis eldforn rotvarnarefni á borð við mjólk- ursýru (skyrmysu), reyk, vín- anda, salt og saltpétur svo þau helstu séu nefnd. En er nokkur þörf fyrir þessi efni nú? Hafa nýtískuaðferðir eins og frysting og niðursuða ekki gert þessi efni með öllu óþörf? Er ekki hægt að losna við þau fyrir fullt og allt? Þessari spurningu mætti að nokkru leyti svara játandi. Þörf- in fyrir rotvarnarefni er marg- falt minni en hún var í eina tið, þegar aðrar aðferðir voru ekki tiltækar. En þrátt fyrir nýjar vinnslu- aðferðir hafa rotvarnarefnin haldið velli, enn sem komið er a.m.k. Ástæðurnar verða m.a. raktar í þessari grein. Rotvarnarefni á íslandi Um þúsund ára skeið voru sýran (mjólkursýran) og reykurinn helstu rotvarnarefni íslendinga. Eftir miðja 19. öld tóku þeir að nota salt í stórum stfl og skömmu síðar ... saltpéturinn. Saltið kom í góðar þarfir. í stað skreiðar kom saltfiskur, í stað súrs smjörs kom saltað smjör o.s.frv. En á þessari öld komu svo enn nýrri aðferðir til sögunnar. Með tilkomu frystingar og niðursuðu og fleiri aðferða leit út um tíma að hinar gömlu vinnsluaðferðir mundu líða und- ir lok. Reynslan hefur þó, enn sem komið er, orðið önnur. En hvers vegna hafa rotvarn- arefnin haldið velli? Vegna þess að saltmeti, reykt fæða, súrmat- ur o.fl. þykir enn í dag herra- mannsmatur sem fáir eru til- búnir að vera án. Auk þess hafa auknar kröfur um handhæga og fljótmatreidda fæðu orðið til þess að notkun rotvarnarefna hefur aukist á nýjan leik og ný efni á því sviði komið til skjalanna. Verkun rotvarnarefna Hugmyndin með notkun rot- varnarefna er sú að örverunum er haldið í skefjum (eða þeim beinlín- is útrýmt) með kemískum efnum. Skiptast þessi efni í þrjá flokka. í fyrsta flokki eru efni á borð við salt og vínanda sem — ef þau eru notuð í nógu miklu magni — binda vatnið í fæðunni svo ör- verurnar þrífast ekki fyrir vatnsskorti. f öðrum flokki eru alls kyns sýrur á borð við mjólkursýru, ediksýru og sítrónusýru sem gera fæðuna svo súra að örver- urnar þrífast ekki af þeim sök- um. f þriðja flokki er reykurinn og flest hinna nýrri rotvarnarefna eins og sorbinsýra og bensósýra sem hafa markviss eituráhrif á ákveðnar tegundir af örverum. Efnin í þessum síðasta flokki eru yfirleitt sýrur og verka því best í tiltölulega súrum mat. Magn þeirra er þó það lítið að þau hafa lítil áhrif á sýrustig fæðunnar sem slíkt. í hvaða matvælum Rotvarnarefni eru fyrst og fremst í tvenns konar afurðum (eins og áður kom fram), þ.e. í þjóðlegum, hefðbundnum afurðum (t.d. hangikjöti) og í handhægum verksmiðjumatvörum (t.d. gos- drykkjum). í kjötiðnaði má nefna hangi- kjöt, skinku, pylsur og bjúgu (reykur, salt, saltpétur) og svo saltkjöt (salt, saltpétur). Allt eru þetta hefðbundnar íslenskar afurðir. f fiskiðnaði má nefna niður- lagðan fisk á borð við gaffalbita (salt, fleiri rotvarnarefni), reyktan lax og síld (reykur, salt) og svo auðvitað saltfiskinn (salt). Fjölmargar nýrri verksmiðju- matvörur innihalda rotvarnar- efni, t.d. smjörlíki (salt, mjólk- ursýra), olíusósur (ediksýra), ávaxtadrykkir og gosdrykkir (bensósýra) o.s.frv. FÆDA OG HEILBRIGEM Af þessari upptalningu má sjá að rotvarnarefni finna sér víða leið í matvæli. Er fátt sem bend- ir til þess að auðvelt verði að uppræta þau með öllu úr mat- vælum. Skaðsemi rotvarnarefna Yfirleitt má gera ráð fyrir að efni sem eru eiturefni fyrir ör- verur eða aðrar lífverur séu það jafnframt fyrir manninn. Þetta er þó engan veginn algild regla. Þau nýju efni sem mest eru notuð í matvæli eru sorbinsýra og bensósýra. Bæði þessi efni eru valin vegna þess hve lítil eitur- áhrif þau eru talin hafa fyrir manninn. Öðru máli getur gegnt um brennisteinsdíoxíð, en það er m.a. mikið notað í þurrkaða ávexti og borðvín. Eru mjög skiptar skoð- anir um skaðleysi þessa efnis. Um nítrítið hefur þó staðið mestur styrr. Nú er vitað að þetta efni getur stuðlað að myndun N-nítroso-sambanda í matvælum og líkamanum, en þessi efni geta m.a. verið krabbameinsvaldar. Enn annar flokkur rotvarnar- efna, fúkkalyf, eru sem betur fer ekki leyfð í matvæli á fslandi. Er það vel því slíkt gæti dregið úr áhrifum þeirra í lækningar- skyni. Áhrif á næringargildi Rotvarnarefni hafa lítil áhrif á næringargildi sem slík. En með því að lengja geymsluþolið stuðla þau að því að matvælin verða ekki eins og fersk og þá ekki eins næringarrfk. Brennisteinsdíoxíö (og skyld efni) hefur jafnframt þau áhrif að vernda C-vítamínið. Hins veg- ar hefur það eyðandi áhrif á annað vítamín, þíamín (Bl-víta- mín). Nítrít (eða saltpétur) getur einnig stuðlað að eyðingu Bl- vítamíns, en auk þess getur það eytt C-vítamíni, karótíni (A- vítamínmyndari) og fólinsýru úr matvælum. Á hitt verður þó einnig að líta að með því að nota þessi efni forðum við oft fæðunni frá skemmdum og ónýt fæða hefur ekkert gildi til manneldis. Lokaorð Þrátt fyrir miklar framfarir í matvælaiðnaði eru rotvarnar- efni enn mikið notuð. Eru sum þessara efna talin skaðlaus með öllu. Önnur eru aftur á móti mun umdeildari. Bæði nítrít (saltpétur) og bennisteinsdíoxíð ætti að tak- marka sem mest í matvælum. Þessi efni eru enn notuð f ýmsar afurðir þar sem þörfin fyrir þau er lítil eða engin. í mörgum öðrum tilvikum mætti og komast hjá notkun rotvarnar- efna eða a.m.k. takmarka magn þeirra með því að beita öðrum vinnsluaðferðum. Að þessu þurfa heilbrigðisyfírvöld að vinna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.