Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 6
54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983
Til varnar
viðskipta-
frelsinu...
eftir Árdísi
Þórðardóttur
Ríkir hér frelsi í
milliríkjaviðskiptum?
Til þess að hægt sé að svara
þessari spurningu verður að skýra
hvað við er átt þegar talað er um
frelsi í þessu tilliti. Að mínu viti
ríkir algert frelsi í milliríkjavið-
skiptum þegar vörur og þjónusta
ganga kaupum og sölum hindrun-
arlaust milli landa. Varningur
skiptir þá um eigendur aðeins háð
lögmálinu um hlutfallslega yfir-
burði. Verkaskipting þróast þann-
ig að markaðurinn gefur til kynna
þörf og henni er fullnægt með því
að vara eða þjónusta er framleidd
þar sem mest hagkvæmni næst.
Ýmsar aðgerðir stjórnvalda
takmarka viðskiptafrelsið. Hér á
landi þekkjum við aðflutnings-
gjöld, leyfisveitingar með skilyrð-
um og bönn. Þannig er ljóst að við
búum ekki við algert frelsi í milli-
ríkjaviðskiptum, það er eiginlega
nokkuð langt frá því. Nú skal tekið
fram að sama gildir um frelsi í
milliríkjaviðskiptum og annað
frelsi — því þarf að setja ákveðinn
ramma, nokkurs konar leikreglur.
Sá rammi á að mínu viti að bein-
ast að því að vernda frelsið —
tryggja það en ekki fjötra.
Kostir frelsis í
milliríkjaviðskiptum
Allt frá því að viðreisnarstjórn-
in byrjaði að draga úr höftum hér
í upphafi sjöunda áratugarins hef-
ur heldur miðað í frelsisátt. Það
reyndist nefnilega augljóslega
hagstætt fyrir bæði neytendur og
framleiðendur, að milliríkjavið-
skipti ykjust og skömmtunin yrði
lögð af. Enda var það svo að þess-
ar aðgerðir nutu almennra vin-
sælda og viðreisn var hér við völd
í 12 ár, lengst allra ríkisstjórna.
Við höfum nýtt okkur þokkalega
þá sérhæfingu, sem aukið freisi
bauð uppá. Við gerum nú það, sem
við gerum best, þ.e. framleiðum
úrvals matvöru, og seljum þeim,
sem borga best. Tekjunum er svo
varið til fjárfestinga og til þess að
kaupa þá vöru og þjónustu, sem
við viljum. Við reynum sem sagt
að selja dýrt og kaupa ódýrt. Þó
þannig að þeir, sem eiga við okkur
viðskipti, sjái sér hag í því. Með
þessu móti verða viðskiptin best.
Báðir aðilar hagnast á viðskiptun-
um — þeir leitast þá við að gera
hvor öðrum til hæfis, uppfylla
þarfir við verð, sem er sanngjarnt.
Þetta eru hin einu varanlegu
viðskipti. Milliríkjaverslun er
þannig forsenda þessa sérhæfða
hagkerfis, sem hér er. Aukið
viðskiptafrelsi veitti okkur mikla
kjarabót, sennilega meiri en við
oftast gerum okkur grein fyrir,
svona á degi hverjum.
f ljósi þessara staðreynda kem-
ur það mér á óvart að nú heyrast
háværar raddir um að eina leiðin
til að bæta margumtalað „slæmt
efnahagsástand þjóðarinnar" sé
að auka hömlur á innflutning. Með
því að banna alls kyns óþarfa
myndi þjóðarhagur batna. Að
mínu viti eru þessar raddir hættu-
legar. Einangrunarsinnarnir ættu
að hugleiða að víða búa þegnar við
mun meira frelsi en við gerum og
þá við meiri velmegun og stöðugra
verðlag líka. Ennfremur er hollt
að minna haftapostulana á það að
með því að beita höftum í auknum
mæli getum við átt von á því að
viðskiptaaðilar okkar gjaldi líku
líkt og fari að auka höft á útflutn-
ing héðan. Þá myndu lífskjör á ís-
landi fyrst versna fyrir alVöru.
Það kemur stundum upp í huga
minn að það sé einmitt ætlun
þessara skömmtunarstjóra.
Við eigum tvímælalaust að leit-
ast við að auka frelsið í milliríkja-
viðskiptum okkar. Það myndi örva
hagvöxtinn, auka velmegun, líkt
og það gerði á íslandi uppúr 1960.
Haftapostularnir líta á viðskipta-
frelsið sem vandamál. Þeir óttast
frelsið, eru afturhaldsseggir með
steinaldarsjónarmið nú á seinni
hluta 20ustu aldar. Þessir menn
eru úlfar í sauðagærum ... hinir
einu sönnu hellisbúar í landi hér.
Enda boða þeir einingu um fslenska
neyd eftir nær fimm ára stjórn-
arsetu. Vandamálið felst alls ekki
í því að frelsi sé óheyrilega mikið
hér, heldur í því gagnstæða.
Ofstjórnin og miðstýringin eru að
koma okkur á kaldan klaka. Að-
eins með því að leitast við að
dreifa valdinu, auka frelsið sem
víðast, ekki síst í viðskiptum,
stenst menning þjóða til lang-
frama með almennri hagsæld og
lýðréttindum.
Höft — hvert leiða þau?
Við skulum nú stuttlega huga að
helstu höftum, sem hér er beitt við
stjórnun innflutnings, og reyna að
gera okkur grein fyrir nokkrum
áhrifum þeirra.
1) Aðflutningsgjöld. Hér er um að
ræða tolla, vörugjöld, jöfnun-
argjöld o.s.frv. (Nú eru víst ein
tuttugu mismunandi heiti á að-
flutningsgjöldum notuð hér).
Með slíkri gjaldtöku hækkar
varan í verði. Þetta er í raun
bara skattur, neysluskattur.
Aðflutningsgjöldin eru mjög
mismunandi á hinum ýmsu
vöruflokkum, frá því að vera 0
uppí að vera vel yfir 100%.
Þannig verður verð hér oft ekki
í neinum tengslum við það hvað
varan raunverulega kostar
komin hingað á markað. Al-
varleg mismunun á sér stað,
sem hefur veruleg áhrif á
neysluvenjur landsmanna. Þau
eru óteljandi dæmin um fárán-
leika skattlagningarinnar.
Diskar til að borða á bera há
aðflutningsgjöld en diskar til
að setja uppá vegg ekki, tómat-
ar eru hátt skattaðir en banan-
ar ekki skóhlífar eru skattlagð-
ar meir en skór o.s.frv. Á
grundvelli þessarar skattlagn-
ingar er svo framleíddur ýmis
konar varningur hér, sem oft
ber sig aðeins í skjóli hárra að-
flutningsgjalda.
2) Leyfisveitingar með skilyrðum.
Nokkur makalaus dæmi um
slíka vernd má taka til. Svona í
fyrstu, hvaða vit er í að flytja
inn sæði úr karlmönnum með-
an sækja þarf um leyfi til að
flytja inn sæði úr nautum?
Sæði úr nautum þarf ennfrem-
ur að þola sóttkví í Hrísey í
áratugi. Það þarf leyfi til að
flytja inn sæði úr sumum dýr-
um — öðrum ekki. Er maður-
inn e.t.v. ekki lengur flokkaður
sem dýr? Spendýr? Eða hvers
eiga kýrnar að gjalda? Hvað
erum við eiginlega að gera? En
svona gamanlaust, skilyrðin
við meðhöndlun sæðis úr naut-
um frestar því að okkur neyt-
endum verði boðið uppá al-
mennilegt nautakjöt og kostn-
aðinn við þetta eftirlit er okkur
gert að greiða.
Öll lyf, sem flutt eru inn til
landsins, þurfa að fara i gegn-
um nákvæma skoðun og fást
ekki flutt inn nema kerfið gefi
grænt ljós. Síðan þurfa heild-
verslanir að hafa lyfjafræðing í
fullu starfi ef innflutningur
verður leyfður. Þarna er að
mínu viti verið að vernda sér-
hagsmuni lyfjafræðinga og búa
til störf fyrir skriffinna á
kostnað okkar neytenda. Verðið
á lyfjunum verður hærra en
það þarf að vera. Sjálfsagt er
að hafa eftirlit með því hvers
konar lyf eru á leiðinni inní
landið, aðallega til að tryggja
nóg framboð lyfja og líka til að
koma í veg fyrir að hættuleg
lyf berist hingað (þó segja megi
að svo mikið eftirlit sé við
framleiðslu og markaðssetn-
ingu lyfja í veröldinni að slfk
„Allt frá því að viðreisn-
arstjórnin byrjaði að
draga úr höftum hér í
upphafi sjöunda áratug-
arins hefur heldur miðað
í frelsisátt. Það reyndist
nefnilega augljóslega
hagstætt fyrir bæði neyt-
endur og framleiðendur,
að millirfkjaviðskipti
ykjust og skömmtunin
yrði lögð af. Enda var
það svo að þessar að-
gerðir nutu almennra
vinsælda og viðreisn var
hér við völd í 12 ár,
lengst allra ríkis-
stjórna.“
hætta sé vart til staðar). Það
má alveg hugsa sér að læknar
hafi vit á því að velja lyf við
hæfi. Það skiptir þá og sjúkl-
inga mestu máli að úrval sé
mikið og gott.
3) Bönn. Það er kunnara en frá
þurfi að segja að það er bannað
að flytja ýmsar vörur inn I
landið. Hefur þetta innflutn-
ingsbann komið í veg fyrir t.d.
bjórneyslu? Nei, heldur betur
ekki. Bann þetta stuðlar að
mismunun. Þeir, sem vilja bjór
og geta greitt fyrir hann upp-
sprengt verð, neyta hans.
Deilan um fjölmiðlafrelsið
hefur vakið upp banneðlið í
mörgum manninum. Heyrist
ætíð öðru hvoru að banna beri
innflutning á vídeótækjum.
Sagt er að sá innflutningur sé í
raun lögleysa. Skoðum afleið-
ingu slíkra viðhorfa nánar.
Hvað á að gera? Banna inn-
flutning nú? Taka tæki, sem
eru í heimahúsum, úr umferð?
Rjúfa friðhelgi allra heimila í
landinu til að leita vídeótækja?
Ætlar hið opinbera að greiða
fyrir svona eignaupptöku? Eða
á, til viðbótar eignaupptökunni
og rofi á friðhelgi heimila, að
refsa viðkomandi glæponum?
Á kannski að banna innflutn-
ing nú og leyfa þeim, sem eiga
svona tæki að halda þeim? Hér
væri viðeigandi að syngja við-
lag Orwells: „Öll dýr eru jöfn
— sum dýr eru jafnari en önn-
ur“.
Það er ljóst að þessi höft hafa
ýmis skaðleg áhrif. Við borgum
fyrir þau, annarsvegar með lakari
lífskjörum en fylgja myndu meira
frelsi og hinsvegar með því að búa
við skipulag, þar sem alls kyns
mismunun á sér stað. Sumir fá —
aðrir ekki. Leyfisveitingar og
bönn eru sértækar ráðstafanir en
ekki almennar. Einhver (Hver?)
þarf að ákveða hvaða vöruflokka á
að banna eða vakta. Frelsi okkar
neytenda er skert og það, sem
verra er, skömmtunarstjórarnir
fara að úthluta leyfum til þeirra,
sem eru í náðinni eða hafa pen-
inga til að borga fyrir greiðann.
I þessu tilliti er gagnlegt að
huga að haftatímum fyrri ára og
minna á það, að ekki er ýkja langt
síðan ýmis konar varningur var
skammtaður. Varningur, sem við
nú teljum til nauðsynja, eins og
t.d. ávextir, kaffi, fatnaður, bílar
o.s.frv. Mörg munum við biðrað-
irnar við verslanir þegar gúmmí-
skórnir ágætu, sem við ólumst
uppá, komu á vorin eða þegar
fréttist að fataefni væri væntan-
legt. Sá var nú aldeilis gæfusam-
ur, sem náði í gabberdín. Eða
eplalyktin, hún boðaði jólin. Epli
fengust ekki á öðrum tíma. Enn-
fremur er ákaflega fróðlegt að
lesa viðtal við Olaf Björnsson,
prófessor, í Frelsinu (1—1982) þar